Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 35
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987
35
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið.
Erlent vinnuaf 1
á Islandi
A
Aundanfömum vikum hafa
komið fram raddir úr röð-
um atvinnurekenda um það, að
nauðsynlegt sé að flytja inn til
landsins erlent vinnuafl í veru-
legum mæli. Því hefur verið
haldið fram, að vegna mikillar
spennu á vinnumarkaðnum sé
orðið erfitt fyrir atvinnufyrir-
tæki að fá fólk til starfa, af
þeim sökum sé að skapast alvar-
legt ástand í sumum atvinnu-
greinum og þess vegna ekki um
annað að ræða en flytja inn
erlent vinnuafl. Það em ekki
sízt iðnrekendur, sem hafa gerzt
talsmenn þessarar lausnar á
vinnuaflsvanda atvinnuveganna
og hafa þeir sagt, að fyrst í
stað myndu þeir leggja áherzlu
á að leita eftir fólki til starfa á
öðmm Norðurlöndum.
Nú er það að vísu ekkert
nýtt, að atvinnufyrirtæki leiti
til annarra landa eftir fólki í
vinnu. Ámm saman hefur það
tíðkast í nokkmm mæli í sjávar-
útvegi og fiskvinnslu. Það hafa
fyrst og fremst verið fyrirtæki
á landsbyggðinni, sem hafa
leyst vinnuaflsþörf sína með
þessum hætti og alkunna er,
að frystihús, t.d. á Vestfjörðum,
hafa ráðið fólk til starfa frá
Ástralíu, Nýja Sjálandi, Græn-
landi og fleiri löndum. Ekki
hefur komið til erfiðleika af
þessum sökum svo vitað sé.
Margir þjóðir í Mið- og Norð-
ur-Evrópu hafa gripið til þess
ráðs á undanfömum ámm og
áratugum að flytja inn vinnuafl
frá öðram löndum og þá ekki
sízt frá ríkjum í Suður-Evrópu
til þess að manna atvinnuvegi
sína. Þetta hefur t.d. tíðkast
mjög í V-Þýzkalandi. Oft vill
það verða svo, að hið erlenda
vinnuafl er flutt inn til þess að
taka að sér erfíð störf og óþrifa-
leg, sem lág laun em greidd
fyrir meðan þeir, sem fyrir em,
halda sig við betur launuðu
störfín.
Nú, þegar atvinnurekendur
hér á íslandi hafa vakið máls á
því að flytja inn erlent vinnuafl
í stærri stíl en nokkm sinni fyrr,
er ástæða til að staldra við,
huga að reynslu annarra þjóða
og hvað við getum af henni
lært. í stuttu máli er ljóst, að
þótt innflutningur á erlendu
vinnuafli hafí leyst ákveðin
vandamál í atvinnulífi þessara
þjóða, hefur það á hinn bóginn
leitt til nýrra vandamála, sem
em allt annars eðlis en vandi
atvinnufyrirtækja vegna skorts
á vinnuafli. Þegar mikill fjöldi
erlends fólks kemur inn í gróin
samfélög, sem byggja á langri
hefð og ákveðnum lífsmáta,
sýnir reynslan okkur, að sá inn-
flutningur leiðir til margslung-
inna og djúpstæðra félagslegra
vandamála, sem geta verið svo
erfið, að þau verði nánast óleys-
anleg. Þess vegna m.a. hafa
V-Þjóðveijar bmgðið á það ráð
seinni árin að reyna að fá hina
erlendu verkamenn til þess að
flytjast til heimalands síns á
nýjan leik og greitt þeim vem-
legar fjárhæðir fyrir.
