Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 -I Sakadómur Reykjavíkur um frávísunarkröfuna í Hafskipsmálinu: Ríkissaksóknari van- hæfur vegna bróðurins Haraldur Henrysson sakadóm- ari kvað upp þann úrskurð í sakadómi i gícr, að vísa bæri frá dómi kæru ríkissaksóknara á hendur þeim Björgólfi Guð- mundssyni, Ragnari Kjartans- syni, Páli Braga Kristjónssyni og Helga Magnússyni. Urskurður- inn í frávísunarkröfúnni var kveðinn upp kl. 10 í gær og birt- ist hér á eftir í heild: Með ákæru, dagsettri 9. apríl sl., höfðaði ríkissaksóknari mál hér fyrir dóminum gegn ákærðu fyrir að hafa í störfum sínum fyrir Hafskip hf., ákærði Ragnar á árinu 1981 og aliir ákærðu á árunum 1983—1985, gerst sekir um ýmis brot, sem tilgreind eru nánar í 6 köflum ákærunnar. Er þar um að ræða brot á ýmsum ákvæðum almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, „ÞESSI dómur Sakadóms eykur með mér að nýju tiltrú á íslensku réttarfari og að almmenn mann- réttindi skipti einhveiju máli,“ sagði Ragnar Kjartansson fyrr- um stjórnarformaður Hafskips í samtali við Morgunblaðið í tilefni af úrskurði Sakadóms Reykjavíkur i Hafskipsmálinu. Ragnar taldi nú vera sterkar líkur til þess að málið fengi nú óhlutdræga og ofstækislausa rann- sóknarmeðferð, eins og hann orðaði það. „Baráttan undanfarinna mán- lögum um hlutafélög nr. 32, 1978 og lögum um löggilta endurskoðendur nr. 67, 1976. Ákæra þessi er gefin út af Hall- varði Einvarðssyni, ríkissaksóknara. Af hálfu ákærðu er þess krafist að ákærunni verði vísað frá dómi vegna vanhæfís Hallvarðs til að fara með mál þetta sem ríkissaksóknari og eru tilgreindar eftirtaldar ástæður fyrir vanhæfi hans: 1. Ríkissaksóknari geti ekki fjallað um málið þar sem hann hafi stjórnað rannsókn þess í upphafi sem rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins og haft þau afskipti af því á rannsóknarstigi, að hann hljóti að teljast vanhæfur til að fjalla um það. Því til stuðnings er bent á afskipti hans í upphafi máls- ins, er hann stóð að fyrirmælum um handtöku ákærðu og kröfum um gæsluvarðhald þeirra, svo og á ýmis aða hefur beinst að því og er því ekki að neita að gripið hefur mann nokkurt vonleysi í þeirri viðureign við kerfið.“ Ragnar taldi og vera líkur á því að rannsóknarmeðferð Hafskips- málsins kæmi á einhveiju stigi á næstunni til opinberrar rannsóknar, „þar sem kannað verði hveiju sætti að rannsóknaraðilar fóru ekki að lagafyrirmælum um óhlutdrægni sem leiddi til tug mistaka við rann- sóknina og ákæru, sem er ekki í neinum veigamiklum atriðum í sam- ræmi við sannleikann í málinu." ummæli, sem eftir honum voru höfð í fjölmiðlum í upphafi rannsóknar um eðli málsins og umfang. Er í þessu sambandi af hálfu ákærðu vísað til ákvæða 22. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála, sbr. 7. tl. 36. gr. laga nr. 85, 1936 um meðferð einkamála í héraði. 2. Ákveðin tengsl séu milli Hall- varðs Einvarðssonar, ríkissaksóknara, og Alberts Guðmundssonar, fyrrver- andi fjármálaráðherra, sem einnig gegndi um tíma formennsku bæði í stóm Hafskips hf. og bankaráði Út- vegsbanka Islands. Er hér einkum bent á lánafyrirgreiðslu er Hallvarður hafi notið af hendi Alberts sem fjár- málaráðherra úr Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins 1984 og 1985, sem hafi verið óvenjuleg og óeðlileg. Af hálfu ákærðu er hér vísað til 22. gr. laganna um meðferð opinberra mála, sbr. 7. tl. 36. gr. laganna um meðferð einkamála í héraði. 