Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 Umsjón: Ágústa Bjömsdóttir Grágresi - Geranium cinereum því gott rými, því árlega hleður það utan á sig nýjum einstakl- ingum, sem allir hanga þó á einu og sömu rótinni sem í ár- anna rás sækir mjög djúpt ofan í jörðina. Jurtinni virðist ekki meint af þó þessi langa rót verði fýrir einhveiju hnjaski og jafnvel skerðist eitthvað t.d. við flutning, sé það gert mjög snemma vors, áður en vöxtur hefst að ráði. Jurtinni má ijölga með því að taka sprota utan af rótarhálsinum og fara með þá eins og hvetja aðra græðl- inga. Grágresið þarf litla umhirðu aðra en þá að fjarlægja kalna stöngla og blöð að vorinu og gott er bæta þá um leið nýrri mold að rótarhálsinum sem hættir nokkuð til að ganga upp úr jarðveginum standi jurtin mjög lengi óhreyfð. Grágresið má nota á margan hátt, það er kjörið í steinhæð, einnig í þyrpingar og í kanta. Ekki hef ég enn sem komið er reynt að setja grágresið í pott og nota sem hengiplöntu, en sennilega stæði hún sig mjög vel sem slík. Ág. Bj. Félagar í GÍ: Munið garða- skoðunina um helgina, sbr. Fréttabréfið Garðinn. BLÓM VIKUNNAR 59 GRÁGRESI Blágresisættin (Geraniace- ae) er afar víðfeðm ogfjölbreytt mjög bæði hvað lit og vöxt snertir og vaxtarstaðir hennar eru á víð og dreif um lönd og álfur, þó aðallega í tempruðu beltunum. Ýmsar kvíslar þess- arar ættar hafa náð ótrúlegri útbreiðslu og vinsældum um heim allan og má þar til nefna svokallaðar pelargóníur sem við hér á landi ræktum mest- megnis sem inniblóm. Eina kvísl þessarar ættar höfum við Islendingar tileinkað okkur, enda vex hún hér villt, og köll- um gjaman gælunafninu „blágresið blíða“ og vitnum þá í ljóð Jóns Thoroddsens um Barmahlíðina hans fríðu. Ég vænti þess að síðar fáum við e.t.v. að heyra meira um þá indælu jurt í Blómi vikunnar, en þennan pistil ætla ég að helga einum allnánum ættingj_ blágresisns, nefnilega grágresi (Geranium cinereum) enda hafa kynni mín af því verið með miklum ágætum. Jurtina var ég þó búin að eiga í garði mínum um langt árabil áður en mér varð það fullljóst hve miklum kostum hún er búin og heppileg til ræktunar í okkar harðbýla landi, t.d. er hún ein- staklega nægjusöm hvað jarðveg snertir, heldur áfram að blómstra og unir glöð við sitt þrátt fyrir kulda og regn ef því er að skipta. Þar að auki er grágresið dáfalleg jurt, blómin rauðíjólublá, fimm- deild, lýsast í nær hvítt eftir því sem nær dregur botninum sem annars er næstum svartur. Dökkar æðar sem mjög eru til prýði hríslast um blómblöðin. Laufið er fínlegt, ívið gráleitt og örlítið hært. Stönglarnir eru um það bil 15 sm langir og mjög greinóttir og að kalla má jarðlægir. Grágresið vex í þétta, bústna brúska, alþakta blómum frá því um miðjan júní og allt fram á haust, jafnvel í nóvembermán- uði má sjá það opna einstaka blóm ef tíð er góð. Grágresið getur staðið árum saman á sama stað, en þá þarf að ætla Höfuðstöðvar ARCO í Nerlerit Inaat, eða Constable Pynt, á Jamesonlandi. Það væri öllu réttara að nefna þetta einskis manns land. Morgunblaðið/Ólafur Bragason DeHavilland Dash 7-vélar Gronlandsfly munu fara a.m.k. 1—2 ferðir í viku milli ís- lands og Jamesonlands í sumar með vistir fyrir olíuleitarflokkinn. Að auki er ein áætlunarferð í viku. Grenlandsfly hefur olíuleitarflug á ný Birgdaflug frá íslandi Flug Gunnar Þorsteinsson í júní sl. hóf bandaríska olíufé- lagið Atlantic Richfield (ARCO) olíuleit á