Morgunblaðið - 17.07.1987, Side 17

Morgunblaðið - 17.07.1987, Side 17
eru frá sameiginlegum kaffitímum í Þjóðminjasafni þegar aðeinns unnu þar fímm starfsmenn og Selma var ein í Listasafninu. Fyrir sautján ára ungling bar hún með sér andblæ frelsis og ævintýris þeg- ar hún af gáska og glettni sveiflað- ist í frásögn sinni milli broslegra atvika úr yfírborðskenndu opinberu veisluhaldi og borgfírskra skemmt- ana æskuáranna. Síðar þegar ég hóf störf í Listasafni fslands kynnt- ist ég öðrum og alvarlegri eiginleik- um hennar sem ef til vill lágu ekki eins í augum uppi. Selma var vandvirk og nákvæm svo af bar og trú í hverju sem hún tók sér fyrir hendur og ætlaðist skilyrðislaust til hins sama af þeim sem með henni unnu. í sautján ár var hún eini starfsmaður safnsins og hafði því unnið öll þau störf sem síðar deildust á fleiri hendur. Hún hafði mjög ákveðna skoðun á því hvernig verk skyldu unnin. Allt sem frá safninu fór skyldi lýta- laust, bréf á vönduðu og skýru máli, fallega sett upp, snyrtilega brotin og beint frímerkt. Enda var oft á orði haft að póstur frá Lista- safninu þekktist frá öðrum. Er mér enn í fersku minni þegar ég fyrir réttum tuttugu árum mátti endur- skrifa sama bréfíð þrisvar og færa henni til lestrar áður en henni líkaði. Með sama hætti mat hún mikils það sem vel var gert. Hún var starfs- mönnum sínum góður félagi og tók fullt tiliit til hugmynda þeirra og tillagna, enda var hún gersamlega laus við yfírmannshroka. Sömu kröfur gerði hún til ná- kvæmni í fræðimennsku og taldi ekki eftir sér ótal ferðir til útlanda á eigin kostnað til að afla sér fanga og eiga viðræður við kollega, en hún var svo lánsöm að telja meðal vina sinna ýmsa fremstu fræðimenn í miðaldalistasögu. Selma varð einna fyrst kvenna til að veita stofnun forstöðu á ís- landi og galt þess eflaust, einkum á fyrstu starfsárum sínum, hve karlaveldið var sterkt og rótgróið í íslensku samfélagi. Hún lét sér það þó í léttu rúmi liggja, en átt.i erfítt með að sætta sig við skilningsleysi ráðamanna í garð Listasafnsins og vanmat þeirra á gildi góðs lista- safns fyrir menningu þjóðar. Gat hún þess stundum að hefði safnið ekki notið velvilja listamanna og gjafmildra einstaklinga væri lista- verkaeignin svipur hjá sjón og bygging safnhússins enn fjarlægur draumur. Eftir fímmtán ára sam- fellda baráttu hennar fyrir þessari byggingu munaði ekki nema mán- uði að hún sæi þann draum sinn rætast að taka hana í notkun. Selma Jónsdóttir var svipmikill, glæsilegur og heillandi heimsborg- ari, stoltur fslendingur en þó fyrst og síðast Borgfírðingur. Hún rakti gjaman ætt sína til Egils Skalla- grímssonar og má segja að í Selmu hafi speglast sundurleitir eiginleik- ar Mýramannakyns. Austurlensk einkenni í andlitsfalli hafði hún þegið í arf frá Hrafnistumönnum en jafnframt bjart yfírbragð og höfðingsskap Þórólfanna. Hún var stórlát og sjálfstæð gagnvart yfír- valdi sem Kveldúlfur og Egill, sannfæring hennar og hagur Lista- safns íslands voru ekki föl fyrir umbun og vegtyllur. f vináttu var hún skapheit og traust sem Egill. í umgengni og viðmóti var hún ein- læg og hlý, en jafnframt hreinskilin og berorð. Á tuttugu ára samstarf okkar Selmu bar aldrei skugga. Hún gaf mér hlutdeild í því litríka ævintýri