Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 19
í tilefiii leiðaraskrifa
eftir Kristján
Ragnarsson
Daginn, sem nýja ríkisstjómin
tók við völdum, birtist leiðari í
Morgunblaðinu, sem um margt var
sérstakur. Ekki ætla ég að deila
við ritstjóra Morgunblaðsins um
hverjir séu heppilegastir til að
gegna ráðherrastörfum fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn né um þreytumerki
á nýrri ríkisstjóm Þorsteins Páls-
sonar áður en hún tekur til starfa,
eins og sagt var í þessum leiðara.
Mig langar hinsvegar til þess að
vekja athygli á að í þessum leiðara
var ekki vikið að málefnasamningi
ríkisstjómarinnar, nema um eitt
mál er varðaði stefnuna í fískveiði-
málum. Að mati leiðarahöfundar
var þetta hið versta mál eins og
eftirfarandi tilvitnun ber með sér:
„Því miður er ekki útlit fyrir að
ný stefna verði tekin upp í sjávarút-
vegi þar sem kvótinn kallar á
spillingu og brask eins og mörg
dæmi eru um. Við þurfum að losna
við slíkan ófögnuð, og þá ekki síst
„VIÐ fyrstu sýn eru tillögurnar
töluvert fjarlægar," sagði Davíð
Oddsson borgarstjóri en skipu-
lagshugmyndir Samtaka um
gamla miðbæinn hafa verið til
umræðu í borgarráði og var
vísað þaðan til athugunar i hafin-
arstjóm. í hugmyndum samtak-
anna er gert ráð fyrir uppfyll-
ingu við hafhargarðinn í gömlu
höfninni og vindubrú yfir hafii-
armynnið.
Hann sagði að hugmyndir sam-
takanna gerðu ekki aðrar hug-
myndir óþarfar heldur væri um
viðbótarframkvæmd að ræða. „Það
er engu að síður óhjákvæmilegt að
halda áfram við fyrri áætlanir varð-
Ólympíuleikamir í Seoul:
Höfum ekki
heyrt um nein-
ar takmarkanir
- segir Sveinn Bjöms-
son formaður ÍSI
„í lögum um Ólympiuleikana
skuldbinda þjóðir sig til að halda
leikana án þess að hindra nokk-
ura þann í að komast inn í landið
sem vill taka þátt i leikunum.
Þess vegna sé ég ekki að þeir
geti ákveðið einhliða takmarkan-
ir sem þessar, ef þetta á að gilda
um keppendur Iika,“ sagði Sveinn
Björasson formaður ÍSI og vara-
formaður ólympíunefndar ís-
lands þegar Morgunblaðið bar
undir hann frétt frá S-Kóreu. Þar
kemur fram að sfjórnvöld þar
hafi ákveðið að erlendir gestir á
Ólympiuleikunum á næsta ári
skuli hafa meðferðis skirteini,
sem sanni að þeir séu ekki sýktir
af eyðni.
Sveinn sagði að keppendur fengju
passa frá Alþjóða ólympíunefndinni
sem gilti sem vegabréf og hann vissi
ekki til að bréf hefði borist til
ólympíunefndar fslands um þessi
efiii. Því vildi hann bíða með að tjá
sig frekar um þessa frétt. „Þetta
er ákveðin hindrun og þess vegna
held ég að borgaryfírvöld í Seoul
eða stjómvöld í Kóreu hljóti að hafa
ákveðið þetta í samráði við Alþjóða
ólympíunefndina. En við höfum ekk-
ert heyrt frá nefndinni enn.“
vafasama sölu, svo ekki sé meira
sagt, á óveiddum físki í sjónum."
Lái mér hver sem vill fyrir að
hafa brugðið í brún þegar ég las
þetta, hafandi oft rætt við ritstjóra
blaðsins um þetta efni og aldrei
orðið var við þessar róttæku skoð-
anir þeirra. Einnig er til þess að
líta, að viðhorf eins hafa meiri áhrif
en annarra og þegar ritstjórar
Morgunblaðsins eru í hópi þeirra
manna, sem maður ber hvað mesta
virðingu fyrir, bregður manni enn
meira við en ella. Hvað liggur á bak
við þessi stóru orð, sem vitnað er
til? Sjávarútvegurinn hefur komist
að samkomulagi um fískveiðistefnu
í góðu samráði við sjávarútvegsráð-
herra og Alþingi.
