Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 13
?3*>r tlUi .81 5ÍUOAQ51AOUAJ <<3I<5AJHWJOHOH MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 Frá Reyðarfírði. verksmiðjunnar skyldi fram haldið og var svo á árunum 1983 og 1984. Forhönnun verksmiðjunnar var lokið í mars 1984. Stærð og gerð allra helstu bygginga var ákveðin og þeim valinn staður á lóð 'Verksmiðjunnar á Mjóeyri við Reyðarfjörð. Gerð, af- kastageta og fyrirkomulag allra véla og tækja verksmiðjunnar var einnig ákveðið. Á grundvelli forhönnunar var stofnkostnaðaráætlun endur- skoðuð og var kostnaður hennar áætlaður 1.842 millj. króna á verð- lagi í janúar 1984. Óhófleg bjartsýni Á vegum Kísilmálmvinnslunnar fór einnig fram víðtækt mat á þróun markaðar fyrir kísilmálm. Á árinu 1982 var leitað til bandaríska fyrir- tækisins Chase Econometrics um athugun á hagkvæmni kísilmálm- verksmiðju á íslandi. Verkefnis- sijóm iðnaðarráðuneytisins hafði fyrr fengið breska fyrirtækið Commodities Research Unit Ltd. til að gera slíka athugun. Var aftur leitað til þeirra og þeir beðnir að endurskoða markaðsspár miðað við breyttar efnahagslegar forsendur. Niðurstöður beggja fyrirtækja hnigu mjög í sömu átt: Bæði töldu að markaður fyrir kísilmálm færi vax- andi, verð á markaðnum myndi ráðast af framleiðslukostnaði nýrra verksmiðja og að verksmiðja á ís- landi gæti framleitt á samkeppnis- hæfu verði. Deildar meiningar voru þegar í upphafí um áreiðanleika bandarjsku spánna svo ekki sé fastar að orðl kveðið. Sumir höfðu á orði að niðurstöðumar hefðu verið pant- aðar og tóku á þeim lítið mark. Sú tortryggni virðist hafa átt fullan rétt á sér, því að síðar kom á daginn að spámar byggðust á óhóflegri bjartsýni um verðhækkun á kísil- málmi. Sem dæmi um það má nefna að í aðalspá Chase var því spáð að markaðsverð kísilmálms yrði 1.730 bandaríkjadalir/tonn á þessu ári og í svonefndri „varfæmisspá" var gert ráð fyrir að markaðsverð yrði 1.470 dollarar. Markaðsverð nú er allnokk- uð undir 1300 dölum fyrir hvert tonn kísilmálms. Ekki þarf að fara mörg- um orðum um væntanlegt stórtap verksmiðjunnar ef af byggingu hennar hefði orðið á grundvelli þess- ara markaðsspáa. Síðan hefur verið fylgst með markaðsþróun, bæði með öflun skýrslna um markað fyrir kísilmálm og athugunum á vegum RTZ og iðn- aðarráðuneytisins. Ljóst er að nýjustu áætlanir og spár um þróun kísilmálmmarkaðarins næstu 10 árin einkennast ekki af jafn óhóflegri bjartsýni og fyrri spár. Hagkvæmni- athuganir og arðsemisreikningar hafa að jafnaði verið endumýjaðir til samræmis við breytingar á helstu forsendum. Leitað erlendra eignaraðila Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra ákvað í maí 1983 að eitt af verkefnum stóriðjunefndar yrði að leita eftir erlendum eignaraðilum að Kísilmálmvinnslunni hf. Æ síðan hefur starfsemi félagsins mótast mjög af þeirri ákvörðun. Þess var farið á leit við framkvæmdastjóra Kísilmálmvinnslunnar, Geir A. Gunnlaugsson, og tvo stjómarmenn, þá Geir H. Haarde og Axel Gíslason að þeir störfuðu með undimefnd Stóriðjunefndar, þeim Birgi ísleifí Gunnarssyni, formanni Stóriðju- nefndar og Guðmundi G. Þórarins- syni að því máli. Síðari hluta árs 1983 vom áætlanir um byggingu verksmiðjunnar kynntar fjölmörgum fyrirtækjum í Ameríku, Evrópu og Japan. Fyrri hluta árs 1984 var far- ið til viðræðna við þau fyrirtæki er óskað höfðu eftir frekari upplýsing- um. Þá komu og hingað til lands fulltrúar nokkurra fyrirtækja til frekari viðræðna og til þess að kynna sér aðstæður. í maí 1984 veitti Alþingi ríkis- stjóminni heimild til að taka ákvörð- un um að reisa og reka kísilmálm- verksmiðju við Reyðarfjörð og leita samvinnu við innlenda og