Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 Lúðueldí á Is- landi gæti orðið mjög arðbært LÚÐUELDI er orð sem lætur framandlega í eyrum. Það þarf þó engum að koma á óvart að á timum laxeldis, silungseldis og þorskeldis séu tilraunir gerðar til að ala þennan sprettharða flatfisk sem margir telja eitt helsta lostætið úr hafinu. Hjá ís- landslaxi hf. í Grindavík er hafin tilraun til lúðueldis á nokkuð nýstárlegan hátt. Meg- intilgangurinn er sá að kanna hvort unnt sé að stunda arðbært lúðueldi á íslandi án þess að framleiða seiði. Vitað er að mikið af smálúðu veiðist hér við land og gæti sá afli staðið undir stórfelldu lúðueldi ef unnt reyndist að halda lúðunni á lífi og fá hana til að vaxa vel í eldiskvium. Hugmyndin er þvi sú að veiða smálúðu og ala hana á landi þar til arðbært er orðið að slátra henni. Lúðueldið er framkvæmt í samstarfi ís- landslax hf., Hafrannsóknarstofiiunar og Rannsóknarstofiiunar fiskiðnaðarins og styrkt af Rannsóknaráði rikisins. Islandslax hf. sér um aðstöðu og hirðingu fisksins en hinar opinberu stofiiarnir sjá um rannsókn- ir á fóðri, vexti og ýmsum líflræðilegum þáttum. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við nokkra þá sem standa að þessari tilraun. Jón Þórðarson framleiðslustjóri íslandslax hf: „Lúðueldi getur orðið fjárhagslega hagkvæmt“ JÓN Þórðarson framleiðslu- stjóri hjá íslandslaxi hf. sagði að lúðueldið hefði hafist í nóv- ember 1985 og væri því í raun enn á tilraunastigi. Ástæðuna fyrir áhuga fyrirtækisins á lúðu- eldi kvað Jon vera þá að á ákveðnum árstimum væri mjög hátt verð á ferskri lúðu. Jón sagði að verkaskiptingu væri þannig háttað að Hafrann- sóknastofnun hefði yfirumsjón með tilraunum, Rannsóknastofnun físk- iðnaðarins stjómaði fóðurgerð en íslandslax hf. legði fram fjármagn og aðstöðu til tilrauna. Hann sagði að fjárframlög þessara þriggja fyr- irtækja væru nú orðin um ijórar milljónir króna sem væri svipuð fjárhæð og styrkurinn frá Rann- sóknaráði ríkisins. „í desember 1985 var fyrsta lúðan veidd í dragnót á Faxaflóan- um“ sagði Jón. „Það voru famar tvær ferðir með dragnótarbátnum Baldri KE 97 til að safna smálúðu til tilrauna." Að sögn Jons veidd- ust alls 143 lúður og meðalþyngd þeirra var um 1.4 kg. Flestar vom þriggja og fjögurra ára gamlar. Lúðan sólbrann Talsvert miklu var safnað sum- arið 1986 en um vorið er dag fór að lengja drapst stór hluti þeirra físka sem veiddir vora í desember. „Þær sólbrannu í keijunum og drápust umvörpum," sagði Jón. „Þetta var auðvitað slæmt fyrir verkefnið en samt ekki óbætan- legt. Við tókum á það ráð að byggja yfír kerin og halda þannig dagsbirtunni í burtu." Jón taldi að þeir hjá ísiandslaxi hf. hefðu á þessum tíma ekki sinnt lúðueldinu sem skyldi vegna gífurlegra anna við laxeldið sem þá var einmitt í hraðri uppbyggingu. „Núna höfum við sand í botni keijanna og byggj- um yfír þau öll og við höfum varla misst einn einasta físk eftir það. Jón sagði að ekki væri vitað nákvæmlega á hve löngum tíma lúðan næði kjörstærð en taldi að á þrem áram ætti hún að ná 15 til 30 kflóum sem væri hæfíleg slát- urþyngd. Að sögn Jóns hentar dragnót best til lúðuveiðanna því dragnótin fer tiltölulega vel með fiskinn. „Sjómennimir taka fískinn lifandi Morgunblaðið/Kr.Ben Jón Þórðarson framleiðslustjóri íslandslax hf. úr netinu og setja í fískiker með stöðugri vatnshringrás. Þegar bát- amir koma að landi hífum við kerin upp á vörabflspall og dælum súr- efni í vatnið á meðan við ökum til ieldisstöðvarinnar. Jón sagði að á leiðarenda væri lúðan fyrst sett í Sigurður Alfreðsson nær taki á vænni lúðu. Morgunbiaflið/Kr.Ben Sigurður Alfreðsson lúðueftirlitsmaður: „Þær éta úr lófa manns“ sérstök lítil ker og höfð þar í nokkra daga meðan aðgætt væri hvort hún væri heilbrigð og laus við sníkjudýr. Eftir það væri lúðan flutt í stærri ker