Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 44

Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 Suðurnes: Ný aðferð við vinnshi á beitukóngi Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Þorbjörn Daníelsson og Sólmundur Einarsson fiskifræðingur um borð í rannsóknarskipinu Mími RE í Njarðvíkurhöfn. A borðinu fyrir framan þá er ein gildran sem notuð er við veiðarnar og hluti af aflanum. Keflavik. TILRAUN AVINNSLA á beitu- kóngi hefur staðið yfir í Keflavík og Vogum undanfama 6 mán- uði. Arangurinn lofar góðu að sögn þeirra Eiríks H. Sigurgeirs- sonar og Þorbjöras Daníelssonar sem fundið hafa upp aðferð við að ná fiskinum úr kuðungnum án þess að sjóða hann eins og gert er erlendis. Þeir vildu ekki upplýsa aðferðina og sögðu hana atvinnuleyndarmál. Sólmundur Einarsson, fiskifræð- ingur, sem stundað hefur rannsókn- ir á beitukóng undan ströndum íslands undanfarin 4 ár, sagði að þeir Eiríkur og Þorbjörn hefðu unn- ið þrekvirki með þessum árangri að ná fískinum hráum úr kuðungn- um. Sólmundur telur að þessi veiðiskapur geti átt mikla framtíð fyrir sér, sé rétt haldið á málum. Beitukóngurinn er fangaður í gildrur með agni í og er nýtingin 15—16%. Gildrumar eru staðsettar útaf Vogastapa og hefur afli verið ágætur. „Við byijuðum með 20 gildrur, en höfum að undanfömu verið með 50 gildrur, þar af 10 fyrir krabba," sagði Eiríkur. Þeir ætla nú að fjölga gildmnum um helming. „Mest höfum við fengið 260 kíló eftir nóttina, en að jafnaði hefur aflinn verið um 150 kíló. Aflinn gæti ef til vill verið betri, því við höfum verið með hluta af gildrunum á flakki í leit að nýjum slóðum og fáum stundum lítið í þær. Bestur virðist árangurinn ef gildmnar em hafðar á sama stað í nokkum tíma, því það er eins og beitukóngurinn renni á lyktina af agninu sem í þeim er.“ „Mistökin sem við höfum gert hafa verið mörg en við teljum okk- ur vera komna með dýrmæta reynslu," sagði Þorbjörn. „í upp- hafi notuðum við sömu aðferð og tíðkast erlendis við vinnsluna. Þar er beitukóngurinn soðinn í 10 mínútur og við það losnar fiskurinn úr kuðungnum. Okkur fannst fisk- urinn verða of seigur með þessari aðferð og ákváðum að reyna að ná honum úr hráum og það hefur nú tekist." Þorbjöm sagði að þeir hefðu haft mikla samvinnu við Rúnar Marvins- son matsvein og þeim hefði þótt útkoman best að skera beitukóng- inn í sneiðar og snöggsteikja hann. „Þannig hafa veitingahús matreitt hann að undanfömu sem forrétt og hefur líkað vel.“ Nokkrir aðilar hafa haft samband við þá félaga og viljað kynna hrá- efnið erlendis. En þeir segjast ætla að fara hægt í sakirnar og ekki flana að neinu. Þeir hafa að undan- fömu haft samvinnu við Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins og væm staðráðnir í að senda ekkert frá sér nema hráefni í hæsta gæðaflokki. Eiríkur og Þorsteinn hafa stund- að vinnsluna á beitukóngi sem aukagrein. Eiríkur er kennari og Þorsteinn aðstoðarflugumferðar- stjóri í Reykjavík. Þeir hafa lagt út talsverðan kostnað við tilrauna- vinnsluna og hafa m.a. verið að verka saltfisk til að létta undir. Aðstöðu hafa þeir fengið hjá feðgunum Margeiri Jónssyni og Margeiri Margeirssyni í Röst. Þeir vom með útgerð og fiskverkun, en em nú hættir. Eiríkur sagði að þeir feðgar hefðu verið sérlega hjálp- samir og áhugasamir um gang mála. Um síðustu helgi lauk hálfsmán- aðar leiðangri á vegum Hafrann- sóknarstofnunar í Faxaflóa undir stjóm Sólmundar Einarssonar fiski- fræðings. Kannað var svæði undan ströndinni frá Borgamesi að Leiru og fengust beitukóngur og krabbi á öllu svæðinu. Sólmundur sagði tvö afbrigði vera af beitukóng í Faxa- flóa, en þau væm fleiri umhverfis landið. - BB Viðskiptaráðuneytið: Viðræðurum sölu hlutabréfa