3. Bróðir Hallvarðs Einvarðssonar, Jóhann S. Einvarðsson, hafi setið í bankaráði Útvegsbanka íslands frá 1. janúar 1985 eða hluta þess tíma- bils, sem ákæran í málinu tekur til, en mál þetta tengist mjög Utvegs- bankanum og hljóti bankaráðið mjög að eiga hér hagsmuna að gæta á ýmsa vegu. Er hér vísað til 22. gr. laganna um meðferð opinberra mála, sbr. 3. og 7. tl. 36. gr. laganna um meðferð einkamála í héraði. Sækjendur málsins hafa mótmælt rökstuðningi fyrir frávísunarkröfu verjenda og krefjast þess að henni verði hrundið. Fyrir liggur í dómum Hæstaréttar frá 4. júní sl. í málum nr. 157 og 162/1987, að Hæstiréttur telur að dómsúrlausnar verði leitað um hugs- anlegt vanhæfi ríkissaksóknara, sbr. 22. gr. laga um meðferð opinberra mála. Verður hér á því byggt og tekin afstaða til frávísunarkröfunnar og þeirra málsástæðna, sem færðar eru fram henni til stuðnings í þeirri röð, sem þær eru settar fram hér að ofan. 1. Mál þetta kom til meðferðar Rannsóknarlögreglu ríkisins með bréfi ríkissaksóknara, dagsettu 7. maí 1986, en með því fylgdi skýrsla borg- arfógetanna Markúsar Sigurbjörns- sonar og Ragnars H. Hall til ríkissaksóknara, dagsett 6. s.m., um rannsókn skiptaréttar Reykjavíkur á gjaldþroti Hafskips hf. I bréfi ríkissak- sóknara er mælt fyrir um opinbera rannsókn ogtilgreind rannsóknarefni. Meðferð Rannsóknarlögreglu ríkis- ins á málinu hófst 19. maí 1986, en að lokinni rannsókn var málið endurs- ent ríkissaksóknara með bréfi, dag- settu 24. september 1986. Við meðferð málsins hjá RLR voru m.a. ákærðu í máli þessu úrskurðaðir í gæsluvarð- hald og sátu ákærðu, Björgólfur og Ragnar, í gæsluvarðhaldi frá 21. maí til 18. júní 1986, ákærði Páll Bragi frá 21. maí til 7. júní og ákærði Helgi frá 21. maí til 9. júní 1986. Rannsókn málsins hjá RLR var í upphafi undir stjórn Hallvarðs Ein- varðssonar, þá rannsóknarlögreglu- stjóra ríkisins, og undirritaði hann m.a. kröfur um gæsluvarðhald „BEÐIÐ verður niðurstöðu Hæstaréttar í frávísunarmálinu áður farið verður að skipa nýjan sérstakan saksóknara í Hafskips- málinu," sagði Þorsteinn Geirs- son ráðuneytisstjóri í dómsmála- ráðuneytinu í samtali við Morgunblaðið, að fenginni úr- lausn Sakadóms í gær. Þorsteinn gat þess, að Jón Helga- son fyrrverandi dómsmálaráðerra hefði tekið þá afstöðu varðandi skipan sérstaks saksóknara í máli ákærðu. Hallvarður var hins vegar skipaður ríkissaksóknari frá 1. júlí 1986 að telja og sem slíkur gaf hann út ákæruna í máli þessu sem fýrr seg- ir. Með hliðsjón af 1. tl. 36. gr. laga um meðferð einkamála í héraði og eins og háttað er skipan ákæru- og dómsvalds, svo og lögreglustjórn hér á landi, verður ekki talið, að embættis- afskipti manns í starfi rannsóknarlög- reglustjóra ríkisins af máli valdi vanhæfi hans til að fjalla um það mál síðar, sem ríkissaksóknari og má segja, að um þetta liggi fyrir ótvíræð venja. Ekkert hefur komið fram, sem bendir til annars en að afskipt Hall- varðs Einvarðssonar af máli þessu, þá er hann gegndi störfum rannsókn- arlögreglustjóra ríkisins, hafi verið með þeim hætti, sem eðlileg gátu tal- ist miðað við stöðu hans og starfs- skyldur. Ummæli, sem eftir honum voru höfð í fjölmiðlum um gang rann- sóknarinnar, þykja ekki þess eðlis að þau breyti þessari niðurstöðu. Verður því ekki talið, að krafa um frávísun vegna vanhæfis Hallvarðs Einvarðs- sonar að þessu leyti sé á rökum reist og ber því að hafna henni. 2. Af gögnum, sem lögð hafa verið fram í málinu, sést að Hallvarður Ein- varðsson fékk lán úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins í desember 1984 og febrúar 1985, kr. 300.000,- í hvort skipti. Ómótmælt er, að lán þessi komu til fýrir tilstuðlan eða milligöngu Al- berts Guðmundssonar, þáverandi fjármálaráðherra, en upplýst hefur ákæruvaldsins_ gegn bankstjórum Útvegsbanka íslands, að heppilegt væri að bíða úrslita í máli ákæru- valdsins gegn forráðamönnum Hafskips og væri núverandi dóms- málaráðherra, Jón Sigurðsson sammála þeirri afstöðu. Aðspurður sagði Þorsteinn að líklegt mætti telja, ef Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu sakadóms, að skipaður yrði sami saksóknarinn í báðum málunum, enda væri það hentugt. „Ég vil þó ekkert fullyrða um það á þessu stigi.