Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir Magnús Gottfreðsson. Ekki grundvöllur fyrir byggingu kísilmálmverksmiðju að svo stöddu: Ohófleg bjartsýni ríkti í upphafí um verð á kísilmálmi — Uppsafinaður heildarkostnaður vegna undirbún- ingsnú 132,8 milljónir Á AÐALFUNDI Kísilmálmvinnsl- unnar h.f. er haldinn var 30. júní s.l. kom fram að ekki er grund- völlur fyrir byggingu kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði að svo stöddu. Viðræðunefiidir iðnaðar- ráðherra og breska stórfyrirtæk- isins Rio Tinto Zink voru sammála um þessa niðurstöðu. Á fundi þeirra var Qallað um niðurstöður hagkvæmniathugana er gerðar hafa verið vegna hugsanlegrar byggingar og reksturs kisilmálm- verksmiðju við Reyðarflörð. Samningaviðræðum viðræðu- nefiida iðnaðarráðherra og RTZ Metals lauk á formlegum við- ræðufundi 22. júní með sameigin- legri undirritun fundargerðar þar sem þetta álit er staðfest. Þar kemur einnig fram samdóma álit þess efiiis að ekki sé gagnlegt að leggja frekari vinnu í þetta verk- efiii að sinni. Uppsafhaður heildarkostnaður vegna undirbúnings verksmiðj- unnar er 68,6 milljónir króna, eða 132,8 millj. kr., ef kostnaður ein- stakra ára er framreiknaður til ársloka 1986. Sú upphæð nemur 4% af áætluðum heildarkostnaði við byggingu verksmiðjunnar. Kostnaðurinn var mestur árið 1983, eða 51,4 millj. kr. en á síðasta ári var 17,8 milljónum varið til rannsókna og annars undirbúnings. Það er niðurstaða viðræðunefnda iðnaðarráðherra og fulltrúa RTZ Metals að arðsemi kísilmálmverk- smiðju sé við núverandi aðstæður rétt innan við þau mörk sem viðun- andi teljast. Því sé rétt að endur- skoða forsendur fyrir arðsemi verksmiðjunnar í desember 1987. Helstu atriði er þá verða athuguð eru þróun markaðsverðs, gengis og rekstrarkostnaðar. Sjö ára saga Mál Kísilmálmverksmiðjunnar á sér rúmlega sjö ára sögu. I stjómar- sáttmála ríkisstjómar Gunnars Thoroddsens frá 8. apríl 1980 var lögð áhersla á rannsóknir á sviði orkunýtingar og uppbyggingu meiri háttar nýiðnaðar á vegum lands- manna. Með hliðsjón að þessu ákvæði stjómarsáttmálans var unnið að athugunum á ýmsum möguleik- um sem taldir vom koma til greina í orkufrekum iðnaði. Fyrstu almennu athuganir er fram fóru vorið 1980 sýndu að kísilmálmverksmiðja kynni að vera hagkvæmur kostur í þróun þessa iðnaðar hérlendis. I framhaldi af þessu tók dr. Jón Hálfdánarson hjá íslenska jámblendifélaginu að sér að gera frumathugun á fram- leiðslu kísilmálms hér á landi. Hann skilaði af sér skýrslu um athuganir sínar í nóvember sama ár. Niðurstöð- ur hennar bentu til að ástæða væri til að ráðast í frekari undirbúning að þessari framleiðslu. Snemma árs 1981 var skipuð verkefnisstjóm til að hafa umsjón með frekari athugunum á þessu sviði. Hún skilaði skýrslu um verk- og fjárhagsáætlun fýrir verkefnið í maí sama ár og annarri um frumat- huganir á verksmiðjunni í nóvember. Lokaskýrslu var skilað í marsbyijun 1982 og þar lagði verkefnisstjómin til að ráðist yrði í byggingu 25-30 þús. tonna kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Ennfremur var þar lagt til að aflað yrði lagaheimildar um stofnun hlutafélags til að annast byggingu og rekstur verksmiðjunn- ar. Undirbúningi og framkvæmdum skyldi hagað þannig að verksmiðjan gæti tekið til starfa vorið 1985. Umræöur á Alþingi Fmmvarp til laga um kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfriði var lagt fram til fyrstu umræðu á Alþingi rúmlega mánuði síðar, um miðjan apríl 1982. Þáverandi iðnaðarráð- herra, Hjörleifur Guttormsson, mælti fyrir frumvarpinu og sagði m.a. að gera mætti ráð fyrir að verk- smiðjan skapaði með beinum og óbeinum hætti atvinnu fyrir 240 manns. Hann gat þess einnig, að líklega yrði „þjóðhagsleg arðsemi verksmiðjunnar meiri en bein arð- semi." Þegar hófust miklar og langar umræður um málið. