Morgunblaðið - 08.09.1987, Síða 55

Morgunblaðið - 08.09.1987, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 55 . Eldfjörugir tímar á lauaardöau Taugardöguth hjá Hra Blandaðir tímar, strákar — stelpur Fer inn á lang flest heimili landsins! Starfsfólk óskast 1. Framreiðslumenn 2. Nema í framreiðslu 3. Starfsfólk í eldhús — vaktavinna 4. Starfsfólk til ræstinga — morgunstörf 5. Skrifstofustjóra — alhliða skrifstofustörf Upplýsingar gefur Birgir Jónsson, Gullni Haninn, sími 34780. Minninff: Kornelíus Hannes- son bifvélavirki Fæddur3.júli 1911 Dáinn 31. ágúst 1987 Komelíus Hannesson fæddist 3. júlí 1911 í Reykjavík og lést hinn 31. ágúst sl. á heimili sínu, eftir margra ára erfíð veikindi, eða allt frá 1972. Hann varð 76 ára að aldri. Foreldrar hans vom hjónin Hannes Stígsson og Ólafía S. Ein- arsdóttir, sem allan sinn búskap bjuggu hér í borg, þau em látin fyrir allmörgum ámm. Komelíus, eða Konni eins og hann var kallaður meðal vina og kunningja, ólst upp í hópi 6 bræðra og var hann þeirra næstelstur, en þeir em allir á lífí. Ungur að aldri, eða 1. febrúar 1926, hóf Konni nám í bifvélavirkjun hjá Nikulási Stein- grímssyni, sem þá rak bifreiðaverk- stæði á Klapparstígnum bak við Fálkann. Vom lærlingamir 4 og kaupið 20 kr. á viku. Verkfæri vora öll fábreytileg og sum léleg, en nóg að gera. Þannig má segja að Konni hafi verið með þeim elstu í faginu, sem hann svo vann við til 1972 að heilsan brast, sem fyrr segir. Að vísu var Konni til sjós á ámnum 1964-68. Það mun hafa verið um 1941 að ég réðst til vinnu á verkstæði Raf- magnsveitu Reykjavíkur við Barónsstíg, í gamla „Fjósinu", sem svo var almennt kallað, sennilega vegna þess að þar var á sínum tíma fjós barónsins á Hvítarvöllum, sem í hugum landsmanna er orðinn að nokkurs konar þjóðsagnapersónu, en það er önnur saga. Eg veitti því fljótt athygli að Konni var sérlega fær í sínu fagi, vandvirkur og fljótvirkur og ekki spíllti að maðurinn var léttur í skapi og lá ekki á skoðunum sínum, kom til dyranna eins og hann var klædd- ur. Má segja að þar sem Konni var ríkti engin lognmolla. A þessum ámm lék allt í lyndi, heilsan góð og framtíðin björt. Árið 1935 hafði Konni gengið að eiga konu sína, Ástbjörgu Geirsdóttur, og samhent vom þau í uppeldi barna sinna, einnar dóttur og þriggja sona, er öll hafa stofnað sín eigin heimili. Vinátta okkar Konna gmndvall- aðist á sameiginlegu áhugamáli: útivem og veiðiskap i ám og vötn- um. Þetta leiddi til þess að snemma fóram við að fara saman í veiðitúra og minnist ég margra ánægjulegra 12) Guíínijfarrim X- y Laugavegi/178, ^ ,/ Reykjavík - Símv 34780 ferða í misjöfnum veðmm og misjafnri færð. Vom þá ekki alltaf famar troðnar slóðir, en ánægjan sú sama þótt eftirtekjan væri ekki alltaf í samræmi við fyrirhöfnina. En nú er þessu lokið. „Græninginn“ gamli, Willys-jeppinn, ber okkur ekki oftar út í buskann, til Baulár- vallavatns eða annarra vatna í íslenskri náttúm. Eg þakka Konna samverana og votta eiginkonu hans og afkomend- um einlæga samúð mín. Megi hann hvíla í friði. J.Þ. Steinunn Gróa Bjama- dóttir - Minningarorð Fædd 9. september 1924 Dáin 7. ágúst 1987 Líkt og laukur lyftist úr moldu fóstrar fræ og sáir, þannig er llf og þroski manna eilíf upprisa. (Davíð St.) Steinunn Gróa Bjamadóttir andaðist í Landspítalanum 7. ágúst 1987 tæplega 63 ára. Hún var gift Trausta Eyjólfssyni lögregluþjóni sem lést í október 1971. Böm þeirra em tvö. Inger Odd- fríður húsmóðir á Hamraendum í Stafholtstungum og Bjami vélstjóri í Reykjavík. Við Steinunn vomm ungar þegar leiðir okkar lágu fyrst saman. Þá strax urðu vináttuböndin sterk og fölskvalaus og hafa verið það æ síðan. Við vomm báðar giftar lögreglu- þjónum. Störf þeirra mörkuðu heimilishætti og tengdu fjölskyld- umar saman í blíðu og stríðu. Framtíðardraumamir lýstu af gleði og trú á líf og heilsu — og margir þeirra urðu að vemleika. Heimili ekkar vom dvalarstaðir á gleðistundum fjölskyldnanna, enda stutt á milli. Ferðalög hérlend- is og erlendis urðu ógleymanleg og treystu enn samheldni og vináttu. Steinunn og Trausti vom okkur hjónunum bestu vinimir þegar Guð- mundur, maðurinn minn, missti heilsuna. Það vom þau sem sterk- ust stóðu við hlið mér og dætra minna þar til yfír lauk. Þau vom óvenju traust á erfiðum stundum og þeim var lagið að horfa til framtíðarinnar með það í huga að láta aldrei bugast, sækja ávallt á brattann. Þegar Steinunn stóð svo ein uppi með bömin sín tvö nokkr- um mánuðum síðar sýndi hún þann fádæma kjark og æðmleysi að ógleymanlegt er hveijum sem til þekkti. Þegar ég nú horfi á eftir þessari sérstöku vinkonu minni yfir móðuna miklu fyllist hugur minn þakklæti fyrir allt sem hún gaf mér og minni fjölskyldu með nærvem sinni í sorg og gleði. Hún gaf okkur vinum sínum hlutdeild í öllu því besta og kærleiksríkasta sem var til í fari hennar — og hún hafði af nógu að taka. Guð blessi minningu vinkonu minnar og gefí börnum hennar, bamabömum og öðmm ástvinum huggum í minningunni um sérstaka ágætiskonu, sem varð öllum kær er kynntust henni vel. Með vinarkveðju. Rósa G. Stefánsdóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar fmmort ljóð um hinn látná. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.