“ Ragnar Kjartansson, fyrrum stjórnar- formaður Hafskips: Opinber rann- sókn fari fram Skipan sérstaks saksóknara: Beðið niðurstöðu Hæstaréttar Salmonellan gæti vald- ið stórkostlegum skaða - segir Ólafur Steingrímsson yfirlækn- ir á sýklarannsóknadeild Landspítalans „SALMONELLA sýklar hafa fúndist í afurðum sem fluttar hafa verið frá Islandi. Slíkt getur valdið óbætanlegum skaða fyrir þjóð sem byggir afkomu sína á matvælaframleiðslu“. Þetta sagði Olafúr Steingrímsson yfirlæknir á sýklarannsóknadeild Landspít- alans í samtali við Morgunblaðið. • Með nokkurra mánaða millibili hafa komið upp tvö alvarleg til- felli salmonella sýkingar á Islandi. „Nú þegar er búið að staðfesta að 10 manns sýktust af salmon- ella bakteríu á ættarmótinu á Laugum í Dalasýslu fyrir skömmu en við teljum víst að fleiri hafi sýkst ,“ sagði Ólafur. „Þetta er sjaldgæft afbrigði af bakteríunni og tekist hefur að finna sama afbrigði í svínakjöti frá Sláturfél- agi Suðurlands í frystikistu á staðnum." Ólafur kvað salmonellu vera mjög fjölbreyttan hóp af baktorí- um með tilliti til sjúkdóma sem þær valda. Til dæmis fiokkaðist alvarlegur taugaveikisýkill undir salmonellu og einnig mun skað- minni sýkiar eins og þeir sem algengir eru hér á landi. Að sögn Ólafs berast salmonoll- ur fyrst og fremst í þörmum manna og dýra en þær geta lifað fijálst í náttúrunni, t.d. lengi í vatni. Þrír þættir ráða hversu al- varleg sýkingin verður. I fyrsta lagi fjöldi sýkla í matvælunum sem neytt er, í öðru lagi hæfileiki sýkilsins til að sýkja og í þriðja lagi mótsöðuafl einstaklingsins sem verður fyrir sýkingunni. Ekki mjög' smitandi Salmonella sýking er ekki mjög smitandi að sögn Ólafs. Sem dæmi um þetta nefndi hann að ef hundr- að þúsund bakteríum væri komið fyrir í mjólkurglasi og hundrað manns drykkju eitt slíkt mjólkur- glas hver, þá væru líkur á að aðeins helmingur þeirra smitaðist. Því eru litlar líkur á því að sýktur einstaklingur smiti aðra ef hann gætir fyllsta hreinlætis. Frá sýklarannsóknardeild Landsspítalans. Til að valda faraldri þarf bakt- erían að fjölga sér í verulegum mæli í matvælum. Nokkrir tugir sýktra einstaklinga greinast hér á landi á ári en hluti þeirra smit- ast erlendis. Einhver hluti sýkist innanlands og má yfirleitt rekja það til matvæla sem mengast hafa frá fóðurbæti búdýra. Til dæmis eru fóðurgeymslur ekki alltaf rottuheldar en rottur geta borið sýkilinn með sér. Að sögn Ólafs væri mikil bjart- sýni að halda að hægt væri að losna algerlega við þessar bakterí- ur. Mikið mætti þó gera til að stemma stigu við útbreiðslu þeirra því hreinlæti væri víða ábótavant. Getur hugsanlega leitt til dauða Ólafur sagði að þau salmonellu- tilfelli sem kæmu upp hér á landi væru fæst alvarleg. Einkennin væru þau að sjúklingurinn fcngi magaverki og uppköst í byijun en síðan niðurgang og stundum hita. Ólafur kvað líðan sjúklings oft vera afar slæma og hugsan- legt væri að sýkingin leiddi til dauða. Viðbrögð lækna eru þau að í alvarlegustu tilfellunum gefa þeir sjúklingunum sýklalyf. Einstakl- Morgunblaöid/Sverrir Ólafur Steingrímsson yfirlæknir. ingar sem bera sýkilinn án þess að vera alvarlega veikir eru látnir ná sér á eðlilegan hátt sjálfir. Þeir sem eru heilbrigðir en bera samt sýkilinn fá að lifa eðlilegu lífi. Sýktu fólki er þó ekki leyft að starfa við matvælaframleiðslu. „Þetta er auðvitað alvarlegt fyrir þá sem veikjast og þola van- líðan og vinnustundatap. Þetta er þó ekki síður alvarlegt fyrir okkur Islendinga sem matvælafram- leiðsluþjóð því ef við gætum ekki fullkomins hreinlætis og öryggis- eftirlits í framleiðslunni er hugsanlegt að menguð matvæli séu flutt til útlanda. Slíkt gæti valdið okkur óbætanlegum skaða,“ sagði Ólafur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.