Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 23 Höfundur starfar sem flugstjóri ogeristjóm Hvalavinafélags ís- lands. helst að vænta liðveislu til að árangur af hvalveiðum hér í vísindaskyni yrði sem mestur. í stað þess vinna þeir gegn okk- ur með því að þverbijóta lög Alþjóðahvalveiðiráðsins og létu það ógert að senda eitt skip til hvala- talningarannsókna í Norður-Atl- antshafi, sem nú fara fram undir forystu Islendinga. Stefna Islendinga Stefna fyrrverandi ríkisstjórnar í hvalarannsóknamálum, undir for- ystu Halldórs Ásgrímssonar sjáv- arútvegsráðherra, var raunsæ og lofsverð, við þær aðstæður, sem skapast höfðu. Það er að mínu áliti engu stjómmáalafli í landinu betur treystandi í þessu máli, en þeim sem nú fara með völd. Sumir, sem lítið þekkja til rann- sóknastarfsemi á hvölum hér á landi, hafa reynt að halda því fram, að ríkisstjómin bæri helst fyrir bijósti hagsmuni Hvals hf. og Kristjáns Loftssonar, fram- kvæmdastjóra þess fyrirtækis. Þessi áróður er afar ómaklegur og raunar illkynja. í hópi vísindamanna og mikils fjölda háskólamanna og annarra góðra starfsmanna, sem unnið hafa hjá og notið aðstöðu og stuðn- ings Hvals hf., nýtur fyrirtækið mikils álits fyrir óbrigðulan stuðn- ing við vísindalegar rannsóknir öll þau ár sem það hefur verið starf- rækt. Það skal fullyrt hér, án þess að sérstök samanburðarrannsókn hafi farið fram, að Hvalur hf. er fyrirmyndarfyrirtæki hvað snertir viðhorf og stuðning við vísindar- annsóknir á hvölum. Höfundur er yðrlæknir Blóð- bankans. séu allt önnur viðhorf, sem gilda um hvalveiðar Grænlendinga en íslendinga, þeir veiða hval aðeins sér til matar. Ef þeir hefðu ekki hvalkjötið væri kjötskortur hjá þeim, en mér skilst að þið á Is- landi búið ekki við það vandamál. Alþjóða hvalveiðiráðið hefur margítrekað að það sé ekki vilji þess að skapa frumbyggjum neinar hömlur á þessu sviði. Við höfum samt ákveðið að hætta öllum veið- um á stórhvölum meðan 4 ára friðunin gildir og höfum minnkað veiði á hrefnu úr 235 dýrum í 110 dýr. Við í danska umhverfismála- ráðuneytinu erum engir öfgamenn og teljum, að það megi nýta hrefnu til matar ef stofninum er ekki hætta búin. Það er áætlað að hrefnustofninn sé á bilinu 10—21 þúsund dýr og þá má líklega nýta hann eitthvað, en það er umhugs- unarefni fyrir ykkur á íslandi að það er talið að hrefnustofninn sem veiðist við Grænland sé sá sami og veiðist við ísland og ef mikið er veitt af hrefnu við ísland í ágóðaskyni þá gæti það hugsan- lega skaðað lífsviðurværi frum- byggja á Grænlandi, sem eiga enga aðra kosti, sem ekki er hægt að segja um Islendinga. Að lokum vil ég segja þetta, það er útbreiddur misskilningur hér á landi, að aðeins Bandaríkjamenn séu í forsvari fyrir hvalafriðun í heiminum, heldur er það alþjóðlegt álit og velflestar þjóðir heims hafa miklar áhyggjur af ástandi mála hér á landi. I vísindalegu tilliti er svo lítið vitað um ástand hvala- stofna og þessi vísindagögn sem þið aflið svo léttvæg, að þið eigið að hætta veiðunum og virða 4 ára friðunina og auðvitað vinna úr þeim gögnum sem þið þegar eigið." Þetta hafði fulltrúi Dana að segja um þessi mál. Við skulum íhuga að þetta er ekki öfgamaður frá Kanada heldur vel menntaður og ábyrgur embættismaður frá einum af okkar nánasta og skyld- asta nágranna, Danmörku. VIMR í VESTRI! eftirArndísi