Þegar nú er talað um það,
að leita eftir erlendu vinnuafli
í stómm stíl til þess að manna
íslenzk fyrirtæki, er ástæða til
að varpa fram þeirri spumingu,
hvort við íslendingar treystum
okkur til að takast á við þau
félagslegu vandamál, sem
reynsla annaría þjóða sýnir, að
muni leiða af slíkum innflutn-
ingi í þeim mæli, sem talað er
um. Að vísu hafa talsmenn at-
vinnurekenda sagt, að þeir vilji
leita eftir þessu vinnuafli frá
öðmm Norðurlöndum, og það
er auðvitað ljóst, að skyldleiki
Norðurlandaþjóðanna er svo
mikill, að fólk frá öðmm Norð-
urlöndum myndi ekki kalla yfir
okkur þennan félagslega vanda
í sama mæli. Hins vegar er afar
ólíklegt, svo að ekki sé meira
sagt, að við munum nokkm
sinni fá þann fjölda, sem um
er rætt, frá Norðurlöndum til
þess að vinna þau störf, sem
Islendingar sækjast a.m.k. ekki
stíft eftir, og þá mundu menn
telja eðlilegt að leita annað.
Atvinnurekendur hafa ekki
rætt þessa hlið málsins í opin-
berri umfjöllun þeirra um vanda
fyrirtækjanna. Hins vegar verð-
ur að gera kröfu til þess, að
þeir kynni einnig sjónarmið sín
varðandi þennan þátt málsins,
því að þeim er auðvitað jafn ljóst
og öllum öðmm að hinn félags-
legi vandi er til staðar hjá þeim
þjóðum, sem hafa reynslu af
innflutningi erlends vinnuafls.
Vel má vera, að velgengni
okkar íslendinga sé að komast
á það stig, að skortur á vinnu-
afli verði varanlegt vandamál í
atvinnulífi okkar á næstu ámm.
En er ekki hugsanlegt, að það
verði auðveldara að fást við
þann vanda með hagnýtingu
nýrrar tækni og aukinni hag-
ræðingu í rekstri atvinnufyrir-
tækja, en að kalla yfir okkar
fámennu þjóð vandamál, sem
hafa ekki verið til staðar hér
og þurfa ekki að koma til ef
rétt er á haldið.
Dönsku kosningarnar 1 dag:
Fj órflokkastj órnin fær
líklega brautargengi
í kosningimum í dag ræðst hvor þeirra verður forsætisráðherra
eftirAXEL
PIHL-ANDERSEN
UMRÆÐA um væntanlegt
stjórnarmynstur í Danmörku að
loknum kosningum var aldrei
líflegri en einmitt þegar nær dró
kjördegi. Rætt er um minnihluta-
stjórn undir forystu stærsta
stjórnarflokksins, íhaldsflokks-
ins, og þá með þátttöku Radikale
venstre, sem er núverandi stuðn-
ingsflokkur fjórflokkastjórnar-
innar. Þá stinga menn upp á því
að íhaldsmenn og sósíaldemó-
kratar gangi i eina sæng, eða
þeir tveir í félagi við Radikale
venstre.
Samsetningannöguleikamir eru
ótal margir, en samt sem áður er
nú líklegast að þeir fjórir flokkar,
sem kenna sig við fjögurra blaða
smára — íhaldsflokkurinn, Venstre,
Mið-demókratar og Kristilegi þjóð-
arflokkurinn, muni skipta með sér
ráðherrastólunum undir forsæti
íhaldsmannsins Pouls Schliiter.
Schliiter hefur hvað eftir annað
í kosningabaráttuni boðið Radikale
venstre að ganga til liðs við stjóm-
ina og gerast þannig „fimmta
blaðið" í smáranum, en formaður
Radikale Venstre, Niels Helveg
Petersen, sem jafnframt er per-
sónulegur vinur forsætisráðher-
rans, virðist ekki sérlega
ginnkeyptur fyrir þeirri hugmynd.