sem lífíð sjálft var henni, þar sem allt gat gerst og ekkert var ómögu- legt. Karla Kristjánsdóttir Þegar vinur er dáinn er of seint að segja: „Ég hefði átt að hringja, ég hefði átt að skrifa oftar, ég hefði átt að fara í heimsókn, ég hefði árí að spyija..." Þá eigum við ekki annað en minningarnar, getum ekki annað en horft til baka, reynt að lifa aftur hið liðna, rifja upp það sem einu sinni var. Ég kynntist Selmu Jónsdóttur fyrir rúmum 30 árum, árið 1956, en þá hóf ég störf í Þjóðminjasafni íslands. Við sáumst nær daglega MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 17 þau ár sem ég vann á safninu, drukkum margan kaffíbollann sam- an, bæði uppi í tumi hjá henni og niðri á skrifstofunni hjá Friðrik Brekkan, og tengdumst þeim vin- áttuböndum sem ekki slitnuðu þótt seinna yrði jafnan vík á milli okkar og fundir stijáluðust. Aðrir munu verða til að rekja embættisferil hennar og fræðistörf, mig langar aðeins að minnast vin- áttunnar, rifja upp glaðlegt brosið sem lýsti upp allt andlitið, heyra aftur dillandi hláturinn, fínna ilminn af löngu drukknu kaffí í tuminum í Þjóðminjasafninu. Á þessum samverustundum, eins og jafnan síðar er fundum bar sam- an, var ég þiggjandinn, hún veit- andinn — ekki aðeins á kaffið og sætabrauðið sem við stundum létum eftir okkur, heldur einnig í samræð- um og samskiptum öllum. Og þannig vildi hún hafa það. Henni lét betur að gefa en þiggja. Hún var mér líka eldri og reyndari, lærð- ari og vitrari, hún hafði ferðast um heiminn, setið við fótskör erlendra meistara og erlendir meistarar sóttu hana heim. Áhugamálin voru mörg og margt bar á góma, en alltaf og alls staðar, fyrr og síðar, hvar sem fundum bar saman og hvað sem um var rætt, þá kom þar að talið beindist að þessu eina, að óska- bami hennar og ævistarfí, því sem gaf henni lífsfyllingu og átti starfs- krafta hennaj óskipta — safninu. Listasafn íslands var starfsvett- vangur hennar alla tíð, Selma og safnið verða ætíð nefnd í sömu andrá. Hún byggði það upp frá grunni, var lengi eini starfsmaður þess, hafði umsjón með vexti þess og viðgangi og bar hag þess fyrir bijósti öðrum fremur. Því sámaði henni sem henni fannst niðurlæging þess, að það væri eins og ölmusa á Þjóðminjasafni, hálfgerð homreka. Ekki svo að skilja að amast væri við þessum niðursetningi — sam- skipti og samvinna yfirmanna þessara tveggja stofnana, Þjóð- minjasafns Islands og Listasafns Islands, var þá og æ síðan mjög góð. En eins og sómdi góðu for- eldri hafði Selma þann metnað fyrir hönd síns óskabams að hún vildi sjá það standa algjörlega á eigin fótum, sjá það njóta sín í réttu umhverfí, fá því samastað við hæfí í tilverunni. Því miður entist henni ekki aldur til að sjá þennan draum rætast, en hún vissi þó að hann hlaut að rætast, svo var ötulu starfí og óþreytandi elju hennar sjálfrar fyrir að þakka að Listasafn Islands á nú sitt eigið hús og mun brátt komast þar undir eigið þak. Og minning hennar mun ávallt tengjast þessu safni og safnið mun ætíð nátengt minningunni um dr. Selmu Jónsdóttur. Selma var Borgfirðingur að ætt og uppruna, fædd og uppalin í Borgarnesi þar sem faðir hennar var kaupmaður. Jóns í Bæ heyrist enn minnst bæði í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Sjálf minntist