Morgunblaðið - 08.08.1987, Page 51

Morgunblaðið - 08.08.1987, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 51 KNATTSPYRNA / 1.DEILD Mistök hjá aganefnd SIGURÓLI Kristjánsson íÞór hefur fengið að sjá gula spjald- ið fjórum sinnum eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, en þegar kannað var hvers vegna hann hafði ekki verið dæmdur í bann uppgötvuðust mistök hjá aganefnd og mun hún taka málið fyrir á næsta fundi. Afundi nefndarinnar á þriðju- daginn voru tveir leikmenn í 1. deild karla dæmdir í bann, Þor- steinn Halldórsson KR og Guð- mundur Valur Sigurðsson Þór. 28. júlí var Einar Arason Þór úrskurð- aður í eins leiks bann svo og Gunnar Straumland Völsungi, Þorsteinn Halldórsson KR og Kristján Hilm- arsson FH. Fyrir þann fund var Siguróli kominn með Ij'ögur spjöld og ef allt hefði verið með réttu hefði hann eins og fyrmefndir leik- menn verið í banni í 13. umferð, sem hefst í dag, og áttu allir von á því. En svo er ekki. Aganefnd byijaði á nýrri spjaldskrá þegar keppnistíma- bilið byrjaði í vor. Siguróli fékk sitt fyrsta gula spjald gegn Víði 28. júní og annað gegn KA í næstu umferð. Þegar annað spjaldið var skráð sást aganefnd yfír fyrra spjaldið og bjó til nýtt kort fyrir leikmanninn. Á það skráði aga- nefnd þriðju og fjórðu áminninguna, en samkvæmt framan rituðu voru áminningamar aðeins þijár á því Siguróll Kristjánsson, Þór, fær að leika með liði sínu gegn Val í dag þrátt fyrir að hafa fengið fjögur gul spjöld og ætti því að vera í leikbanni. korti — ein var á öðru korti. Mistök- in uppgötvuðust í gær og verður Siguróli því væntanlega í banni gegn LA um næstu helgi. En fleiri gera mistök. í blaðinu í gær var réttilega sagt að leikmenn IA hefðu fengið samtals 12 gul spjöld, en Guðbimi Tiyggvasyni hefur einu sinni verið vikið af velli og þess láðist að geta. KNATTSPYRNA / 1.DEILD KVENNA ÍA burstaði Þór ÍA burstaði Þór frá Akureyri, 5:1, og KR og KA gerðu jafn- tefli, 1:1,11. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Skagstúlkur byijuðu leikinn gegn Þór á Skipaskaga mjög vel og sóttu látlaust adlan fyrri hálf- leik. Þeim tókst þó ekki að skora nema tvö mörk. Sig- Ema urlaug Jónsdóttir Lúðviksdóttir minnkaði muninn skrifar fyrir Þór í upphafí seinni hálfleiks, en þá tóku heimamenn við sér og skor- uðu 3 mörk á síðustu 15 mínútunum og unnu verðskuldað. Mörk ÍA gerðu Halldóra Gylfadóttir 2, Vanda Sigurgeirsdóttir, Sigurlín Jónsdóttir og Ragnheiður Jónas- dóttir eitt mark hver. KR og KA áttust við á KR-velli og skildu jöfti 1:1 í frekar slökuin leik. Bæði mörkin vom gerð í fyrri hálf- leik. Helena Ólafsdóttir skoraði fyrir KR og Hjördís Úlfarsdóttir fyrir KA. Hjördís skoraði reyndar annað mark fyrir KA í seinni hálf- leik sem dæmt var af. Tveir leikir verða í 1. deild kvenna á sunnudaginn. Þá mætast UBK og KA og Stjaman og Þór og hefj- ast báðir leikimir kl. 14.00. 1. deild kv. (A - ÞÓRAK. 5:1 KR - KA 1:1 Fj. leikja u J T Mörk Stlg VALUR 11 9 2 0 31: 5 29 ÍA 11 9 1 1 26: 7 28 STJARNAN 10 6 1 3 15: 13 19 KR 11 4 3 4 16: 7 15 KA 11 2 4 5 9: 16 10 ÍBK 10 2 2 6 8: 23 8 ÞÓRAK. 11 2 0 9 13: 31 6 UBK 9 1 1 7 5: 20 4 KNATTSPYRNA Tveir leikir í 1. deild HEIL umferð verður leikin í 1. deild um helgina, en þar af verða tveir leikir í dag. Þór og Valur leika á Akureyri og Völs- ungar fá KR-inga 1 heimsókn til Húsavfkur. Báðir leikirnir hefjastkl. 14. Amorgun leika síðan FH og KA á Kaplakrika í Hafnarfírði og ÍBK og ÍA í Keflavík. Báðir leik- imir heijast kl. 19. Þrettándu umferðinni lýkur síðan með leik Fram og Víðis kl. 19 á Laugardals- velli. í 2. deild fara fram þrír leikir um helgina. í dag kl. 14 leika Leiftur og IBÍ á Ólafsfírði og ÍBV og ÍR í Vestmannaeyjum. Á morgun leika síðan Þróttur og Einheiji á Laugar- dalsvelli kl. 19. KNATTSPYRNA / 2.DEILD Lið Selfoss er nú í efsta sæti 2. deildar eftir sigurinn á Breiðablik í gærkvöldi. Spjaldasýning á Setfossi Selfyssingar komnir í efsta sæti 2. deildar ÞAÐ var voru samtals átta spjöld á lofti, þrjú rauð og fimm gul, í leik Selfoss og