Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 Ungverjaland: Verkamenn hvattir til sveigjanleika HÁTTSETTIR hagfræðingar í Ungverjalandi segja að lands- menn verði að búa sig undir að skipta um starf „þrisvar eða jafti- vel fjórum sinnum á ævinni“ þegar búið verður að hrinda í framkvæmd efiiahagslegum end- urbótum er hafa í för með sér að tap-fyrirtækjum verður lokað, segir í frétt breska dagblaðsins Financial Times. Miklos Nemeth, nýskipaður efna- hagsmálaritari miðstjómar Frankfiirt- arpylsan 500 ára Frankfurt, Reuter. FRANKFURTARAR halda nú upp á fímm hundruð ára af- mæli Frankfúrtarpylsunnar, sem fyrst er nefnd á bókum árið 1387. Borgaiyfirvöld segja hins vegar að ekki verði um opinber hátíða- höld af þeirra hálfu að ræða, þar sem ekki sé víst að pylsan hafí fyrst komið fram á þeim tíma. Frankfurtarpylsan er gerð úr reyktu svínakjöti og sagt er að hún hafi verið aðalrétturinn við krýn- ingu Maxmilians II Þýskalands- keisara árið 1652. Hún hefur verið framleidd á sama hátt í að minnsta kosti fimm hundruð ár. Framleiðendur pylsunnar eru hins vegar lítt hrifnir af virðingar- leysi ungdómsins fyrir gömlum, þýskum hefðum; það er ásælni í óvirðulega framreiddan mat á borð við „eina með öllu." Þeir segja að Frankfurtarpylsuna eigi að borða með brauðsnúð og glitrandi víni, þannig hafi það alltaf verið og svo skal vera áfram. kommúnistaflokks landsins, sagði nýlega að leggja yrði meiri áherslu á „arðsama atvinnustefnu“ enda þótt „næg atvinna handa öllum“ yrði eftir sem áður grundvallarregl- an. Nemeth sagði að stjórnendur fyr- irtækja ættu að hafa rétt til að veita lélegum starfsmönnum ákúr- ur. Atvinnulausir myndu fá vinnu hjá atvinnumiðlunarskrifstofum, við opinber þjónustustörf eða verða sendir í starfsþjálfun. Fyrr í þessum mánuði voru af opinberri hálfu tilkynntar umbótat- illögur þar sem segir að aðstoð við tap-fýrirtæki verði skorin kröftug- lega niður og fyrirtækjunum lokað ef þau rétti ekki úr kútnum. Upp- lýst var að ríkisvaldið hefði síðast- liðna 18 mánuði greitt sem svarar liðlega milljarði Bandaríkjadala í styrki til ósamkeppnishæfra fyrir- tækja. Nemeth sagði að takmarkið væri að koma á fót markaðskerfi undir eftirliti yfirvalda þar sem komið yrði í veg fyrir skaðlega ein- okun og jafnframt stuðlað að samkeppni í iðnframleiðslu, þjón- ustustörfum, landbúnaði og annarri matvælaframleiðslu. Nemeth bætti því við að í framtí- ðinni myndi hlutverk miðstýringar ekki minnka heldur yrði ábyrgð skipuleggjenda og yfirvalda meiri en áður. Cavaco Silva forsætisráðherra hefiir rekið kröftuga kosningabar- áttu.og talið að hann nái meirihluta. Portúgal: Spáð að Cavaco Silva merii meirihluta SKOÐANAkannanir, sem voru birtar í Lissabon í gærmorgun, fímmtudag, gáfú til kynna, að Cavaco Silva, forsætisráðherra og Sósialdemókrataflokki hans(PSD) tækist að meija meiri- Hungur í Brasilíu: Heilum lestarförmum af matvælum stolið Sao Paulo, Reuter. MÖRG hundruð örsnauðir og sársoltnir Brasilíumenn stálu um helgina meira en 300 tonnum af sojabaunum og kaffí úr tveimur járnbrautarlestum í borginni Guaruja. Ekki er til þess vitað, að jafii umfangsmikill þjófnaður af þessu tagp hafi áður átt sér stað í Brasilíu. Er þetta talið sýna glöggt, hve efnahagsástandið í landinu er orðið slæmt. Sojabaunir, sem eru mjög auðug- ar af eggjahvítuefni, eru mikið notaðar til skepnufóðurs. Framleið- endur