Morgunblaðið - 08.09.1987, Side 62

Morgunblaðið - 08.09.1987, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 ? QlðM UmverMil Pro»» SynðlcaM uM ,, «r ab b'i<5a. «ftir þvi có heyrou, |?u þurrKir af fótunum!" i r Ast er... . . . aÖ fœra henni óvœnt blóm. Við heppin að verða bensínlaus. Kauptu súkk- ulaði í leiðinni... Með morgxinkaffrnu Það eru svakasögur sem afi segir, enda kemur hann beint úr gömlu dög- unum! HÖGNI HREKKVÍSI HANN BORGAR PÚR. ZOO KR 'A Tl/WANN EF Þ6 LOFAR. OKKUR AÐ l/AKA LENOUR." Hugleiðingar leikmanns - um hitt og þetta Til Velvakanda. Hér úti á landsbyggðinni gengur allt sinn vanagang, eða jafnvel langt fram yfír það. T.d. þarf ekki að fara nema rétt út fyrir bæjar- mörkin hér og maður er kominn í beijaland þar sem hver sem er get- ur tínt eins mikið af blábeijum og hann vill og það endurgjaldslaust og þurfí maður að bregða sér á sveitabæ þá kemst maður ekki hjá því að þiggja í að minnsta kosti eitt kfló af kartöflum án endur- gjalds. Einn bóndi í Eyjafirði leyfír hverjum sem hafa vill að ganga í sinn kartöflugarð og taka upp eins mikið af kartöflum og hann óskar gegn 20 kr. gjaldi pr. kfló. Sem sagt héraðið flýtur í mjólk og hun- angi. Já, flýtur í mjólk að minnsta kosti því menn og skepnur hafa fengið sinn skammt af þessum hvíta og hreina miði og þá er ekkert um annað að ræða en að hella honum niður. Sumir reyna þó að skiija og strokka upp á gamla mátann en það dugir ekki til. Jörðin fær sinn skammt. Ég brá mér til rakara um daginn eins og gerist og gengur. Ég hafði aldrei séð hann áður og var ákveð- inn í að segja nú ekki neitt við þennan ókunna mann með klippum- ar en eins og margir þekkja segir maður oft hluti við rakarann sinn sem maður segir ekki öðrum. Það er svona á vissan hátt eins og að segja það steininum. Ég leit í blöð- in sem voru þama til ánægjuauka fyrir þá sem biðu þess að komast í stólinn. Þjóðviljinn varð fyrstur fyrir valinu. Ég fletti honum, las fyrirsagnir og hljóp lauslega yfír eina og eina grein. Þar rakst ég á lista yfir fólk sem var spurt hvort það héldi að „ljóti kallinn“ væri til eða ekki. Allir nema einn, sem spurðir vom, svöruðu því til, að þeir tryðu aðeins á það góða. Ekki veit ég hvað þeir Þjóðviljamenn vilja með spumingu sem þessari, en ég held að enginn óvinur geti gert andstæðingum sínum verra en að láta þá halda að hann sé ekki til. Rakarinn sagði mér að ég væri næstur og var von bráðar byijaður að klippa mig. Við þögðum báðir drykklanga stund. Síðan byijaði hann ofurvarlega og spurði mig hvaðan ég kæmi og hvað ég starf- aði. Ég vildi ekki vera ókurteis við manninn og leitaði eftir einhveiju áhugaverðu _ umræðuefni. Hvemig líst þér á Útvegsbankamálið, það nýja? Það kom einhver ánægjug- lampi í augu rakarans. Jú, þetta em nú meiri labbakútamir sem stjóma þessu landi okkar, þessum rúmlega tvö hundmð þúsund sálum. Hann hætti að klippa og otaði skær- unum út í loftið svona eins og til að leggja áherslu á orðin. Þessi ægilegi banki ætlar ekki að gera það endasleppt. Fyrst lánar hann einu fyrirtæki aleiguna og nú svífur hann yfír ríkisstjómini eins og valur í