Selma æskuheimilis síns með gleði og var auðheyrt að hún hafði átt þar góða daga. Selma Jónsdóttir var ekki kven- réttindakona í þeim skilningi að hún berðist opinberlega fyrir bættum kjörum kvenna. En hún sýndi hvað konur geta gert. Hún fór til útlanda strax að loknu námi í Verzlunar- skóla hér heima og hún lauk prófum frá erlendum háskólum. Hún veitti umfangsmikilli stofnun forstöðu um áratuga skeið, hún sinnti rit- og fræðistörfum og var fyrsta konan sem varði doktorsritgerð við Há- skóla íslands. Hún átti því láni að fagna að geta alla tíð unnið starf sem henni var hugleikið þótt auðvit- að færi þar ekki alltaf allt eftir hennar óskum. Hún giftist dr. Sig- urði Péturssyni og þau áttu fallegt, listrænt menningarheimili þar sem gott var að koma og samhent gest- risni ríkti. Og nú er silfurþráðurinn slitinn, en þráður vináttunnar slitnar ekki. Við vissum báðar að þessi vinátta héldist ævina á enda, vissum líka að lífíð er flóknara og dularfyllra en hversdagsamstur okkar hér. Þær dularrúnir eru okkur mönnum þó huldar og við það verðum við að sætta okkur. En minning um góða samferðamenn fylgir okkur áfram á leið. Frá árunum á Þjóðminja- safni bregður upp myndum í huga mér af þeim sem ég kynntist þar fyrst og allir eru horfnir: Tryggva, Brekkan, Kristjáni, Gísla — og nú síðast henni Selmu. Með þakklæti minnist ég þessara ára og allra síðari endurfunda, heyri glaðværan hlátur, sé ljómandi bros og fram- rétta hönd og veit með söknuði í sinni að ekkert af þessu birtist mér framar. Kristín R. Thorlacius Staðastað Fyrir rúmum ijórum áratugum bar fundum okkar dr. Selmu saman í fyrsta sinn. Það var vestur í New York-borg og það meira að segja inni á Museum of Modem Art. Síðan hafa leiðir okkar hvað eftir annað legið saman og mikið vatn runnið til sjávar á þessum árum. En það er önnur saga og verður ekki rakin hér. Við Þorvaldur heitinn Skúlason vorum ekki langt undan, þegar dr. Selma var að stíga sín fyrstu spor við Listasafn íslands, enda má merkja það í flestu, að hún unni safninu' og umgekkst það af sér- stakri natni og snyrtimennsku. Mætti jafna tilfínningum hennar gagnvart safninu við móðurást, svo nátengd var hú í öllu óskabami sínu. Allt, sem dr. Selma kom ná- lægt, bar þes merki að farið var nærgætnum höndum um hugðar- efni, sem áttu rót sína í sérstakri tillitssemi og næmum listrænum skilningi hennar. Það er mikið og merkilegt starf, sem liggur að baki löngum starfsferli dr. Selmu, hvort heldur skírskotað er til starfa henn- ar við Listasafn íslands eða þeirra rita, er hún lét frá sér fara. Allt hafði það persónulegan blæ þessar- ar merkilegu konu. Dr. Selma Jónsdóttir varð fyrst kvenna til að veija doktorsritgerð við Háskóla íslands og var hún um Flatartungufjalimar. Ramm-ís- lenzkt efni, sem enginn hafði hreyft við áður. Og nokkmm ámm síðar fylgdi í kjölfarið annað rit, einnig um íslenzka list til foma. Útgáfur Listasafns íslands, bæði á sýninga- skrám, hinni merku bók þess og listaverkakortum bera einnig hand- bragð forstjóra safnsins og em til mikils heiðurs fyrir land og þjóð. Allt er þetta hluti af ævistarfí dr. Selmu, en hennar fyrsta og annað boðorð var velferð Listasafns ís- lands. Safnið á sífellt við ijársvelti að etja og hefur verið svo frá fyrstu