Morgunblaðið - 08.09.1987, Side 22

Morgunblaðið - 08.09.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 Vilhjálmur Egilsson á SUS-þingi: Sj álfsgagnrýni nýtíst flokknum Hér birtist í heild ræða Vilhjálms Egilssonar, fráfarandi formanns Sambands ungra sjálfstæðis- manna, við upphaf þings SUS í Borgarnesi um helgina. Við höldum nú 29. þing Sam- bands ungra sjálfstæðismanna hér í Borgamesi. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem þing sambandsins er haidið hér í Vesturlandskjör- dæmi. Undirbúningur þingsins hefúr hvílt á herðum margs áhuga- sams ungs fólks hér í Borgamesi og hefur í alla staði verið til fyrir- myndar. Ég vil færa því þakkir fyrir störf sín af hálfu okkar sem emm hér aðkomumenn. Þeir sem aka Ieiðina milli Reylq'avíkur og Norðurlands eða Snæfellsness fara flestir hér í gegn um Borgames. Ferðalangar hafa tekið eftir því að hér er fallegt bæjarstæði og bærinn sjálfur hreinn og snyrtilegur. Borgnesingar em líka gott fólk sem ánægjulegt er að eiga samskipti við. Ég fagna þvi að ungir sjálfstæðismenn hafa í þetta sinn valið Borgames fyrir þingstað og veit að við munum eiga héðan góðar minningar. Síðasta þing SUS var haldið á Akureyri fyrir tveimur ámm. Síðan þá hefur margt drifíð á daga okkar ungra sjálfstæðismanna. Við höfum lagt okkur fram í tvennum kosning- um, fyrst til sveitarstjóma og síðan til Alþingis. í alþingiskosningunum 25. apríl urðum við fyrir gífurlegu áfalli og okkar bíður það verkefni að styrlq'a Sjálfstæðisflokkinn þannig að hann nái fyrri áhrifum. Stjóm SUS hefur starfað ötul- lega á síðustu tveimur ámm og þingfulltrúar hafa fengið skýrslu stjómarinnar í gögnum sínum. Þar er Qallað um starf stjómarinnar að einstökum málum og því mun ég hér aðeins stikla á stóm um þau efni. Ifyrsta viðfangsefni stjómarinnar var að undirbúa þátttöku formanns í sameiginlegum fundi þingflokks og miðstjómar Sjálfstæðisflokksins í Stykkishólmi í lok september 1985. Stjómin samþykkti tillögu sem formanni var falið að leggja fyrir fundinn um að efnahagsáætl- unum ríkisstjómarinnar fyrir árið 1986 yrði breytt og erlend skulda- söfnun stöðvuð. Með því var leitast við að standa að baki formanni flokksins sem vildi ná sliku mark- miði. Stykkishólmsfundurinn var mikill átakafundur en lauk með því að formaður flokksins náði sínu fram og fór í kjölfarið inn í ríkis- stjóm sem Qármálaráðherra. Næsta stóra verkefni stjómar- innar var að birta fjórblöðungsaug- lýsingu i Morgunblaði þar sem kynntar vom tillögur ungra sjálf- stæðismanna um ráðdeild í ríkis- rekstri. Þessar tillögur vom unnar að stærstum hluta af þriggja manna nefnd sem í sátu Hreinn Loftsson, Sigurður M. Magnússon og Baldur Pétursson. Mikil vinna var lögð í þessa tillögugerð sem tók bæði til fyrirliggjandi Qárlagafmmvarps og kerfisbreytinga er hefðu í för með sér spamað til lengri tíma. Ráð- deildarauglýsingin sýndi betur en flest annað hversu miklu samtök okkar geta áorkað þegar hæfír ein- staklingar með hugsjónir og áhuga á því að láta gott af sér leiða ná að vinna saman sem einn maður. í febrúarmánuði 1986 sendi SUS frá sér bækling til allra þeirra sem áttu rétt á að kjósa í fyrsta sinn í nýafstöðnum alþingiskosningum. Bæklingurinn sem hét „Afl