Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 59 "þElR MEG-Pl SBMT ETICS-R ÞRP, KRNRF?NiR( RE? \^B\R RETVNR E'KKl RÐ FRRR MET-P OKKUR EINS OG VIP VÆRUM SRNPRMENN PEI(?F?R" Þessir hringdu . . Bylgjan leiki pönktónlist 7479-4726 og 1754-7917 hringdu: „Bylgjan hefur verið að auglýsa að tónlistin sem leikin er á stöð- inni höfði til allra landsmanna. Hvers vegna er þá ekki spiluð pönk—tónlist? Það er líka tónlist.“ Fyrirtækin hirði sjálf umbúðirnar Þorbergur Guðlaugsson hringdi: „Eg er ákaflega óánægður með allt þetta rusl á götum Reykjavík- ur. Það er sama hvert er litið, alls staðar blasa við hymur og dósir undan svaladryklcjum. Ég legg til að þeir sem framleiða þessar vörur verði skikkaðir til að hafa fólk í því að hirða þeirra umbúðir upp af götunum. Þannig gæti til dæmis maður frá Sanitas farið og hirt upp umbúðimar utan af þeirra vörum, Kók—verksmiðj- umar sent menn frá sér og svo framvegis. Mér finnst alveg svívirðilegt hvemig borgin er orðin eftir að þessar einnotaumbúðir urðu al- gengar þótt það sé vissulega gott að losna við glerbrotin. Ég er nú orðinn 74 ára og hef aldrei séð neitt þessu líkt. Svo er hlegið að mér ef ég reyni að hreinsa ruslið næst heimili mínu. Svo er annað mál sem mér fínnst rétt að taka undir. Það var viðtal við Amþór Helgason í sjónvarpinu fyrir nokkru þar sem hann kvart- aði undan því hve óþægilegt það væri fyrir blinda þegar bflum væri lagt upp á gangstéttir. Þetta er auðvitað hárrétt og þarft að benda á. Þess vegna fannst mér skjóta skökku við þegar síðan var teirið viðtai við lögregluþjón og það var helst að heyra á honum að fólk ætti ekkert að vera að skipta sér af þessu, þetta kæmi lögreglunni einni við.“ Sjónvarpið end- ursýni Gatan mín Karítas Erlingsdóttirhringdi og vildi koma þeim tilmælum á framfæri við yfirmenn Rflrissjón- varpsins að þeir endursýndu sjónvarpsþátt sem nefndur var Gatan mín og fjallaði um Skóla- vörðustíginn. Einnig vildi hún fá að vita hvort fleiri þættir svipaðir þessum væm væntanlegir. Gulbröndóttur köttur týndist María hringdi. Gulbröndóttur köttur hvarf frá Öldugötunni, lflriega sl. sunnudag eða mánu- dag. Kötturinn heitir Brandur en var nýbúinn að týna ólinni sinni þegar hann týndist og er því ekki merktur. Þeir sem hafa rekist á Brand eru beðnir að hringja f síma 12310. Reiðhjól fannst og heimalningar hurfii Á bænum Saurum í Dalasýslu fannst fyrir nokkrum dögum unglingareiðhjól í túnfætinum. Einnig hurfu af bænum tveir hei- malningar með dularfullum hætti. Vill húsráðandi gjaman koma þeirri ósk á framfæri til þeirra sem tóku heimalningana traustataki að þeir skili þeim hið snarasta ef þeir eru þá ekki komnir ofan í frystikistu eða á haugana. Þeir sem hafa týnt reiðhjólinu eða re- kist á lömbin eru beðnir að hafa samband við Steinunni Gunnars- dóttur í síma 93—41211 Fleiri myndir af léttklæddum karlmönnum Vala hringdi: „Hvemig væri að birta fleiri myndir af fallegum karlmönnum? Það er eins og það séu ekki til neinir fallegir karlmenn hér á ís- landi eða á Vesturlöndum. Allt snýst um kvenfólk og aftur kven- fólk. Konur em orðnar leiðar á að horfa á fáklætt kvenfólk í hvaða formi sem er, auglýsingum, kvikmyndum, sumarmyndum og fleiru. Auglýsingar Síríusar hf. og Sólar hf. em til dæmis aðal- lega af stelpum að dilla sér. Hver er skýringin á þessu? Er hún ekki sú að karlmenn hafa allar topp- stöður í þessu þjóðfélagi, pening- ana og völdin. Állt er niðurskorið eftir óskum þeirra. Konur hafa hins vegar láglaunuðu störfin, hugsa um bömin og heimilið og horfa síðan á fáklætt kvenfólk hvort heldur er í dagblöðum eða auglýsingum. Samúel birtir ein- ungis myndir af stúlkum, er þetta blað einungis fyrir karlmenn eða bæði kynin? Ritstjórar og auglýs- ingastjórar, hugsið málið og bætið úr því misrétti sem ríkir á þessu sviði svo að við getum státað af einhveiju jafnrétti." Ljóðið í söngva- safni frá 1916 Margrét Halldórsdóttir hringdi og benti á að ljóðið sem rætt hefur verið um í Velvakanda síðustu vikumar væri að finna í söngvasafni sem gefið var út ein- hvem tímann í kringum árið 1916. Þar stendur að Guðmundur Guð- mundsson hafi þýtt en höfundar er ekki getið. Veski tapaðist Guðrún hringdi: „Lítil stúlka tapaði veskinu sínu einhvers staðar niðri í miðbæ mánudaginn 6. júlí. Þetta er gul hliðartaska og í henni em öll hennar skilríki og bleik budda. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 20943.“ Fimm daga hálendisferð Brottför alla þriðjudaga í sumar frá og með 7. júlí 1. DAGUR: Ekiö Sprengisand og gist í Nýjadal. 2. DAGUR: Ekið áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3. DAGUR: Mývatns- og Kröflusvæði skoðuð, ekið síðdegistil Ak- ureyrar og gist þar. 4. DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar. 5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysis, Laugavatns, Þingvalla og til Reykjavíkur. INNIFALIÐ: Fullt fæði, leiðsögn Og gisting í tjaldi. Einnig er hægt að gista í skálum og á hótelum. Verð aðeins 13.000,- Allar nánari upplýsingar hjá Ferðavali Hafnastræti 18, sími 14480 og hjá Ferðaskrifstofu BSI, Umferðarmiðstöðinni, sími 22300. Snæland Grímsson hf. Símar 14480 og 75300. Kvöld- og helgarsími: 75300 og 83351. Innilegar þakkir fceri ég öllum þeim, sem minntust mín og glöddu þann 27. júni sl. Jón Sigtryggsson. Blaöburöarfólk óskast! AUSTURBÆR KÓPAVOGUR Baldursgata Borgarholtsbraut Lindargata frá 40-63 Kópavogsbraut Bragagata frá 84-113 o.fl. Snorrabraut Njálsgata frá 24-112 UTHVERFI Stigahlíðfrá 35-97 f$|iáír0MíHMítfoiifo Metsölublad á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.