Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.07.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987 Minning: Þórður Jónsson, á Hvallátrum Fæddur 19. júní 1910 Dáinn 12. julí 1987 Ég hef aldrei í nokkri nauð, nauðstaddur beðið, utan Guð. Guð hefur sjálfur gegnt mér þá. Guð veri mér nú líka hjá. (Hallgr. Pét.) Harðri og erfiðri baráttu er lok- ið. Stundum kemur dauðinn eins og líknargjafi og svo var í þetta sinn. Mætur maður er genginn, góður fulltrúi eldri kynslóðarinnar. Sannur íslendingur. Hjá okkur sem eftir stöndum, hrannast minningarnar upp. Hann var „þéttur á velli og þéttur í lund, þrautgóður á raunastund". Með Þórði Jónssyni er genginn merkur maður, mikill persónuleiki með fjölhæfar gáfur til orðs og æðis. Hann var jafn hagur, hvort sem hann settist við skrifborð sitt og reit grein eða fréttabréf fyrir dagblað, skráði gamlan fróðleik, eða gekk til smiðju sinnar og smíðaði einhvern hlut. Hús byggði hann af miklum hagleik og báta smíðaði hann ef með þurfti fyrr á árum. Hann var dverghagur. En þrátt fyrir alla sína meðfæddu góðu hæfileika var hann ekki maður þétt- býlisins. Lífið haslaði honum völl á vestasta skaga þessa lands. Á Hvallátrum í Rauðasandshreppi ól hann allan sinn aldur. Við sjálft Látrabjarg. Þórður Jónsson var fæddur á Hvallátrum í Rauðasandshreppi í V-Barðastrandarsýslu, 19. júní árið 1910. Foreldrar hans voru Gíslina Gestsdóttir og maður hennar Jón Magnússon, búendur á Látrum. Systkinin voru fjögur, Jóna, Þórð- ur, Gestur og Herdís. Þau eru nú öll dáin. Hann ólst upp við land- búnað, sjósókn og bjargsig, eins og þetta umhverfi krafðist, ef afkoman átti að blessast, en Vestfirðingar þekkja það enn í dag, að það þarf að hafa nokkuð fyrir lífsbjörginni, þótt á annan hátt sé nú, en fyrr á árum. Látramenn voru engir veifiskat- ar. Þarna dugðu engin vettlingatök, ef lifa átti af. Nábýlið við ólgandi úthafið og Látraröst á aðra hönd en sjálft Bjargið á hina, gerði hand- tök þeirra föst og fumlaus, skapið þjálfað af viðureign kletta og brims. Eitt óþægilegt spor eða óhugsað handtak skildi á tnilli lífs og dauða í þessu umhverfi. Þetta voru að- stæðurnar sem mótuðu hugarfar og viðmót þessara manna og lífssýn þeirra. Öruggir, gætnir, ákveðnir. Upp úr þessum jarðvegi var Þórður sprottinn. Þarna stóðu rætur hans djúpt. Þannig var hann. Árið 1933, á Þorláksmessu, kvæntist Þórður unnustu sinni Sigríði Ólafsdóttur Thoroddsen, þá heimasætu í föðurhúsum i Vatnsdal í sama hreppi. Þótt okkur sem und- ir þetta ritum sé málið skylt, verður að segjast, að þar fór öndvegiskona að allri gerð. Þau hófu búskap sinn fyrst í Vatnsdal og þar fæddust þeim tveir synir, Haukur, f.. 1934 og Hrafnkell, f. 1935. Árið 1937 fluttust þau hjón að Hvallátrum, þar sem Þórður tók við föðurleifð sinni. Þar stóð heimili þeirra upp frá því. Á Látrum fæddust þeim tvær dætur, Ragna f. 1938. Hún dó 1939, tæplega ársgömul, mikið efnisbarn og harmdauði foreldrum sínum. 1941 fæddist svo Ragna Gestný. Öll eru börnin mannkosta- fólk og nýtir þjóðfélagsþegnar. Þau hafa öll eignast sín eigin heimili í Reykjavík. Svo er samheldnin mikil í fjölskyldunni, að systkinin búa Öll i sama húsi að Dalalandi 16, Hauk- ur er kvæntur Sigrúnu Huld Jónsdóttur, Hrafnkell er kvæntur Helgu Stefánsdóttur og Ragna er gift Kristjáni Þorkelssyni. Heimili Þórðar og Sigríðar varð snemma mannmargt. Þar var ekk- ert kynslóðabil. Þar bjuggu undir einu þaki foreldrar Þórðar og systk- ini hans Gestur og Herdís og svo fjölskylda ungu