Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 56

Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, MÁLFRÍÐUR JENSDÓTTiR, Köldukinn 10, Hafnarfirði, lést laugardaginn 5. september. Gísli Emilsson, Heiðar Gíslason, Stefanía Víglundsdóttir, Fríða Kristín Heiðarsdóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR INGVAR GRÍMSSON, Smáratúni 14, Selfossi, andaðist í sjúkrahúsi Suðurlands laugardaginn 5 september. Grímur Sigurðsson, Ágústa Þ. Sigurðardóttir, Sigurður S. Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson, Ásta Kristinsdóttir, Sigurður Guðmundsson, ingibjörg Guðmundsdóttir, Gróa K. Bjarnadóttir. t Elskulegur sonur okkar og bróðir, INGVARARNARSON, Logafold 75, Reykjavik, lést af slysförum sunnudaginn 6. september. Rúna Didriksen, Ásmundur Jóhannsson, Hanna Kristin og Dagmar. t Eiginmaður minn, PÁLLHAFSTAÐ, Snekkjuvogi 3, Reykjavik, lést 5. september í Landakotsspítala. Ragnheiður Baldursdóttir. t Eiginmaður minn, RAGNAR EINAR EINARSSON, Furugerði 1, andaðist þann 6. september í Landspítalanum. Gunnhildur Pálsdóttir. Móðir okkar, t t GUÐBJÖRG INGVARSDÓTTIR, Reynimel 76, Reykjavík, sem lést 2. september sl. í Borgarspítalanum, verður iarðsett fimmtudaginn Reykjavik. 10. september kl. 13.30 frá Aðventkirkjunni í Þeir sem vildu minnast hennar, láti systrafélagið Alfa njóta þess. Dætur hinnar látnu. t Ástkaer eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, MAGNEA ÁLFSDÓTTIR CURRAN, lést í Skotlandi þann 27. ágúst sl. Útförin fór fram í Duns 31. ágúst. Við þökkum samúðarkveðjur og hlýhug. ManusJ. Curran, Ellen Curran, Álfrún McCormick, Dave McCormick, Dennis Curran, Jennifer Curran, barnabörn, systkini og mágafólk hinnar íátnu. Guðríður Sigjóns dóttir— Minning Fædd 26. febrúar 1924 Dáin 31. ágúst 1987 I dag kveðjum við hana Guggu og því langar mig að minnast henn- ar með örfáum orðum. Gugga var fædd 26. febrúar 1924 í Vestmannaeyjum, en þegar hún var fjögurra ára var hún tekin í fóstur af Guðmundi Guðlaugssyni bónda í Hallgeirsey í Landeyjum og ólst hún þar upp. Guðmundur reyndist Guggu mjög vel og var henni alltaf eins og besti faðir. Þegar hún var átján ára fór hún einn vetur í húsmæðraskólann á Staðarfelli í Dölum og síðan lá ieið- in til Reykjavíkur til að vinna fyrir sér. Rúmlega tvítug giftist Gugga Jóni Karlssyni frá Mið-Seli við Seljaveg hér í Vesturbænum. Þau eignuðust þijár dætur, þær Kol- brúnu, fædda 1946, Hrafnhildi, fædda 1948, og Eddu Kristínu, fædda 1959. Jón var lengst af til sjós og það kom því í hlut Guggu eins og annarra sjómannskvenna að reka heimilið og ala upp stelp- umar. Þetta var oft erfítt, en tókst með mikilli vinnu, spamaði og út- sjónarsemi, þar sem allt var nýtt til hins ýtrasta. Ég kynntist Guggu fyrst þegar við Edda Kristín lentum saman í 10 ára bekk í Austurbæjarskóian- um. Við urðum fljótlega mjög góðar vinkonur, þó að ekki þættum við líkar, og ég varð hálfgerður heima- gangur hjá þeim næstu árin. Þau bjuggu þá á Þórsgötunni í agnarlít- illi risíbúð og þaðan á ég góðar minningar. Einhveijar þær bestu em frá dögunum fyrir öskudag, því að í mörg ár vomm við Edda Kristín meðal stórvirkustu „öskupoka- hengjara" borgarinnar. Gugga saumaði fyrir okkur poka á gömlu handsnúnu saumavélina sína, en við drógum í opin og beygðum títu- pijóna og að morgni öskudags héngu langar keðjur af marglitum öskupokum í gluggatjöldunum á Þórsgötunni. En handsnúna saumavélin dugði til margs annars en að framleiða öskupoka, því að á hana saumaði Gugga alls kyns fatnað af mikilli list og vélin sú bilaði aldrei þótt ýmsar nýtískulegri maskínur brygðust. Þegar við Edda vomm þrettán ára fluttu þau Jón og Gugga í stóra, bjarta íbúð á Skólavörðu- stígnum og þá fengu hæfíleikar hennar og smekkvísi við innrétting- ar fyrst að njóta sín fyrir alvöru. Gugga smíðaði, málaði, vegg- fóðraði og flísalagði eins og færasti iðnaðarmaður og árangurinn varð einstaklega fallegt heimili þar sem allir fengu jafn hlýjar móttökur, jafnt flissandi unglingsstelpur sem virðulegar