Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 Reuter Líbýskir hermenn flýja til Egyptalands Höfuðsmaður i flugher Líbýu og tveir undirforingjar hans flúðu í fyrradag til Egyptalands og sóttu um hæli. Það var veitt nær samstundis en mennimir komust til Egyptalands á árásarþyrlu af gerðinni Mil-8, en hún er sovésk að uppruna. Þetta er þriðji slíki atburðinn í ár og er það rakið til versnandi anda í líbýska hemum, sem talið er stafa m.a. af hrakförum hans í stríðinu við Chad. Suður-Kórea: Óttastað 135 mannshafi farist í fellibyl Seoul. Reuter. ÓTTAST er, að 135 manns hið fæsta hafi farist, þegar fellibyl- urinn Thelma gekk yfir suður- hluta Suður-Kóreu f fyrradag. Skip sukku af völdum veðursins og mikil flóó og aurskriður fóru af stað, að því er suður-kóreska rikisútvarpið sagði f gærkvöldi. Útvarpið sagði, að búið væri að finna 59 lík, en a.m.k. 76 manna væri enn saknað og um 7000 hefðu misst heimili sín. Veðurfræðingar vanmátu styrkleika Thelmu framan af deginum, þegar hún stefndi út á Japanshaf. Flestir hinna látnu drukknuðu i flóðunum eða grófust í aurskriður. A.m.k. 30 sjómanna var saknað. Að sögn útvarpsins tóku tugir þúsunda hermanna, lögreglumanna og almennra borgara þátt í björg- unaraðgerðum í suðausturhluta landsins, í nágrenni hafnarborgar- innar Pusan, þar sem Thelma var hvað mannskæðust. A.m.k. 42 lík hafa fundist þar og 64 er saknað. Mikið tjón varð á mannvirkjum af völdum flóðanna og yfir 50 þús- und hektarar ræktarlands fóru undir vatn. Samgöngur, bæði á landi, sjó og í lofti, lágu niðri með- an á hamförunum stóð. Kínverska hagstofan: Borgarbúar njóta ekki ávaxta efhahagsfrelsis Peking, Reuter. SAMKVÆMT nýútkominni hagskýrslu ú Alþýðulýðveldinu Kína hafa lífsgæði um 20% borgarbúa í landinu versnað þrátt fyrir aukna hagsæld í landinu að undanförnu. Er þetta rakið að hluta til hinnar nýju frjálsræðisstefiiu í efiia- hagsmálum. „Rauntekjur fimmtu hverrar borgarQöl- skyldu hafa lækkað og um 5% þeirra eiga í alvarlegum krögg- um,“ var haft eftir Zhang Zhongji, talsmanni kínversku hagstofúnnar. Talið er að um 200 milljónir búi í borgum, en það er tæplega fimmtungur þjóðarinnar. Hins vegar hefiir staða iðnaðarins batnað mjög, sem og vöruskiptajöftiuðurinn. Fram kom á blaðamannafundi Hagstofunnar að verð á helstu matvælum hefði hækkað mjög á árinu, en það hefði valdið vöru- skorti í nokkrum borgum. Verð- hækkanir eru Kínveijum tiltölu- lega nýtt fyrirbæri, því verðstöðvun var á helstu nauð- synjavörum allt frá byltingunni 1949 fram á þennan dag. Á móti kom að vöruskortur var landlægur og hungursneyðir tíðar. Sam- kvæmt endurbótatillögum Deng Xiaoping voru verð- og launa- hækkanir leyfðar til þess að hvetja til aukinnar framleiðslu. Þetta hefur aukið almenna hag- sæld og verslana- og iðnaðar- mannastéttir hafa hagnast mjög að undanfömu sem og bændur. Hins vegar hafa ríkisstarfsmenn dregist mjög aftur úr, enda launa- hækkanir til þeirra engar, og hefur kaupmátturinn rýmað sem því nemur. Fram kom að gjaldeyristekjur Kínverja hafa aukist gífurlega, aðallega vegna hins vaxandi ferðamannaiðnaðar. Þannig hefur verið hægt að lækka óhagstæðan