Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 62 foám Símamynd/Reuter Lykill að borginni! Pat Cash hampar lyklinum að Melboume-borg eftir að hafa verið gerður að heiðursborgara. Við hliða hans er borgarstjórinn, Trevor Huggard. ■ JORGE Sarmiento, mark- vörður argentínska knattspymu- landsliðsins, sem þátt tekur í heimsleikum stúdenta í Zagreb í Júgóslavíu, hefur verið útilokaður frá frekari keppni á leikunum fyrir að ráðast á dómara. Sarmiento hefur ekki aðeins verið útilokaður frá keppni á leikunum í Zagreb því bannið nær einnig til 'heimsieikanna, sem haldnir verða í Sao Paulo í Brazilíu árið 1989. Sarmiento þoldi ekki að þurfa að bíða ósigur fyrir brezka liðinu á leikunum því hann rauk að dómar- anum Gerald Losert frá Austurríki að leik loknum og kýldi hann í and- litið. Bretar unnu leikinn 1-0. ■ Breiðabliksmenn unnu Ein- herja í döprum leik í 2. deildinni á miðvikudaginn. Fátt bar til tíðinda nema hvað einn fylgismanna Ein- heija fór eitthvað í taugamar á Kópavogsbúum. Hann hljóp með hliðarlínunni eins og siður er úti á landi þar sem ekki eru stúkur við vellina. Einu sinni komst hann ansi nærri því að fara inn á völlinn og ræddi dómari leiksins þá við hann. í leikhléi tók einhver Blikanna sig til og hafði samband við lögregluna og bað um að maðurinn yrði fjar- lægður. Þegar lögreglan spurði um ástæðu var svarið einfalt: „Við vilj- um bara losna við hann.“ Hvers vegna voru ekki allir stuðnings- menn Einheija Qarlægðir — svona til að nota ferðina?! Annað atriði úr Kópavoginum. ÍR- ingar léku þar ekki alls fyrir löngu og í leikhléi báðu varamenn ÍR vall- arstjóra um bolta til að æfa sig. Ekki var það auðsótt og ÍR-ingum var sagt að þeir mættu alls ekki æfa á vellinum. Allt gott um það að segja nema á sama tíma og ÍR-ingum var bannað að vera á vellinum í leikhléi, sem er sjaldgæft á völlum landsins, léku varamenn UBK sér af kappi þar! ■ Pat Cash, Astralinn sem sigr- aði í einliðaleik karla á Wimbledon- mótinu í tennis fyrir skömmu, hefur nánast verið þjóðhetja í heimalandi sínu síðan sigurinn vannst, enda Ástralíubúar miklir tennisáhuga- menn. Hefur honum hlotnast ýmiskonar heiður og nú síðast var hann gerður heiðursborgari í Melboume. Borgarstjórinn, Trevor Huggard, afhenti honum þá borgar- lykilinn. ■ Sir Stanley Matthews, enski knattspyrnukappinn gamalkunni, hefur verið sæmdur heiðursnafnbót við breska Keele-háskólann. Matt- hews, sem nú er 72 ára að aldri, lék tvívegis Englandi í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar, og hætti ekki að spila í 1. deildinni með Blackpool fyrr en fimmtugur. „Ég var vel liðtækur til náms þegar ég var yngri, en ég hafði ekki áhuga á neinu öðru en að leika mér með bolta ásamt félögunum," sagði Matthews, sem hætti 14 ára í skóla, við athöfnina er hann var heiðraður. ■ ROBERTO Fleitas, þjálfari Uruguay, tilkynnti í vikunni að hann mundi hætta með landsliðið í desember til að gefa öðrum tæki- færi til að spreyta sig. Fleitas leiddi landslið Uruguay til sigurs í Suður-Ameríkubikamum á dögunum og kemur ákvörðun hans á óvart. í viðtali við blaðið E1 Diario sagði hann vildi einnig með ákvörð- un sinni létta raunir ýmissa blaða- manna í Uruguay, sem hann félli ekki í kramið hjá. Fleitas hefur aldrei þjálfað neitt stórfélag í heimalandi sínu og hann sagði að nú myndu beztu þjálfarar landsins fá tækifæri til að taka við landsliðinu. Hann tók við Iiðinu í fyrravor eftir að Argentínumenn slóu það út úr átta-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Mexíkó. Uruguayar komu fram hefndum með því að leggja Argentínumenn að velli í Suður-Ameríkubikamum í síðustu viku. r SUND / BIKARKEPPNIN