hjónanna. Þórður valdist fljótt til forystu í ýmsum málum sveitar sinnar sem of langt yrði hér upp að telja, en hrepp- stjóri var hann í áratug og formaður slysavarnarfélagsins í hreppnum ásamt mörgu fleira sem hann var kallaður til. Þá gegndi hannveður- þjónustu fyrir Veðurstofu íslands um áraraðir. Mikið var leitað til hans um ýmiss málefni, svo sem skattaskýrslugerð o.fl. Hann var hjálpsamur maður og greiðvikinn og því oft gestkvæmt á heimilinu. Ferðamönnum leiðbeindi hann ef með þurfti, enda mjög umhverfis- fróður maður, en á. seinni árum hafa ferðir út á Látrabjarg aukist verulega með bættri vegagerð. Þórður var fróður maður og vel lesinn, enda skrifaði hann mikið. Hann var m.a. fréttaritari Morgun- blaðsins í áratugi. Þau hjónin voru gestrisin vel og gott að sækja þau heim. Hjónaband þeirra var far- sælt. Sigríður andaðist 1981 og var það Þórði mikið áfall, sem hann ef til vill komst aldrei yfir. Þórður varð þjóðkunnur maður eftir þátttöku í hinu frækilega björgunarafreki við Látrabjarg, þar sem enski togarinn Dhon, strandaði 12. des. 1947. Þar var 12 mönnum bjargað úr skipinu sem lá langt frá landi í miklu hafróti, við hinar hrikalegustu aðstæður er hugsast + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTAJÓNSDÓTTIR, lést 16. þessa mánaðar. Anna S. Lúðvíksdóttir, Ingibjörg Lúðvíksdóttir, Þorvaldur Lúðvíksson, Ólaf ur Tryggvason, Gunnar Ólaf s, Ásdi's Ólafsdóttir og barnabörn. t Sambýliskona mín, HELGA GUÐLEIFSDÓTTIR, frá Langstöðum f Flóa, Hverfisgötu 48, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 20. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aöstandenda, Jón Sveinsson. getur. Björgunin tók á þriðja sólar- hring. Að henni vann um 30 manna hópur úr sveitinni og frá Patreks- firði. Flestir þessara manna störf- uðu nálega í 56 klst. ósofhir, þar á meðal Þórður. Ári seinna, eða 3. des 1948 strandaði annar enskur togari, Sargon, undir Hafnarmúla í Rauða- sandshreppi. Sama björgunarsveit undir stjórn Þórðar kom aftur á vettvang. Björgunin tókst giftu- samlega á þeim mönnum sem lifandi voru í skipinu. Aftur komst Þórður á allra varir. Hann var orð- inn þjóðhetja og dáður og blessaður af öllum, ásamt björgunarsveitinni. Mönnunum sem að þessum björg- unum störfuðu var síðar sýndur margvíslegur sómi, bæði af Bretum og hér heima. Einnig konum þeirra sem tóku við hinum hröktu skip- brotsmönnum og „önduðu í þá lífí", er komið var með þá til byggða og hlúðu að þeim varfærnum höndum. Þær áttu stóran hlut að máli, en var minna getið, eins og oftast er um verk kvenna. Eftir að Þórður missti konu sína, fór fljótlega að halla undan fæti hjá honum. Búskap hélt hann þó áfram um sinn en nú fóru veikindin að gera vart við sig. Fyrir þremur árum var ljóst að hann hafði tekið banvænan sjúkdóm, þann sem flesta í þjóðfélagi okkar leggur að velli um þessar mundir. Glíman varð löng og tvísýn oft og sjúkra- húsvistin var ei lengur umflúin. Milli stríða, dvaldist hann á heimili eldri sonar síns, Hauks og konu hans, Sigrúnar. Síðastliðið vor auðnaðist honum þó að komast vestur að Látrum, með aðstoð RSgnu dóttur sinnar. Hann dvaldist þar ásamt henni í tvær vikur á sínu gamla heimili. Hann borðaði þar egg úr Bjarginu og hafði á orði að „þetta hefði hann þá átt eftir". Það var honum mikils virði að geta kvatt allt og alla í fullri reisn á Látrum. En þarna þurru kraftar hans. Við tók sjúkrahúsvist í Reykjavík. Síðustu vikurnar voru erfiðar. En Þórður var karlmenni að eðlisfari og kvartaði