Morgunblaðið - 08.08.1987, Side 2

Morgunblaðið - 08.08.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 Borgarbókasafnið: Útlán hafa dregistsam- an um 12% ÚTLÁN á bókum frá Borgar- bókasafni Reykjavíkur hafa dregist saman um 12% á fyrra helmingi þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra. Útlánum hefur fækkað um rúm 14% frá 1981. Alls voru 384.555 bækur lánaðar út fyrstu 6 mánuði þessa árs, en 435.824 fyrstu 6 mánuði 1986. Ef litið er á tölur sfðustu ára sést að útlán hafa dregist saman hvert ár síðan 1981, ef undan er skilið árið í fyrra. Heildarútlán Borgarbóka- safnsins voru 966.628 árið 1981, en 827.502 árið 1986, sem er rúm- lega 14% samdráttur. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á Borgarbókasafninu er hinni miklu aukningu á mynd- bandaleigum síðustu ár að ein- hverju leyti að kenna um þessa fækkun á útlánum, en einnig bæri að benda á að fjárveiting til safns- ins hefði dregist hlutfallslega saman hin síðustu ár, og því væru færri nýjar bækur keyptar en áður. TF-SIF leit- aði að manni Maðurinn fannst heill á húf i ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF-SIF var kölluð út um klukk- an hálf sjö í gærkvöld. Lögreglan á Selfossi leitaði eftir aðstoð þyrlunnar til þess að leita að vistmanni á Sólheimum í Grímsnesi sem farið hafði að heim- an fyrr um daginn. Áhöfn þyrlunn- ar fann manninn skömmu síðar við Hestfjall. Hann var heill á húfí en þreyttur. ____ jNiMLEisrr V estmannaeyjar: Morgunblaðið/Sigurgeir Vel aflaðist íjúlímánuði V estmannaeyj um. MIKILL fiskur kom á land í Vestmannaeyjum í síðasta mánuði og yfirdrifin vinna var því í öllum fiskvinnslustöðvum. Helst að vöntun væri á starfsfólki enda sumarleyfi í hámarki. Alls bárust á land í mánuðinum 5.103,2 lestir sem þykir í betra lagi miðað við árstíma. Af þessum afla fóru 2.960 lestir til vinnslu í landi en 2.143 lestir voru fluttar út í gámum. Gámaútflutningurinn nemur því haldið uppi atvinnunni í frystihús- tæplega 42% af heildaraflanum. Það er þó nokkuð ljóst að miðað við allan þann afla sem á land barst og þá manneklu sem hijáir frystihúsamenn, hefði hér trúlega skapast vandræðaástand ef gám- amir væru ekki til staðar. Það eru fyrst og fremst togar- amir og humarbátamir sem hafa unum í sumar. í júlímánuði lönduðu 6 togarar samtals 1.957 lestum og af því fóru 1.829 lestir til vinnslu í landi eða 93% aflans. Breki, Klakkur, Sindri og Gideon lönduðu öllum sínum afla heima en Bergey lét tæp 44% síns afla í gáma og Halkion tæp 14%. Bátamir, sem flestir voru á botnvörpuveiðum, færðu á land í júlí samtals 3.059 lestir og þar af fóm 1.092 lestir til vinnslu í landi en 1.967 lestir vom fluttar utan í gámum, eða rösklega 64% af báta- aflanum. Svipaða sögu er að segja af bátum undir 10 rúmlestum. Þeir öfluðu 88 lestir í mánuðinum og af því fóm rúm 55% í gáma, eða 48 lestir. Humarvertíðin varð hálf enda- slepp og ekki munu allir bátamir hafa náð öllum kvóta sínum. Ver- tíðin fór vel af stað en síðan dró smám saman úr veiði. í júlí komu til vinnslu 9,8 lestir af slitnum humri og þar af var Draumnir með rúmar 3 lestir. Morgunblaðið/Sigurgeir Búast má við að eitthvað dragi úr gámaútflutningnum á næstunni vegna þess