Morgunblaðið - 17.07.1987, Page 19

Morgunblaðið - 17.07.1987, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 19 Ég er líka að selja norðurljós: Steinunn Sigurðardóttir hitti að máli Ágúst Guðmundsson leik- stjóra á heimili hans í Lundúnum. í viðtalinu ræða þau um störf Ágústs í heimsborginni, þar sem hann hefur búið og starfað undan- farin ár. Nú í sumar er Ágúst að hefjast handa við stórt verkefni, sem byggt er á Nonnabókunum, en tökur eru um það bil að hefjast í Flatey á Breiðafirði. Ágúst segir meðal annars í viðtalinu: „Mér finnst ég stundum i svipuðum sporum og Einar Benediktsson. Ég er líka á minn hátt að selja norðurljós." Lifandi blað — fullt af athyglisverðu efni Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen: Stjórnmál hafa verið ríkari þáttur í lífi Völu Ásgeirsdóttur Thorodd- sen en flestra annarra en þeirra, sem beinan þátt hafa tekið í stjórnmálum. í athyglisverðu viðtali fjallar hún meðal annars um hlutverk eiginkonu stjórnamálamanns og þau áhrif, sem störf stjórn- málamanna hafa á fjölskyldur þeirra. Vala kemur víðar við í viðtalinu. Fjallar um æsku sína og uppvöxt í foreldrahúsum, skólagöngu, fyrstu kynni þeirra Gunnars, forsetakosningarnar 1952 og 1968 og ýmis- legt sem þeim fylgdi. Þegar rætt er um framboð Gunnars Thoroddsen til embættis forseta 1968, segir hún meðal annars: „Þetta var mjög erfið barátta og mikil illska sem kom fram. Ótrúlegar sögusagnir gengu. Milli Gunnars og Kristjáns kom þó aldrei upp neinn ágreining- ur og samskipti þeirra voru alla tíð með miklum ágætum. lllskan og heiftin kom frá fólkinu í kring.“ Móðir um fertugt: Nýtt Líf Alltaf ferskt og lifandi TlSKUBLAO 5. tbl. 10. árg- 1987 Hvaða gjöf hefur forsjónin gefið manninum sem honum er jafn kær og börnin?" Það var mælskusnillingurinn Cicero sem mælti þessi orð. Þó að um það bil tvö þúsund ár séu liðin síðan er ljóst, að orð hans eru enn í fullu gildi. Nýtt Lif hitti að máli fjórar konur sem eiga það sameiginlegt að hafa átt börn um fertugt, þær Kristínu Jóhannsdóttur leikstjóra, dr. Ragnheiði Briem, Sigríði Haga- lín leikkonu og Stefaníu Borg. Þær ræða reynslu sína af þvi að eignast börn svona seint, þrýsting þjóðfélagsins á konur sem ekki eiga börn, muninn á að eignast börn um tvítugt og svo um fertugt og ýmislegt fleira. Jafnframt leitaði Nýtt Líf álits Þóru Fischer, sem er sérfræðing- ur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á hinu svonefnda seinna barneignaskeiði kvenna. í blaðinu er meðal annars þetta efni: Tiska: Nýjar fyrirsætur hasla sér völl. Nýtt Líf sýnir sumartísk- una frá Akureyri. Matur: Nýtt Líf setti upp grillveislu i tilefni sumarsins. Greinar: Læknirinn í sjálfum þér — Getum við læknað okkur sjálf? Cellulites — Fitan sem minnir á appelsíubörk. Hvað er til ráða? Hugarreik — Pétur Gunnarsson rithöfundur lætur hugann reika. Bókaþjóð í sumarskapi — Hvaða bækur ættum við að lesa i sumar? Isabella Rosselini og Ingrid Bergman — Er dóttirin að feta i fótspor móðurinnar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.