Morgunblaðið - 08.09.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 08.09.1987, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 9 / / MUSIKLEIKFIMIN HEFST MÁNUDAGINN 21. SEPT. Styrkjandi og liökandi œfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og framhaldstímar. Kennsla fer fram i Melaskóla. Kennari: Gígja Hermannsdóttir. Uppl. og innritun í síma 13022 um helgar. Virka daga eftir kl. 5. _______________________________________________> r GATES E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRDI, SÍMI 651000. Cherokee 1985 Rauöur, 5 dyra, 4 gíra, ekinn 65 þ.km. 4 cyl. (2.5). Mjög gott útlit. Verö 840 þús. Ford Escort 1300 L 1985 Blár, ekinn 43 þ.km. Verð 360 þús. Volvo 740 GL 1985 Rauðsans., 5 gíra, ekinn 49 þ.km. Litað gler o.fl. Úrvalsbíll. Verð 720 þús. MMC Galant GLS 2000 '86 25 þ.km. Mikið af aukahl. V. 570 þ. Saab 900 GLS 1982 Blásans., ekinn 80 þ.km. sjálfsk. m/aflstýri. Fallegur bíll í toppstandi. Verö 370 þús. M. Benz 280 E ’78 Sjálfsk. m/sóllúgu. Gott eintak . V. 440 þ. Nissan Sunny GLX ’87 28 þ.km. Sjálfsk. m/aflstýri. V. 460 þ. Daihatsu Runabout '83 44 þ.km. Sjálfsk. V. 210 þ. Fiat 127 Panorama '85 16 þ.km. Gott eintak. V. 195 þ. Peugot 505 station '87 50 þ.km. 7 manna V. 690 þ. Honda Civic DX '85 32 þ.km. (1300 vél). V. 385 þ. Honda Accord EX '87 7 þ.km. Sem nýr. V. 760 þ. (skipti ód.) Volvo 240 station '87 17 þ.km. Blásans. beinsk. Range Rover 4ra dyra '83 65 þ.km. V. 950 þ. Nissan Patrol (langur) diesil '85 Aöeins 25 þ.km. Uþphækkaöur o.fl V. 920 þ. Ford Sierra 1600 L m/sóllúgu '87 20 þ.km. Sportfelgur, rafm. í rúöum. V. 530 þ. Toyota Carina II '86 10 þ.km., m/aflstýri o.fl. V. 495 þ. Toyota Celcia ST '84 Fallegur sportbill. V. 470 þ. Renault II turbo '85 27 þ.km. Sprækur sportbíll. V. 540 þ. Toyota Tercel 4x4 '86 15 þ.km. V. 540 þ. Saab 99 GL '84 41 þ.km. 5 gira. Toppbill. V. 400 þ. Volvo Lapplander yfirb. '80 53 þ.km. m/aflstýri, 10 manna. V. 390 þ. Toyota Corolla 1.6 DX '85 20 þ.km. (Sedan typa) V. 390 þ. Volvo 240 GL '86 15 þ.km. Sjálfsk. V. 650 þ. Mazda 323 Saloon 1.3 '86 29 þ.km. 5 gira. V. 360 þ. M. Benz 230 E 86 14 þ.km. Einn m/öllu. V. 1480 þ. Friður kringum Ólaf? Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, tilkynnti á laugardag, að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til formennsku í Al- þýðubandalaginu. Er nú enginn, sem er í sviðsljósinu til þess að verða eftirmaður Svavars Gestssonar nema Ólafur R. Grímsson. Hefur Ólafur látið þess getið af alkunnri hógværð, að hann njóti stuðnings manna um allt land. Af yfirlýsingum hans má ráða, að aðeins vanti herslumuninn á að hann verði kjörinn formaður eftir tvo mánuði. Kannski bara brot úr pró- senti eins og hann taldi á einhverju stigi baráttunnar í kosningun- um í vor að vantaði upp á, að hann kæmist á þing (og yrði utanríkisráðherra)? í Staksteinum í dag er því velt fyrir sér, hvort friður verði kringum Ólaf R. Grímsson og framboð hans. Vonbrigði Steingríms Af yfirlýsingu Steingríms J. Sigfússon- ar um að hann gefi ekki kost á sér til formennsku í Alþýðubandalaginu má auðveldlega ráða, að hann hefur orðið fyrir vonbrigðum með það hlutskipti að þykja ekki gjaldgengur til starfans. Hann segir á einum stað: „Mér er meðal annars fundið það til foráttu af ákveðnum hópi að ég hafi verið alltof náinn samstarfsmaður og stuðningsmaður for- manns flokksins, Svavars Gestssonar. Þó það sé sérkennileg lífsreynsla fyrir einn flokksmann að það skuli vera talinn Ijóð- ur á ráði hans að hafa ekki legið i hælunum á formaimi sínum er þetta engu að síður . stað- reynd.