ríkisins í Utvegsbanka Islands Viðskiptaráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu þegar Ijóst var að tilboðsgjafar í hlutafé ríkisins í Iðnaðarbankanum hf. hefðu samþykkt að taka upp við- ræður til að kanna hvort unnt sé að ná samkomulagi þeirra á milli um kaupin á hlutafénu. Þessi tilkynning fer hér á eftir. Að undanfömu hefur Jón Sig- urðsson, viðskiptaráðherra, rætt við fulltrúa þeirra aðila, sem gert hafa tilboð í meirihuta hlutaíjár Útvegs- banka íslands hf. Þar em annars vegar Samband íslenskra sam- vinnufélaga og samstarfsfyrirtæki þess en hins vegar 33 fyrirtæki og einstaklingar. Auk þess hefur við- skiptaráðherra átt viðræður við aðra, sem lýst hafa áhuga á hluta- bréfakaupum í bankanum. I framhaldi af þessum samtökum hefur viðskiptaráðherra skrifað Sambandi íslenskra samvinnufé- laga og hópi 33 tilboðsgjafa í hlutabréf ríkisins í Útvegsbankan- um bréf, þar sem fram kemur, að tilboð þeirra verði áfram til athug- unar í viðskiptaráðuneytinu meðan þeir kanni hvort unnt sé, að ná samkomulagi þeirra á milli í þessu máli. Báðir aðilar hafa nú svarað, að þeir vilji taka þátt í slíkum við- ræðum. Gert er ráð fyrir að fulltrúar annarra aðila geti síðar komið inn í þessar viðræður. Er þar einkum átt við fulltrúa sparisjóða. Viðræð- umar munu einnig snúast um endurskipulagningu bankakerfísins með fækkun og stækkun lánastofn- ana að leiðarljósi á grundvelli yfirlýstra áforma Sambands íslenskra samvinnufélaga og sam- starfsfyrirtækja þess og frá hópi 33 tilboðsgjafa um samruna Út- vegsbanka íslands hf. við aðrar lánastofnanir. Gert er ráð fyrir að viðræðum þessum Ijúki fyrir lok september. Nái væntanlegir kaupendur hlutafjárins samkomulagi, sem jafnframt tryggir hagsmuni ríkis- sjóðs að mati viðskiptaráðherra, verður gengið frá sölu hlutabréf- anna svo fljótt sem kostur er. Æskilegt er, að fyrir liggi gleggri upplýsingar en nú um efnahag og rekstur bankans áður en gengið verður endanlega frá sölu hluta- bréfanna. Meðan þessar viðræður standa yfir verða hlutabréf ríkisins í Útvegsbanka íslands hf. ekki seld öðrum, en viðskiptaráðuneytið mun skrá þá, sem áhuga hafa á kaupum, án skuldbindingar. Eins og kunnugt er, samþykkti Alþingi í mars sl. lög um stofnun hlutafélags um Útvegsbanka fs- lands. í lögunum var gert ráð fyrir að ríkissjóður gæti fyrst um sinn átt meirihluta hlutafjár í bankanum, en stefnt skyldi að því að selja al- menningi og fyrirtækjum eignar- hluta ríkisins. Hlutaféð skyldi verða 1.000 milljónir króna að nafnverði á stofndegi. Stofnfundur Útvegs- banka íslands hf. var haldinn í Bílstjórafélög á Suðurlandi og Alþýðusamband Suðurlands vísa því á bug að uppsögn á gildandi aðalkjarasamningi sé ólögleg, en því var haldið fram af Vinnuveit- endasambandi íslands og Vinnu- málasambandi samvinnufélaga. Þetta kemur fram í frétt frá Alþýðusambandinu. Nú hefur slitnað upp úr samning- arviðræðum vegna fastlaunasamn- ings fyrir sunnlenska bílstjóra við byijun apríl. Undirbúningur að sölu hlutabréfa ríkissjóðs í bankanum hófst í viðskiptaráðuneytinu þegar í mars sl. Um miðjan júní sendi ráðuneytið frá sér auglýsingu um söluverð bréfanna og lánskjör sem í boði væru við kaup. í bæklingi um söluna, sem vísað var til í aug- lýsingunni og væntanlegir kaup- endur gátu aflað sér hjá söluaðilum, var að finna frekari upplýsingar um sölu hlutabréfanna. Þar kom meðal annars fram, að samþykki við- skiptaráðherra þyrfti áður en af sölu á hlutabréfum að andvirði 50 milljónir króna eða meira að nafn- verði til eins eða skyldra aðila gæti orðið. Um miðjan ágúst sl. höfðu kaup- endur aðeins skráð sig með þessu móti fyrir hlutaféð innan við 40 milljóniri króna að nafnverði, en föstudaginn 14. ágúst gerði