aldrei. Engum var ljós- ara en honum, hvert stefhdi. Hann var búinn að sætta sig við það sem koma skyldi. í dag verður hann lagður til hinstu hvfldar í kirkjugarðmum i Breiðavík, við hlið konu sinnar og litlu dóttur og jarðsunginn frá sinni gömlu sóknarkirkju, Breiðavíkur- kirkju. í Þessum garði hvíla einnig foreldarar hans. -Með hlýrri þökk og samúðar- kveðjum til barna hans, tengda- barna og barnabarna, kveðjum við þórð Jónsson, mág okkar og svila, eftir 53ja ára fjölskyldutengsl. Ein er huggun ei fær grandað ólgusjór, né fær á skeri dauðans mann í dimmu strandað. Drottinn sjálfur stýrir kneri. (Gr.Thoms.) Magdal. Thoroddsen, tengdasystinin frá Vatnsdal og makar þeirra. Kveðja frá Slysavarnafélagi fslands í dag er borinn til grafar í Breiðuvík Þórður Jónsson, bóndi og fyrrum hreppstjóri á Hvallátrum í Rauðasandshreppi, en hann lést 12. júlí sl., liðlega 77 ára að aldri. Hafði hann átt við veikindi að stríða og þurfti að mestu að dveljast í Reykjavík síðustu misserin, þótt hugur hans leitaði mjög vestur á heimaslóðir. Hann fékk þó tækifæri fyrr í sumar til að fara þangað til stuttrar dvalar og leit hann þá heimabyggð sína augum hinsta sinn. Með Þórði á Látrum er horfinn af sjónarsviðinu merkur og svip- mikill persónuleiki, sem ekki mun gleymast þeim, er honum kynntust og reyndar barst orðstír hans víða. Innan Slysavarnafélags íslands er hans minnst sem góðs og trausts félaga, sem bar hag og málefni félagsins mjög fyrir brjósti, enda var hann þar virkur liðsmaður um langa hríð. Fyrir okkur var hann ímynd hins sanna björgunarmanns. Fas hans allt mótaðist af ðryggi, æðruleysi og karimennsku og eng- um duldist, að þar fór maður einarður og áræðinn. Þórður Jónsson var lengi formað- ur slysavarnadeildarinnar Bræðra- bandsins í Rauðasandshreppi og björgunarsveitar hennar. Sú björg- unarsveit varð viðfræg fyrir tæpum 40 árum, er hún, undir forystu Þórðar, stóð að hinni frækiíegu björgun áhafhar breska togarans Dhoon, sem strandaði undir Látra- bjargi í óveðri 12. desember 1947. Þar var unnið ótrúlegt afrek, sem lengi mun minnst verða, og þar áttu hlut að fbúar afskekkts byggð- arlags á harðbýlli strönd. Má hiklaust fullyrða, að reynsla þeirra og þekking á aðstæðum hafi reynst hér drýgst og tryggt hin farsælu málalok. Er því óhætt að taka und- ir með hinum merka rithöfundi, Guðmundi G. Hagalín, sem eitt sinn sagði í grein um Þórð Jónsson, „að það afrek hefði engum verið fært að vinna, ef íþrótt hinnar daglegu lífsbaráttu hefði ekki þjálfað liðið — + Faöir okkar, SIGURBJÖRN INGVARSSON frá Þóroddsstöðum í Grímsnesi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju i Reykjavík mánudaginn 20. júlí. Athöfnin hefst kl. 13.30. Katrín, Ellert Birgir og Ingvar. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS GUÐMUNDSSONAR, frá Vésteinsholti. Elínborg Guðjcnsdóttir, Guðmundur Jónsson, Magnea Erna Auðunsdóttir, Sigurlaug J. Jónsdóttlr, Ólafur Guðmundsson, Kristín Jónsdóttir, Haukur Björnsson, Krístbjörg Jónsdóttir, Hreiðar Hansson, Vésteinn Jónsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Jón Friðrik Jónsson, Jenný Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. mætti ef til vill segja ættirnar — frá barnæsku". Uppbygging björg- unarsveita SVFÍ um allt land er einmitt við þetta miðuð, þ.e. að tryggð sé þekking á aðstæðum og staðháttum annars vegar og kunn- átta til að fara með tæki og búnað hins vegar. Þetta hefur reynst far- sæl og giftudrjúg stefna, þegar á reynir við erfíð