Niels Helveg vill vafalítið halda
núverandi lykilaðstöðu flokksins
sem stuðningsflokkur stjómarinn-
ar, en með fyrirvömm þó. Flokkur-
inn styður t.a.m. efnahagsstefnu
stjómarinnar fullum fetum, en hvik-
ar hvergi frá stefnu sinni í öðmm
málaflokkum eins og í menningar-
og umhverfismálum, en ekki síst í
utanríkismálum þar sem Venstre
snýst yfírleitt á sveif með sósíal-
demókrötum og em stjómarflokk-
amir einatt í minnihluta í þeim
efnum. Það hefur sérstaklega farið
í taugamar á leiðtoga Venstre og
utanríkisráðherra þjóðarinnar, Uffe
Elleman-Jensen, en hann hefur
þurft að þola ýmsa niðurlægingu á
fundum Atlantshafsbandalagsins
þegar hann er tilneyddur til þess
að koma með tillögur, sem alls ekki
em hans eigin og stangast gjaman
algerlega á við utanríkisstefnu
stjómarinnar. Tillögumar fá að vísu
iítinn hljómgmnn á fundum NATO,
en þar sem allar ákvarðanir banda-
Anker Jorgensen og Poul Schliiter.
Danmerkur næstu árin.
lagsins þurfa að vera samþykktar
samhljóða er ýmsum fyrirvömm af
hálfu Danmerkur bætt við í neðan-
málsgreinum.
Samstarf f lokkanna
fjögiirra.
Þegar Poul Schluter myndaði
stjóm borgaraflokkanna fjögurra
höfðu ekki margir stjómmálaskýr-
endur trú á að þar væri á ferðinni
starfhæf eða traust ríkisstjóm. Nú
viðurkenna hins vegar flestir að
samstarfíð hefur tekist framar öll-
um vonum — ekki síst vegna
óumdeilanlegra leiðtogahæfileika
forsætisráðherrans.
Fjórflokkamir ganga sameinaðir
til kosninga, en ekki fer þó á milli
mála að þar fara fjórir ólíkir flokk-
ar, hver með sína stefnuskrá og
áhersluatriði.
Stærsti stjómarflokkurinn,
íhaldsflokkurinn, hefur notið vin-
sælda forsætisráðherrans og hefur
fylgi flokksins vaxið allt kjörtímabi-
lið. Samkvæmt skoðanakönnun
styðja nú um 24% kjósenda flokk-
inn, en það er aðeins 5% lægra en
fylgi sósíaldemókrata, sem í fyrsta
skipti í jmörg ár geta nú ekki reitt
sig á það að vera stærsti stjóm-
málaflokkur Danmerkur.
Undir farsælli stjóm Schlúters,
sem leggur áherslu á ráðdeild og
málamiðlanir, hefur íhaldsflokkur-
inn breyst úr því að vera flokkur
hinna efnameiri í að vera raun-
vemlegur þjóðarflokkur. Hægri-
stimpilsins gætir nú ekki lengur og
Schlúter hefur með mikilli elju tek-
ist að fá fólk til fylgis við sig og
flokkinn með því að leggja ekki
minni áherslu á félagslega stefnu
flokksins en hina efnahagslegu.
Velferðarkerfið með hinu félags-
lega öyggisneti á að varðveita segir
Schluter og hann hefur margítrekað
það í kosningabaráttunni að íhalds-
menn leggist gegn einkavæðingu í
félagsmála- og heilbrigðisgeiran-
um.
Hugmynda-
fræöingarnir
Venstre hefur á hinn bóginn
þróast í öfuga átt. Eitt sinn var
flokkurinn talinn mun nær miðju
en íhaldsflokkurinn, en nú er flokk-
urinn tvímælalaust sá sem stendur
lengst til hægri. Venstre hvikar
ekki frá borgaralegri hugmynda-
fræði — og er mun ákveðnari en
hinir fjórflokkanna í því að leggja
til atlögu við velferðarríki sósíal-
demókrata. Leiðtogi flokksins er
Uffe Elleman-Jensen, fyrrverandi
sjónvarpsfréttamaður, sem er
óhræddur við að leggja út í heiftug-
ar ritdeilur þegar honum þykir á
sig eða flokk sinn hallað. Undir
stjóm hans hafa þingmenn Venstre
átt í nær stöðugum skæmm við
sósíaldemókrata og hafa deilur
þeirra Uffe Ellemans-Jensen og
Ankers Jorgensen, formanns sósíal-
demókrata, verið persónulegar og
á köflum mjög heiftugar.
