Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 23

Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 23 greiðslukerfí með skömmtun og ráðsmennsku sem hamlar þar gegn almennum framforum. Það verður að frelsa landsbyggðina úr höndum Framsóknarflokksins. Ég vona að SUS haldi alltaf uppi merkinu fyrir minni ríkisumsvifum og lægri sköttum. íslendingar eiga þvi láni að fagna að hafa ekki lent á villigötum í skattheimtu og út- þenslu ríkisbáknsins eins og margar nágrannaþjóðir okkar. Þessa stöðu landsins verður að varðveita og finna leiðir til þess að sameina velferð allra landsmanna og hóflega skattheimtu. Ég vona að SUS verði alltaf önd- vert gegn skuldasöfnun erlendis sem er skattur á lífskjör unga fólks- ins í framtíðinni. Ég vona að SUS gleymi því aldr- ei á öld umbúðanna, ásýndarinnar og markaðssetningarinnar hvaða stefnu og hvaða hugsjónum er ver- ið að afla fylgis. Sjálfstæðisstefnan er lifandi steftia sem þarf að vera í sífelldri mótun. Hún hvílir á grunni fijáls- hyggju, íhaldsstefnu og ftjálsljmdis- stefnu og jafnframt byggir hún á kristinni trú og siðgæðisvitund. Þessar rætur má ekki skera af, heldur verður að sjá til þess að sjálf- stæðisstefnan fái að þróast upp frá þeim og verða jafn leiðandi fyrir þjóðina í leit að betra lífi. Sjálfstæðisstefnan fyrir alla Við höfum á þessu þingi valið okkur kjörorðið „sjálfstaeðisstefnan fyrir alla“. Með því viljum við leggja áherslu á að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta og athafna- frelsi er undirstaða framfara og velmegunar. Frelsisskerðing leiðir tii stöðnunar og hnignandi lífskjara. Frelsið er því frumforsenda velferð- ar í landinu jafnt sem mannlegrar hamingju. Við viljum líka leggja áherslu á að þeim sé hjálpað sem á aðstoð þurfa að halda vegna fötlunar, sjúk- leika eða elli. Ungir sjálfstæðis- menn vilja efla velferð þessa fólks og leita leiða til þess að það sé hægt án þess að gera almenning að þrælum skattpíningar. Ofskött- un dregur úr verðmætasköpun atvinnulífsins og þá er stutt í að velferðin minnki. Ungir sjálfstæðismenh hafa þá trú að allar stéttir eigi samleið með Sjálfstæðisflokknum. Við viljum sjá ísland sem land tækifæranna þar sem ungt fólk getur lagt hart að sér og komist í álnir. Við viljum sjá efhað fólk sem stendur á eigin fót- um og hjálpar þeim sem minna mega sín á grundvelli kristins sið- gæðis. Við skulum Iíka hafa þetta kjör- orð fyrir okkur sjálf á þessu þingi. Hér verður háð hörð kosningabar- átta um formennsku í samtökunum. En við skulum muna að sjálfstæðis- stefnan er fyrir alla og það er pláss fyrir alla unga sjálfstæðismenn inn- an Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Flöldi árekstra í Reyjavík Stofnfundur Borgaraflokks- ins í Austur- Skaftafells- sýslu STOFNFUNDUR Félags Borg- araflokksins í Austur-Skafta- fellssýslu og syðstu hreppum Suður-Múlasýslu var lialdinn á Höfn í Hornafirði laugardaginn 29. ágúst sl. Alþingismennimir Hreggviður Jónsson úr Reykjaneskjördæmi og Óli Þ. Guðbjartsson úr Suðurlands- kjördæmi mættu á fundinn og ræddu stjómmálaviðhorfíð. Fyrsta stjóm félagsins var kjörin: Einar J. Þórólfsson