“ I þessum orðum likir Steingrimur ákveðnum hópi samflokksmanna sinna við hælbíta, það er rógbera, er hafi sótt að Svavari Gestssyni. Telur Steingrimur það helstu hindrunina á leið sinni til formannssætisins, að hann hafi ekki rægt Svavar Gestsson, og gef- ur jafnframt til kynna, að slík iðja sé það, sem best dugi um þessar mundir til frama í Al- þýðubandalaginu. Þetta er ófögur lýsing. Steingrimur lýsir yfir stuðningi við nýtt fólk, sem ekki „ber með sér i æðstu embætti ör frá undangengnum deilum" og geti skilið „óvinafagn- að átaka og illinda" eftir þar sem slíkt er best geymt. Ólafur R. Grimsson verður ekki talinn til „nýs fólks“ f Alþýðu- bandalaginu og hann ber með sér „ör frá undan- gengnum deilum", þannig að hann nýtur greinilega ekki stuðnings Steingríms J. Sigfússon- ar. Er líklegt, að fleiri þingmenn Alþýðubanda- lagsins séu á sama máli og Steingrímur. Og Ólaf- ur R. Grfmsson njóti þannig meiri stuðnings þingmanna utan land- steina en innan; eins og menn muna gegnir Ólaf- ur hlutverki i þágu heimsfriðar á alþjóða- vettvangi í nafni samtaka þingmanna úr mörgum löndum. Viðhorf Ólafs Eftir að yfirlýsing Steingríms J. Sigfússon- ar lá fyrir, sagði Ólafur R. Grimsson f samtali við Morgunblaðið: „Siðan ég kom til landsins hafa mjög margir úr öllum lands- hlutum haft samband við mig og hvatt mig ein- dregið til þess að gefa kost á mér og takast á við það mikla verkefni að gera Alþýðubandalag- ið að nýju að sterkum, breiðum og öflugum flokki, en ég hef ekki tekið ákvörðun þar að lútandi á þessu stigi.“ Ólafur R. Grfmsson er ekkert að velta þvi fyrir sér, hvort honum sé fundið það til foráttu að hafa leynt og (jóst átt f útistöðum við fráfarandi flokksformann. Hann hafnar raunar þeirri skoðun, að kjósa þurfi einhvem til formennsku, sem hafi ekki tekið af- stöðu f innanflokks-átök- um alþýðubandalags- manna. Hann segir Steingrimi J. Sigfússyni og skoðanabræðrum hans strið á hendur. Innan Alþýðubanda- lagsins henda menn þvi nú mjög á loft, að sá maður f röðum þeirra, sem tekið hefur á móti flestum friðarverðlaun- um, sé helsti ófriðarsegg- urinn í flokknum. Það er dæmigert fyrir svör Ólafs R. Grímssonar und- anfarin misseri, að hann skyldi hafa sagt við Morgunblaðið: „Síðan ég kom til landsins. . .“ Frá þvi hann hóf að vinna að heimsfriði hefur Ólafur R. Grimsson gefið sér lítinn tima til að vinna að friði innan Alþýðu- bandalagsins. Vissulega kann það að vera virði tílraunarinnar miðað við almenna stöðu Alþýðu- bandalagsins að sjá hveraig það gefst að kjósa formann f flokkn- um, sem dvelst verulegan hluta ársins erlendis til að sjá um heimsfriðinn. Eiga margir f flokknum áreiðanlega eftir að velta þvf fyrir sér, hvort vog- andi sé að hrófla við þessari alþjóðlegu friðar- stoð, ef krafa verður sett fram um að Ólafur R. Grímsson hverfi úr for- ystu þingmannasamtak- anna f New York til að bjarga Alþýðubandalag- inu. Það verður því lfldega ekki tal um hæl- bfta, sem heldur aftur af Ólafi R. Grfmssyni, held- ur stærri mál og merki- legri útí f hinum stóra heimi. Verðbréfamarkaður Iðnaðaitemkans kynnir ný skuldabréf Glitnis hf. ávöxtun umfram verðbólgu Þúvelur á milli 13 mismunandi gjalddaga. Glitnir hf. er stærsta fjármögnunarleigufyrir- tækið á íslandi. Eigendur Glitnis hf eru Iðn- aðarbankinn, A/S Nevi í Noregi og Sleipner Ltd. í London. Skuldabréf Glitnis bera 11,1% ávöxtun um- fram verðbólgu. Það jafngildir nú 35% árs- ávöxtun. Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans sér um endursölu skuldabréfa Glitnis hf. ef eigandinn þarf á peningum sínum að halda fyrir gjald- daga. Síminn að Ármúla 7 er 68-10-40. Heiðdís, Ingibjörg, Sigurður B. eða Vilborg gefa allar nánari upplýsingar um skuldabréf Glitnis hf. Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.