Samkvæmt skoðanakönnunum
hefur Venstre um 12% fylgi, sem
er nokkm minna en þeir höfðu áð-
ur, og gæti það þýtt að sósíalíski
þjóðarflokkurinn fari fram úr þeim
og verði þriðji stærsti flokkur Dan-
merkur.
Smáflokkarnir tveir
Auk íhaldsmanna og Venstre em
tveir aðrir flokkar í stjóminni, Mið-
demókratar og Kristilegi þjóðar-
flokkurinn. Báðir em þeir í smæsta
lagi og má litlu muna að þeir nái
ekki þeim tveimur prósentum kjör-
fylgis, sem þarf til þess að flokkur
komist inn á þing. Samkvæmt skoð-
anakönnunum verða þeir með um
2,1% (Mið-demókr.) og 2,7% (Krist-
il. þj.) Þrátt fyrir að þessar tölur
séu lágar má þó minna á að flokk-
amir tveir hafa fyrr sýnt tilþrif í
sjónvarpskappræðum rétt fyrir
kosningar og þá náð talsverðri fylg-
isaukningu á síðustu stundu.
Hinn litríki formaður Mið-demó-
krata, Erhardt Jakobsen, þykir
sérlega lunkinn við að draga óvænt-
ar kanínur upp úr hatti sínum í
síðustu kappræðunum og sannfæra
óákveðna kjósendur þannig á
síðustu augnablikum kosningabar-
áttunnar. Þar fyrir utan hefur
Jakobsen orð á sér fyrir að vera
sá sem hugmyndina átti að fjór-
flokkastjórninni og í raun kom
henni saman. Hins vegar mun
flokkurinn vafalítið gjalda þess að
á undanfömu kjörtímabili hefur
tveimur helstu baráttumálum
flokksins, lækkun eignaskatta og
betri aðstöðu íbúðareigenda í fjöl-
býlishúsum, lítt sem ekki verið sinnt
af stjórninni.
Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur
frá upphafí verið óánægður með
að hafa aðeins yfír einu ráðuneyti
að segja, Umhverfísmálaráðuneyt-
inu, og hefur þeim nú þegar verið
lofað öðru ráðuneyti til viðbótar sitji
fjórflokkastjórnin áfram. Umhverf-
ismálaráðuneytið hefur þó vaxið
mjög undir stjóm Christian Christ-
ensen, formanns kristilegra, en
hann hefur reynt að koma sér og
flokknum á framfæri sem nokkurs
konar „græningjum", meðvituðum
um umhverfísmál.
Einn mesti vandi í búðum stjóm-
arliða fjórflokkanna kom líka upp
í tengslum við umhverfísmál vegna
kostnaðarsamrar áætlunar um
hreinsun danskra vatna og fljóta.
Áætluninni var hrundið af stað fyr-
ir um misseri síðan, en það var eftir
miklar deilur við Venstre og kristi-
legra. Venstre, sem sækir mikinn
hluta af fylgi sínu til bænda, lagð-
ist eindregið gegn ákveðnum
þáttum áætlunarinnar — sérstak-
lega þeim sem beint var gegn
landbúnaði og notkun tilbúins
áburðar.
I þessari deilu sem öðmm tókst
Poul Schlúter að miðla málum og
nú virðist gróið um heilt. Fari sem
horfí í kosningunum í dag er því
hægt að gera ráð fyrir frekara
stjómarsamstarfí fjórflokkanna í
fjögur ár til viðbótar.
Höfundur er blaðamaður hjá
Reportagegruppen í Árósum.
Tálknafjörður:
Endurbyggð sund-
laug tekin í notkun
- eina löglega keppnislaugin á Vestfjörðum
Tálknafirði.
STÆKKUÐ og endurbyggð
sundlaug var tekin í notkun á
Tálknafirði í júní síðastliðnum.