erlenda aðila um eignaraðild. í júní 1984 skipaði iðnaðarráð- herra viðræðunefnd til að hafa með höndum samningaumleitanir við að- ila er áhuga hefðu á eignaraðild að hinni fyrirhuguðu kísilmálmverk- smiðju. Fýrri hluta ársins var einkum rætt við norska fyrirtækið Elkem, bandaríska fyrirtækið Dow Coming og austurríska fyrirtækið Voest Alp- ine án þess að jákvæð niðurstaða fengist. Viðræður við RTZ hefjast Á miðju ári voru teknar upp að nýju könnunarviðræður við breska fyrirtækið Rio Tinto Zink Metals í Bristol, en áður hafði verið rætt við það fyrirtæki. Niðurstöður viðræðn- anna urðu þær að fyrirtækið ákvað að taka upp formlegar viðræður við íslensk stjómvöld um hugsanlega eignaraðild að Kísilmálmvinnslunni hf. f janúar 1986 skipaði Albert Guð- mundsson þáverandi iðnaðarráð- herra í nefnd þá er síðan hefur haft með höndum samninga af hálfu ís- lendinga við RTZ. F'ormaður nefnd- arinnar er Birgir ísleifur Gunnars- son. Formlegar viðræður hófust þegar við RTZ Metals í Bristol. Tólf viðræðufundir vom haldnir á árinu 1986 og nokkrir fundir hafa verið haldnir á þessu ári. Nú er málum svo háttað að hægt er að ganga frá endanlegum samn- ingi milli aðila með skömmum fyrirvara. í hluthafasamningi þeim er fyrir liggur er gert ráð fyrir að íslenska ríkið eigi 40% hlutafjár, en RTZ Metals og Tinto Investments 60%, en í lögum nr. 70/1982 um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði er gert ráð fyrir að meirihluti hlutafj- ár sé í eigu ríkisins. Ytri aðstæður em hins vegar mjög óhagstæðar og hafa komið í veg fyrir undirritun samninga. Niðurstöður arðsemisreikninga er nú liggja fyrir sýna að á gmndvelli tilboða í verksmiðjuna, núverandi verðs á aðföngum og markaðsverðs á kísilmálmi er arðsemi verksmiðj- unnar eftir sköttun rúm 8%. Hefur þá verið gert ráð fyrir að heildar- kostnaður verksmiðjunnar verði tæplega 100 millj. dala og að vegið meðalverð á kísilmálmi sé nú um 1.300 dalir á tonn. Óviðunandi arðsemi Arðsemin nú telst ekki viðunandi, enda er hún allvemlega lægri en þegar hún var metin á árinu 1985, en þeir útreikningar vom lagðir til gmndvallar er viðræður við RTZ hófust í byijun þessa árs. Miðað hefur verið við að arðsemi eftir sköttun væri minnst 10% til þess að ráðlegt væri talið að ráðast í bygg- ingu verksmiðjunnar. Meginorsakir þessarar breyttu niðurstöðu á mati á hagkvæmni verksmiðjunnar má rekja til þriggja þátta. í fyrsta lagi gengisfalls bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum í Evrópu og þar af leiðandi hækkunar á aðföngnm til byggingar og reksturs. í öðm lagi hækkunar á innlendum bygg- ingarkostnaði, mældum í banda- ríkjadölum. Síðasta atriðið, en ekki það veigaminnsta er að verð á kísil- málmi hefur haldist óbreytt og jafnvel lækkað í bandaríkjadölum. Samanlagt gera þessir þrír þættir það að verkum að áætluð rekstraraf- koma verksmiðjunnar hefur versnað um allt að 30 millj. bandaríkjadala á þeim tíma sem samningaviðræður hafa staðið yfír við Rio Tinto Zink Metals. Af ofansögðu er ljóst að arðsemi er ófullnægjandi miðað við núver- andi aðstæður. Þrátt fyrir þetta em báðir samningsaðilar sammála um að vinna áfram að verkefninu og leita leiða til þess að lækka stofn- kostnað verksmiðjunnar og kanna frekar aðrar leiðir til að auka arð- semi fjárfestingarinnar. I skýrslu iðnaðarráðherra um stöðu samninga við RTZ Metals til Alþingis er gefin var út í febrúar, segir að ekki sé loku fyrir það skotið að verð á kísil- málmi hækki á næstu mánuðum þannig að afkomuhorfur verksmiðj- unnar batni. Ekki em allir svo bjartsýnir. „Fyrirtækjaleikur“ stjórnmálamanna ? Hvað sem segja má um stöðu samningaviðræðna em margir efins um hlutverk