nýrra tíma" fjallaði um sjálfstæðisstefn- una og lífsskoðanir sjálfstæðisfólks með léttum og nýstárlegum hætti til þess að höfða til ungs fólks. Þessi bæklingur markaði viss tíma- mót í slíkri útgáfu á vegum ungra sjálfstæðismanna þar sem hann hefur algjöra sérstöðu hvað snertir efnistök og hönnun. Á vormánuðum 1986 snerist starf SUS að mestu um sveitar- stjómarkosningamar og á haust- mánuðum hófst undirbúningur fyrir alþingiskosningamar 25. apríl sl. Ungir sjálfstæðismenn studdu sína félaga til framboðs fyrir flokkinn og höfðu nokkurt erindi sem erfiði. Á landsfundi flokksins sem haldinn var í marsmánuði lagði stjóm SUS fram tiliögðu að „byggðastefnu unga fólksins" sem var samþykkt einum rómi á fundinum. Þetta framtak ungra sjálfstæðismanna í stefnumótun í byggðamálum höfð- aði til ungs fólks um land allt og sýndi að við berjumst fyrir fram- förum og velferð fólksins hvar í landinu sem það býr. I kosningabaráttunni sjálfri gaf SUS- út annan bækling til allra þeirra sem gátu kosið í fyrsta sinn. Hann hét „Island á réttri leið“ og flallaði m.a. um þann árangur sem náðist í tíð fyrrverandi ríkisstjóm- ar. En ungir sjálfstæðismenn lögðu fyrst og fremst sitt af mörkum í hinni almennu kosningabaráttu flokksins og staðreyndin er sú að ungir sjálfstæðismenn reyndust tryggustu liðsmenn flokksins í þeirri eldraun sem kosningabarátt- an varð. Sjálfur stend ég í mikilli þakkar- skuld sem frambjóðandi í 2. sæti í Norðurlandskjördæmi vestra við jgöldann allan af ungu fólki sem lagði á sig ómælda vinnu fyrir kosn- ingamar bæði við söfnun utankjör- staðaatkvæða og við að reyna að ná til lq'ósenda þrátt fyrir mikið mótlæti. Þetta unga fólk brást ekki þegar mest lá við. Nú í sumar hefur starfíð miðast við að undirbúa það þing sem hér er hafíð. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem hafa starfað með mér í stjóm SUS þessi tvö ár. Ég get ekki stillt mig um að þakka tveim mönnum sérstak- lega fyrir samstarf okkar á þessum áram en þeir reyndust mér og ung- um sjálfstæðismönnum svo frábær- lega. Annar þessara manna er Sigurbjöm Magnússon 1. varafor- maður, en við hann hef ég mest ráðgast um málefni okkar og leitað til þegar eitthvað þurfti. Hinn mað- urinn er Þór Sigfússon sem var framkvæmdastjóri fyrra starfsár stjómarinnar. Ég hygg að enginn formaður SUS geti hafa verið jafn heppinn með framkvæmdastjóra og ég var með Þór Sigfússon að öllum öðram ólöstuðum. Ég hef starfað í röðum ungra sjálfstæðismanna frá 14 ára aldri en þá gekk ég í Víking, félag ungra sjálfstæðismanna á Sauðárkróki. Því hef ég starfað í þessum samtök- um nú í yfír 20 ár og óneitanlega hafa þau orðið hluti af lífí mínu á þessum áram. Ég á þeim mikið að þakka. í SUS hef ég eignast vini sem hafa gefíð mér tækifæri til þess að starfa að áhugamálum mínum og hugsjónum og veitt mér traust til þess að leiða samtökin í tvö ár. En nú er að koma að því að ég telst ekki ungur lengur. Ég verð víst 35 ára_ aldrinum að bráð eins og aðrir. Ég á eftir að horfa til áranna í SUS með miklum söknuði og minningamar um þau eiga bæði eftir að vera ljúfar og angurværar. Fyrir tveimur áram, áður en ég tók að mér formennskuna í samtökun- um, ákvað ég að vera aðeins eitt tímabil sem