skilyrði. A þetta lagði Þórður Jónsson mikla áherslu þegar rætt var um björgunarmál. Hið frækilega björgunarafrek þótti miklum tíðindum sæta, ekki einungis hér á landi, heldur og víða um lönd. Þórður og félagar hans voru sæmdir ýmsum heiðursmerkj- um og orðum, bæði innlendum og erlendum. Hafist var handa um að kvikmynda afrekið ári síðar og var það hinn merki kvikmyndatöku- maður, Óskar Gíslason, sem tók það að sér og naut hann þar ekki síst fulltingis Þórðar, þegar vestur var komið. Á meðan á kvikmyndatökum stóð vildi svo furðulega til, að ann- ar breskur togari, Sargon, strandaði • undir Hafnarmúla við Orlygshöfn og þangað var björgunarsveit Bræðrabandsins kölluð undir stjórn Þórðar. Gat Óskar tekið kvikmynd af björgun skipbrotsmanna, sem fór fram við hinar erfiðustu aðstæður. Gaf þetta ótvírætt aukið gildi, enda hafði hún á sér meiri raunveru- leikablæ en ella hefði orðið. Þáttur Þórðar í myndinni var óhjákvæmi- lega stór og vakti hann athygli fyrir örugga, en látlausa framkomu, sem var bonum eðlileg. Myndin var sýnd víða og hiaut mikið lof. Systurfélög SVFÍ í mörgum Iðndum fengu hana til sýningar og töldu feng að til að vinna málefni sínu stuðning. Sér- staklega sýndi vestur-þýska sjó- björgunarfélagið myndinni mikinn áhuga og lét gera sérstaka útgáfu hennar, sem sýnd var víða í þýsku- mælandi löndum. Urðu Þórður og félagar hans þar vel þekktir og þeir eru allmargir ferðalangarnir, sem fyrst kynntust Islandi við að sjá Látrabjargsmyndina og áttu þá ósk heitasta, er þeir komu hingað til lands, að komst út á Látrabjarg og hitta björgunarmennina, ekki síst foringjann, Þórð. Hafði Þórður ánægju af þessum heimsóknum þótt þær hljóti að sjálfsögðu stund- um að hafa tafið hann frá bústörf- um, en víst er að hann og eiginkona hans, Sigríður Ólafsdóttir Thor- oddsen, er lést 1981, tóku á móti mörgum gestinum og sýndu jafnan mikla rausn og gestrisni. Svo sem fyrr segir var Þórður Jónsson um árabil forystumaður í slysavarnadeildinni Bærðrabandinu og einnig tók hann mikinn þátt í félagsstarfi á vettvangi heildarsam- takanna, SVFÍ. Þannig var hann lengi í stjórn félagsins sem fulltrúi Vestfirðinga, eða á árabilinu 1952—1976, og hann sat mörg landsþing félagsins. Lagði hann margt gott til mála á þessum vett- vangi enda var hann vel að sér um mörg mál og lét sig margt varða. Ekki síst var hann áhugasamur um öryggismál sjómanna enda hafði hann lengi stundað sjómennsku á yngri árum. Hann hugsaði og mikið um öryggismál smábáta og bar oft fram tillögur, er miðuðu að auknu öryggi þeirra. Hér á og geta þess, að á árinu 1956 tók Þórður sér ferð á hendur til Svíþjóðar ásamt tveimur öðrum til að sækja björgunarbát þann, er Gísli J. Johnsen, stórkaupmaður, gaf SVFÍ og ber nafn hans. Sigldu þeir félagar bátnum heim og varð það þeim eftirminnileg ferð, m.a. sökum þess að þeir hrepptu hið versta veður á hafinu milli Noregs og Færeyja. Fyrir nokkrum árum ritaði Þóður skemmtilega frásögn af þessari siglingu, byggða á dag- bókum hans, en Þórður var ritfær vel. FVásögn þessi liggur fyrir í handriti og verður vonandi prentuð. Á kveðjustundu eru fluttar þakk- ir og kveðjur slysavarnafólks um allt land, sem dáði og virti Þórð á Látrum. Minning hans lifír og er félögum hans hvatning til áfram- haldandi starfs í þeim anda dreng- lyndis og kjarks, sem einkenndi hann. Við vottum börnum hans og aðstandendum öllum innilega sam- úð og biðjum þeim blessunar. Haraldur Henrysson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.