Morgunblaðið - 08.09.1987, Side 13

Morgunblaðið - 08.09.1987, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 13 hvíti út í skóg og drepi hana og ... e-hem ... skeri úr henni hjar ... Nei, drottningin vonda vill að veiðimaðurinn drepi Mjallhvíti. Nei, drottningin vill að veiðimaðurinn reki Mjallhvíti úr höllinni. Já, þann- ig er það best. Mjallhvít má ekki vera lengur í höllinni af því hún er fallegri en vonda drottningin. Af hveiju er veiðimaðurinn að reyna að drepa Mjallhvíti? heyrist þá í litla áhorfandanum þegar risaaxinn veiðimaðurinn reiðir hnífinn á loft albúinn að stinga Mjallhvíti á hol í næsta atriði. Það er alkunna að fallegustu ævintýrin eru stundum líka þau grimmilegustu. Rauðhetta og úlfur- inn er t.d. varla heppilegt undir svefninn með úlfínn rífandi í sig ömmuna og Rauðhettu. Hans og Gréta eiga það alltaf yfir höfði sér að vera étin af kerlingunni í köku- húsinu en þau brenna hana í lokin. Og svo tekið sé nýlegt dæmi var bamamyndin ET bönnuð yngstu bömunum í Svíþjóð. Bamasálfræðingurinn frægi, Bruno Bettelheim, segir að það já- kvæða við ævintýrin sé að þau geti dregið úr ótta sumra bama. Hann segir að það geti róað bömin að upplifa þætti úr undirmeðvitundinni með ævintýrunum. „En engu að síður," segir Bettelheim, „er það ekki það sama að horfa á ævintýri á kvikmyndatjaldinu og að lesa það fyrir bömin, þar sem hin nánu tengsl og hughreysting foreldranna við lesturinn er ekki til staðar í bíó.“ Og hann bætir við: „Kvikmynd gæti verið of sterk upplifun fyrir lítil böm. Viðbrögð þeirra geta ver- ið mismunandi en ef foreldrum stendur ekki á sama um það ættu þeir ekki að fara með bamið sitt í bíó.“ Það er kannski ekki algilt að böm verði óttaslegnari í bíói af því að þau njóta ekki hughreystingar og róandi tengsla við foreldra sína. Yngstu bömin, sem flest fara með foreldmm sínum í bíó, hafa einmitt foreldrana til að stappa í þau stál- inu og reyna að leiða þeim fyrir sjónir að þetta er bara plat. En það er satt að það getur verið erfítt að sannfæra litlu bömin frammi fyrir stóra tjaldinu. „Þetta er bara bíó- rnynd," er ekki mikil huggun í eyrum þriggja ára bams. Því fínnst ekkert gaman að hræðast. En hvað sem því líður er „Mjallhvít" hreinasti gimsteinn, töfrandi og ómótstæðileg og þótt litli áhorfandinn áðumefndi hrædd- ist nomina um tíma vom dvergamir ekki lengi að bjarga því við og hrekja óttann í burtu eins og þeir hrekja nomina fram af klettunum í lokin. Fay Weldon tíl Islands Breski rithöfundurinn Fay Wel- don hefur þegið boð um að koma á Bóknmenntahátíðina 1987 sem haldin verður í Norræna húsinu 12. - 19. september. Hún kemur hingað í boði Bókmenntahátíð- arinnar 1987, British Council og Forlagsins. Fyrsta bók Fay Weldon var smá- sagnasafnið The Fat Woman's Joke sem kom út árið 1967. í kjölfar þess gaf hún út skáldsöguna Down Amongst the Women. Skáldsögurn- ar Praxis og Ævi og ástir kvendjöf- uls (The Life and Loves of a She-Devil) hafa komið út í íslenskri þýðingu. Síðamefnda sagan verður endurútgefin í tilefni af komu henn- ar hingað til lands. Fay Weldon fæddist í Worchester á Englandi árið 1933, en ólst upp á Nýja-Sjálandi. Hún nam við St. Andrews háskólann í Skotlandi og starfaði við auglýsingagerð áður en hún sneri sér að ritstörfum. Hún hefur fjallað um bókmenntir jafn- hliða skáldsagnagerðinni. Hún hefur skrifað bækur tileinkaðar skáldkonunum Rebekku West og Jane Austen og handrit fyrir sjón- varp, þar á meðal eitt eftir skáld- sögunni Pride and Prejudice eftir Jane Austen. (Úr fréttatilkynningu) MArtline **Artline gefurltnuna 16 DAGA ÆVINTÝRAFERÐ FRÁ 7. ■ 22. NÓVEMBER FER8ATILHÖGIN: Pann 7. nóvember er flogið með þotu Flugleiða sem leið liggur frá Keflavík til Orlando. í Orlando er dvalið á góðu hóteli. borgin könnuð og skemmtanalífið skoðað til 11. nóvember er sigling hefst. bá er haldið til Miami á Flórída þaðan sem siglt er af stað með hinu 23.000 tonna glæsiskemmtiferðaskipi NORDIC PRINCE sem e; sannkallað fljótandi ævintýraland. með næturklúbbum. spilasölum. verslunum. snyrtistofum. sundlaug. íþróttasal og mörgu fleiru. Siglt er á vit ævintýranna og næstu 10 daga er mannlífið og landslagið kannað á hinum rómantísku karabísku eyjum: StThomas. Antigua. Barbados, Martinique og St. Maarten. Að lokinni ógleymanlegri siglingu er komið í höfn á Miami á Flórida laugardaginn 21. nóvember og flogið heim til lslands sunnudaginn 22. nóvember. | íslensk fararstjórn og hægt er að framlengja ferðina að lokinni siglingu ef óskað er. | Verð frá kr. 89.200,- á mann 4TCf*VTM( Ferðaskrifstofa, Hallveigarstíg 1. Símar 28388-28580.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.