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði við fyrstu umræðu að vanda þyrfti betur til undirbúningsvinnunnar og sagði að málið væri ekki komið á það stig að sínu mati, að Alþingi gæti nú samþykkt frumvarpið. Hann benti einnig á að framleiðslugeta á kísilmálmi í heiminum væri 20-30 % meiri en notkunin. í greinargerð með frumvarpinu væri spáð verulegri hækkun á söluverði þessarar vöru. Erfítt væri að meta sannleiksgildi þeirra spáa. Birgir lagði til að leitað yrði eftir samningum við erlenda aðila um eignaraðild að fyrirtækinu til að dreifa fjárhagslegri áhættu er fyrirtækinu fylgdi. „Málið er í hæsta lagi komið á það stig, að rétt væri að stofna undirbúningsfélag þar sem inn kæmu aðilar með viðskiptaþekk- ingu og aðilar sem hugsanlega myndu vilja hætta sínu fjármagni í þetta fyrirtæki þegar þar að kem- ur,“ sagði hann. í fyrstu umræðu lét Magnús H. Magnússon í ljós óánægju með hversu seint frumvarpið var lagt fram. „Það er ekki undantekning hjá hæstvirtum iðnaðarráðherra, heldur föst regla, að koma með öll meiri háttar mál fram þegar ekki eru nema örfáar vikur, jafnvel ekki nema dagar, þangað til þing á að ljúka störfum. Svo er þess krafist að málin séu afgreidd. Þetta þýðir auðvitað að þingið hefur enga mögu- leika á að skoða málin eins og skyldi. Raunverulega er hæstvirtur iðnaðar- ráðherra að taka ákvörðunarvaldið úr höndum Alþingis með þessu rnóti," sagði hann. Arðsemi eða kjördæmapot? Einnig kom fram gagnrýni á stað- arval, en staðarvalsnefnd lagði til að verksmiðjan yrði reist á Reyðar- firði. „Hér hefur nokkuð verið talað um hvar hagkvæmast væri að byggja þessa verksmiðju. Staðar- valsnefnd - ranglega kölluð það - samþykkti Reyðarfjörð vegna þess að henni var í byijun uppálagt að ákveða Reyðarfjörð sem stað fyrir verksmiðjuna. Það kom enginn ann- ar staður til greina og henni var bannað að bera hagkvæmni verk- smiðju á þeim stað saman við aðra staði. Stundum á alfarið að fara eftir arðseminni, byggja þar sem arðsemin er mest. í öðrum tilvikum skiptir það engu máli. Þá virðist staðarvalið fara eftir hvað hæstvirt- um iðnaðarráðherra dettur í hug í það og það skiptið," sagði Magnús H. Magnússon ennfremur. í sama streng tók Ólafur Þ. Þórð- arson. Hann sagðist vera í grundvall- aratriðum samþykkur því að iðnaðaruppbyggingu yrði dreift um landið, en hveijum mætti ljóst vera að arðsemin skipti höfuðmáli í því sem gert væri. Ólafur minnti á að hugsanlega væri hagkvæmara að byggja þessa verksmiðju annars staðar á landinu. „Við erum með verksmiðju við Hvaifjörð sem rekin er með dúndrandi tapi, svo ekki sé meira sagt. Það hefði þess vegna verið eðlilegt að kanna hvort þriðji ofninn, sem þar eru hugmyndir um að settur verði upp, hefði ekki frek- ar átt að bræða kísilmálm svo fengist úr því skorið í fyrsta lagi, hvort hagkvæmni er í slíkri vinnslu, og í annan stað, hvort bæta hefði mátt fjárhagslegan grundvöll þess fyrir- tækis sem þar er,“ sagði Ólafur. Iðnaðarnefhd