vígahug, tilbúinn að kljúfa hana. Hefurðu lausn á þessu erfíða máli, sagði ég og setti upp spekingssvip. Að sjálfsögðu, sagði hann. Gera einn stóran ríkisbanka úr öllu klabbinu, en ekki fara að gefa auð- valdsöflunum þetta á silfurfati. Ég vildi að hann héldi áfram að klippa mig og þegði, mér fannst eins og þama væri einhver Þjóðviljahljómur svo ég þagði og þóttist góður að þessari athöfn var senn lokið. Ég stóð upp úr stólnum og spurði um leið og ég borgaði fyrir þjónustuna: hver heldur þú að verði næsti for- maður Alþýðubandalagsins. Kannski Ólafur Ragnar? Vonandi, svaraði rakarinn. Það er maður sem kann að leysa hnútana. Ég var kominn út í blíðuna sem var eins og landföst á þessum fallega síðsumardegi. Ég ætlaði að vara mig næst að minnast ekki á Útvegs- bankann þegar ég þyrfti að sitja ósjálfbjarga þetta langan tíma eins og hjá rakaranum núna. Ég minntist gullkoma, sem ég hafði lesið: „Jafnvel afglapinn virð- ist vitur ef hann þegir.“ Maður vissi aldrei hvem maður hitti fyrir þegar stjómmál vom annars vegar. Ég fór að hugsa um ríkisstjóm- ina. Þeir höfðu ekki farið að ráðum mínum um hijómleikaferð sem ég minntist á í síðasta pistli mínum, enda þarf meira en venjulega leik- menn til að leysa úr þvílíkum vanda sem stjómin er alltaf í. Sérstaklega eftir að þeir leystu verðbólguvand- ann á fyrra stjómartímabili þessar- ar „uppskveruðu" stjómar. Enginn virðist mega vinna eins og hann vill. Ef menn gera það em þeir sektaðir fyrir að fara fram úr afla- kvóta sínum eða fullvirðisrétturinn ekki virtur. Það er kaldhæðnislegt að sjórinn er að tæmast af fiski meðan landbúnaðarafurðir verða að fjöllum sem enginn virðist hafa visku til að nýta. Það er engin furða þó að menn vilji koma upp físki- ræktarfyrirtækjum. En þá koma líka vandamál, sjúkdómar og of- framboð á fískiseiðum. Samt hafa allir það gott á landinu okkar sem heilsuna hafa. Vinnan svo mikil að nú þarf að fara að flytja inn fólk til að hjálpa til við atvinnubótavinnuna. Já, ríkisstjóm- in getur sungið: „Allir em að gera það gott nema við.“ En eins og ég sagði áður, það er ekki nóg að vera alltaf að finna að og gera ekki til- raun til að benda á úrbætur. Hvemig væri ef Þorsteinn og strákamir hans kæmu hingað norð- ur í einn ærlegan beijatúr og fæm í kartöflugarðinn góða í leiðinni. Síðan gætu þeir sett upp sölutjald framan við Stjómarráðið þegar heim kæmi og selt íbúum höfuð- borgarsvæðisins afurðimar. — Manni Yíkverji skrifar að fer varla á milli mála að haustið er komið eftir einstak- lega gjöfult og gott sumar. Stund- um em ártíðaskiptin ekkert alltof glögg og verða iðulega ekki greind nema með hjálp almanaksins. Að þessu sinni em skilin hins vegar ótvíræð og lægðalestin vestan frá Nýfundnalandi er nú aftur komin á sína gömlu þjóðbraut með tilheyr- andi umhleypingum eftir að hafa haldið sig meira og minna miklu sunnar í Atlantshafínu í allt sumar. Um leið og skammdegið byijar að hellast yfír, leggst náttúmna í dvala, laufín falla af tijánum og grösin sölna. En í sama mund kviknar líf á öðmm sviðum. Skól- amir fyllast á ungviði og ungu fólki. Leikhúsin opna gáttir