Markmið þeirrar stefnu er, að
koma í veg fyrir ofveiði úr okkar
aðalfískistofnum, minnka útgerðar-
kostnað og bæta meðferð afla til
að auka tekjur atvinnugreinarinnar.
Allt þetta hefur gengið eftir og öll-
um er ljóst að afkoma sjávarútvegs-
ins er nú mun betri en mörg
undanfarin ár.
Hvaða ófögnuð þarf að losna við?
andi Geirsgötu eins og hún er sýnd
með hafnarbakkanum," sagði
Davíð. „Maður getur hins vegar séð
að svona hugmynd gæti komið til
greina eftir um tíu til fímmtán ár
og það er sjálfsagt að skoða þetta
vel. Þessari vindubrú fylgir gríðar-
leg uppfylling og gatnagerð enda
er gert ráð fyrir mikilli akbraut
fyrir utan hafnarkjaftinn að brúnni
og síðan brúin sjálf en hún er
minnsta málið. Menn hafa skotið
á, að þetta sé framkvæmd uppá
einn og hálfan milljarð."
Davíð sagði að borgin hefði unn-
ið með samtökunum að ýmsum
skipulagsþáttum í miðbænum og
nefndi sem dæmi bifreiðastæðin við
Faxaskála sem verða opnuð á næst-
unni. Auk þess hefur verið unnið
að breytingum á Laugavegi í sam-
ráði við samtökin.
Hvaða spilling og brask er það,
þótt aflaleyfí sé flutt á milli skipa
að hluta til? Á stðasta ári voru um
3% af botnfískaflanum færð á milli
byggðarlaga. Hingað til hefur öllum
þótt eðlilegt og sjálfsagt að færa
megi kvóta af einu skipi yfír á ann-
að í eigu sama aðila. Er með sama
hætti óeðlilegt að útgerðarmaður,
sem á eitt skip, geti ráðstafað veiði-
réttinum til annars aðila, ef báðir
telja sér það hagkvæmt? Er eitthvað
á móti því að verð myndist við ráð-
stöfun eins og þessa og er það ekki
í anda ftjáls markaðar?
Vita ritstjórar Morgunblaðsins
ekki að verulegar breytingar hafa
orðið að undanförnu í málefnum
sjávarútvegsins? Útflutningsgjöld
hafa verið lögð niður og öllum milli-
færslum hætt. Hver og einn útgerð-
armaður verður að gjalda þess sem
hann kostar til og nýtur þess sem
hann aflar. Fiskmarkaðir hafa tekið
til starfa og fiskverð gefið fijálst
til reynslu. Allt eru þetta atriði sem
færa atvinnugreinina til meira
ftjálsræðis og ábyrgðar.
Hvers vegna ráðast ritstjórar
Morgunblaðsins á forystumenn
sjávarútvegsins og sjávarútvegs-
ráðherra með slíkum stóryrðum
þegar til þess er tekið að afkoma
sjávarútvegsins er nú betri en um
langan tíma, m.a. vegna sam-
ræmdra stjómunaraðgerða?
Getur verið að einhveijir, sem
hafa verið á móti fískveiðistjómun-
inni, hafi sagt þeim ósannar sögur
um misnotkun á kvótakerfínu eins
og skilja má af þessum leiðara og
öðrum sem birtist áður? Það er
deginum ljósara að kvótakerfi, sem
er misnotað, mun aldrei verða liðið
í greininni. Það er því vænleg leið
af óprúttnum mönnum, að skrökva
að ritstjómm Morgunblaðsins í von
um að þeir birti ósannindin í sínu
nafni.
Það er því miður margt að í okk-
ar þjóðfélagi, sem vert er að fjalla
um. Offramleiðsla í landbúnaði, sem
kostar þjóðfélagið gífurlega fjár-
muni, ofbeit á landinu, sem gerð er
í því skyni að framleiða óseljanlegt
kjöt, þensla í byggingariðnaði
vegna skrifstofu- og verslunar-
bygginga í Reykjavík, óhagkvæm
innkaup heildsala, sem halda áfram
að þiggja umboðslaun erlendis, þótt
álagning hafí verið gefín ftjáls og
þannig má halda áfram að telja upp
fjölmargt, sem úrskeiðis hefur farið
og brýn nauðsyn er að ráða bót á.