formaður. Þessari ákvörðun hef ég ekki breytt og það hefur þ’/í legið fyrir allan þennan tíma að ég sæktist ekki eftir endur- kjöri á þessu þingi. Nú keppa tveir áhugasamir fram- bjóðendur að því að verða formenn SUS á þessu þingi. Báðir þessir menn munu geta orðið dugandi for- ingjar fyrir okkar hópi. Kosninga- baráttan hefur verið hörð, sérstaklega síðustu dagana, en ég þykist vita að þegar annar þeirra stendur uppi sem sigurvegari munu ungir sjálfstæðismenn sameinast um að gera veg SUS sem mestan. Þessi kosning milli tveggja hæfra frambjóðenda á að verða samtökun- um til framdráttar. Þeir kraftar sem hafa verið virkjaðir í kosningabar- áttunni eiga á sunnudagskvöld að beinast allir í sömu átt til þess að gera hugsjónir okkar að veraleika. Ég er bjartsýnn á að SUS geti eflst og styrkt enn stöðu sína sem langöflugasta stjórnmálahreyfing ungs fólks í landinu. Ég hef kynnst það mörgum sjálfstæðismönnum það vel á síðustu tuttugu áram að ég þekki orkuna, viljann og hug- sjónaeldinn sem býr í þessum samtökum. Áfall í kosningunum Samband ungra sjálfstæðis- manna og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki orðið fyTÍr jafn miklu áfalli og í síðustu alþingiskosning- um. Þótt formaður flokksins hafí náð því sem hægt var út úr erfíðri stöðu flokksins eftir kosningar breytir það því ekki að innan við 30% fylgi og 18 þingmenn hafa haft í för með sér hrikalegt valdaaf- sal fyrir Sjáifstæðisflokkinn. Við gátum ekki myndað tveggja flokka stjóm og því neyddumst við til þess að fara út í stjóm þriggja flokka. Hætt er við að sambúðin í stjóm- inni verði erfíð ekki síst þar sem Framsóknarflokkurinn er aðili að henni. Markmið sjálfstæðismanna hlýtur samt að vera að vinna af heilindum, ná árangri og að Þor- steinn Pálsson verði fyrstur til þess að leiða þriggja flokka stjóm á ís- landi út heilt kjörtímabil. Brottför Alberts Guðmundssonar úr Sjálfstæðisflokknum og stofnun Borgaraflokksins var meginástæð- an fyrir óföram okkar í kosningun- um. Það má öragglega tína til iangan lista yfír aðra þætti sem ekki vora í lagi hjá Sjálfstæðis- flokknum. Þá er hægt að bæta og gera flokkinn að öflugri samtökum skipulagslega og starfslega og meira aðlaðandi fyrir kjósendur. Þeim þáttum verður að koma í lag en það breytir því ekki að í kosn- ingabaráttunni fór nánast öll okkar orka í að sannfæra sjálfstæðisfólk um að það ætti að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. Við stóðum því berskjöld- uð gagnvart hinum hefðbundnu andstæðingum okkar. Ungir sjálfstæðismenn og Albert Guðmundsson elduðu á stundum grátt silfur saman innan Sjálfstæð- isflokksins ekki síst á kjörtímabili núverandi stjómar SUS. Fyrir þess- ar deilur við Albert guldum við m.a. í prófkjöri flokksins í Reykjavík í nóvember sl. En deilur okkar við Albert vora um málefni. Við deildum við hann um erlenda skuldasöfnun og hann taldi SUS vera furðulega stofnun fyrir að vilja ekki veðsetja framtíð ungs fólks hjá erlendum bankastofnunum. Við deildum við Albert sem sjálfstæðis- mann og okkur þótti vænt um Vilhjálmur Egilsson sjálfstæðismanninn Albert þrátt fyrir að við væram honum ósam- mála. Því tók það okkur sárt þegar skattamál hans kom upp. Ogenginn formaður Sjálfstæðisflokksins