frúr, að ég tali ekki um bamabömin. Enda var oft gest- kvæmt á Skólavörðustígnum og alltaf heitt á könnunni. Eftir að Edda flutti að heiman hitti ég Guggu sjaldnar, en sam- bandið rofnaði þó aldrei og það var alltaf jafn notalegt að líta inn til hennar og spjalla saman yfír kaffí og nýbökuðum vöfflum. í fyrravetur veiktist Gugga af sjúkdómi þeim sem nú hefur Iagt hana að velli. Síðustu mánuðimir vora erfítt stríð og nú er hvíldin kærkomin að lokinni langri baráttu. Ég vil þakka Guggu fynrir góða t Útför móöur okkar, EDDU SIGRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR læknis, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 10. septem- ber nk. kl. 15.00 Árni Leifsson, Björn Leifsson, Helga Leifsdóttir. t Faöir minn, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN HELGASON, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, lést i St. Jósepsspítala 6. september. Útförin fer fram frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 16. september kl. 13.30. Guðlaug Elísa Kristinsdóttir, Nanna Snædal, Jakob Bjarnar, Atli Geir og Stefán Snær Grétarssynir, María Anna Þorsteinsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, STEFÁN BJÖRNSSON, Vfðihvammi 13, Kópavogi, er lést í Vífilsstaðaspítala 1. september verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag þriöjudaginn 8. september kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Jóhanna Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Legsteinar MARGAR GERÐIR Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KORNELÍUS HANNESSON bifvélavirki, Hæðargarði 8, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni i Reykjavík þriðjudaginn 8. september kl. 13.30. Mamom/Grmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Astbjörg Geirsdóttir, Ágúst G. Korneliusson, Gullý B. Kristbjörnsdóttir, Ólafur H. Kornelíusson, Guðný J. Kjartansdóttir, Ástbjörg Korneliusdóttir, Ómar Þórsson, Sigurður Korneliusson, Geirlaug Ingólfsdóttir og barnabörn. samfylgd og sendi Jóni og stelpun- um og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu kveðjur. Dögg Hringsdóttir Tengdamóðir mín, Guðríður Sig- jónsdóttir, lést að morgni mánu- dagsins 31. ágúst í Landakotsspít- ala, eftir langa sjúkdómslegu. Gugga eins og hún var alltaf kölluð var fædd í Vestmannaeyjum 26. febrúar 1924. Foreldrar hennar vom Sigjón Halldórsson smiður frá Stóra-Bóli f Homafirði og Sigrún Runólfsdóttir frá Eystri-Hóli í Vest- ur-Landeyjum. Sigrún er orðin 98 ára og dvelur nú á heimili aldraðra, Hraunbúðum í Vestmannaeyjum og er hún elsti vistmaður þar. Þau hjón eignuðust tólf böm og var Gugga fyórða yngst, Sigjón lést aðeins 43 ára gamall. Vegna veikinda heimilisföðurins urðu þau hjón að láta frá sér tvö bama sinna í fóstur, þau Guggu og Þórhall bróður hennar. Það hlýt- ur að hafa sett mark sitt á bams- sálina að þurfa að yfirgefa foreldra sína og systkini aðeins fyögurra ára að aldri. Þau Gugga og Þórhallur vom fóstmð af þeim ágætu hjónum Guðmundi Guðlaugssyni og Kristínu Þórðardóttur, sem bjuggu að Ey í Vestur-Landeyjum, en síðar að Hallgeirsey í Austur-Landeyjum. Þau hjón vom einstök góðmenni, afskaplega hjartahlý og tóku að sér allmörg böm í fóstur til lengri eða skemmri tíma og önnuðust þau sem sín eigin væm. Gugga naut ekki fósturmóður sinnár lengi, því Kristín lést 1930. Guðmundur kvæntist aftur, Guðríði Jónasdótt- ur, og eignuðust þau tvo syni, Guðlaug Grétar er lést bam að aldri og Jónas Ragnar. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Guðmundi á hans efri ámm og til marks um hvem hug hann bar til bama, er mér minnisstætt atvik þegar hann kom í heimsókn til okk- ar hjóna. Hrafn sonur okkar hafði verið hávær og ég var að tala um óþægðina í honum, þá sagði hann við mig höstuglega, það em engin böm óþæg, þau em aðeins misjafn- lega dugleg. Gugga dvaldi öll sín uppvaxtarár í Hallgeirsey, en um tvítugt lá leið Blómastofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavik. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.