Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987
Útförséra Sigurðar Pálssonar vígslubiskups
SelfosS"
ÚTFÖR séra Signrðar Pálssonar, vígslubiskups
og heiðursborgara Selfoss, var gerð frá Selfoss-
kirkju í gær, föstudaginn 17. júlí. Það var séra
Geir Waage sem jarðsöng og séra Sigurður Sig-
urðarson flutti kveðju fjölskyldunnar. Þeir sem
báru kistuna úr kirkju voru séra Haraldur M.
Kristjánsson, séra Rúnar Þór Egilsson, séra
Hannes Guðmundsson, séra Haukur Ágústsson,
séra Úlfar Guðmundsson og séra Guðmundur
Óli Ólafsson. Fulltrúar úr bæjarstjórn Selfoss
báru kirkjuna í kirkjugarð. Mikið Qölmenni var
við útförina. Sig. Jóns.
VEÐUR
/ DAGkl. 12.00:
Heimild: Veðurslola Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer)
VEÐURHORFUR 1DAG, 18.07.87
YFIRLIT á hádegi í gær: Við norðanverðan Noreg er 1026 milli-
bara haeð og hæðarhryggur vestur á Grænland. Yfir austanverðu
landinu er minnkandi lægðardrag og dálítill hæðarhryggur á Græn-
landshafi nálgast landiö.
SPÁ: Útlit er fyrir hæga breytilega átt á landinu. Víða bjart inn til
landsins en skýjað og sums staöar þokuloft við ströndina. Hiti á
bilinu 10 til 17 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
SUNNUDAGUR: Hægviðri eða suðaustan gola á landinu. Skúrir
um sunnan- og vestanvert landið, þokuloft eystra en þurrt nyröra.
MÁNUDAGUR: Hægviðri og víðast þurrt. Hlýtt báða dagana.
N: x, Norðan, 4 vindstig: • Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig:
0 gráður á Celsius
stefnu og fjaðrirnar • Skúrir
Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V
er 2 vindstig. * Él Þoka
Léttskýjað / / / / / / / Rigning V
/ / / • Þokumóða
Hálfskýjað * / * 9 5 5 Súld
Skýjað r * r * Slydda oo Mistur
/ * / * * * - Skafrenningur
Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður
4
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 i gær að ísl. tíma
hM veður
Akureyri 18 skýjað
Reykjavík 16 tkýjsð
Bergen
Helsinki
Jan Mayen
Kaupmannah.
Narssarssuaq
Nuuk
Osló
Stokkhólmur
Þórshöfn
26 léttskýjað
17 léttskýjað
7 súld
20 skýjað
9 rignlng
7 rignlng
22 léttskýjað
19 léttskýjað
12 rlgnlng
Algarve
Amsterdam
Aþena
Barcelona
Beriln
Chicago
Reneyjar
Frankfurt
Glaskow
Hamborg
Las Palmas
London
LosAngeles
Lúxemborg
Madrfd
Malaga
Mallorca
Mlami
Montreal
NewYork
Paris
Róm
Vln
Washington
Winnlpeg
23 skýjsð
17 rigning
31 heiðsklrt
30 léttskýjað
26 skýjað
20 helðskfrt
27 þokumóða
24 reykur
14 rigning
20 skýjað
26 skýjað
14 rigning
16 súld
16 skúr
26 tkýjað
30 skýjað
30 léttskýjað
vantar
19 léttskýjað
21 helðsklrt
16 þrumuveður
29 skýjað
30 léttekýjað
21 þokumóða
18 skýjað
Búnaðarfélag Islands:
Ráðunautar
boða verkfall
RÁÐUNAUTAR Búnaðarfélags
íslands hafá boðað verkfall frá
og með miðvikudeginum 5. ágúst
næstkomandi, ef ekki hafa tekist
samningar við þá fyrir þann
tíma. Ríkissáttasemjari hefur
boðað fund með deiluaðilum á
mánudaginn kemur, en ráðu-
nautarnir, sem eru félagar í
Félagi íslenskra náttúrufræð-
inga, semja beint við Búnaðarfé-
lagið.
Ráðunautamif samþykktu verk-
fallsheimild einróma í almennri
atkvæðagreiðslu, sem lauk í gær.
22 voru á kjörskrá, 15 greiddu at-
kvæði og samþykktu allir verkfalls-
heimild.