tíð. Það hefur því eignazt minna af listaverkum en æskilegt væri, síðan það varð til í þeirri mynd, sem það hefur nú. Listamönnum fjölgar sí og æ með þjóðinni, og fleiri og fleiri verða útundan hvað varðar kaup á verkum til safnsins. Á stund- um má sjá hnútukast í garð safnsins í íjölmiðlum, einkum og sér í lagi frá óánægðum listamönnum — en það væri óeðlilegt ástand í því landi, þar sem þeir létu aldrei til sín heyra — og hefur þá tíðum dr. Selmu verið ómaklega um kennt, en sann- leikurinn er sá, að það gengur kraftaverki næst, hveiju var komið í verk með ekki meira fjármagni en raun bar vitni, enda má full- yrða, að embættisferill dr. Selmu einkenndist af samvizkusemi og þeim óvenju örugga listræna smekk, sem var aðalsmerki þessar- ar merku konu. Persónulegir töfrar Selmu Jóns- dóttur lágu ef til vill fyrst og fremst í glaðværð hennar. Hún gat verið hrókur alls fagnaðar og kunni vel að vera í góðum félagsskap. Hún var gestrisin með afbrigðum og kunni vel að meta skemmtilegar samverustundir. Hún var víðlesin í listasögu og hafði afar næmt auga fyrir listrænum eigindum bæði eldri og yngri listaverka, nokkuð sem áþreifanlega vantar í marga þá, sem bera titilinn listfræðingar. Dr. Selma átti sér sérdeilis aðlaðandi heimili, þar sem maður hennar og hún tóku höndum saman um smekkvísi og hlýleik. Það er ekki langt síðan dr. Selma minntist á það við mig, að nú væri stutt í það, að draumurinn rættist. Safnið yrði flutt á næstunni í ný og glæsi- leg húsakynni, sem sómdu vel íslenzkri list. Þegar það væri í höfn, myndi hún láta af störfum, enda nálægt sjötugu. En enginnn ræður sínum næturstað. Ég tel það til forréttinda í þessu lífí að hafa notið samfylgdar dr. Selmu Jónsdóttur. Valtýr Pétursson Þegar ég læt hugann reika til bemskuáranna, minnist ég þess, að í kirkjunni heima á Auðkúlu, þar sem faðir minn messaði, héngu uppi töflur, sem voru grafskriftir 3ifír löngu horfnu fólki. Þar vora taldir upp kostir þess, sem í hlut átti. Æraprýddur, hjartahreinn, dánumaður, valmenni vora orð, sem þar gat oft að líta. Þegar vinir mínir deyja, verður mér oft hugsað til þess, hvaða orð ég mundi setja á slíka töflu til minn- ingar um þá. Er ég hugsa um Selmu Jónsdóttur, vinkonu mína, koma þessi orð upp í hugann: vinföst, hjálpsöm, glöð, gestrisin. Það var birta og sólskin í kringum hana. Fyrir mörgum áram, þegar hún var að undirbua opnun Listasafns íslands, var ég oft hjá henni. Ég gleymi ekki umhyggju hennar fyrir þessari ungu stofnun. Þar mátti hvergi vera blettur eða hrakka. Eiginlega höfðum við Selma þekkzt ajla ævi gegnum fjölskyldur okkar. Ég man eftir mynd, sem amma átti, af tveimur fallegum bömum. Þetta vora systkini Selmu, Bjöm og Guðrún, eða Bíbí og Blaka, eins og þau vora kölluð. En amma mín og Helga Björnsdóttir, móðir Selmu, vora vinkonur frá gamalli tíð og skrifuðust á alla ævi. Þetta var rifjað upp, þegar ég' kom á heimili þessa góða fólks. Að vera gestur á því heimili var að vera Sjá einnig bls.32 Leitið og þér munuð finna.. <0 a> -q Jy £*°$ Cq C? & O .<ff * 6?^ Stendur í nýju símaskránni, og nú er glataða hljómplatan með hallæris- legustu hljómsveit landsins, Bítlavinafélaginu, loksins fundin. Dreifing: FALKftNS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.