Ragnheiður og Eðvarð með nokkuð öragga forystu BIKARKEPPNIN ísundi er nú langt á veg komin og eru þau Ragnheiður Runólfsdóttir og Eðvarð Þór Eðvarðsson með örugga forystu f flokki kvenna Vog karla. * Asíðasta sundþingi var sam- þykkt tillaga um að koma á fót bikarkeppni einstaklinga er yrði með þeim hætti að sundfólk skráði sig í ákveðnar greinar fyrir allt árið. Einnig skyldu félög tilkynna eitt af sínum sundmótum sem stiga- mót. 133 keppendur skráðu sig í bikarkeppnina og koma þeir frá 11 félögum. Megin tilgangur þessarar keppni er að fá sundfólkið til að keppa f fleiri greinum, sækja heim önnur félög og keppa sem vfðast auk þess að fá fjölhæfara sundfólk. Búið er að keppa í átta mótum og hú er aðeins eitt félagsmót eftir, en hinsvegar nokkur mót á vegum sundsambandsins. Má þar telja deildarkeppnina, íslandsmót og unglingameistaramót auk aldurs- flokkameistaramóta. Það er nokkuð misjafnt í hve mörg- um greinum hver flokkur skal keppa. Þannig skulu karlar, konur, piltar og stúlkur keppa í 6 greinum, en tíu ára sundfólk og yngra, hnokkar og hnátur, keppa aðeins í þremur greinum. Stig eru gefin samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um hvem flokk og sfðan fylgir staða efstu manna á eftir. KARLAR: Eðvarð hefur aðeins synt í 5 af 6 greinum og hefur jrfirburði sem vænta mátti. Ólafur og Egill hafa keppt í 6 greinum og ef þeir bæta sig í einhverri þeirra greina geta þeir fengið stig til viðbótar, Tómas á eftir eina grein og Ingólfur tvær. Því getur orðið talsverð keppni um röð efstu manna á eftir Eðvarð. Alls taka 9 keppendur þátt í karla- flokki. KONUR: Sem vænta mátti er Ragnheiður Runólfsdóttir frá Akranesi í efsta sæti en hún hefur keppt í 6 grein- um, og getur bætt sig um nokkur stig ef hún bætir tfmann sinn. Hin- ar, þær Helga, Þórunn, Martha og Þuríður, eiga allar eftir eina grein og geta því bætt sig um 500—800 stig. Alls taka 7 keppendur þátt í kvennaflokki. PILTAR: Hannes Már Sigurðsson frá UMFB er í efsta sæti, enda einn efnileg- asti sundmaður landsins. Hannes, Guðmundur og Kristján hafa aðeins keppt f 5 greinum af 6 og eiga eft- ir að bæta við sig milli 400—600 stigum og líklegt er að Svavar Þór eigi eftir að blanda sér í baráttu efstu manna. 19 keppendur eru skráðir til keppni. STÚLKUR: Hér verður eflaust mesta baráttan um bikarinn milli Pálínu og Ingi- bjargar, þær hafa keppt í sínum greinum, þannig að aðeins bæting í skráðum getur bætt þeirra stöðu. Alls eru 17 stúlkur skráðar til leiks. DRENGIR: Þeir félagamir úr Bolungarvík skipa tvö efstu sætin og má telja að Guðmundur Amgrímsson hafí betri möguleika til sigurs, enda frá- bær og fjölhæfur sundmaður. Vænta má keppni milli þeirra félaga úr Vestrá, Hlyns og Halldórs um 3ja sætið. Aðeins 9 drengir eru skráðir til leiks. TELPUR: Ama Þórey Sveinbjömsdóttir, Ægi, hefur nokkra yfírburði, en þær nöfnur úr Bolungarvík og Njarðvík geta náð um 1200 stigum til við- bótar og gert baráttuna um bikar- inn skemmtilega, einnig ætti Sigurlín að geta náð í 600—700 stig. 19 telpur em skráðar til leiks. SVEINAR: Þór Pétursson úr Vestra hefur flest stig og á þó eftir að keppa f einni grein. Benedikt Sigurðsson, UMFB, og keppendi sem ekki er á meðal 5 efstu, Hlynur Þ. Auðunsson frá Borgamesi, gætu komið til greina sem sigurvegarar í þessum flokki og hér em flestir í baráttu um bikar- inn. 11 keppendur em skráðir til leiks. MEYJAR: Kristianna Jessen frá Hvamms- tanga hefur hér forystu, enda synt allar sínar greinar, hinsvegar má reikna með því að Ema Jónsdóttir frá UMFB beri sigur úr býtum f þessum flokki. Ema er aðeins 11 ára. Hér em flestir skráðir keppend- ur eða alls 26, og því gæti röð fimm efstu manna riðlast. HNOKKAR: Elvar og Jón Steinar hafa talsvert forskot í bikarinn og má ekki á milli sjá hvor hefur betur. Aldurs- flokkamótið í júlí gæti skorið úr því hvor verður bikarhafinn. 