sínar eftir sumardvalann og verður ekki annað séð að ýmislegt bitastætt verði að finna á ijölum beggja leik- húsa borgarinnar í vetur. Og nýr og aukinn kraftur hleypur í mynd- listar- og tónlistarlífið enda þótt segja megi að vertíðin í þessum greinum standi orðið allt árið um kring. Skammdegisleiði ætti því að vera með öllu óþarfur í þeirri flöl- breytni sem íslenskt þjóðlíf býður upp á nú orðið. XXX að er ótrúlegt til þess að hugsa að erlendum ferðamönnum sem til landsins koma, skuli hafa §ölgað um 15% á fyrstu sjö mánuð- um ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Það er einnig ótrúlegt að á hveijum degi yfír hásumarið skuli um 900 erlendir ferðamenn koma til landsins á degi hveijum að með- altali. Aukning á ferðum erlendra ferðamanna til landsins hefur síðustu ár verið talsvert meiri en allar áætlanir gerðu ráð fyrir. Þessi aukning hefur einnig valdið því að fjörkippur hefur hlaupið í hótel- byggingar á höfuðborgarsvæðinu og víðar en í Reykjavík einni er nú talið að séu um 1000 gistirými og að þau verði orðin nokkuð á annað þúsund á næsta ári. Nú er svo komið að jafnvel yfír hásumar geta hótel ekki gengið að því vísu að herbergin fyllist sjálf- krafa af gestum heldur þurfa þau að stunda sölumennsku og sam- keppni í verði og þjónustu til að ná viðskiptavinum til sín. Því er nú farið að bera á ákveðinni sérhæf- ingu hjá einstökum hótelum, þar sem sum leggja sérstaka áherslu á ráðstefnugesti með því að bjóða sem mesta þjónustu á því sviði. Á þann hátt er reynt að lengja ferðamann- atímabilið og einnig að ná til gesta sem eru ekki eins fastheldnir á aurana í buddum sínum og hinn hefðbundi sumarferðalangur. XXX róun í matvælatækni fleygir hratt fram og þarf íslenskur matvælaiðnaður, ekki sist fískiðn- aður okkar að fylgjast vel með þróuninni á þeim sviðum. Víða eru Islendingar þó í fremstu röð. Á ráð- stefnu hér á landi sem haldinn er í tilefni af framlagi Kellogg-stofn- unarinnar til matvælarannsókna á íslandi skýrði t.d. dr. Bjöm Sigur- bjömsson frá notkun geilsatækni við geymslu matvæla og kom þar m.a. fram að með þessari tækni megi geyma ferskan físk ( allt að þijár vikur. Það þýddi að allir fisk- markaðir heims gæta opnast íslensku hráefni, svo að ekki er að undra þótt íslenski fískiðnaðurinn fylgist með þessum rannsóknum af áhuga, eins og fram kemur í frétt í Morgunblaðinu. í annarri frétt í blaðinu er síðan vitnað í frásögn í Newsweek um að sænskt fyrirtæki, FTC, hafí byij- að framleiðslu á vélbúnaði, sem geti gert að físki á innan við einni mínútu og jafnvel reykt hann á einni nóttu. Við þessa frétt í Newsweek má síðan bæta því við til gaman og fróðleiks að þessi nýi búnaður verður kynntur í fyrsta sinn á al- þjóðlegum vettvangi einmitt hér á Islandi, þ.e.a.s. á alþjóðlegu sjvarút- vegssýningunni sem haldin verður hér upp úr miðjum þessum mán- uði. Þótt landið sé talsvert úr alfaraleið í hinum alþjóðlega tækni- heimi, þá er ánægjulegt til þess að vita að við skulum þannig vera mitt í hringiðunni á því tæknisviði sem skiptir okkur hvað mestu máli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.