Ólafur Dýrmundsson, sem sæti á
í samninganefnd ráðunauta, sagði
í gær í samtali við Morgunblaðið
að ráðunautar, að verkfallið væri
boðað til þess að þrýsta á um samn-
inga, enda væru ráðunautar orðnir
langeygir eftir samningum. Nokkrir
mánuðir væru síðan samið hefði
verið við opinbera starfsmenn og
þeir samningar afturvirkir til 1.
febrúar, en ráðunautar hefðu engar
hækkanir fengið. Hann sagði kröfur
þeirra svipaðar þeim sem samið
hefði verið um við aðra háskóla-
menn, en ráðunutar hefðu dregist
aftur úr öðrum stéttum opinberra
starfsmanna hvað Iqör snerti og á
því vildu þeir fá leiðréttingu.
íbúðaverð hækk-
aði um 20% um-
fram verðbólgu
ÍBÚÐAVERÐ hefur stöðugt
hækkað umfram lánskjaravísi-
tölu síðastliðna tólf mánuði. Frá
fyrsta ársQórðungi 1986 þar til
á sama tíma á þessu ári hækkaði
raunvirði íbúða í fjöjbýlishúsum
um tæplega 20%. Útborgunar-
hlutfall hefur á sama tíma
hækkað úr 71,6% í 77,9%. Þessar
upplýsingar koma fram í nýjasta
tölublaði Markaðsfrétta Fas-
teignamats Ríkisins.
í fréttabréfínu kemur fram að
bilið á milli verðs hvers íermetra í
litlum og stórum fbúðum xari stöð-
ugt minnkandi. í lok ársins 1985
voru litlar íbúðir tiltölulega hátt
verðlagðar en undanfarin misseri
hafa stórar íbúðir hækkað mest í
verði.
Niðurstöður Fasteignamatsins
eru byyggðar á könnun á verði 290
fbúða á fyrsta ársfjórðungi síðasta
árs og 419 ibúða á fyrsta ársfjórð-
ungi ársins 1987. Meðalverð á
fermetra reyndist 25,485 krónur
fyrir ári en 33,000 krónur í byrjun
þessa árs. Það jafngiidir tæplega
30% hækkun, en á :;ama tfma hefur
byggingarvfsitaia hækkað um
18,2%.
Jón B. Jónasson, skrifstofusrj ón
sjávarútvegsráðuneytisins
Vantreystum ekki
vigtum í Faxamarkaði
„Við vantreystum ekki vigtun-
vim I Faxamarkaði, en iessi afli
Ireifist viða og jþvi eljum við
‘infaldast að aflinn sé vigtaður
á hafharvigtinni,1 sagði íón B.
Vónasson, skrifstofustjóri i sjáv-
arútvegsráðuneytinu, er Morg-
rnblaðið bar undir ’ iann ummæli
lragnótaskipstjóra f blaðinu í
?jær þess efiiis að Iragnótabátar
iái ekki að vigta afla sinn í Faxa-
markaði.
Jón sagði að ('ragnótabátamir
leggðu upp á gömlu verbúðabiyggj-
unum, þannig að bað að vigta á
hafnarvigtinni ætti ekki að skapa
erfíðleika. Það væri erfítt að elta
þennan afla vít nm allan bæ og
þess utan hefðu sumir dragnótabát-
ar illu heilli orðið ’ippvísir að því
að skjóta undan afla.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum;
Heijólfur fer 16
ferðir á 8 dögum
Vestmannaeyjum.
HERJÓLFUR mun vera með
stanslausar siglingar milli Eyja
og Þorlákshafiiar dagana fyrir
og eftir Þjóðhátíð um verslunar-
mannahelgina. Mikið er um
bókanir fyrir fárþega og bíla i
þessar ferðir enda búist við
miklu Qölmenni á Þjóðhátfðina í
Herjólfsdal.
Heijólfur mun ganga viðstöðu-
laust frá því klukkan 7,30 á
fímmtudagsmorgun fram yfír mið-
nætti aðfaranætur laugardags. Fer
skipið á þessum tíma 5 ferðir í einni
beit.
Skipið mun sfðan hefja aftur
ferðir klukkan 6 að morgni mánu-
dags og mun fara 5 ferðir fram á
kvöld þriðjudagsins. Alls mun skip-
ið fara 16 ferðir á 8 dögum í
kringum Þjóðhátíðina.
Stjóm Heijólfs hf. hefur nýlega
samþykkt að koma upp aðstöðu
fyrir farþega skipsins í Þorlákshöfn.
Er ætlunin að reisa þar hús sem í
verði aðstaða fyrir farmiðasölu, sal-
emi og biðsalur fyrir farþega. Þessa
aðstöðu hefur lengi vantað í Þor-
lákshöfn og er unnið að þvf að
húsinu verði komið upp sem allra
fyrst.
- hkj.