Sam- band íslenskra samvinnufélaga ásamt þremur samstarfsfyrirtækj- um sínum tilboð í 67% af öllu hlutafé bankans, samtals að nafn- verði um 670 milljónir króna á vinnuveitendasamtökn. Samninga- nefnd Alþýðusambands Suðurlands, sem fer með umboð fyrir Bílstjóra- deild Víkings í Vík, Bílstjórafélag Rangæinga og Okuþór á Selfossi hefur afhent vinnuveitendum upp- sögn félaganna á gildandi aðal- kjarasamningi frá 6. desember sl. og vísað málinu einhliða til ríkis- sáttasemjara. Þessu mótmæltu vinnuveitendur sem ólöglegu, vegna þess að hluti samninganefndar verðlagi í maí sl. Tilboðinu fylgdi yfirlýsing um fyrirhugaðan samr- una Samvinnubankans hf. við Útvegsbankann og getið var um áhuga tilboðsgjafa á því að innláns- deildir kaupfélaganna og Alþýðu- bankinn hf. tækju einnig þátt í þeirri sameiningu ef af kaupum yrði. Tilboðið var tekið til athugunar af hálfu viðskiptaráðherra, en mánudaginn 17. ágúst gerðu full- trúar 33 aðila annað tilboð í allt óselt hlutafé ríkisins í Útvegsbank- anum, samtals að nafnverði um 760 milljónir króna í maí sl. Meðal þeirra voru Iðnaðarbankinn hf. og Versl- unarbankinn hf. og fylgdi tilboðinu yfirlýsing frá Iðnaðarbankanum um áhuga á samruna við Útvegsbank- ann og frá Verslunarbankanum um áhuga á samstarfi, sem kynni síðar að leiða til samruna. Þetta tilboð var einnig tekið til nánari athugun- ar í viðskiptaráðuneytinu. Hinn 26. ágúst staðfestu síðan Samband íslenskra samvinnufélaga og samstarfsfyrirtæki þess, að þau VMSÍ hefur skrifað upp á fast- launasamning fyrir bílstjóra. í frétt frá Alþýðusambandi Suð- urlands segir: „Félögin á Suðurlandi og Alþýðusamband Suðurlands vísa þessum mótmælum á bug m.a. vegna þess að síðasta samninga- fundi aðila og sem leiddi til undirrit- únar var haldið leyndum fyrir sunnlensku fulltrúunum úr samn- inganefnd VMSÍ og komu þeir þar af leiðandi hvergi nærri samninga- hefðu hug á að kaupa öll óseld hlutabréf ríkisins í bankanum. Tveimur dögum síðar komu fulltrú- ar nokkurra starfsmanna og við- skiptavina bankans á fund viðskiptaráðherra og lýstu áhuga á hlutafjárkaupum í bankanum. Auk þess hafa fulltrúar sparisjóða ný- lega lýst áhuga sínum á hugsanleg- um kaupum á hlutafé í Útvegs- bankanum. Ekki þarf að orðlengja að ágrein- ingur hefur verið um það síðustu tvær vikurnar, hvernig bregðast skuli við þessum tilboðum af hálfu ríkisins. Afstaða viðskiptaráðuneyt- isins mótast af þeirri stefnu, sem ríkisstjórnin markaði sér í banka- málum með stefnuyfirlýsingu sinni: í fyrsta lagi að létta íjárskuldbind- ingum vegna Útvegsbankans af ríkissjóði og þar með af skattgreið- endum. í öðru lagi að stuðla að samruna smærri banka og spari- sjóða í stærri og öflugri banka, sem veitt geta viðskiptavinum sínum alhliða þjónustu á hagkvæman hátt. I þriðja lagi að draga úr ábyrgð ríkisins á rekstri banka þannig að stjómendur þeirra séu fyrst og fremst ábyrgir gagnvart eigendum hlutafjár í bönkunum. f fjórða lagi að dreifa eignarhaldi á hlutafé í bönkum eftir föngum. Loks hefur viðskiptaráðuneytið leitað lausnar, sem sæmilegur friður gæti orðið um, jafnt á sviði viðskipta sem stjórnmála. Stefnt er að því, að með framan- greindum viðræðum muni fínnast farsæl lausn á þessu máli. gerðinni. Fulltrúi Verkamannasam- bandsins eða einstakir aðrir nefndarmenn sem leynifund þennan sátu kvöldið 27. ágúst sl. höfðu ekkert umboð frá sunnlensku bílstjórafélögunum til slíkrar samn- ingagerðar. Fulltrúi VMSÍ mun hafa skrifað undir með fyrirvara um samþykki einstakra aðildarfé- laga. Þess má og geta að Ökuþór er ekki aðili að VMSÍ. Málið er nú í höndum ríkissáttasemjara." Bílsljórar á Suðurlandi: Telja uppsögn samnings löglega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.