Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 37 SPINAT Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Imínu ungdæmi borðaði Skipper skræk spínat og varð sterkur af. Flest þekkjum við spínat, sem var lengi talið hollasta grænmeti sem tii er. Bömin mín báðu mig oft um að rækta spínat, þau ætluðu sér að verða mjög sterk og dugleg af því, en á þeim árum vom sýndar í Keflavíkursjón- varpinu teiknimyndir með Stjána bláa, þar sem hann varð sterkur af að borða spínat. Einhvem veginn varð það svo að þrátt fyrir þetta vom bömin ekki mjög dugleg við spínatið. Líklega vegna þess að við höfðum ekki Kanasjónvarpið og þau heyrðu þetta bara af afspum, en sáu reyndar stundum sjónvarpið hjá nágrönnum. Víða um heim vora böm neydd til að borða spínat, en það er A- og C-vítamínríkt og jámauð- ugt. Fyrir nokkmm ámm var mikið rætt um, að spínat væri ekki eins hollt og af væri látið, þar sem í því væri oxalsýra, sem væri óholl. Þetta er að vísu að hluta til rétt, oxalsýra er í spínati, en fáir held ég að borði svo mikið spínat að þeim verði meint af henni, og spínat er jafn vítamín- og jámauðugt og fyrr. Ein- hvem veginn er það samt svo, að spínat er ekki eins vinsælt og það var. Spínat þarf ekki mjög heitt loftslag til að vaxa vel, og þrífst því vel hér á landi. Talið er að það sé upprannið í Persíu, enda hefur það verið kallað Persíugrænmeti. Farið var að rækta það í Kína árið 647 og Máramir komu með það til Spánar um 1100, en óvíst er hvort það kom til annarra hluta Evrópu frá Spáni eða Mið-Austurlöndum, þar sem það var og er enn mikið ræktað. Um 1400 var spínat ræktað í mörgum klausturgörðum víða um Evrópu. Við ættum að gera meira af því að borða þetta holla grænmeti, sem því miður sést sjaldan í verslunum en margir rækta sem betur fer til heimilisnota. V /á Spínatmauk með kartöflum og osti ‘Akg spínat, ferskt eða frosið, 1 meðalstór kartafla, 15 g smjör (1 smápakki), 1 msk. ijómaostur án bragðefna, 'Msk. múskat, örlítið af nýmöluðum pipar, ■Msk. salt, 50 g rifinn óðalsostur eða annar mjólkurostur, */2tsk. rifinn parmesanostur (má sleppa). 1. Afhýðið kartöfluna, skerið í sneiðar og sjóðið í örlitlu saltvatni í nokkrar mínútur, eða þar til hún er soðin. 2. Takið leggina úr spínatinu, þvoið vel. Ef þið notið frosið spínat, er það notað eins og það kemur fyrir. 3. Setjið 1 lítra af vatni í pott. Setjið spínatið í sjóðandi vatnið og sjóðið í 3—5 mínútur. Helliið á sigti að suðu iokinni. Þrýstið ofan á spínatið í sigtinu og reynið að láta sem mest af vatninu renna af því. 4. Setjið kartöflur, spínat, smjör, ijómaost, múskat, pipar og salt í hrærivélarskál og hrærið vel saman. 5. Setjið í pott og látið hitna vel. Gætið þess að þetta brenni ekki við. 6. Setjið maukið í smurða skál, stráið ostinum yfir. 7. Hitð glóðarrist eða setjið bakaraofninn á 220 gráður C. Setjið þetta í ofninn og látið brún- ast örlítið að ofan. 9. Berið fram sem sjálfstæðan rétt með heitu brauði eða með físki eða kjöti. Spínat með lauk °S jógúrt (eins konar sósa) 1 meðalstór laukur, 50 g smjör, '/2kg spínat, ferskt eða frosið, 1 hvítlauksgeiri, 1 sléttfull tsk. kanill, 'Msk. salt, Vstsk. pipar, ’Atsk. sykur. 1. Afhýðið laukinn og saxið fínt. 2. Takið grófus'.u leggina úr spfnatinu og saxið. Saxið lfka frosið spínat, ef þið notið það. 3. Hitið smjörið í potti, setjið laukinn út í og sjóðið við vægan hita í smjörinu í 5 mínútur. Þetta á ekki að brúnast. 4. Setjið spínatið út í og sjóðið enn við vægan hita í 7—10 mínút- ur. Gætið sem fyrr að þetta brúnist ekki. 5. Setjið jógúrtina í skál, meijið hvítlauksgeirann og setjið út í, setj- ið kanil, salt, pipar og sykur út í. 6. Kælið spínat/laukmaukið örlít- ið, setjið síðan út í jógúrtina með kryddinu. Kælið. Athugið: þetta er mjög gott með- læti með kjöti og físki. Pönnukökur með spínati Pönnukökurnar: 2 egg, V2tsk. salt, ’/stsk. pipar, l'Adl hveiti, a/idl mjólk, 2 msk. matarolía. 