Laugin er 10x25 metrar og er
sú eina sem er af viðurkenndri
stærð til sundmóta á Vestfjörð-
um.
Lengd og endurbyggð var gömul
laug, sem var byggð árið 1931, og
hafði þjónað byggðarlaginu vel í
56 ár og einnig nærliggjandi
byggðakjömum, bæði hvað varðar
kennslu og almennt sund.
Tálknfírðingar em þeirra hlunn-
inda aðnjótandi að heitt vatn fínnst
víða í fírðinum, sem er á bilinu 12
til 45 gráðu heitt. Hreppsfélagið
hefur tryggt sér vatnsréttindi fyrir
sundlaugina og íþrótta- og félags-
heimili sem er í smíðum, svo og til
gmnnskóla staðarins. Vatn þetta
er 30 til 40 gráðu heitt og er nýtt
með varmadælu til upphitunar
skóla.
í tengslum við endurbyggingu
sundlaugar, var lokið við álmu í
íþrótta- og félagsheimili, sem búið
er að vera í smlðum í mörg ár. Þar
er fullkomin búnings-'og hreinlætis-
aðstaða, sem einnig mun nýtast
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir
iþróttakennari, eigandi heilsu-
ræktarinnar „Táp“ á Tálkna-
firði.
fyrir íþróttasal, sem vonandi verður
tekinn í notkun áður en mörg ár
líða. Með þessari bættu aðstöðu
verður unnt að kenna sund allt árið
um kring sem útilokað var áður
vegna lélegra búningsklefa.
Kostnaður við þessar fram-
kvæmdir eru um fjórar milljónir og
er þá ótalin sjálft>oðavinna fjarð-
# Morgunblaðið/Jón Bjamason
Sundkennsla barna í nýju lauginni á Tálknafirði.
arbúa, sem var mikil. Þó mikið sé
búið að framkvæma í svo fámennu
byggðarlagi, eru þó mörg smáverk-
efni eftir varðandi sundlaugina svo
sem lagning gripflísa meðfram
laugarbörmum, staðsetning heitra
potta og ýmislegt fleira.
Að lokum má geta þess að sl.
vetur var opnuð mjög fullkomin
heilsuræktarstöð á Tálknafirði. Er
hún til húsa í nýju 100 fermetra
húsnæði. Þar er ljósabekkur, þjálf-
unartæki, gufu- og sturtuböð. Ibúar
staðarins og nærliggjandi byggða
notfæra sér þessa aðstöðu óspart,
enda veitir þeim ekki af eftir langa
og erfiða vinnudaga. Stöð þessá á
og rekur Ingibjörg Inga Guðmunds-
dóttir íþróttakennari.
JOÐBÉ
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir TOM ARMS
• •
KJOR FORSÆTIS-
RÁÐHERRA JAPANS
Mikið verður um að vera í Japan
í október. Á næstu vikum nær
hörð kosningabarátta, sem þar
hefur farið fram á bak við tjöld-
in, hámarki, og henni lýkur með
því að nýr forsætisráðherra tek-
ur við sýórnartaumunum.
Almennir kjósendur í Japan
koma þama hvergi nærri.
Endanleg ákvörðun verður tekin í
reykmettuðum flokksherbergjum
þingflokks Frjálslynda demókrata-
flokksins, en hugsanlegt er að efnt
verði til atkvæðagreiðslu um fram-
bjóðendur meðal flokksmanna, sem
eru um 2,5 milljónir.
Fijálslyndum demókrötum hefur
tekizt að halda um stjómartaumana
frá árinu 1955, og ein ástæðan fyr-
ir þessari velgengni er sú stefna
flokksins að láta helztu flokksleið-
togana skiptast á um að gegna
embætti forsætisráðherra í þeim
tilgangi að koma í veg fyrir alvar-
legan klofning. Allir helztu
frammámenn innan flokksins fá
þannig að njóta sín, og lítil ástæða
er fyrir framagjama og hæfa
stjómmálamenn að hlaupast undan
merkjum og bjóða forustunni byrg-
inn. í raun er vegur ungra og
áhugasamra stjómmálamanna bezt
tryggður með því að ganga í flokk
fijálslyndra demókrata, starfa ötul-
Iega og bíða þar til röðin kemur
að þeim.