vöruskiptajöfnuð talsvert. Hag- vöxtur í iðnaði var meiri en áætlað var, en hann var 15% í stað 10%. Uppskeruhorfur era góðar. Ekki era allar horfur jafngóðar, því neysla og fjármagnskostnaður var talinn hærri en góðu hófi gegndi. OfQárfesting hefur enn- fremur hækkað hráefniskostnað og þannig valdið skorti á sumum sviðum. Óhagkvæmni í ríkis- rekstri mun ennfremur gjfurleg og er því fyrirsjáanlegt að fjár- lagahalli verði hærri en nokkra sinni. Vestrænir stjómarerindrekar sögðu að vandamál þau sem Zhang hefði talið upp væra síður en svo ný af nálinni. Hins vegar sögðu þeir hann hafa verið óvenju opinskáan og töldu að nú væra Austur-Þýskaland: Víðtæk sakaruppgjöf Dauðarefsing einnig aftiumin Austur-Berlín, Reuter. AUSTUR-þýsk yfirvöld til- kynntu óvænt í gær að miklum fiölda fanga i landinu yrði veitt sakaruppgjöf og jafhframt yrði dauðarefsing afhumin þegar i stað. Var sagt að þetta væri gert í tilefiú af 38 ára afinæli alþýðulýðveldisins. Byijað verður að láta fanga lausa 12. október. Fólk, sem dæmt hefur verið í lífstíðarfangelsi, fær dóminn mildaðan niður í 15 ár. Undanþegnir sakaruppgjöfmni verða stríðsglæpamenn nazista. njósnarar, morðingjar og fólk sem dæmt hefur verið fyrir glæpi gegn mannkyninu. Var sagt að störf yrðu fundin handa fólkinu og hér- aðsyfirvöld myndu aðstoða það við að koma sér fyrir í samfélag- inu á ný. „Það er grundvallaratriði að borgari, sem afplánað hefur refs- ingu sína, geti hafið störf á ný með fullum réttindum," sagði í frétt austur-þýsku fréttastofunn- ar ADN. Yfírlýsing stjómvalda kom tveim sólarhringum eftir að stjómvöld beggja þýsku ríkjanna tilkynntu að Erich Honecker, leið- togi Austur-Þýskalands, færi í fimm daga opinbera heimsókn til Vestur-Þýskalands í september en austur-þýskir leiðtogar hafa ekki áður farið í opinberar heim- sóknir þangað. Talsmaður vestur-þýsku stjóm- arinnar fagnaði yfírlýsingunni í gær en sagði að erfítt væri að meta áhrifin af þessum aðgerðum. Hann bætti því við að hann von- aði að sakaruppgjöfin yrði einnig látin gilda um fólk sem fangelsað hefði verið fyrir pólitískan mót- þróa. endurbótasinnamir að þrýsta á harðlínumennina. „Þeir era að gera grein fyrir vandanum og benda á að lausnin sé fólgin í meira efnahagslegu frelsi, ekki minna." Hollenska lögreglan: Fann 40 kíló afheróíni Amsterdam, Reuter. EFTIR mikinn eltingarleik á götum Amsterdam handtók lögreglan 27 ára gamlan Kínverja á miðvikudagsmorg- un. í gær var svo upplýst að fundist hefðu 40 kiló af heróíni í rúmi á heimili mannsins. Lögreglan komst á spor manns- ins er tveir aðrir Kinvetjar voru handteknir á hóteli í borginni og fundust 3 kfló af heróíni í fórum þeirra. Söluverðmæti heróínsins, sem fannst í gær, er talið vera um 3,4 milljónir Bandaríkjadala. Laklegur aðbúnaður Miklar mótmælaaðgerðir hafa verið í frönskum fangelsum síðustu daga og kvarta fangamir undan óheyrilegum þrengslum. Alls munu fangar í Frakklandi vera um 60 þúsund en fangelsin aðeins byggð fyrir rúmlega 32 þúsund. Á myndinni sjást lök sem fangar láta lafa út um klefaglugga- na til að minna á kröfur sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.