ófremdarástands sem skapast hefur á markaðinum í Þýskalandi. Margir hugðu gott til þess að senda þangað karfa og ufsa á haustmánuðum þegar sax- ast hefur á þorskkvótann hjá bátum og togurum. Þá stefnir í það að fiskverkendum muni fjölga hér vemlega með haustinu. Nokkr- ir aðilar em að setja á stofn fyrirtæki og ætla sér að kaupa og verka fisk í smáum stíl. Þessir aðilar þurfa vafalítið að keppa að einhverju marki við gámaútflutn- inginn til að afla hráefnis til vinnslunnar. -hkj. Aflinn ísaður í ker. Stefnir VE siglir drekkhlaðinn inn í Friðarhöfn. Sikorsky-verksmiój urn- ar reyna að þvæla málið segir Paul S. Johnson lögmaður Landhelgisgæslunnar „ÉG HELD að Sikorsky hafi verulegar áhyggjur af stöðu sinni í þessu máli,“ sagði Paul S. Johnson lögmaður Landhelgis- gæslunnar í máli ríkisins gegn Sikorsky-verksmiðjunum, en lög- menn Sikorsky hafa óskað eftir að Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra og Jón Helgason iandbúnaðarráðherra verði kall- aðir fyrir sem vitni við réttarhöld í máli íslenska rikisins gegn verksmiðjunum vegna slyssins i Jökulfjörðum árið 1983. „Ég er sannfærður um að ósk lögfræðinga Sikorsky um að Þor- steinn Pálsson og Jón Helgason beri vitni við réttarhöldin í Connecticut er tilraun af þeirra hálfu til að þvæla málið innan ríkis- stjómarinnar með þeim afleiðingum að það verði látið niður falla. Þeir hafa því augljóslega vemlegar áhyggjur af stöðu sinni," sagði Paul. Hann sagði að lögfræðingam- ir hefðu dvalið á íslandi í um vikutíma í september síðastliðnum og þá kallað til vitnis ýmsa þá er vom viðriðnir málið en ósk um að ræða við ráðherrana hefði aldrei verið borin upp. Amfetamínmálið í Kaupmannahöfn og Málmey: Flein Mendingar hand- teknir í næstu viku Höfuðpaurarnir hollenskir Eiturlyfjadeild dönsku lögreglunnar í Kaupmannahöfn býst við þvi að handtaka einn eða tvo íslendinga til viðbótar í byrjun næstu viku vegna smygls á 1,3 kg af amfetamíni til Danmerkur og Svíþjóð- ar í júlí. Lögreglan telur málið að mestu upplýst, en þegar hafa fimm íslendingar og einn Hollendingur verið handteknir vegna þessa smygls, beggja vegna Eyrarsunds. Þessar upplýsingar fengust hjá Kjeld Orla Jensen, lögreglufulltrúa hjá eituriyfjadeild lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Hann sagði enn fremur að íslendingamir væm ekki höfuðpauramir í þessu máli heldur hefðu þeir verið fengnir til þess að smygla efninu og selja það í Dan- mörku og Sviþjóð af aðilum í Hollandi. Þeir em taldir hafa smygl- að efninu frá Hollandi til Flens- borgar í Þýskalandi og þaðan yfír til Jótlands. Ekki hefði verið ætlun- in að smygia efninu áfram til íslands. Verðmæti amfetamínsins þegar það hefur verið blandað fyrir notk- un er um 1,2 milljónir danskra króna, sem samsvarar um 7 milljón- um íslenskra króna. Þá er miðað við það að efnið sé selt í 20 til 30 gramma einingum og að 200 til 300 danskar krónur fáist fyrir grammið. Verð á grammi af amfetamíni er hins vegar um 500 danskar krónur. Fjórir fslendingar hafa verið handteknir í Svíþjóð vegna smygls- ins og einn í Danmörku. Danska lögreglan hefur óskað eftir fram- sali tveggja þeirra og er annar þeirra þegar í haldi hjá dönsku lög- reglunni. Að sögn Jensen verður