Morgunblaðið - 08.09.1987, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987
Minning:
Jón Trausti Lárus
sonfráHeiði
Fæddur 12. september 1918
Dáinn 31. júli 1987
Nonni frændi er dáinn. Það er
alveg ólýsanlegur missir fyrir mig
og frændsystkini mín. Á sumrin
þegar sól var hæst á lofti og nótt-
leysa á Norðurlandi, þyrptumst við
til Nonna, burt úr borgarglaumn-
um, því í Bræðraborg var alltaf
húsrúm af því að húsráðandi átti
nóg hjartarúm.
Jón Trausti hét hann fullu nafni,
einn af 14 bömum Amþrúðar Sæ-
mundsdóttur og Lámsar Helgason-
ar á Heiði, Lauganesi. Þau bjuggu
við þjóðbraut þvera og heimili þeirra
var rómað fyrir gestrisni. Auk sinna
14 bama ólu þau upp bróðurson
Amþrúðar. Þar voru einnig bama-
böm langtímum saman, en aldrei
var þröngt og allir vom velkomnir.
Ungur fór Jón til sjóróðra á ver-
tíðir sunnanlands, en hugur hans
stóð þó löngum til búskapar. Hin
síðari ár vann hann í Hraðfrystistöð
Þórshafnar. Alls staðar var hann
vel þeginn til verka, samviskusamur
og dyggur.
Aðstæður ollu því að Jón flutti
frá Heiði til Þórshafnar. Ásamt
Ingimar bróður sínum byggði hann
þar stórt íbúðarhús, sem þeir köll-
uðu Bræðraborg. Hjá þeim bjuggu
JAZ2
SPORIÐ
Vönduð kennslí
Markviss þjálfun
Barnajazz
fyrir 2ja ára og eldri.
Fjölbreytt kennsla.
★ Barnadansar
★ Músíkleikir
★ Söngur
★ Rythmi
★ Ballett
★ Jazz
Kennslustaðir:
Hverfisgötu 105.
íþróttahúsið v/ Strandgötu, Hf.
Innritun í síma 13880, 84758, 13512.
t
til æviloka móðir þeirra, sem þá var
orðin ekkja og systir þeirra, Þórdís,
ásamt bömum sínum tveimur, ann-
að sjúklingur. Einnig var í heimilinu
bróðursonurinn Sæmundur Sæ-
mundsson, sem ólst að mestu leyti
upp hjá Jóni. Hann lét sér afar
annt um þessi fósturbörn sín, leiddi
þau og studdi á margan hátt. Nonni
á Heiði, eins og hann var af flestum
nefndur, var hæglátur, dagfars-
prúður og orðfár. Hann var einn
af þessum traustu mönnum sem
aldrei níddi náungann og var fjöl-
skyldu sinni bjargtryggur. Hann
var manna glaðastur með glöðum
og þar hrókur alls fagnaðar. Öllum
bömum var hann góður, t.d. lánaði
hann ungskátum Heiðarhúsið þegar
þá langaði til að fara úr ys og þys
fjölbýlisins og vera ein með sjálfum
sér og vorinu. Hann skildi svo vel
hvað gott var að vera á Heiði.
„Gangið bara vel um elskurnar,“
sagði hann. Og börnin bmgðust
ekki.
Orð mín em fá og fátækleg. En
Nonni var nú aldrei orðmargur
sjálfur, heldur lét verkin tala. Við
systkinaböm hans söknum hans og
þökkum fyrir samvemna.
Jenný
Marsellíus Bern-
harðsson — Minning
Fæddur 16. ágúst 1897
Dáinn 2. febrúar 1977
Þann 16.ágúst sl. hefði Marsellí-
us Bemharðsson skipasmíðameist-
ari orðið 90 ára. Hann var fæddur
1897 á Kirkjubóli í Valþjófsdal
Önundarfirði Hann ólst upp í
Hrauni á Ingjaldssandi frá 1905,
en dó 2. febrúar 1977. Frá 1920
var hann alþekktur borgari á
ísafirði, við skipasmíðastörf hjá
vHinum íslensku verslunum" á
Isafirði. Síðar landsþekktur fyrir
miklar og traustar skipasmíðar
sínar, frá smábátum til togara.
Hann smíðaði alls 52 skip.
Áhugi hefur vaknað hjá ætt-
mönnum hans, að skrá minningar
og safna söguköflum um hann, hjá
samstarfsmönnum hans, sem
þekktu hann vel, og nokkmm blaða-
mönnum einnig, er áttu tal við
hann. Nokkuð hefur áunnist en eigi
nóg.
Hugmynd ríkir um útgáfu bókar
um hann, með myndum af starfi
hans og sögu, sem náði til flestra
útgerðarstaða á landinu. í minningu
um 90 ára afmæli Marsellíusar og
konuna hans Albertu Albertsdóttur
komu flest böm og mörg bamaböm
þeirra saman að Laugum í Dala-
sýslu og áttu þar góðar og kærar
minningarstundir saman um for-
eldra sína, frá æsku- og fullorðins-
ámm sínum. Þeirra er heiðurinn,
og aðrir ættmenn þakka.
Blessuð sé minnig þeirra og
þökkuð er hér samhjálp þeirra við
svo marga þá lífsleiðir lágu saman.
Guðmundur Bemharðsson f. Astúni
HJÁ DANSSTÚDlÓI SÓLEYJAR
'RDANSINN EKKIBARA UST
■HELDURKENNSIANLÍKA!
Haustnámskeiðin hefjast 14. september. Kennararnireru betri
en nokkru sinni fyrr og aðstaðan ein sú besta.
Jassballett Klassískur ballett Nútímaballett
Byrjenda- og framhaldshópar fyrir karla og konur, stráka og
stelpur frá 7 ára aldri og upp úr.
Innritun er hafin í símum 687801 og 687701
frá kl. 10-19 alla daga nema sunnudaga.
E
SÓLEYJAR
Kennarar: Winifred R. Harris, Ástrós Gunnarsdóttir, Shirlene Alicia Blaker, Bryndis Einarsdóttir