Breiða- bliks. Þrátt fyrir það var ekki um neinn slagsmálaleik að ræða heldur einstök gróf atvik. Selfyssingar voru betri aðilinn í leiknum og sigruðu 3 -1. Þetta var fyrsti leikurinn sem Þorsteínn Friðþjófsson stjórn- aði sem Þjálfari Blikanna. Selfyssingar léku á móti nokkr- um strekkingi í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það sóttu þeir meira og Heimir Bergsson gerði fyrsta mark Sigurður Jónsson skrifar frá Selfossi leiksins á 9. mínútu. Undir lok fyrri hálf- leiks fengu Selfyss- ingar á sig vítaspyrnu sem Ól- afur Bjömsson tók en Hreiðar Sigtryggsson varði, boltinn hrökk frá og úr varð þvaga og dómarinn dæmdi aftur vítaspymu sem Jón Þórir Jónsson skoraði örugglega úr. Staðan í hálfleik var 1-1. Strax í byijun síðari hálfleiks skor- aði Jón Gunnar Bergs með skalla eftir aukaspymu. Sókn Selfyssinga þyngdist jafnt og þétt og um miðjan hálfleikinn gerði Páll Guðmundsson HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Leikir U J T Mörk u J T Mörk Mörk Stlg SELFOSS 13 6 0 1 16 : 7 0 4 2 10: 15 26: 22 22 VlKINGUR 13 5 1 1 14: 8 2 0 4 7: 10 21 : 18 22 LEIFTUR 11 5 1 0 12 : 2 1 1 3 4: 6 16: 8 20 ÍR 12 3 2 1 12 : 6 3 0 3 11 : 11 23: 17 20 ÞRÓTTUR 12 3 0 3 13: 12 3 1 2 11 : 9 24: 21 19 EINHERJI 12 5 1 0 9 : 4 0 2 4 6: 14 15: 18 18 ÍBV 11 3 2 0 12 : 7 1 2 3 7: 12 19: 19 16 UBK 13 2 1 3 8 : 9 3 0 4 7: 10 15: 19 16 KS 13 3 2 1 11 : 8 1 0 6 8: 16 19: 24 14 ÍBl 12 2 0 4 10 : 14 0 0 6 6: 14 16 : 28 6 þriðja markið eftir sendingu inn í vítateig, úr aukaspymu. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri því sóknarmenn Selfoss brenndu nokkrum sinnum af úr dauðafær- um. Gylfí Orrason dómari leiksins vísaði þremur leikmönnum af velli, Jóni Gunnari Bergs og Gunnari Gylfa- syni fyrir að slást á vellinum með boltann fjarri og Sigurði Viggóssyni úr Breiðabliki fyrir að fella mann gróflega. Spjöldin voru áberandi því gula spjaldið sást fímm sinnum. Þrátt fyrir það var leikurinn ekki grófur. Maður leiksins: Bjöm Axelsson, Selfossi. FRJALSAR Guðrúnhijóp á 12,31 sek. Guðrún Amardóttir UBK hljóp 100 metra á 12,31 sekúndu á Evrópumeistaramóti unglinga í fíjálsíþróttum. Guðrún varð sjötta í sínum riðli undankeppninnar í 100 metra hlaupinu og komst þvf ekki áfram. KNATTSPYRNA / ÞYSKALAND Köln sigraði Kaiserslautem Bayem og HSV leika í dag MANNHEIM vann Dortmund 1:0 á fimmtudaginn, en f gær- kvöldi sigraði Köln Kaiserslaut- ern 2:1 og Bochum vann Frankfurt á útivelli 1:0 og voru þetta fyrstu leikirnir f 2. umferð Bundesligunnar. Köln vann hálfgerðan heppnis- sigur á Kaiserslautem því þeir fengu vítaspymu á síðustu mínútu leiksins sem tryggði þeim sigur. Engeles náði forys- Frá tunni fyrir Köln á Jóhannilnga 37. mínútu en Kohr Gunnarssyni jafnaði fyrir Kais- erslautem á 70 mínútu. Jansen skoraði svo úr víta- spymu sem dæmd var á vamar- mann Kaiserslautem fyrir að slá niður einn leikmann Köln eftir hom- spymu. Leikurinn þótti frekar slakur og hefði jafntefli ekki verið ósanngjöm úrslit. Lárus Guð- mundsson lék ekki með Kaiserslaut- em en sat á varamannabekknum. Bochum vann óvænt í Frankfurt, 1:0. Leifeld skoraði sigurmarkið á 54. mínútu og var sigurinn sann- gjam. Stórleikur umferðarinnar er viður- eign risanna, Bayem Miinchen og HSV í Múnchen. Gert er ráð fyrir 60 - 80 þúsund áhorfendum og má búast við mikilli spennu. Liðin léku æfingaleik fyrir skömmu og síðan aftur í meistarakeppninni og sigraði Bayem í bæði skiptin. „Allt er þeg- ar þrennt er,“ sagði þjálfari Bayem, en HSV vonast til að fá stig úr leiknum. Liðið keypti júgóslavneska markvörðinn Mlaten Dralija í vi- kunni, en sem kunnugt er var Stein látinn fara og er líklegt að Hanno- ver 96 kaupi hann. Númberg fær Stuttgart í heimsókn. Stuttgart lék æfíngaleik við Leipzig — í vikunni.vann 2:0 og er til alls líklegt í dag. Ásgeir Sigurvinsson verður að öllum líkindum með, en hann hefur átt við smávægileg meiðsli að stríða. Uerdingen á erfiðan útileik gegn Gladbach fyrir höndum og verður Atli Eðvaldsson varamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.