hinn íslendingurinn afhentur dönsku lögreglunni á mánudaginn. Jensen sagði aðspurður, í sam- tali við Morgunblíiðið, að þetta væri í fyrsta skipti, sem íslendingar tengdust máli í Danmörku, þar sem um væri að ræða smygl á miklu magni af eiturlyfjum. I þeim stóru málum, sem hann hefði unnið við að upplýsa síðastliðin 10 ár, hefði aldrei komið íslendingur við sögu. Á síðasta ári hefðu átta íslendingar verið ákærðir vegna eiturlyfja og níu árið 1985. í öllum tilvikum hefði verið um smávægileg mál að ræða. Fyrstu átta mánuði þessa árs hefur eiturlyfjadeild dönsku lög- reglunnar í Kaupmannahöfn lagt hald á 12,2 kg af amfetamíni. Jen- sen sagði að vinsældir þessa efnis væru sífellt að aukast og það væri núna að verða að stöðugt meira vandamáli, sérstaklega meðal fólks á aldrinum 18 til 25 ára. Lögreglan hefði áhyggjur af því að refsing vegna smygls og sölu á amfetamíni í Danmörku væru of vægar þó efn- ið væri í raun og veru jafn hættulegt og kókaín og heróín. Hann sagði líklega refsingu íslendinganna, væru þeir fundnir sekir um smygl- ið, eins til tveggja ára fangelsi. Til samanburðar hefði refsing í Svíþjóð orðið §ögur ár. Þess má geta að íslendingurinn 53 ára hefur haldið því fram við yfírheyrslur, að hann hafí aðeins átt að geyma efnið fyr- ir hina. í fyrstu var talið, að um meira magn amfetamíns væri að ræða og að Islendingamir tveir, sem krafíst hefur verið framsals yfír, hafí flutt 2 kg yfír til Svíþjóðar. Jensen kvaðst vera fallinn frá þessari skoð- un, en sænska lögreglan mun ekki vera eins viss í sinni sök. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var fylgst með tvímenningunum eftir að þeir komu til Svíþjóðar, þannig að ólíklegt væri að þeir hefðu getað losað sig við slíkt magn í Svíþjóð. „Nú fer að líða að réttarhöldun- um sem sennilega verða haldin í haust og verður vitnisburður sér- fræðinga okkar tekinn fyrir síðar í þessum mánuði," sagði Paul. „Fýrir nokkrum dögum barst okkur listi með nöfnum þeirra manna sem lög- fræðingar Sikorsky óska eftir að beri vitni og á okkar lista eru nöfn þeirra bandarísku sérfræðinga sem við óskum eftir að komi fyrir rétt- inn. Þannig er gangur mála þegar réttarhöld sem þessi eru undirbúin. Það sem er óvanalegt er að okkur bárust einnig tilkynningar um að óskað væri eftir vitnisburði Þor- steins Pálssonar og Jóns Helgason- ar. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir að hér er um forsætisráðherra en ekki fjármálaráðherra að ræða eins og segir í tilkynningunni." í tilkynningu Sikorsky er gefíð í skyn að ráðherrunum hafí verið til- kynnt um að kalla ætti þá til vitnis en Paul sagði að við eftirgrennslan hefði það ekki reynst rétt. Hann sagði að dómara í málinu hafí þeg- ar verið kynnt tilmæli Sikorsky og þess farið á leit að þeim yrði hafn- að enda vissu ráðherramir næsta lítið um tæknileg atriði málsins sem að gagni kæmu við réttarhöldin. „Við erum vel búnir undir réttar- höídin en það sama verður víst ekki sagt um lögfræðinga Sikorsky sem lítið hafa aðhafst til undirbúnings," sagði Paul. „Ég held að þeir hafi alltaf staðið í þeirri trú að ekkert yrði úr málaferlunum. Hvaðan svo sem sú hugmynd er kornin."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.