Morgunblaðið - 08.09.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987
27
Nýr fréttaþáttur á Stöð 2:
Hef áhyggjur af
öllu sem er sett
okkur tíl höfuðs
- segir Ingvi Hrafn Jónsson, frétta-
stjóri ríkissjónvarpsins
„ÞAÐ verður að líta á alla sam-
keppni með ákveðinni virðingu
og við munum fylgjast vel með
þessum hýja fréttaþætti Stöðv-
ar 2,“ sagði Ingvi Hrafn Jóns-
son, fréttastjóri ríkissjónvarps-
ins. Stöð 2 hefur útsendingar
17. september á daglegum
frétta- og umfjöllunarþætti,
sem ber heitið „19.19“ og verð-
ur sjónvarpað frá kl. 19.19 til
kl.20.20.
í þessum nýja þætti Stöðvar 2
verður blandað saman frétta-
mennsku og nánari umfjöllum um
þjóðmál sem eru efst á baugi,
menningarmál, íþróttir og fleira.
FVéttir frá fréttastofu koma inn í
þáttinn kl. 19.30, en verða styttri
en nú er. „Þetta virðist vera metn-
aðarfullt prógramm hjá Stöð 2,
en það er þó erfitt að meta slíkt
nú,“ sagði Ingvi Hrafn. „Ef þessi
þáttur verður einungis blanda af
fréttum, Návígi og Eldlínunni þá
verða ekki miklar breytingar. Ef
þeim tekst hins vegar að gera
gott „fréttamagasín" þá sýnist
mér Stöð 2 vera með nýja og mjög
fýsilega hugmynd. Við höftim
sjálfír unnið að svipuðum þætti,
en framkvæmdum hefur verið
frestað fram yfír áramót, enda
kosta fyrirhugaðar útsendingar á
fimmtudögum sitt.“
Ingvi Hrafn sagðist vissulega
hafa áhyggjur af öllu nýju og
öflugu sem væri sett Sjónvarpinu
til höfuðs. „Síðari hluti „19.19“
verður sendur út á fréttatíma
Sjónvarpsins og þetta staðfestir
að það var ólánsskref að flytja
fréttir okkar aftur til kl. 20. Ef
þeir hafa fé og mannskap til að
fara ofan í okkar fréttir þá gæti
sá dagur runnið upp að við töpum
áhorfendum, jafnvel þó margir
telji okkar fréttir betri. Það er
greinilegt að Stöð 2 vex mjög ás-
megin og ef svo fer sem horfir
þá verða þeir með jafn marga
áhorfendur og við um áramót. Við
munum hins vegar ekki sitja með
hendur í skauti, heldur fylgjast vel
með þróuninni,“ sagði Ingvi Hrafn
Jónsson, fréttastjóri Sjónvarpsins.
Auglýsing um útgáfu
50 KRÓNA MYNTAR
í dag þriðjudaginn 8. september 1987 lætur Seðlabankinn
í umferð nýja 50 króna mynt. Frá sama tíma mun bankinn hætta að
gefa út 50 króna seðla, sem þó verða ekki innkallaðir í bráð
og verða um sinn í umferð jafnhliða myntinni.
Hin nýja mynt er af svofelldri gerð:
Þvermál er 23 mm, þykkt 2,6 mm og þyngd 8,25 g.
Myntin er slegin úr gulleitri eirblöndu (70% kopar, 24,5% sink
og 5,5% nikkel) og er rönd hennar riffluð.
Á framhlið myntarinnar er mynd af landvættunum, eins og á
5 og 10 króna myntinni, verðgildi í bókstöfum, „ísland“ og útgáfuár.
Á bakhlið er mynd af bogakrabba og verðgildi í tölustöfum.
'o A\reéJ/Mf\
Leðurfatnaður frá SERGE MIKO í París.
w
t)
1
Opið ciUci laugardaga 10:00 - 14:00. Greiðslukort - cifborganir.
EGGERT
feldskeri
Efst á Skólavörðustígnuin, sími II121.