á sojabaunum í Brasilíu hafa hins vegar lengi gagnrýnt stjóm- völd landsins fyrir að grípa ekki til hvetjandi ráðstafana til að auka framleiðsluna á sojabaunum og nota þær sem eggjahvítuefni handa fátækum þegnum landsins, sem nóg er af. Efnahagskreppan í Brasilíu nú er ein sú versta í allri sögu landsins og koma afleiðingar hennar fram með ýmsum hætti. Þannig hefur það hvað eftir annað gerzt í borg- inni Sao Paulo að undanfömu, að fólk hefur brotizt hópum saman inn í stórmarkaði og látið þar greipar sópa. hluta í þingkosningunum á sunnudaginn. Samkvæmt þessum könnunum tekst PSD að fá 43% og dugar það. Hins vegar yrði sá meirihiuti mjög naumur og PSD þyrfti að fá allt að þremur prósentum í viðbót til að geta stjórnað örugglega. Sósialistaflokkurinn, PS, virðist ekki hafa náð til fólks í þessari kosningabaráttu. Honum er spáð 23%, sem er aðeins 3% aukning frá síðustu þingkosningum. Þá fékk flokkurinn tæp 20 og missti gríðar- Iega mikið fylgi yfír til Lýðræðis- lega endumýjunarflokksins. Vitor Constancio, formaður Sósialista- flokksins hefur ekki sagt álit sitt á þessum niðurstöðum, en hann hefur íað að því, að róðurinn í formanns- sætinu hafi verið mjög erfíður og það sé hægara ort en gert að taka við af Mario Soares, sem nú gegnir forsetaembætti. Lýðræðislegi endumýjunarflokk- urinn undir forystu Ramalho Eanes missir mikið fylgi eins og raunar var vikið að í fréttaskýringu í Morg- unblaðinu á dögunum. Flokkurinn fékk um 20 prósent fyrir tveimur ámm, en þá var flokkurinn splúnku- nýr. Síðan hefur fulltrúum hans Pólland: Fjöldagröf fórn- arlamba Rauða hersins fimdin? Giby, Póliandi. Reuter. Rannsóknarmenn stríðsglæpa opnuðu í fyrradag fjöldagröf, sem fannst fyrir hálfúm mánuði í fúruskógi ná- lægt þorpinu Giby í norðaustur- hluta Póllands, um átta kílómetra frá sovésku landa- mærunum. Sumir telja að í gröfínni geti verið lík fjölda pólskra borgara, sem Rauði herinn nam á brott nokkrum vikum eftir lok síðari heims- styijaldar, en lögreglumenn- irnir, sem rannsaka nú gröfina, segja að hún hafí jarðneskar leifar þýskra hermanna að geyma. Stefan Meszczynski, bóndi í nágrenninu, fann gröfma. Hann heldur því fram að þrír bræður hans séu grafnir þar, og að hann hafí leitað grafarinnar í rúmlega ár, en draumur, sem hvað eftir annað hafi sótt á hann, hafí leið- beint honum þangað. Yfirvöld í Giby telja hins vegar líklegra að vitni að atburðunum árið 1945 hafí vísað honum á staðinn. Meszczynski gróf nokkrar hol- ur á staðnum og kom. niður á beinagrindur á um eins metra dýpi. Margir ættingjar hinna týndu hafa komið á staðinn, en nú hefur svæðinu verið lokað vegna hinnar opinberu rannsókn- ar. Frásögnin af týnda fólkinu er enn sem greypt í minni margra á þessu svæði, þótt mönnum komi ekki saman um hver afdrif þess urðu. Það er að minnsta kosti víst, að fólkið hvarf í fjöldahandtökum sovéska hersins árið 1945, sem ef til vill voru liður í aðgerðum gegn andstæðingum kommúnista- stjómarinnar, sem þá hafði verið komið á í Varsjá. Samkvæmt frá- sögn sjónarvotta var fólk hand- tekið af algjöru handahófi, nánast í hveiju húsi. Fólkinu var safnað saman í stórri hlöðu og haldið þar í nokkra daga, en síðan fluttu bifreiðir það á brott og síðan hef- Reuter Mannabein sem fúndust í (jöldagröfinni í Norðaustur-Póllandi. ur ekkert verið vitað um örlög þess. Að sögn vestrænna sendi- manna