og byijað að fóðra hana. Markaðsverðið stund- um hærra en á laxi Aðspurður um hvar ætlunin væri að markaðssetja þessa afurð sagði Jón að eingöngu yrði selt á utanlandsmarkað. „Markaðsverðið sveiflast nokkuð eftir árstímum og verður jafnvel hærra en verð á laxi stöku sinnum. Við ætlum okk- ur að slátra lúðunni þegar mark- aðsverð er hátt og flytja hana út flugleiðis." Sem dæmi um hugsan- lega markaði nefndi Jón Banda- ríkin og Noreg. „Við höfum engar áhyggjur af því að geta ekki selt þennan físk og við vitum að þetta getur orðið fjárhagslega hag- kvæmt þó framtíðin sé að mörgu leyti óljós." Stærsta kostnaðarliðinn kvað Jón vera söfnunarkostnað, þ.e. kostnaðinn við að veiða lúðuna og koma henni lifandi í eldisstöðina. Hann sagði að erlendis hefði ekki enn tekist að klekja út lúðuseiðum nema í litlum mæli en miklar rann- sóknir færa nú fram á því sviði. Við fylgjumst vel með þessum rannsóknum og þegar fundist hef- ur öragg leið til að klekja út lúðuseiðum munum við taka hana upp hér. Þangað til verðum við að safna fískinum eins og við geram nú,“ sagði Jón að lokum. ÖLL dagleg umhirða og fóðrun lúðanna hjá íslandslaxi hf. er í höndum Sigurðar Alfreðssonar lúðueftirlitsmanns. Hann þekkir þvi einna best hegðun og atferli þessara fiska. „í dag era fjögur ker af átta í notkun en mjög bráðlega fyllum við öll kerin því nú era veiðamar að hefjast að nýju," sagði Sigurður. Hann sagði að tveir bátar yrðu í lúðusöfnun í sumar, Baldur úr Keflavík og Aðalbjörgin úr Reykjavík. Að sögn Sigurðar er mjög þægi- legt að ala lúðuna. „Við fóðram hana á heilli loðnu tvisvar á dag og gefum henni auk þess vítamín tvisvar í viku. Við þurfum einnig að fylgjast með hitastiginu í keijun- um og mæla súrefnismagn í sjón- um. Þá er lúðan vigtuð og lengdarmæld á þriggja mánaða fresti." Sigurður sagði að lúðumar væra ákaflega blíðlyndir fískar. „Þær era Lúðumar fá Ioðnu tvisvar á dag. svo spakar að þær éta úr lófa manns og þeim líkar ágætlega að vera klappað," sagði hann að lokum. Ingi Björnsson framkvæmdastjóri á Akureyri: „Eyfírðingar binda HVERGI á landinu er lúðueldi £111 langt á veg komið og hjá landslaxi hf. í Grindavík. Víða eru menn þó famir að hugsa sér til hreyfings í þessum málum, þar á meðal í Eyjafirði þar sem stofhað hefúr verið fyrirtækið Fiskeldi Eyjafiarðar hf. Fyrir- tækið var stofiiað m.a. til þess að kanna hvort hagkvæmt sé að stunda lúðueldi í Eyjafirði. í samtali við Morgunblaðið sagði Ingi Bjömsson framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjaflarðar að þann 1. júní síðastliðinn hefði Fisk- eldi Eyjafjarðar hf. sett í gang rannsóknaverkefni til eins árs. Til- gangurinn væri sá að kanna aðstæður til þorsk- og lúðueldis í Eyjafírði. Sá hluti er viðkæmi lúðu- eldi færi í gang fljótlega og fælist í því að hefja tilraunir með lúðueldi á Hjalteyri. Ingi sagði að lúðueldi þeirra Ey- fírðinga færi sennilega svipað fram og lúðueldið í Grindavik, „Við get- vonir við lúðueldi“ um byggt á þeirra reynslu og einnig reynslu Norðmanna. Ætlunin er að prófa þessa þekkingu við okkar aðstæður hér í Eyjafírði." Að sögn Inga era mannvirki til staðar á Hjalteyri sem hugsanlegt er að nýta við lúðueldið. „Við höfum til afnota gömlu sfldarverksmiðjuna og einnig gamla lýsistanka sem mætti ef til vill nota fyrir klak. Við Hjalteyri er mjög aðdjúpt svo það er ódýrt að taka sjó af miklu dýpi. Þetta er ákjósanlegt því slíkur sjór hefur stöðugt hitastig og fullt seltu- magn.“ Ingi sagði að loðnueldið á Hjalt- eyri væri fjármagnað með eigin fé og styrkjum. Hlutafé væri nú orðið 5.7 milljónir og enn væra menn að skrá hlutafjárloforð. „Það vita allir að hér er um að ræða áhættufé en samt sem áður binda Eyfirðingar miklar vonir við þessar rannsóknir," sagði Ingi að Iokum. Texti: Helgi Þór Ingason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.