formaður, Elma Þórarinsdóttir, Skúli ísleifsson, Sigríður Birgisdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir. í varastjóm vom kjörin: Tryggvi Ámason, Bjöm Jónsson. Hafsteinn E. Stefánsson, Reynir Ólason, Hjörtur Guðjónsson. MARGIR árekstrar urðu í Reykjavík á föstudag. Á tæplega hálfum sólarhring, frá klukkan 6 um morguninn til kl. 17, urðu hvorki fleiri né færri en 28 árekstrar. Siys urðu ekki á fólki, utan einum ökumanni, sem lenti í árekstri á Höfðabakka. Svo virðist sem ástandið í um- ferðinni sé ívið verra í ár en í fyrra. Hjá slysarannsóknardeild lögregl- unnar fengust þær upplýsingar að í ágústmánuði síðastliðnum hefði deildin þurft að hafa afskipti af 305 óhöppum. í sama mánuði í fyrra vora óhöppin 203. Mun fleiri slösuð- ust í síðasta mánuði en i ágúst í fyrra, eða 24 á móti 19. Þar sem umnferðaróhöppum fer sífellt íjölgandi hefur verið ákveðið að umferðardeild lögreglunnar sjái ekki lengur ein um slík mál, heldur munu allir lögreglumenn á vakt reyna að stemma stigu við árekstr- um og slysum. Lögreglan hefur þegar hafið herferð sína og eiga gálausir ökumenn öragglega eftir að verða varir við það. IBM REISIR BRU MILU FORTlÐAR OG FRAMTÍÐAR Samstarfsaðilar IBM eru: ALMENNA KERFISFRÆÐISTOFAN, REYKJAVÍKURVEGl 66, HE S. 651077. FORRITUN SF, HAMRABORG 12, KÓP. S 641750. FRUM HF. SUNDABORG 1, RVK. S. 681888. GÍSLI J. JOHNSEN SF, NÝBÝLAVEGI 16, KÓP. S. 641222. HAGRITUN, GRÁNUFÉLAGSGÖTU 4, AKUREYRI. S. 96-27322. HUGBÚNADARHÚSIÐ, SÍDUMÚLA 21, RVK. S. 688811. HUGSJÓN, AUSTURVF.GI 1. ÍSAF. S. 94-4544. HUGUR HF, HAMRABORG 12, KÓP. S. 641230. HUGVIRKI, HÖFÐABAKKA 9c, RVK. S 671822. KERFI HF, HÖFÐABAKKA 9, RVK. S. 671920.' MIÐVERK, SKÚLAGOTU 51, RVK.S. 19920. RF.KSTRARIVFKNI HF, SÍÐUMÚLA 37, RVK. S. 685311. SKRIFSTOFUVÉLAR HF, HVERFISGÖTU 33, RVK. .S. 623737 TÖLVER, ÁRMÚLA 40, RVK. S. 681288. TÖLVUBANKINN, SÍÐUMÚLA 21, RVK. S. 681780. Komdu gömlu tölvunni i verð í skiptum fyrir IBM System/36 eða /38 Fram til 30, september tökum við upp þá ný- breytni að kaupa notaðan vélbúnað af fyrir- tækjum sem skipta yfir í ÍBM SYSTEM/36 eða /38. Þannig getur þitt fyrirtæki í senn eignast afar fullkominn tölvubúnað og komið gömlu tölvunni í verð. Þær fjölnotendavélar sem við kaupum eru m.a.: WANG,HP, VAX, PDP, BURROUGHS, ND,TI, QUANTEL, DG, KIENZLE, SAGE, TELEVIDEO, NORTH STAR, LUXOR OG SUPERBRAIN Kostir þess að velja IBM eru yfirgnæfandi: 1. Gott verð. 2. Góður og gangviss vélbúnaður. 3. Margbreytilegur hugbúnaður. 4. Einstök þjónusta. Vert er að gefa sérstakan gaum að rekstraröryggi SYSTEM/36 og /38. Það byggist á: 1. Þaulreyndum búnaði. 2. Óbrigðulli varahluta- þjónustu. 3. Hæfni tæknimanna. 4. Fullkomnum búnaði til að leita uppi bilanir (stöðugu sambandi við gagnabanka IBM erlendis). Það orkar ekki tvímælis að nú er rétti tíminn til að skipta yfir í fullkomnari og öruggari tölvu- búnað. Þú getur kvatt fortíðina með goðri samvisku! Hafðu samband sem fyrst við söludeild okkar eða einhvern af samstarfsaðilum IBM. VANWIRKNI í HVÍVETNA____________ Skaftahlið 24 105 Reykjavik Simi 27700 APGUS/SIA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.