í Póllandi kæmi það sér afar illa fyrir Jaruzelski, leiðtoga Pólska kommúnistaflokksins, ef staðfest yrði að líkin í skóginum væru af fómarlömbum sovéska hersins, þar sem leiðtoginn hefur lagt ríka áherslu á náin tengsl Póllands og Sovétrikjanna. Margir ættingja hinna týndu, sem eru sannfærðir um að lík skyldmenna þeirra séu f gröfínni, óttast þess vegna að yfírvöld muni reyna að forðast árekstra við Sovétmenn og láta líta svo út sem líkin séu af sovéskum stríðsföngum, sem nasistar hafí myrt árið 1944. Jozef Bronejko bóndi sagði við fréttamenn: „Það er afar ólíklegt að þetta hafí ver- ið sovéskir stríðsfangar, vegna þess að þama vom einnig lík af konum." Fólk segist hafa séð til iögreglunnar fjarlægja hnappa og belti, sem áreiðanlega hafí til- heyrt borgaralegum klæðum, úr gröfinni. Rannsóknarmennimir segjast hins vegar hafa grafíð upp ellefu lík nú þegar og segja að þau séu sennilega af þýskum hermönnum, sem ekki kemur heim og saman við staðhæfingar þorpsbúa. Ekki er ljóst hversu margir hurfu í ofsóknum Rauða hersins á umræddu svæði í Póllandi, en giskað hefur verið á að þeir hafí verið 200 til 500. gengið heldur erfiðlega að fínna einhvem raunhæfan starfsgmn- dvöll og Eanes, fyrverandi forseti, hefur þótt óbjörgulegur stjórn- málaleiðtogi. i skoðanakönnuninni er sagt að Lýðræðislegi endurnýj- unarflokkurinn muni missa allt að þriðfungi atkvæða og fá varla meira en 14%. Miðdemókratar -CDS- em einnig á niðurleið en þeir kynnu þó að ráða úrslitum ef Sósialdemókratar næðu ekki nauðsynlegum meiri- hluta. Þá er trúlegt að þeir muni ganga til liðs við Cavaco Silva. Alvaro Cunhal, sá gamalreyndi stjómmálamaður og einbeittur Stalínisti, er sem fyrr við stjórn- völinn hjá kommúnistum. Að því er spár segja mun Cunhal og kom- múnistaflokkurinn fara langt í að halda sínu venjulega fylgi. Fá varla minna en 15 prósent, en tæpast yfír 18%. í kosningabaráttunni nú allra síðustu dagana hefur æ meira verið rætt um að nauðsynlegt sé að end- urskoða stjómarskrá landsins mjög rækilega. Stjómarskráin var samin eftir byltinguna, þegar kommúnist- ar vom allsráðandi. Þá vom öll stærstu fyrirtæki, bankar og fleira þjóðnýtt. Stjómarskráin var endur- skoðuð nokkuð fyrir fímm ámm. Cavaco Silva telur að þurfí að ganga langtum lengra. Hann segir að hann sé andsnúinn þjóðnýtingu í hveiju sem hún birtist og vill láta endur- skipuleggja rekstur og fyrirtæki í samræmi við það. Á portúgalska þinginu, sem er í einni deild em 250 þingmenn. Þeir skipast nú svo milli flokkanna, að Sósialdemókratar hafa 88 þingsæti, Sósialistar 57, Lýðræðislegi end- umýjunarflokkurinn hefur 45, Kommúnistar og bandamenn þeirra 38 og Miðdemókratar 22. j-k. . , , Gengi gjaldmiðla London, Reuter. Bandaríkjadalur náði sér nokkuð á strik í gær eftir lækkunina í fyrradag sem varð vegna meiri viðskiptahalla í Bandaríkjunum en áætlaður hafði verið. Sterl- ingspundið var áfram sterkt. Sterlingspundið kostaði 1.6300 dali en að öðm leyti var gengið með eftirfarandi hætti: Bandaríkjadalur kostaði: 1,3218 kanadíska dali, 1,8325 vestur-þýsk mörk, 2,0630 hollensk gyllini, 1,5255 svissneska franka, 38,00 belgíska franka, 6,1030 franska franka, 1327 ítalskar lírar, 149,75 japönsk jen, 6,3925 sænskar krónur, 6,7000 norskar krónur og 6,9575 danskar krónur. Gullúnsan kostaði 452,90 dali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.