hef- ur þurft að taka á jafn erfíðu máli innan flokksins og Þorsteinn Páls- son þurfti þá að gera. Það varð að taka á málinu. Undan því varð ekki vikist. Formaður flokksins hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir með- höndlun málsins. Eflaust er unnt að sjá eftirá að eitthvað hefði mátt gera öðravísi eða segja öðravísi. En ég trúi því ekki að sjálf at- burðarásin hefði breyst mikið nema ef alls ekki hefði verið tekið á mál- inu. Og hvað hefðu menn þá sagt? Þegar formanni flokksins er kennt um að Albert yfírgaf flokkinn vegna málsins skulum við hafa í huga að það var Albert sem var með skattamál sín í ólagi en ekki Þorsteinn. Við skulum líka hafa í huga að Albert sagði ekki af sér ráðherra- dómi ótilneyddur þegar málið kom upp, sem hefði fírrt alla vandræð- um. Hann ætlaðist til þess að flokkurinn færi í kosningabaráttu án þess að hann tæki á sig nokkra ábyrgð af mistökum sínum. Þegar jafn sterkur maður innan flokksins og Albert á í hlut og fer að setja sína þrengstu augnabliks- hagsmuni ofar hagsmunum félaga sinna þá hlýtur eitthvað undan að láta. Allar gerðir formanns flokks- ins í þessu máli miðuðust hins vegar við eitt. Að gera það sem er rétt. Ég hef þá trú að það sem er rétt fari saman við hagsmuni Sjálf- stæðisflokksins. Ég hef þá trú að það sem er rétt fari saman við hags- muni íslensku þjóðarinnar. Ég hef þá trú að Sjálfstæðisflokkurinn og formaður flokksins verði meiri af því að gera það sem er rétt. Ég vona að allir ungir sjálfstæðismenn séu mér sammála um þetta og séu tilbúnir til þess að standa þétt að baki formanni flokksins í því sókn- arstarfi sem framundan er. Valdaafsal Sjálfstæðisflokksins er hræðileg staðreynd og sérhver sjálfstæðismaður verður að leggja sitt af mörkum til þess að efla flokk- inn til fyrri végs. Eftir hin hörmu- legu kosningaúrslit hefur mikið starf verið unnið til þess að kanna hvað mætti betur fara í starfí flokksins og áróðri til þess að ná meiri árangri. Ekkert hefur verið heilagt í gagnrýni sjálfstæðismanna á sjálfa sig. Ahersla á fijálshyggju Meginvandinn sem við glímum við er að beina þessari sjálfsgagn- rýni inní þann farveg að hún nýtist flokknum. Það má vel vera að okk- ur takist ekki nægilega vel að koma stefnu okkar til skila á nægilega sannfærandi hátt. Þá má vel vera að við höfum klætt hugmyndir okk- ar í búning sem vakti ónauðsynlega hræðslu hjá einhveiju fólki. Það má vel vera að skipulag okkar sé ekki nógu markvisst og að starfs- hættir okkar séu staðnaðir að einhveiju leyti. Það má vel vera að öllum líki ekki að sjá formann flokksins brosa í sjónvarpi, ein- hveijum fínnist hann tala of óákveðið og jafnvel líkjast meir og meir fyrrverandi formanni flokks- ins. Við öllu því, sem er að, þarf að bregðast til þess að hefya nýja sókn fyrir sjálfstæðisstefnuna. Ungir sjálfstæðismenn hafa sér- staklega verið ásakaðir fyrir áherslu á frjálshyggju. Víst er að hún hefur haft áhrif á marga unga sjálfstæðismenn og þar er ég sjálfur meðtalinn. Sú kynslóð af ungum sjálfstæðismönnum sem ég tilheyri fékk sína pólitísku eldskím á áran- um fyrir og eftir 1970 þegar mikil vinstri bylgja gekk yfír. Þessi kyn- slóð ungra sjálfstæðismanna þurfti að beita ftjálshyggjunni til þess