Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 68
■Hróðleikur og X skemmtun fyrirháa semlága!
v ^
ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
DREGIÐ IDILKA
Þær stöllur Fjóla, 8 ára, Kristín, 9 ára, og Laufey, 7 ára,
hjálpa til við að draga í dilka í Hrútatungurétt á sunnudag-
inn. Réttað verður á fleiri stöðum um næstu helgar, en
göngum og réttum hefur nú verið flýtt nokkuð, meðal ann-
ars til þess að lömbin komi ekki of feit af fjalli.
Sjá nánari frásögn af fyrstu réttum haustsins á blaðsíðu 16.
Þorsteinn Pálsson sendi Reagan bréf um hvalveiðimál:
Viðræður hefjast á ný
Gert samkvæmt tillögu í svarbréfi Bandaríkjaforseta
Umferðarslys:
Sautján ára
piltur lést
SAUTJÁN ára piltur úr
Reykjavík lést í umferðarslysi
á Kleppsvegi á sunnudags-
morgun.
Pilturinn ók bifreið sinni, af
gerðinni Fiat Uno, austur eftir
Sætúni um kl. 7.35 á sunnudags-
morgun. Þegar bifreiðin var komin
inn á Kleppsveg missti pilturinn
stjóm á henni, með þeim afleiðing-
um að hún fór upp á umferðareyju
og hafnaði á ljósastaur. Pilturinn
var fluttur á slysadeild en var lát-
inn þegar þangað kom. Bifreið
hans er gjörónýt.
Ekki er unnt að birta nafn hins
látna að svo stöddu.
Útvegsbankinn:
Trygging-
arféð end-
urgreitt
JÓN Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, hefur afhent Sambandi
íslenskra samvinnufélaga og
forsvarsmönnum 33 aðila í
sjávarútvegi það fé, sem þeir
lögðu fram til staðfestingar
tilboðum í hlutafé ríkisins í
Útvegsbankanum.
„Það er rétt, ég gekk frá því
fyrir helgina að skila báðum þeim
aðilum, sem tilboð gerðu, því stað-
greiðslufé sem þeir lögðu fram
þegar tilboðin voru gerð,“ sagði
Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
„Avísanir frá þessum aðilum voru
teknar til vörslu að ósk þeirra, en
nú er ljóst að nokkur tími getur
liðið þar til Útvegsbankamálið
leysist og því var ekki talið rétt
að binda þetta fé hjá ríkisféhirði
og koma þannig í veg fyrir að
þeir gætu ávaxtað það. Ég lít ekki
svo á að þeir hafi fallið frá tilboð-
um sínum með því að taka við
þessu fé aftur. Þeir hafa sýnt fram
á staðgreiðsluvilja sinn og getu.“
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík
hafði í nógu að snúast aðfara-
nótt mánudagsins og fram á
morgun. Tvivegis kom upp eldur
í íbúðarhúsum og um morguninn
var tilkynnt um eld í gistihúsi i
Brautarholti. í tveimur tilvik-
anna er talið að um íkveikju hafi
verið að ræða, en rannsóknarlög-
regla rikisins fer með málin.
Skömmu eftir miðnætti aðfara-
nótt mánudags var slökkviliðið
kallað að Kirkjuteigi 13, sem er
steinhús, tvær hasðir og ris. Þar
reyndist logá í forstofuherbergi og
var eldurinn fljótslökktur. Einn
maður var í íbúðinni og var hann
GERT er ráð fyrir að næstu daga
hefjist á ný viðræður milli
islenskra og bandarískra stjóm-
valda um hvalveiðar íslendinga.
Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra, sendi Ronald Reagan,
Bandaríkjaforseta, bréf fyrir
skömmu þar sem sjónarmiðum
íslendinga var iýst. í gærmorgun
nokkuð brenndur á höndum. Hann
var fluttur á slysadeild. íbúðin
skemmdist lítið, utan forstofuher-
bergið.
Hálfum fjórða tíma síðar, kl.
3.30, var tilkynnt um eld í íbúð í
Garðastræti 13a, sem er þriggja
hæða steinhús. Þegar slökkviliðið
kom á vettvang reyndist eldur loga
á annarri hæð hússins. Lögreglu-
þjónn og vegfarandi höfðu þá
brotist inn í húsið og náð út manni
sem var einn í íbúðinni. Hann var
fluttur á slysadeild og síðan á
Landspítalann. Reykkafarar réðu
niðurlögum eldsins, en grunur leik-
ur á að um íkveikju hafí verið að
barst forsætisráðherra svarbréf
frá Bandaríkjaforseta. Ekki hef-
ur verið upplýst um efni þess að
öðra leyti en þvi, að Bandaríkja-
forseti leggur til að frekari
viðræður fari fram milli
ríkjanna. Fjórir ráðherrar
íslensku ríkisstjórnarinnar
ræddu þessa tillögu í gær og nið-
ræða. íbúðin skemmdist mikið.