Meðan flokkurinn fer með stjóm
landsins fellur embætti forsætisráð-
herra í skaut formanns flokksins,
sem kosinn er á þriggja ára fresti.
Fræðilega er unnt að endurkjósa
sama manninn í embætti flokks-
formanns/forsætisráðherra
kjörtímabil eftir kjörtímabil. En í
reynd hefur flokkurinn kosið að
skipta um leiðtoga á þriggja ára
fresti.
Núverandi forsætisráðherra,
Yasuhiro Nakasone, rauf þessa hefð
þegar hann var endurkjörinn til að
gegna formannsembættinu hálft
kjörtímabil til viðbótar árið 1985.
Vonaðist hann til að fá umboð til
að gegna embættinu áfram seinni
helming kjörtímabilsins, en féll af
stalli vegna umdeildra tillagna um
breytingar á skattalögum. Margir
frammámenn í flokki fijálslyndra
demókrata halda því fram að staða
flokksins í dag væri betri en raun
ber vitni ef Nakasone hefði látið
af embætti eftir sitt þriggja ára
kjörtímabil.
Aðferðin við að kjósa eftirmann
Nakasone er ákveðin í lögum
flokksins frá árinu 1977. Er þar
um að ræða sambland af forkosn-
ingakerfinu í Bandaríkjunum og
vali þingflokks brezka íhaldsflokks-
ins á frambjóðendum. Sá sem
sækist eftir embætti formanns
verður fyrst að leggja fram skrifleg-
ar stuðningsyfirlýsingar frá í það
minnsta 50 þingmönnum flokksins.
Uppfylli fleiri en þrír frambjóðendur
það skilyrði ber öllum skráðum
flokksfélögum að greiða atkvæði
um frambjóðendurna. Þingmenn
Frjálslyrida demókrataflokksins
ákveða svo hver þeirra þriggja sem
flest atkvæði hlýtur skuli gegna
formennskunni næstu þijú árin.
Þeir sem mestu ráða varðandi
endanlega ákvörðun um eftirmann
Nakasone eru leitogar flokksbrot-
anna sex sem mynda flokk fijáls-
lyndra demókrata. Þessir menn em
áhrifamennimir í japönskum stjóm-
málum og ráða mestu um skipan í
öll ráðherraembætti. Hvert flokks-
brot er nefnt eftir leiðtoga þess, og
í heild er þetta kerfí táknrænt fyrir
uppbyggingu stjómmála í Japan,
sem nánast má líkja við lénsskipu-
lag. Enginn raunvemlegur skoð-
anaágreiningur ríkir milli flokks-
brotanna, en leiðtogarnir sex em
Zenko Suzuki, Susumu Nikaido,
Takeo Fukuda, Yasuhiro Nakasone,
Toshio Komoto og Nobom Takes-
hita.
Það þarf ekki endilega að verða
einhver leiðtoganna sex sem hlýtur
formannsembættið, né heldur víst
að leiðtogar stærstu arma flokksins
kjósi einhvem eigin stuðnings-
manna í embættið. Nakasone er
leiðtogi eins af smærri flokksbrot-
unum með aðeins 49 þingmenn í
neðri deild og 16 í efri deild jap-
anska þingsins. En honum tókst að
tryggja sér embætti forsætisráð-
herra með hagstæðum samningum
við stærri flokksbrotin, sem að laun-
um fyrir stuðninginn hlutu fleiri
ráðherraembætti en stuðningsmenn
Nakasone. Ekkert eitt flokksbrot-
anna hefur meirihluta í flokknum,
og ákvarðanir em því teknar með
samningum fleiri flokksbrota hveiju
sinni. Hafa ber í huga að valddreif-
ing ríkir innan japönsku ríkisstjóm-
arinnar, og þótt áhrif embættis
forsætisráðherra hafi verið aukin í
stjómartíð Nakasone, er sá sem
gegnir embættinu áfram einn í hópi
margra ráðherra sem gegna lykil-
hlutverkum.
