Morgunblaðið - 08.08.1987, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987
13
I ÞIIMGHLEI
Þingsályktun:
Könnun á valdi í ís-
lenska þjóðfélaginu
Þekking forsenda úrbóta
„ Alþingi ályktar að fela ríkis-
sfjórninni að láta fara fram
könnun á valdi í islenzku þjóð-
félagi. Könnunin skal fólgin í
þvi að rannsaka og greina
hvernig háttað er völdum og
valdahlutföllum stofnana og
samtaka, bæði opinberra og
óopinberra. Könnun þessari
verði hraðað og niðurstöðurnar
kynntar Alþingi“.
Þannig hljóðar þingsályktun
sem Alþingi samþykkti 18.
marz 1987
I
Flutningsmenn þeirrar tillögu
til þingsályktunar, sem að framan
greinir, og Alþingi samþykkti lítið
breytta, vóru Haraldur Ólafsson
og fimm aðrir þingmenn Fram-
sóknarflokksins.
í greinargerð með tillögunni
sagði m.a.:
„Á undanfömum árum hafa
orðið allmiklar umræður um
hvemig háttað er beitingu valds
hér á landi. Þær umræður hafa
einkum snúist um hvemig vald-
dreifíngu er varið, það er hvemig
tengsl hins opinbera, ríkis og ein-
stakra sveitarfélaga, byggðarlaga
og landshluta em. Einnig hefur
talsvert verið rætt um innbyróis
afstöðu valdastofnana ríkisins og
hvort æskilegt sé að breyta stjóm-
kerfi að einhverju leyti til þess
að breyta valdahlutföllum í
landinu. Enda þótt þessar umræð-
ur hafí oft á tíðum verið hinar
fróðlegustu hefur nokkuð á skort
að þær hafi verið markvissar og
stundum hafa hugtök verið lítt
skýrð eða ekki. Sjálft hugtakið
vald er margþætt og engin ein
skilgreining fiillnægjandi til að
lýsa eðli þess og áhrifum eða birt-
ingarformum þess“.
II
Vald liggur víða í þjóðfélaginu.
Það er ekki einskorðað við hið
opinbera: ríki (löggjafar-, fram-
kvæmda- og dómsvald) og sveit-
arfélög.
í vestrænum ríkjum fara ýmis
hagsmunasamtök með mikil völd,
ekki sízt samtök starfsgreina og
starfsstétta. Hér á landi hafa
heildarsamtök aðila vinnumarkað-
arins þá stöðu sem telja verður
ígildi mikilla valda á vettvangi
atvinnu- og efnahagsmála, eins
og fjölmörg dæmi sanna.
Þetta vald hefur oftlega áhrif
á framvindu þjóðmála. Eitt kunn-
asta dæmið þar um er þegar
Hermann Jónasson, þáverandi
forsætisráðherra og formaður
Framsóknarflokksins, baðst
lausnar fýrir ráðuneyti sitt (vinstri
stjóm 1956-1958) vegna afstöðu
ASÍ til ráðgerðra verðbólguvama
á þeim tíma. Annað dæmi og já-
kvæðara er þjóðarsáttin í febrúar
1986.
Þó vitnað sé til lausnarbeiðnar
vinstri stjómar 1958 er ekki þar
með sagt að forystumenn ASÍ
hafi beinlínis beitt valdi sínu eða
áhrifum á þeirri tíð til þess að ná
fram því er við tók í íslenzkum
stjómmálum. Atburðarásin leiddi
hinsvegar beint og óbeint til far-
sældar. Við tók minnihlutastjóm
Alþýðuflokks, sem var undanfari
viðreisnarstjómar, er ríkjum réð
í 11 ár. Hún reyndist farsælasta
og langlífasta ríkisstjóm lýðveld-
isins.
ra
í greinargerð með tillögunni sagði
ennfremur:
„Tilgangur þeirrar könnunar,
sem hér er lagt til að gerð verði,
er sá að safna aukinni þekkingu
á þjóðfélagi okkar. AUmikið skort-
ir á að ýmsir þættir þess séu
nægilega vel greindir. Könnun á
margslungnu valdakerfi er ein-
mitt til þess fallin að auka skilning
á þjóðfélaginu og gerð þess. Á
slíkum skilningi byggist öll um-
ræða um hvemig gera megi
umbætur og endurbætur á því.
Þá er ekki fýrst og fremst átt við
að hægt sé að búa til eitthvert
vísindalegt þjóðfélag heldur miklu
fremur hitt að góð þekking á þjóð-
STEFÁN
FRIÐBJARNARSON
Samtök starfsgreina og starfsstétta fara með ígildi mikilla valda
í samfélaginu.
félagsgerð sé forsenda þess að
geta sniðið vankanta af henni“.
IV
í texta þingsályktunarinnar er
ríkisstjóminni falið að standa fyr-
ir könnuninni. Þar er hinsvegar
ekki greint frá því, hvaða aðila
skuli falin framkvæmdin. í grein-
argerð segir hinsvegar að „eðli-
legt sé að Háskóla Islands yerði
falið að gera hana. Þar er fyrir
hendi sú sérfræðiþekking sem er
forsenda þess að hægt sé að
kanna þessi efni á fullnægjandi
hátt. Hugsanlegt er að fleiri en
ein deild Háskólans vinni saman
að könnuninni, t.d. félagsvísinda-
deild, viðskiptadeild og ef til vill
lagadeild. Heppilegt er að einum
manni verði falin umsjón könnun-
arinnar en honum við hlið verði
nokkrir ráðgjafar".
í framsögu Guðrúnar Agnars-
dóttur (kvl) fyrir nefndaráliti
kemur fram að viðkomandi þing-
nefnd, sem mælti með samþykkt
tillögunnar lítillega breyttrar frá
upphaflegum texta flutnings-
manna, hafi rætt við hagstofu-
stjóra, og forseta lagadeildar,
forseta viðskiptadeildar og forseta
félagsvísindadeildar Háskólans
um málið. „Þeir vóru allir sam-
mála um að þetta væri áhugavert
verkefni _sem vert væri að fela
Háskóla íslands", sagði þingmað-
urinn.
Fróðlegt verður að sjá hvað út
úr slíkri könnun á valdi í íslenzku
þjóðfélagi kemur.
AIMS
Association of International
Marathons
Æfír þá fyrír
Revkjavíkttr
Maraþon
23. ágúst?
Skráning þátttakenda
er hjá Ferðaskrifstofunni ÚRVAL.
42 Km.
21 Km.
7 Km.
FERÐASKRIFSTOFAN URVAL