að geta náð hugum unga fólksins frá vinstri mönnum. Þegar ungir sjálfstæðismenn era ásakaðir fyrir áherslu á fijáls- hyggju skulum við minna á hvers- lags gífurlegar breytingar til batnaðar hafa orðið í þjóðfélaginu ^rneð auknu fijálsræði sem við höf- um jafnan stutt dyggilega. Við skulum t.d. minnast þess að það er ekki lengra en 10 ár síðan að einn af helstu útflytjendum landins var dæmdur í skilorðsbundið fang- elsi og sekt fyrir að eyða rúmlega 10 þúsund dönskum krónum í frii í útlöndum án þess að hafa til þess leyfí yfírvalda. Við skulum líka minnast þess að framsóknarmenn bönnuðu sjónvarpsútsendingar í lit þar til fólk gat farið að kaupa sér tæki sem gátu numið litaútsending- ar þrátt fyrir aðgerðir ríkissjón- varpsins. Hvemig væri þetta þjóðfélag ef ungir sjálfstæðismenn tækju allar ásakanir um áherslu á ftjálshyggju alvarlega? Ég hygg að þeir sem hamast á ungum sjálf- stæðismönnum fyrir fijálshyggju bæði innan flokksins og utan ættu að hugsa mál sitt betur. Stjóm SUS skipaði nefnd þegar eftir kosningar til þess að gera út- tekt á starfsháttum okkar og benda á leiðir til úrbóta. Þessi skýrsla verður kynnt hér á þinginu á morg- un og ég vil þakka þeirri nefnd sem starfað hefur að málinu undir for- ystu Gunnars Jóhanns Birgissonar. Ég vona að umræður okkar um þessi málefni verði jákvæðar og einkennist af vilja til sóknar og uppbyggingar og ekki verði farið í það að leita að sökudólgum. Samtök fólks Við skulum sérstaklega hafa í huga þegar við ræðum um starfs- hætti okkar og hvað að er hjá okkur sjálfstæðismönnum að við erum Sjálfstæðisflokkurinn. Sjálfstæð- isflokkurinn er ekki fyrirtæki sem ræður fólk í vinnu eftir því hvemig það stendur sig og segir því upp. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fyrir- tæki sem getur hætt að framleiða og selja sjálfstæðisstefnuna og tek- ið upp aðra stefnu eins og t.d. Framsóknarflokkurinn. Sjálfstæð- isflokkurinn er samtök fólks, samtök okkar, sem höfum sömu lífsskoðanir, sömu hugsjónir, og við eram í Sjálfstæðisflokknum til þess að vinna þeim framgang. Við náum ekki árangri með sjálfsgagnrýni og breytingum ef þær verða til þess að útiloka okkur sjálf frá Sjálfstæð- isflokknum. Það kemur enginn Sjálfstæðisflokkur í staðinn fyrir okkur. SUS er lifandi samtök sem hafa vilja til þess að láta gott af sér leiða. Eftir tuttugu ára vera í SUS horfí ég nú á áhugasamt ungt fólk sem á eftir að vera í samtökunum í næstu tuttugu ár. SUS mun eiga eftir að breytast eins og öll mann- anna verk. Ég vona að SUS verði alltaf sam- tök þar sem ungt fólk með sjálf- stæðishugsjónina í bijósti getur fundið sér vettvang til þess að starfa og ná árangri. Ég vona að SUS verði alltaf samtök þar sem leitað er að nýjum hugmyndum og leiðum til þess að efla framfarir og velferð þjóðarinnar allrar. Ég vona að SUS setji jafnan sjálfstæðis- stefnuna í öndvegi en fáist sem minnst við stundarpólitískar út- reikningskúnstir. Ég vona að SUS beijist fyrir því að ungt fólk eigi raunhæfan kost á því að búa á landsbyggðinni. Þar er sérstakt verk að vinna vegna þess að á valdatíma sínum hefur Framsóknarflokkurinn byggt upp á landsbyggðinni . valda- og fyrir-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.