Jamesonlandi á austur- strönd Grænlands, eftir eins árs hlé. Af því tilefni hefur olíufélag- ið gert stóran samning við grænlenska flugfélagið Gron- landsfly um rannsókna-, birgða- og farþegaflug til þriggja ára. Til þessa verkefiiis mun Gron- landsfly t.d. í sumar nota fimm þyrlur og eina flugvél á Jame- sonlandi og fara a.m.k. eina til tvær birgðaferðir í viku til ís- lands. Flugleiðir og Flugfélag Norðurlands munu Ieggja Gron- landsfly til varaflugvélar vegna samnings þessa. Það er í rauninni dótturfyrirtæki Grenlandsfly, Greenlandair Charter A/S, eða GLACE eins og það er líka nefnt, sem er samningsaðili bandaríska olíufélagsins, en félögin höfðu með sér svipaðan samning, sem var rift fyrir rösku ári, þegar ARCO ákvað að hætta olíuleit á Jamesonlandi um óákveðinn tíma. Miðað er við danskar krónur í samn- ingnum til að forðast gengisbreyt- ingar Bandaríkjadollars. Samið er um flug næstu þijú árin og liggur þegar fyrir hvernig fluginu verður háttað í ár og næsta ár, en aðeins í mjög grófum dráttum hvað þriðja árið varðar. Flugið skiptist í tvo hluta, annars vegar rannsóknaflug og hins vegar birgða- og farþega- flug milli Grænlands og íslands. Birgðaflug til íslands Birgðaflugin verða farin frá Reykjavík og Keflavík til Nerlerit Inaat (Canstable Pynt) með flugvél- um af gerðinni DeHavilland Dash 7. Flogið verður í tengslum við áætlunarflug Grenlandsfly milli Nuuk, Reykjavíkur og Nerlerit Ina- at og er samið um 1—2 laugardags- flug, eftir þörfum, og er það fyrir utan hið vikulega áætlunarflug. Birgðaflugið í ár hófst í apríl og mun standa út september en á næsta ári verður það frá janúar til 15. apríl og svo frá byijun júní til septemberloka. Utan þessara tíma- bila notfærir ARCO sér áætlunar- flug samkvæmt sérstökum ákvæðum samningsins, enda olíufé- lagið skuldbundið til að reka flugvöllinn í Nerlerit Inaat og held- ur því þar uppi lágmarksstarfsemi yfir veturinn. Gronlandsfly hefur samið við Flugleiðir um að hafa til taks Fokker F27 varaflugvél vegna þessa birgðaflugs. Rannsóknaflug að mestu með þyrlum Rannsóknaflugið á Jamesonlandi hófst í júní sl. og öll þijú samnings- árin er um að ræða fjögurra mánaða tímabil, fram í september. Rann- sóknaflugið er umfangsmikið og verða notaðar fimm þyrlur, þijár Bell 212 (meðalstór 9 farþega þyrla) og tvær Bell 206 (fjögurra farþega). Ein Bell 212-þyrlan verð- ur að nokkru leyti varaþyrla og mun jafnframt sinna flugi milli Nerlerit Inaat og Ittoqqoroormiit (Scoresbysunds) og ýmsum öðrum verkefnum á austurströndinni. Til þess að geta uppfyllt samninginn varð Gronlandsfly að kaupa notaða Bell 212 þyrlu. Til marks um um- fang þyrluflugsins má geta þess, að fjórar þyrlur verða í notkun hvem dag vikunnar og er áætlað að stærri þyrlumar fljúgi 1.600 stundir en þær minni 1.800 stundir á hveiju samningsári, en það þýðir að þyrlurnar verða að meðaltali á lofti í 10 stundir dag hvern. Auk þyrlanna verður ein DeHa- villand Dash 6-300-flugvél notuð í rannsóknaflugið frá ágúst til sept- ember i ár og auk þess frá janúar til apríl á næsta ári og aftur frá ágúst til september. Gronlandsfly hefur samið við Flugfélag Norður- lands um að hafa til reiðu samskon- ar varaflugvél. Talsmenn Granlandsfly segja að þessi flugsamningur við ARCO hafi verulega þýðingu fyrir félagið, og þá sérstaklega fyrir GLACE, og styðji við flugstarfsemi á Grænlandi á allan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.