Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 23 Pólland: Kvikmynd gerð eftir ástarsögu páfa Reuter Leikarinn Burt Lancaster ráðfærir sig hér við leikstjórann Micha- el Anderson — utan við skartgripabúðina, en myndin er tekin í Kraká. og það sem gerst hefur í millitíð- inni. Miðpunktur sögunnar er gamli gullsmiðurinn, sem Lancaster leikur, en hann gefur ungum elsk- endum í hringaleit góð ráð um ástina, lífið og tilveruna. „Astin er ekki ævintýri. Hún getur ekki enst í aðeins eitt augnablik. Hið eilífa eðli mannsins kemur fram í ástinni,“ segir gullsmiðurinn. „í raun er ég að leika Guð, sem er afskaplega erfitt í hvaða mynd sem er, svo mark sé takandi," segir hinn 73 ára gamli Lancaster. Leikstjóri myndarinnar er eng- inn aukvisi heldur, því það er Michael Anderson, sem m.a. er þekktur fyrir myndirnar „Logan’s Run,“ „Conduct Unbecoming" og „Around The World In 80 Days.“ Hann neitar því alfarið að nafn páfa hafi mestu ráðið um gerð myndarinnar. „Það var var ekki páfi, sem skrifaði leikritið. Það skrifaði Karol Wojtyla — maður með djúpan skilning á mannlegu eðli.“ Vatíkanið mun fá 6% heildar- tekna af myndinni, en þeir fjármunir munu renna beint til aðstoðar hungruðum heimi. Páfagarði, Reuter. ÞESSA dagana er verið að taka kvikmynd í Póllandi. í fyrstu mætti álíta að hér væri á ferð- inni dæmigerð stórmynd frá Hollywood: stjörnur á borð við Burt Lancaster, Ben Cross og Oliviu Hussey, en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að hér er um annars konar mynd að ræða. Höfundur sögunnar er Karol Wojtyla, sem betur er þekktur sem Jóhannes Páll páfi II. „Utan við skartgripabúðina” er kvikmyndaútgáfan af leik- riti, sem páfinn reit fyrir 27 árum, og er að sögn framleið- enda ástarsaga. „Þetta er ný tegund sögu um hvað ástin táknar," sagði Burt Lancaster á blaðamannafundi fyr- ir skömmu. „Hún sýnir mátt ástarinnar — hvers ástin er megn- ug hafi maður þann styrk og þá trú sem þarf til þess að meðtaka hana.“ Það er ítalska ríkissjónvarpið sem framleiðir myndina og er tal- ið að kostnaðurinn muni nema um 9 milljónum Bandaríkjadala. Myndin verður sýnd í kvikmynda- húsum skömmu fyrir jól, en sjónvarpsstöðvar geta væntan- lega fest kaup á henni einu og hálfu ári síðar. Upphaflega hét leikritið „Hug- leiðingar um sakramenti hjóna- bandsins", en hana skrifaði Jóhannes Páll 2. páfí. monsjör Wojtyla árið 1960, sem þá var aðstoðarbiskup í Kraká. Páfi hefur reyndar lengi haft áhuga á leiklist því hann starfaði með neðanjarðarleikhúsi undir hernámi Þjóðvetja í Seinni heims- styijöld. Leikritið naut talsverðra vinsælda þegar það kom út, en eftir að Wojtyla varð kjörinn páfi hefur það selst í 50 milljónum eintaka á 22 tungum. Það fjallar um reynslu tveggja para í Kraká árið 1939 og þá upplausn sem stríðinu fylgdi. Tuttugu árum síðar hittast pörin aftur í Kanada og reyna að gera upp hið liðna Líbanon: 7 látast og 77 slasast -í bílasprengingum Trijjólí, Líbanon. Reuter. SJO manns biðu bana og 77 særð- ust er tvær bílasprengjur sprungu í borgunum Trípólí og Baalbeck í Líbanon á miðviku- dag. Báðar þessar borgir eru í raun undir stjórn Sýrlendinga og voru sex sýrlenskir hermenn meðal hinna slösuðu. Sprengjan í Trípólí sprakk fyrir utan verslunarmiðstöð þar sem fjöldi fólks, aðallega konur, voru við innkaup. I Baalbeck var sprengj- unni komið fyrir í leigubíl fyrir utan kvikmyndahús. Tyrkland: Kúrdar fella tvo hermenn Ankara, Reuter. KURDISKIR uppreisnarmenn felldu tvo tyrkneska hermenn í árás á varðstöð í suðausturhluta Tyrklands í fyrrinótt, að sögn Anato/ian-fréttastofúnnar. Fréttastofan sagði að fimmtán skæruliðar hefðu tekið þátt í árás- inni og síðan flúð yfir írösku landamærin í um tveggja kílómetra fjarlægð. Hinn marxíski Verkamanna- flokkur Kúrda, sem berst fyrir sjálfstæði Kúrdistans, hefur aukið hryðjuverkastarfsemi sína undan- farið og drepið meira en sextíu almenna borgara á síðustu mánuð- um. VÖRN GEGN VEÐRUN Það er misskilningur að járn þurfi að veðrast. Alltof lengi hafa menn trúað því að galvaníserað járn eigi að veðrast áður en það er málað. Þannig hafa menn látið bestu ryðvörn, sem völ er á skemmast og afleiðingin erótímabær ryðmyndun. Með réttum HEMPELS grunni má máia strax og lengja þannig lífdaga bárujárns verulega. HEMPELS þakmálning er sérhæfð á bárujárn og hefur frábært veðrunarþol. SILPPFELAGIÐ Dugguvogi4 104 Reykjavík 91-842 55 íslenskt veðurfar gerir meiri kröfur til utanhússefna en veðurfar flestra annara landa. Ef steinn er óvarinn við þessar aðstæður grotnar hann niður á skömmum tíma, aðallega vegna frostþíðuskemmda og áhrifa slagveðurs við útskolun fylliefna steinsteypunnar. Steinsílan gefur virka vörn gegn þess konar áhrifum. Opin veggjamálning, grunnur jafnt og yfirefni á stein, múr- stein og eldri málningu. Hefur afbragðs þekju og mikið veðr- unarþol. Fjöldi lita sem halda skerpu sinni lengi án þess að dofna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.