Morgunblaðið - 08.08.1987, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987
39
Allt er
hégómi
★ ★ ★ ★
Margir þeirra sem áður
töldust hippar vilja nú
eflaust lítið kannast við þær
yfirlýsingar sem þeir gáfu
á þeim árum og þann lífsstíl
sem þeir tileinkuðu sér þá.
Þó eru þeir alltaf til sem sjá
í hugsjónum hippanna eitt-
hvað sem þeir telja væri
betur meiri hluti í lifi
nútímamannsins.
Einn þeirra er bandaríski
tónlistarmaðurinn Kevin
Hunter, sem lifir sínu lífi í
samræmi við það sem hann
telur hippana hafa gert. Kevin
hóf tónlistarferil sinn sem
pönkari en söðlaði um. Hann
á sér engan fastan samastað
og gefur lítið fyrir veraldleg
gæði. Hermir sagan að hann
gefi sig þá fyrst fram við út-
gefendur þegar hann langar
að taka up plötu. Þá er hóað
saman hljómsveit undir nafn-
inu Wire Train. Wire Train á
sér langan aðdraganda og tón-
list sveitarinnar er blendingur
úr mörgum áttum. Alltaf hún
melódísk og áhugaverð og á
nýjustu plötu sveitarinnar, Ten
Women, eru mörg lög sem
grípa hlustanda við fyrstu
hlustun. Líklegt verður að telja
að Ten Women verði platan
sem tryggi Kevin Hunter fé
og frama, sem hann segist þó
ekki hirða um.
Árni Matt.
Costello
ántára
★ ★ ★ ★
Elvis Costello lætur ekki
deigan síga og enn er komin
ný plata frá honum, þótt
reyndar sé það smáskifa.
Aðallagið á þeirri skífu er
Blue Chair, en á b-hliðinni er
bergmál frá King of America,
American Without Tears 2.
Blue Chair er með rokkuðum
grunni en samt mjög f ætt við
annað sem Elvis hefur sent frá
sér, melódískt og aðgengilegt,
en mest gaman finnst mér
samt að heyra American With-
out Tears 2. Minnir þægilega
á King of America, eina bestu
plötu Elvis Costello í gegn um
tíðina.
Árni Matt.
☆ ☆ ☆ ☆ ☆
Sammy Hagar er búinn að vera að
í mörg, mörg ár. Upphaflega hóf
hann feril sinn með Montrose og
þá sem söngvari, en áður en varði
var hann kominn með rauðan gítar
í lúkumar og malaði gull. Það kom
því mörgum á óvart að hann, sem
var með allt sitt á hreinu, skyldi
ganga til liðs við Van Halen þegar
David Lee Roth gekk sinn veg og
efuðust margir um að Hagar væri
nógu góður söngvari til þess ama.
Enn stóreygari urðu menn þó þegar
ljóst var að hann myndi einbeita
sér að söngnum, en eftir að platan
„5150“ kom út voru menn almennt
á því að Van Halen væri (að Dave
ólöstuðum) betri en nokkru sinni
fyrr.
Það var því með nokkrum efa-
semdum, sem ég setti þess nýjustu
sólóplötu Hagars á fóninn, og ekki
laust við að mann gmnaði að hér
væri enn ein platan komin, sem
hefði það hlutverk eitt að uppfylla
gerða samninga. Sá ótti reyndist
hreint öldungis ástæðulaus.
Þrátt fyrir að Sammy Hagar sé
einhverstaðar um fertugt er það
ekki að heyra á þessari plötu.
Reyndar er svo að mér fannst hún
vera með því ferskara, sem ég hef
heyrt upp á síðkastið — hresst,
óheft rokk — greinilega engin form-
úluplata á ferðinni. Besti vinur
Sammys, Eddie Van Halen, er held-
A framabraut
Þegar Echo and the Bunny-
men kom til íslands 1983 og lék
í hálftómri Laugardalshöll var
hljómsveitin ein sú áhugaverð-
asta sem starfandi var á Bret-
landseyjum.
Þeim Ian McCullough og félögum
fataðist þó flugið og á meðan sveit-
ir sem voru á svipuðu róli, Simple
Minds og U2, höndluðu heims-
frægð, lentu þeir í tilvistarkreppu;
hættu að vera áhugaverðir og urðu
leiðinlegir. Eftir stóðu þó þijár
framúrskarandi hljómplötur, fyrstu
þtjár plötur sveitarinnar, Crocodiles
Heaven Up There og Porcupine.
Fjórða platan náði ekki eins hátt
og þær sem á undan höfðu farið
og spenna innan hljómsveitarinnar
varð til þess að trommari hennar,
Peter de Freitas, sem verið hafði í
sveitinni síðan 1979, hvarf á braut
í byijun árs 1986. Hann sneri þó
aftur síðla það ár og upptökur hóf-
ust á nýrri plötu, plötu sem kom út
í júlí sl., plötunni The Game.