Þórðardóttur Enn einu sinni höfum við orðið fyr- ir íhlutun Bandaríkjamanna í okkar innanríkismál. Hlé verður gert á hval- veiðum í vísindaskyni á sunnudaginn. Okkar menn halda til viðræðna við stórveldið í vestri. {sland er fullvalda ríki og að mínu viti er það alfarið okkar mál hvemig við nýtum land- gæði til lands og sjávar. Því er þessi hegðun stórveldisins gagnvart okkur móðgandi. Rannsóknir í landinu eru alltof litlar á öllum sviðum. Því var það fagnaðar- efni þegar viðamikilli rannsóknaáætl- un á hvalastofnum við landið var hleypt af stokkunum. Þjóðin byggir tilveru sína á lífríkinu í hafinu. Þekk- ing á því getur ekki verið nema öllum landsmönnum til góðs. Jafnvel getum við vænst þess að vísindamenn okkar á þessu sviði verði enn þekktari og gjaldgengari á alþjóðavettvangi en þeir eru nú, fái þeir tækifæri til rann- sókna í friði. Því kom það eins og köld vatnsgusa að Bandaríkjamenn krefiist stöðvunar á þessum rannsókn- um og kalli okkar fulltrúa vestur úm haf til skrafs og ráðagerða. Af hveiju koma fulltrúar Bandaríkjastjómar t.d. ekki til íslands til viðræðna? ísland er ekki fylki í Bandaríkjunum. Ég er þeirrar skoðunar að með þessu séu þeir á vissan hátt að niðurlægja smá- þjóðina í norðri eina ferðina enn. Hótanir þessarar vinaþjóðar em óþol- andi. Við eigum ýmsar leiðir í stöðunni. Ein er að framfylgja banni á innflutn- ingi á landbúnaðarafurðum til her- stöðvarinnar á Miðnesheiði og kalla Bandaríkjamenn hingað til skrafs og ráðagerða um þau mál. Önnur er að stöðva framkvæmdir á vegum Banda- ríkjahers í landinu. Þrautalending væri svo 'að segja upp vamarsamn- ingnum við Bandaríkjamenn. Við þurfum nefnilega að svara þeirri Arndís Þórðardóttir spumingu hvort við viljum eiga við- skipti við þjóðir þar sem stjómvöld eru að skipta sér af rannsóknum okkar á eigin auðlindum við landið. Banda- ríkjamenn leyfa rannsóknir á ýmsum lífverum hjá sér. Þeir framleiða nú þegar ýmsar tegundir af áður óþekkt- um bakteríum og eru famir að prófa þær úti í náttúrunni. Má þar nefna bakteríur til vamar frostskemmdum á ökmm. Ekki spyija þeir okkur, né neinn annan, hvort þeir hafi heimild til þess. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að Bandaríkjamenn geri aldr- ei mistök í þessum tilraunum sínum og að bakteríur þeirra verði alltaf skaðlausar? Enga. Þessar aðgerðir Bandaríkjamanna í lífríkinu eru miklu stórkostlegri og hættulegri en okkar veiðj og rannsóknir á hvalastofnunum við ísland en enginn segir neitt. Hvar eru nú Greenpeace? Sjávarútvegsráðherra er ekki í öf- undsverðu hlutverki. Kanamir eru að kalla hann eða í raun íslensku þjóðina fyrir sig á „teppið". Ég treysti því að Halldór og félagar sýni Golíat í tvo heimana. Við getum alveg bjargað okkur þó að dragi úr viðskiptum við Bandaríkjamenn um sinn. íslenskt sjávarfang er eftirsótt og við höfum fyrr snúið viðskiptum frá einu stór- veldinu til annars. í því sambandi má benda á að fiskútflutningur okkar er á öm breytingaskeiði um þessar mundir. Við getum látið hótanir risans sem vind um eyru þjóta og hert sultar- ólina, ef þarf, á meðan við emm að aðlagast breytinguni. Undirlægjuhátt gagnvart stórveldinu verður að stöðva. Alþingi fslendinga ræður á íslandi. Þaó ólgar og hvissar. Þad er fútt í Sóldósf SÓL Þverholti 17-21, Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.