klofnaði í afstöðu sinni Málið var tekið til annarrar um- ræðu 4. maí, þremur dögum fyrir þinglausnir. Iðnaðamefnd klofnaði í afstöðu sinni til frumvarpsins. Meiri- hluti nefndarinnar lagði til að frumvarpið yrði samþykkt með breytingartillögum. í þeim sagði m.a. að áður en ráðist yrði í fram- kvæmdir og hlutafé aukið skyldi stjórn félagsins undirbúa frekari hönnun verksmiðjunnar og leita til- boða í byggingu hennar og búnað. Einnig ætti stjómin að gera ítarlega áætlun um stofnkostnað og rekstrar- kostnað og undirbúa samninga um orkukaup, tækniaðstoð og sölu af- urða. Þá sagði einnig að stjóm félagsins skyldi gera skýrslu um starfsemi félagsins og athuganir. Skyldi sú skýrsla lögð fyrir næsta Alþingi. Ef Alþingi samþykkti niður- stöðumar væri því heimilt að leggja fram hlutafé til viðbótar. Einn nefndarmanna iðnaðar- nefndar, Magnús H. Magnússon skilaði séráliti þar sem hann sagði að efnislegum undirbúningi fmm- varpsins væri mjög áfátt. Hann lagði til að undirbúningsstjóm yrði falið að annast frekari undirbúning þessa máls. Magnús taldi fráleitt að taka afstöðu til ýmissa efnisatriða „fyrr en fyrir Iiggur niðurstaða af undir- búningsathugunum þeim sem allir virðast sammála um að nauðsynleg- ar séu. Þær athuganir eiga auðvitað að ráða úrslitum um hvemig haldið verður á efnisþáttum. Verður að teljast veraleg þversögn í því að ætla sér að afgreiða hin margvísleg- ustu efnisatriði um framhald málsins meðan undirbúningur stendur enn yfir.“ Vorið 1982 vora lög um kísil málmverksmiðju á Reyðarfirði samþykkt á Alþingi með breyting- artillögum meirihluta iðnaðamefnd- ar. Lög þessi heimiluðu ríkisstjóm- inni að beita sér fyrir stofnun hlutafélags, er hefði það að mark- miði að reisa og reka verksmiðju á Reyðarfirði er framleiddi kísilmálm og annaðist atvinnurekstur tengdan þeirri framleiðslu. Framkvæmdir vora háðar samþykki Alþingis sem fyrr segir. Kísilmálmvinnslan h.f. stofinuð Með vísan til þessara laga var hlutafélagið Kísilmálmvinnslan hf. stofnað í júlíbyijun 1982. í samræmi við breytingartillögumar var það meginverkefni stjómarinnar í upp- hafí að kanna nánar allar forsendur og áætlanir um byggingu og rekstur verksmiðjunnar og taka afstöðu til þess, hvort leggja ætti til við Al- þingi að verksmiðjan yrði byggð og þá hvenær hún ætti að hefja fram- leiðslu. Stjómin skilaði skýrslu sinni í ársbyijun 1983. Niðurstöður hennar vora á þá lund að kísilmálmverk- smiðja á Reyðarfirði gæti verið vænlegur kostur í nýtingu innlendrar orku og að stefna ætti að gangsetn- ingu verksmiðjunnar eftir þijú til fimm ár. Ákvörðun um tímamörk var tekin með hliðsjón af upplýsing- um um þróun markaðsmála og almennri þróun markaðsmála í heim- inum. Þá taldi stjómin að verð á raforku ætti að vera sambærilegt og til hliðstæðra fyrirtækja og að auka þyrfti hlutafé félagsins. Það var og álit stjómar Kísilmálmvinnsl- unnar að vinna þyrfti að þvi að fá íslenska eða erlenda eignaraðila til samstarfs við íslenska ríkið. Stjómin var ekki sammála í áliti sínu. í mars 1983 lagði þáverandi iðn- aðaráðherra, Hjörleiftir Guttorms- son, þessa skýrslu fyrir Alþingi ásamt þingsályktunartillögu til stað- festingar á niðurstöðum hennar. Þingsályktunartillagan hlaut ekki afgreiðslu á því þingi. I mai sama ár ákvað þáverandi iðnaðarráðherra, Sverrir Hermanns- son, að undirbúningi að byggingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.