1. Þeytið eggin með salti og pip- ar. Setjið síðan mjólk og hveiti út í. Hrærið vel saman. 2. Setjið matarolíuna út í. 3. Hitið pönnukökupönnu og bak- ið u.þ.b. 10 pönnukökur úr deiginu. Milli pönnukakanna: V* kg. s'pínat, ferskt eða frosið 1 lítri saltvatn 1 msk. smjör eða smjörlíki 1 msk. hveiti 1 dl mjólk 150 g óðals- eða mariboostur V2 dós sýrður ijómi 1 dl jógúrt án bragðefna eða súr- mjólk 4. Setjið saltvatn í pott. Þvoið spínatið. Takið úr því grófar æðar, en sjóðið hitt í vatninu í 5—7 mfnút- ur. Takið þá spinatið úr vatninu, setjið á sigti og þrýstið sleif á það, svo að vatnið renni af því eða kreis- tið í lófanum. Setjið síðan spínatið í hrærivélarskál og hrærið sundur eða setjið í kvöm (mixara). 5. Setjið smjör í pott og bræðið, hrærið hveitið út í. Þynnið með mjólkinni. Setjið spínatið út í jafn- inginn. 6. Smyijið spínatjafning á fyrstu pönnukökuna, stráið síðan hluta af ostinum yfír. Leggið pönnukökum- ar þannig hveija ofan á aðra með jafningi og osti á milli. Látið ekki jafning á efstu pönnukökuna, en setjið aftur á móti ríflega af osti ofan á hana. 7. Hrærið sýrða ijómann út með jógúrtinni eða súrmjólkinni. Hellið yfír pönnukökuhlaðann. 8. Hitið bakaraofn í 190 gráður C, blástursofn í 170. Setjið pönnu- kökumar í ofninn og bakið þar til þetta fer að brúnast að ofan. Spínatfrauð (soufflé) V2 kg spínat, ferskt eða frosið 1 lítri saltvatn 60 g smjör eða smjörlfki 30 g hveiti 1 peli kaffíijómi V» tsk. salt nýmalaður pipar '/8 tsk. múskat 100 g óðals- eða mariboostur 4 egg 1. Takið grófar æðar úr spínat- inu, sjóðið það síðan í saltvatni í 7 mínútur. Kælið örlítið, hellið á sigti og þrýstið á með sleif eða kreistið með lófanum, svo að allur vökvi renni af.því. Saxið spínatið. 2. setjið smjörið í pott og bræð- ið, hrærið hveitið út í. Hrærið síðan ijómann smám saman út í. 3. Setjið salt, pipar og múskat saman við. 4. Minnkið hitann. Rífið ostinn, setjið hann ásamt söxuðu spínati út í. Sjóðið þar til osturinn er bráðn- aður. Kælið að mestu. 5. Þeytið eggjarauðumar þar til þær em orðnar ljósar og þykkar. Hrærið síðan út í jafninginn. 6. Þeytið hvítumar og blandið varlega saman við. 7. Smyijið skál með beinum börmum, stráið raspi síðan inn í hana. 8. Hellið jafningnum í skálina. 9. Hitið bakaraofnninn í 180 gráður C, blástursofn í 160 gráður C. Setjið skálina í miðjan ofninn og bakið í 30—40 mínútur. 10. Berið strax á borð, annars fellur frauðið. Spínathrásalat 3 egg 250 g fersk, lítil spínatblöð 3 sellerístönglar 1 meðalstór gulrót 4 meðalstórir þéttir tómatar 12 svartar eða grænar ólífur V2 dl matarolía safi úr 1 sítrónu 2 tsk. hunang kanill milli fíngurgómanna 5 dropar tabaskósósa salt milli fingurgómanna 100 g salthnetur (peanuts) 1. Sjóðið eggin í 10 mínútur. Kælið og takið af þeim skumina. Skerið síðan í báta. 2. Rífíð spínatblöðin örlítið í sundur, setjið í skál. 3. Þvoið sellerístönglana, skerið þvert í litla bita og setjið með í skálina. 4. Skafið gulrótina, skerið í ör- þunnar sneiðar og setjið með í skálina. 5. Skerið tómatana í litla bita og setjið með í skálina. 6. Takið steinana úr ólífunum ef þeir em í, skerið síðan ólífumar í sneiðar og setjið í skálina. 7. Setjið sítrónusafa, hunang, matarolíu, tabaskósósu, kanil og salt í skál. Þeytið saman með þeyt- ara. Setjið yfír grænmetið. Blandið saman með tveimur göfflum. Setjið lok á skálina og látið standa í kæli- skáp í 1 klst. 8. Stráið salthnetum yfír og rað ið eggjabátunum ofan á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.