Ekki er enn ljóst hvort efnt verð-
ur til kosninga innan flokksins um
frambjóðendur til formannskjörs í
næsta mánuði. Fjórir stjómmála-
menn hafa til þessa gefið kost á
sér — Noboru Takeshita, Susumu
Nikaido, Shintaro Abe og Kiichi
Miyazawa. Susumu Nikaido er tal-
inn eiga mjög litla möguleika, og
ekki er víst að honum takist að fá
stuðning 50 þingmanna flokksins
eins og tilskilið er, en takist það
er ljóst að leita verður til allra
flokksmanna í forkjöri. Og hann
hefur frest til 7. október til að ná
tilskildum stuðningi. Vitað er að
ýmsir þingmenn eru reiðubúnir til
að styðja hann vegna þess að þeir
vilja að álit flokksmanna fái að
ráða, ekki vegna þess að þeir vilji
fá Nikaido í embættið.
Framboð Nikaido hefur á vissan
hátt spillt fyrir samstarfi flokks-
brotanna, sem annars hefur jafnan
verið gott. Nikaido og Takeshita
vom áður báðir í flokksbroti sem
kennt var við Kakuei Tanaka, og
var stærsta flokksbrotið. Flestir
reiknuðu með að Tanaka-flokks-
brotið, sem ekki hefur skipað
embætti forsætisráðherra frá því
Tanaka neyddist til að segja af sér »
vegna Lockheed-hneykslisins svo-
nefnda árið 1976, hreppti embættið
nú í október. Takeshita var helzta
leiðtogaefni Tanaka-flokksbrotsins,
en mörgum mislíkaði við stjóm
hans og studdu Nikaido. Þessu
svaraði Takeshita með því að segja
skilið við Tanaka-hópinn og stofna
sitt eigið flokksbrot. Fylgdu honum
113 þingmenn. Takeshita er enn
talinn líklegastur til að ná kjöri í
október, enda er hann nú leiðtogi
stærsta flokksbrotsins. Auk þess
hefur Abe lýst því yfir að flokkur
hans sé reiðubúinn til að styðja
Takeshita. Það nægir þó ekki til
að tryggja meirihluta.
Nakasone gæti átt lykilhlutverki
að gegna, þar sem fylgi hans nægði
til að tryggja Takeshita embættið.
En ekki er ljóst hvort Nakasone,
sem á frama sinn að þakka stuðn-
ingi Tanaka-flokksbrotsins, telur
sig skuldbundinn til að styðja þá
sem þar era eftir undir forastu
Nikaido frekar en að styðja Takes-
hita og þá 113 þingmenn sem
fylgdu honum úr flokki Tanaka.
Ekki verður ljóst hvernig staðið
verður að kjöri nýja formannsins
fyrr en 7. október, sem er eindagi
fyrir framboð. Ef leita verður álits
allra flokksmanna, verða þeim
sendir atkvæðaseðlar í pósti, sem
ber að skila fyrir 27. október. Yrði
svo þingflokkur fijálslyndra demó-
krata að greiða atkvæði um þijá
atkvæðamestu frambjóðendurna
föstudaginn 30. október.
Höfundur er blaðamaður hjá
brezka blaðinu The Observer.
Á þriggja ára fresti verða hörð átök í flokki fijálslyndra demókrata
í Japan, þegar þeir velja sér formann og forsætisráðherra landsins.
Flokkur þeirra hefur farið með stjóm landsins frá stríðslokum.
Þótt oft hafi verið skipt lun forsætisráðherra breytir það ekki stöðu
Japanskeisara eða fjölskyldu hans. Hér sést Hirohito keisari veifa
til fólks á 86. afmælisdegi sinum sl. vor. Hann hefur setið lengst
konungborinna þjóðhöfðingja, sem nú em við völd í veröldinni og
er elstur þeirra að árum.