8 kepp- endur em skráðir til leiks. HNÁTUR: Hrefna Sigurgeirsdóttir frá UMFB hefur hér einn besta möguleikann til sigurs, hinsvegar hafa aðeins þijár af átta tekið þátt í keppninni. Staða eftir átta sundmót Kartar: Stig Eðvarð Þór Eðvarðsson, UMFN (5) 4.449 Ólafur Einarsson, Ægi (6) 3.755 Egill Kr. Björnsson, Vestra (6) 3.373 Tómas Þráinsson, Ægi (5) 3.021 Ingólfur Arnarson, Vestra (4) 2.873 Konur: Ragnheiður Runólfsdóttir, (A (6) 4.583 Helga Sigurðardóttir, Vestra (5) 3.378 Þórunn Kr. Guðmundsd., Ægi (5) 3.175 Martha Jörundsdóttir, Vestra (5) 2.894 Þuríður Pétursdóttir, Vestra (5) 2.807 PIKar: Hannes M. Sigurðsson, UMFB (5) 3.292 Guömundur Reynisson, UMFB (5) 2.803 Kristján B. Árnason, Vestra (5) 2.374 Ottó KarlTúluníus, Öðni (6)2.354 Svavar Þór Guömundss., Óðni (4) 2.257 Stúlkur: Pálína Björnsdóttir, Vestra (6) 3.739 Ingibjörg Arnardóttir, Ægi (6) 3.680 Margrét J. Magnúsd., Vestra (6) 2.597 Sigrún Hreiðarsd., UMF Self. (5) 2.246 Bryndís Ernstsdóttir, Ægi (4) 2.234 Drengir: Guðleifur Árnason, UMFB (5)2.203 Guðmundur Arngrlmss., UMFB (4) 2.088 HlynurTr. Magnússon, Vestra (4) 1.402 Halldór Sigurðarson, Vestra (4) 1.283 Tryggvi Ingason, Vestra (4) 997 Telpur: Arna Þórey Sveinbjörnsd., Ægi (5) 2.806 Elsa Guðmundsdóttir, Óðni (5) 2.352 Sigurlín Garðarsd., UMF Self. (4) 2.027 Björg Hildur Daöadóttir, UMFB (3) 1.667 Björg Jónsdóttir, UMFN (3) 1.615 Sveinar: Þór Pétursson, Vestra (4) 1.283 HlynurTúlinius, Óðni (5) 1.260 BenediktSigurðsson, UMFB (3) 957 ÓmarÁrnason, Óðni (3) 773 HalldórSveinsson, Vestra (3) 638 Meyjar: Kristianna Jessen, USVH (5)1.639 ÁsthildurÓlafsdóttir, USVH (5) 1.513 •Erna Jónsdóttir, UMFB (3) 1.314 Linda B. Pálsdóttir, Vestra (3) 887 Lilja D. Pálsdóttir, Vestra (3) 885 Hnokkar: Elvar Daníelsson, USVH (3) 657 Jón SteinarGuömundss., UMFB (2) 444 Börkur Þórðarson, ÍBV (2) 217 Vlðar Þorláksson, Vestra (2) 211 Bjarki Þorláksson, Vestra (2) 196 Hnátur: Hrefna Sigurgeirsdóttir, UMFB (3) 848 Svava Magnúsdóttir, Óðni (1) 268 Ásmunda Baldursdóttir, Vestra (3) 211 Hákon Qunnarsson f leik með Breiðablik. GETRAUNIR Hákon Gunnars- sonfram- kvæmda- stjóri Ýmsar breyt- ingarívændum „ÞAÐ eru ýmsar breytingar í vœndum í haust, en starfs- ár íslenskra getrauna hefst að þessu sinni 29. ágúst,11 sagAi Hákon Gunnarsson, nýr framkvæmdastjóri fyrir- tækisins viA MorgunblaAiA í gær. Hákon er 27 ára gamall við- skiptafræðingur og fyrrum leikmaður UBK í knattspymu. Hann hóf störf hjá Getraunum fyrr f mánuðinum, og tekur al- farið við stjóminni 1. september, en þá hættir Bima Einarsdóttir, sem hefur verið framkvæmda- stjóri undanfarin ár. Hákon sagði að nú yrði fyrsti vinningur aðeins greiddur út fyrir tólf rétta leiki og ef enginn væri með tólf rétta flyttist vinn- ingurinn yfír á næstu viku. Úrslitaleikurinn í bikarkeppni KSÍ verður á fyrsta seðlinum og tvær síðustu umferðir í. deildar verða á seðlinum í 2. og 3. viku. LYFJAMÁL Konur var- aðar við pillunni ÍÞRÓTTAKONUR sem keppa á vetrarólympíuleikunum í Calg- ary næsta vetur hafa verið varaðar við notkun ákveðinna getnaðarvarnapilla þvf annars gætu þær fallið á lyfjaprófi. Við athuganir kom í ljós að svo virtist sem þvagsýni kvenna sem notuðu pillur, sem innihéldu efnið norphisterone, innihéldu óleyfílegt hormón. Útilokað var að gera greinarmun á þvagsýnum þessara kvenna og viðmiðunarsýn- um manna, sem neytt höfðu óleyfí- legra hormónalyfja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.