Þriðja útkall slökkviliðsins var
svo kl. 7.40 á mánudagsmorgun.
Þá var tilkynnt um eld í Gistihúsinu
í Brautarholti 22. Eldurinn reyndist
vera í rúmi og sængurfatnaði í einu
herbergjanna, en ekki var búið í
herberginu. Líklegt þykir að kveikt
hafi verið í.
Fyrir utan þessa viðburðaríku
nótt var helgin tíðindalftil hjá
slökkviliðinu. Síðdegis á sunnudag
var að vísu tilkynnt um eld í Brauði
hf., Skeifunni 11. Þegar slökkviliðið
kom á staðinn hafði eldurinn þegar
verið slökktur, en hann hafði kvikn-
að út frá bakarofni.
urstaðan varð sú að Þorsteinn
Pálsson mun á ríkisstjóraarfundi
í dag leggja til að þessar viðræð-
ur fari fram og Steingrímur
Hermannsson, utanríkisráð-
herra, annist þær af hálfu
íslendinga.
Þorsteinn Pálsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að ástæða þess
að bréfíð var sent til Bandaríkjafor-
seta sjálfs hafi verið sú, að í stjóm-
kerfi Bandaríkjanna hafi málið haft
þann gang að það var komið á
hans borð. Eftir að íslendingar
ákváðu að halda áfram hvalveiðum
á þessu ári og veiða 20 sandreyðar
eftir hlé sem gert var í sumar vegna
viðræðna ríkjanna tveggja hafi ver-
ið ákveðið að árétta sjónarmið
íslendinga við forseta. Bréfið sem
barst í gærmorgun var síðan svar
við bréfi Þorsteins.
Ekki er ákveðið hvar eða hvenær
viðræðumar fara fram en Þorsteinn
sagði að áhersla yrði lögð á að það
yrði sem fyrst. Hann sagði að eng-
ar hvalveiðar yrðu á meðan á
þessum viðræðum stæði. Þegar
hann var spurður hvort þetta þýddi
ekki í raun að engar frekari hval-
veiðar yrðu í ár, sagði Þorsteinn,
að efnislega væri of fljótt að segja
nokkuð um það fyrr en þessar við-
ræður hefðu farið fram. „Það veldur
okkur vissulega vonbrigðum að
Bandaríkjamenn hafa ekki sýnt
neitt efnislega í málinu sem við
getum talið jákvætt," sagði Þor-
steinn. „Það er þó vissulega skref
í rétta átt að þeir skuli vilja áfram-
haldandi viðræður, en við höfum
ekki fengið jákvæð viðbrögð við
yfírlýsingu ríkisstjómarinnar á dög-
unum.“
Morgunblaðið sneri sér í gær-
kvöldi til Eyjólfs Konráðs Jónsson-
ar, formanns utanríkismálanefndar
Alþingis, og bar undir hann bréfa-
skipti forsætisráðherra og forseta
Bandaríkjanna. Eyjólfur Konráð
sagði: „Eg hef ekkert um málið að
segja annað en það, að við mig eða
utanríkismálanefnd var ekkert
samráð haft."
Hjörleifur Guttormsson alþingis-
maður hefur óskað eftir sérstökum
fundi í utanríkismálanefnd Alþingis
vegna þessa máls. í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi sagði
hann að undarlegt væri að stjóm-
völd hefðu svarað þessari beiðni
Bandaríkjaforseta um viðræður án
þess að samráð væri haft við nefnd-
ina eða það kynnt þar. Hjörleifur
sagði einnig að mjög mótsagna-
kenndar fregnir hefðu verið um
þetta mál í fjölmiðlum undanfarið
þar sem hefðu stangast á yfirlýsing-
ar frá sjávarútvegsráðherra og
ummæli starfsmanna utanríkis-
þjónustunnar.
Hjörleifur sagði það einnig tíðindi
út af fyrir sig að forseti Banda-
ríkjanna væri farinn að skipta sér
af veiðum á 20 sandreyðum og það
væri nokkuð langt seilst gagnvart
öðru ríki þegar svo væri komið.
Brunar á mánudagsnótt:
Líklegt að tvisvar hafi
veríð um íkveikju að ræða
t