ríkisvaldins í stóriðju- rekstri. Þessir menn segja að bygging stórfyrirtækja sé nokkuð sem ríkið eigi að halda sig fjarri, enda séu stjómmálamenn þess á engan hátt hæfari en aðrir til að taka ákvarðanir um slík mál. Þeir standi í áhættusömum „fyrirtæiqa- leik“ á kostnað almennings. - Aukinheldur fari þeir óravegu út fyrir hlutverk sitt með þátttöku í samningaviðræðum af þessu tagi, því hlutverk þeirra sé að setja al- menn lög en ekki standa í verk- smiðjurekstri. Sjónarmið þetta á rétt á sér, ekki síst vegna þess að reynsla íslendinga af ríkisreknum fyrirtækj- um er alls ekki jafngóð og efni hafa staðið til. Nægir þar að benda á rekstur Jámblendiverksmiðjunnar og Steinullarverksmiðjunnar. Vart hefur vakað fyrir stjómmálamönn- um að reisa verksmiðjur er yrðu baggi á þjóðarbúinu er ákvarðanir um byggingu þeirra voru teknar þótt svo óhönduglega tækist til. Margir hafa orðið til að gagnrýna undirbúning að byggingu kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfírði, jafnt innan þings sem utan, svo sem sjá má af tilvitnunum að ofan. Við blasir að staðarval verksmiðjunnar var ekki byggt á hagkvæmnissjónarmiðum, heldur var þar um pólitíska ákvörðun Hjörleifs Guttormssonar að ræða. Þá fínnast mörgum þau ummæli Hjörleifs er vitnað var í að ofan um að verksmiðjan myndi skila meiri þjóðhagslegri arðsemi en beinni arð- semi, dularfull í hæsta máta. Einnig var það gagnrýnt að ekki skyldi kannað hvort hagkvæmara væri að stækka verksmiðjuna á Grundartanga en byggja verksmiðju frá grunni á Reyðarfirði. Sú gagn- rýni fellur þó um sjálfa sig, þar eð Elkem, hinn erlendi eignaraðili verk- smiðjunnar, var ekki reiðubúinn að taka þátt í slíkum framkvæmdum. Hvað sem þessu líður eru flestir sammála um að ef frumvarp til laga um Kísilmálmverksmiðju hefði verið samþykkt óbreytt árið 1982 hefði verksmiðjan verið rekin með stórtapi. Bygging hennar hefði því orðið áfall fyrir þjóðarbúið og minn- isvarði um óæskileg afskipti stjórn- málamanna að stóriðjumálum. Bjart framundan ? Enn eru margir svartsýnir á að rekstur kísilmálmverksmiðju hér- lendis geti borið sig, þótt viðræðu- nefndir iðnaðarráðherra og RTZ Metals ráðgeri að endurskoða stöðu mála í árslok. I breska blaðinu Met- al Bulletin s.l. haust (9. september 1986) birtist grein þar sem fjallað var um sölu- og markaðsmál fyrir kísilmálm. Greinin gefur ekki mikið tilefni til bjartsýni, en hún er byggð á erindi tveggja Norðmanna, Ames- en og Myhre frá Elkem. í spá fyrir næstu fimm ár er gert ráð fyrir að heildarframleiðsla verði 90% af há- marki. Á árinu 1985 var framboðið í hinum vestræna heimi um 622 þús. tonn en eftirspumin að með- töldum útflutningi til austantjalds- landanna var 480 þús. tonn. Því er spáð að á árinu 1991 hafi framboð- ið aukist upp í 812 þús. tonn, en eftirspumin aukist aðeins í 570 þús. tonn. Ef spáin reynist rétt mun þessi munur á framboði og eftirspum koma fram sem verðlækkun á kísil- málmi og dregur það að sjálfsögðu úr hagnaðarmöguleikum verksmiðju á Reyðarfirði, hvað svo sem segja má um framtíð orkufreks iðnaðar af öðru tagi hérlendis. Á næstu áratugum stefnir í raf- orkuskort í heiminum. Ef til vill vænkast þá hagur þeirra er bundið hafa vonir við stóriðju á íslandi. Línurit er sýnir annars vegar spár Chase Econometrics firá 1982 um verðþróun á kísilmálmi 1982-1995 og hins vegar raunverulegt verð á tímabilinu 1982 -1985. ( Heimildir:Skýrsla stjórnar KÍsilmálmvinnsl- unnar h.f. er út kom í janúar 1983 og Skýrsla iðnaðarráðherra til Alþingis um stöðu samninga við RTZ _ Metals um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfírði, frá febrúar 1987.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.