Kristján Ragnarsson
„Getur verið að ein-
hverjir, sem hafa verið
á móti fískveiðistjórn-
uninni, hafí sagt þeim
ósannar sögur um mis-
notkun á kvótakerfínu
eins og skilja má af
þessum leiðara og öðr-
um sem birtist áður?
Það er deginum ljósara
að kvótakerfi, sem er
misnotað, mun aldrei
verða liðið í greininni.
Það er því vænleg leið
af óprúttnum mönnum,
að skrökva að ritstjór-
um Morgunblaðsins í
von um að þeir birti
ósannindin í sínu
nafíii.“
Ritstjórar Morgunblaðsins sjá
hins vegar ekkert að í þjóðfélaginu
á upphafsdegi nýrrar ríkisstjómar,
nema fiskveiðistjómun, sem víðtæk
samstaða er um innan atvinnu-
greinarinnar og skilað hefur þjóð-
félaginu gífurlegum fjármunum í
auknu hagræði.
Höfundur er formaður Landssam■
bands (slenskra útvegsmanna.
„Sahnonellur
eru sennilega
komnar út í
hinanáttúru-
legu liflteðju“
- segir Guðni Al-
freðsson, prófess-
or í örverufræði
VÍÐA um land er mikill mis-
brestur á því að fyllstu kröfum
um frágang á holræsum sé
framfylgt að sögn Guðna Al-
freðssonar prófessors í örveru-
fræði við Háskóla íslands.
I samtali við Morgunblaðið sagði
hann að frárennsli frá holræsum
ættu samkvæmt reglugerðum að
ná niður fyrir stórstraumsfjöru-
borð en víða væri mikill misbrestur
á að eftir því væri farið. „Um-
hverfismengun kemur frá mannin-
um og í raun ætti að hreinsa allt
skólp áður en því er sleppt í um-
hverfíð,“ sagði Guðni. Hann gerði
um árabil miklar rannsóknir á
salmonella sýklum í skolpmenguð-
um sjó og fjörusandi umhverfís
Reykjavík og einnig á sömu bakt-
eríum í mávum sem halda til á
Suðvestur homi landsins. Rjmn-
sóknunum er nú lokið og niðurstöð-
ur liggja fyrir. „Þessar bakteríur
em sennilega komnar út í hina
náttúrulegu lífkeðju," sagði Guðni.
„Salmonellur hafa fundist í máv-
um, fullvíst er talið að þær fínnist
í rottum og hugsanlegt er að þær
finnist einnig í villtum refum og
minkum."
Að sögn Guðna er mesta hættan
á útbreiðslu þessara baktería þegar
sýklar úr hráum matvælum kom-
ast í matvæli sem ekki á eftir að
hitameðhöndla því þar geta þær
undir vissum kringumstæðum
fjölgað sér takmarkalítið. Sem
dæmi um þetta má nefna þegar
hrátt kjöt eins og kjúklinga- eða
svínakjöt stendur við hliðina á sal-
ötum eða soðinni vöru eins og
skinku. Guðni sagði að einnig væri
hættulegt að láta soðna rétti
standa við herbergishita í langan
tíma eins og oft væri í veislum því
undir slíkum kringumstæðum
gætu bakteríumar fjölgað sér og
síðar valdið sýkingu í neytendum.
N1PPARTS
Það er sama hverrar
þjóðar bíllinn er.
Við eigum varahlutina.
EIGUM A LAGER:
kúplingar,kveikiuhluti;bremsuhluti,
STARTARA, ALTERN ATORA, SÍUR,AÐALLJÓS,
BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl.
KREDITKORTA ÞJONUSTA
Úrvals varahlutir
AMERISKAN BIL.
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Reykjavík;
Vindubrú kæmi ekki
í stað Geirsgötu
- segir Davíð Oddsson borgarstjóri