Það setur sitt mark á The Game
að sveitin hefur ákveðið að ná til
fjöldans, tónlistin hefur ekki verið
aðgengilegri í aðra tíð og reyndar
er formúlublær yfir allri plötunni.
Greinilega stefnt á Bandaríkja-
markað. Heildarsvipurinn er helst
til mikill, en samt verður ekki á
móti því mælt að margt gott er til
staðar sem minnir á þá Echo and
the Bunnymen sem var.
Erfitt er að fara að tína út lag
eða lög öðrum fremur, því eins og
áður sagði, þá eru lögin flest
keimlík. Því man áheyrandi helst
eftir þeim lögum sem skera sig úr.
The Game er þó þægilegt lag og
ekki furða ef það ætti eftir að ná
hátt á vinsældalistum, enda fellur
það vel í U2/Simple Minds formúl-
una. Bombers Bay, Lost and Found
og AU My Life eru líka prýðileg
lög. Vonandi verður tónlistarlegur
metnaður þó meira áberandi á
næstu Echo and the Bunnymen
plötu. Meira áberandi en peninga-
legur metnaður a.m.k.
Arni Matthíasson
í kjölfar hinna gífurlegu vinsælda
leysigeisladisksins hafa menn í
auknum mæli rætt um stafrænt
segulbandstæki og nú þegar hafa
þau fyrstu litið dagsins ljós. Enn
sem komið er eru þau feykidýr, en
ef að líkum lætur lækka þau mjög
í verði á næstunni.
Sjálfar kasettumar líta út eins
litlar videókasettur og eru enn
minni en venjulegar kasettur. Sú
staðreynd að upptakan er jafnfull-
komin leysidiskum hefur skotið
hljómplötuútgefendum skelk í
bringu og óttast þeir að höfundar-
rétturinn verði þverbrotinn í skjóli
tækninýjunga. Áf þeim sökum hef-
ur verið mikil umræða um að í
tækjunum verði sérstakur tölvu-
kubbur sem komj í veg fyrir
upptöku sé sérstök merking á leysi-
diskunum.
Þessari ráðstöfun hafa aðrir
mótmælt ákaflega og segja hana
muni koma niður á hljómgæðunum.
Fara nú fram miklar prófanir til
þess að athuga hvort þessar fullyrð-
ingar eigi við rök a styðjast.
CBS hefur þegar tekið þá ákvörð-
un að merkja alla diska sína og
búist er við að önnur fyrirtæki sigli
í kjölfarið. Fari svo sem nú horfir
er ljóst að menn muni hugsa sig
um tvisvar áður en þeir fjárfesta í
fokdýru tæki, sem síðan er þeim
annmörkum bundið sem áður er
Iýst.
Sammy Hagar
stendur fyrir
sínu
ur ekki langt undan, því hann
útsetti plötuna í félagi við Sammy
og lék auk þess á bassa. (Snerti
ekki gítar!) Greinilegt er að piltam-
ir hafa skemmt sér við upptökumar,
þær em svolítið hráar sumar, en
persónulegri fyrir vikið.
Það verður þó vart um plötuna
sagt að hún sé mjög heilsteypt og
ég er ekki frá því að sum lögin séu
gömul. Það er þó ekki til baga, því
undantekningarlaust er um topp-
efni að ræða.
Við nána hlustun á plötunni verð-
ur maður mjög var við hvílíkur
fagmaður Hagar er í lagasamning-
um. Allt em þetta úrvalsrokkarar,
hvergi óþægilegur eða óeðlilegur
hljómur, en samt sem áður kemur
gamli maðurinn sífellt á óvart.
Ungum og upprennandi gítarleikur-
um skal einnig bent á að hlusta á
sóló Hagars. Hann er fyllilega fær
um mikinn hraða og töfrabrögð
ýmiskonar, en sparar slíkt. Hans
spilar ekki bara einhver sóló þegar
þar á við, heldur semur hann þau,
þannig að þau eiga sér upphaf og
endi.
Rokkunnendur em þó ekki hinir
einu, sem hlýtt geta á þessa plötu
Sammys, því þar kennir margra
grasa. Mér kæmi t.a.m. ekki neitt
á óvart þó svo að Iagið „Give To
Live" öðlaðist útvarpsvinsældir.
Fyrsta lagið á plötunni „When The
Hammer Falls" er magnaður rokk-
ari og minnir talsvert á Montrose.
Næsta lag „Hands And Knees" er
einnig stórgott; í „Privacy" kemur
gamli fijálshyggjumaðurinn upp í
honum við sniðugt lag og „Eagles
Fly“ er hástemmdur epískur rokk-
ari.
Hagar kann að vera kominn til
ára sinna, en hann er ekki gamall.
rokksíðan
ANDRES MAGNUSSOIM
•fHlf
y f
$ £ “
Vandkvæði
vegna
stafrænnar tækni