Morgunblaðið - 08.09.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987
41
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Verksmiðjuvinna
Óskum að ráða starfsfólk í verksmiðju vora
nú þegar.
Kexverksmiðjan Frón hf.
Skúlagötu 28.
Ægisborg
Fóstrur - starfsfólk
Fóstrur og starfsfólk óskast til starfa nú
þegar. Vinnutími eftir hádegi.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður og
yfirfóstra í síma 14810.
Hrafnista Reykjavík
Starfsfólk
óskast í eldhússtörf. Vinnutími 8.00-16.00.
Upplýsingar veittar í síma 689323 og á
staðnum.
Barnaheimili á staðnum.
Sölusamband
íslenskra
fiskframleiðenda
starfrækir tilraunaverksmiðju sem pakkar
fiski í neytendaumbúðir.
Starfsemi þessi fer fram í þjörtu og skemmti-
legu húsnæði sem nýlega var tekið í notkun í
þessum tilgangi á Keilugranda 1, Reykjavík.
Óskum eftir starfsfólki til að vinna að þessu
verkefni með okkur.
Þeir sem hafa áhuga geta komið við og
rætt við Björn Inga verkstjóra um laun og
vinnutilhögun.
Skrifstofustýra/
(stjóri)
— Lögfræðistofa
Okkur vantar duglegan og samviskusaman
starfskraft á aldrinum 20-40 ára í heils-
dagsstarf. Starfð felst í tölvuinnslætti, vélrit-
un, símsvörun og ótal öðru sem til fellur.
Vinnuaðstaðan er sérlega góð og vinnuveit-
endurnir alveg bærilegir. Laun eru mjög
sanngjörn en kröfurnar á móti líka miklar,
svo og ábyrgð. Æskilegt er að umsækjandi
geti hafið störf sem fyrst og ekki síðar en
1. nóv. nk.
Eiginhandarumsókn skal skila á skrifstofu
okkar fyrir lokun miðvikudaginn 9. sept.
1987.
LÖGMENN
SELTJARNARNESI
ÚIAFUR C.ARDARSSON HDL JÚHANN PÉTUR SVUNSSON I.ÖCFR
Auslurslrönd 6 ■ Simi 622012 • Póslhólf 75 172 Selljamames
Mikil vinna
Óskum að ráða nokkra verkamenn.
Upplýsingar í síma 84911.
Véitækni hf.
Framkvæmdastjóri
Framkvæmdastjóri óskast í gamalgróið raf-
eindafyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur. Þarf
helst að hafa reynslu á rafeindasviði, þó
ekki skilyrði, en röggsemi og stjórnunar-
hæfileikar nauðsyn.
Lysthafendur vinsamlegast sendi upplýsing-
ar um aldur og fyrri störf til augld. Mbl.
merktar: „T — 5358“ fyrir 14. september nk.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál.
Viðski ptaf ræði ng u r
af kerfisfræðisviði
frá bandarískum háskóla óskar eftir atvinnu.
Hefur þekkingu á VAX 11/780, HP3000, IBM
4341, COBOL, BASIC, PASCAL ásamt fjölda
hugbúnaðar.
Vinsamlegast hafið samband í síma 77048
milli kl. 3 og 5.
Fjölbreytilegt og
skemmtilegt starf
Óskum að ráða röskan og samviskusaman
starfskraft í farmiðasölu okkar. Skemmtilegt
og líflegt starf að samgöngu- og ferðamálum.
Málakunnátta áskilin. Vaktavinna. Ýmiss
hlunnindi í boði. Þarf að geta byrjað fljót-
lega. Upplýsingar á skrifstofu BSI umferða-
miðstöðinni, sími 22300.
íslenskar getraunir
auglýsa eftir starfskröftum til að annast leið-
sögn við uppsetningu tilbúinna hópleikja á
PC-tölvur.
Hlutastörf koma vel til greina, jafnvel tíma-
bundið.
Umsóknir óskast sendar Auglýsingadeild
Morgunblaðsins fyrir 15. sept. merkt:
„G—1-x-2“.
\ ✓
V
Æ
ISLENSKAR GETRAUNIR
Iþróttamiðstöðinni v/Sigtún • 104 Reykjavik ■ Island • Sími 84590
Grindavík -
Grindavík
Viljum ráða menn til eftirtalinna starfa sem
fyrst:
1. Vörubifreiðastjóra með meiraprófsrétt-
indi.
2. Mann með réttindi til að stjórna ámokst-
urstæki.
3. Iðnaðarmenn eða vana, handlagna menn
til viðhaldsstarfa.
Fiskimjöl og Lysi hf.,
sími 92-68107.
Ræsting
Viljum ráða sem fyrst starfskraft til að ræsta
daglega raftækjaverslun okkar og fjögur lítil
skrifstofuherbergi að hluta.
Upplýsingar gefa Margrét Sigfúsdóttir og
Sigurður Gunnarsson.
Laugavegi 170-172. Sími 695500.
Miðbæjarbakarí
Háaleitisbraut 58-60
óskar eftir afgreiðslukonum, bakaranemum,
aðstoðarmanni og ræstingarkonu.
Upplýsingar í síma 35280.
ST. JÓSEFSSPÍTALI,
LANDAKOTI
Lausar stöður
Dagheimili Brekkukot auglýsir eftir starfs-
fólki, nú þegar.
Upplýsingar veittar í síma 19600/250 alla
virka daga frá kl. 8.00-16.00.
Reykjavík 7. september 1987.
Opinbera stofnun
vantar starfsmann til léttra sendistarfa. Til
greina kemur að viðkomandi vinni eftir tíma-
skráningu hluta úr degi. Starfið getur því
hentað námsmanni.
Þið sem áhuga hafið á starfinu leggið nöfn
ykkar ásamt heimilisfangi og símanúmeri inn
á augld. Mbl. merkt: „G — 2434“.
Afgreiðslumaður
Afgreiðslumaður óskast til starfa í bílavara-
hlutaverslun okkar.
Upplýsingar gefur verslunarstjóri.
RÆSIR HF
Aöalumboð Daimler-Benz AG á Islandl
Skúlagötu 59,
sími91-619550.
Okkur
bráðvantar fólk
• í vélasal.
• Á lager.
• Aðstoðarmenn við prentvél.
Upplýsingasími 67-2338 frá kl. 9.00-12.00
og 13.00-17.00 alla virka daga.
Einnig á staðnum.
PI.isl.os liF
KRÓKHALSI 6