Morgunblaðið - 11.09.1987, Síða 45

Morgunblaðið - 11.09.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 45 Þessir hringdu Ófremdarástand í umferðarmál- um í Árbæjar- hverfi 9592-5480 hringdi: „Mig langar til að vekja at- hygli á ófremdarástandi því sem mjmdast hefur í Árbæjarhverfi. Mjög erfit er orðið að komast út úr hverfinu vegna mikillar um- ferðar á Bæjarhálsi. Þetta vandamál hefur lengi verið til staðar en eftir að hámarkshraði á þjóðveginum var aukinn í 90 kilómetra á klukkustund hefur þetta versnað að mun. Maður er hreinlega í hættu í hvert sinn sem maður ekur út úr hverfinu og getur þurft mikið lag til. Að vísu er umferðarskilti við Bæjarháls þar sem tiltekinn er 60 km hám- arkshraði en fæstir ökumenn sinna því. Umferðarþunginn er orðinn mjög mikill á Bæjarhálsi á morgnana og kvöldin, og á helg- um myndast oft langar biðraðir. Þetta ástand kallar á einhverjar ráðstafanir til að auðelda umferð út úr Árbæjarhverfínu og þyrfti að taka á þessu máli sem fyrst." Óskemmtilegar sendingar N. hringdi: „Ég hef fengið þrjú svokölluð keðjubréf og þykja mér þetta heldur óskemmtilegar sendingar. I þessum bréfum er viðtakanda hótað öllu illu, jafnvel dauða, ef hann rýfur keðjuna og endursend- ir ekki tuttugu bréf til nýrra fómarlamba. A hinn bóginn er lofað gulli og grænum skógum, láti viðkomandi kúgast til að senda öðrum bréfin. Þetta er óskemmtilegt fyrirbæri og getur áreiðanlega farið illa með fólk sem er veikt fyrir andlega. Bréf af þessu tagi ætti að uppræta og hvet ég alla sem þessi bréf fá í hendur til að hunsa þau svo þessi ófögunður verði endanlega úr sög- unni. Tro Algen - hvar fæst það? I.S. hringdi: „Að undanfömu hafa norsk blöð fjallað nokkuð um norskt náttúrulækninga efni sem unnið er úr þömngum og nefnist Tro Algen. Er það sagt hafa góð áhrif á heilsufar, vera got gegn streitu, meltingartmflunum o. fl. Ég hef spurst fyrir um þetta efni hér á landi en það virðist hvergi vera fáanlegt. Því spyr ég: Hefur ein- hver þetta efni til sölu hér eða er í ráði að flytja það inn?“ Stórheimskleg vísindi o g stórheimsklegar athafnir Til Velvakanda. „Heimsmyndin að breytast?", stóð á einum stað stómm stöfum í dagblaði og var ástæðan til þess sú, að sannast hefír nú, að hraðari hreyfingar eiga sér stað í efni en flug ljósgeislans. Var þama sagt að þijú stjömufræðifyrirbæri hafi þegar fundizt úti í geimi, þar sem hreyfing sé með tvö-þreföldum hraða ljóssins, og væri þá breyting heimsmyndarinnar sú, þ.e. þess skilnings, sem um skeið hefir verið ríkjandi varðandi heiminn og tilver- una, að menn fæm að sjá, að sá skilningur hafí ekki allskostar verið samkvæmt því, sem raunvemlega er. Það mun hafa verið eftir 1930, að farið var að halda því fram sem óyggjandi vísindaniðurstöðu, að nálega allar sólstjömur væm ein- stæðingar án fylgihnatta og miðað við slíkt ásamt því að takmarka heimsskilning sinn við hraða ljós- geislans til þessa, að menn snemst gegn kenningu nokkurri, sem hér á landi var víst. eitthvað farið að bera fram fyrir 1914. Var í þeirri kenningu talað um alheimslíf og heimssamband lífs, sem tilvemund- irstöðu lífsins hér á jörðu. Og þar sem þar var þá að sjálfsögðu gert ráð fyrir óteljandi sólhverfum slíkum sem okkar og lífgeislann ósegjanlega miklu hraðfleygari en ljósið, þá var ekki nema eðlilegt, að vegna ríkjandi skilnings næði þessi kenning ekki fram að ganga. En þar sem það er nú ekki ein- ungis úr sögunni, að ætla plánetur vera algjört fágæti og þar sem það virðist einnig vera dæmt til að hrynja, að ljósgeislinn sé hraðfleyg- astur alls, þá ætti afstaða fræði- manna gagnvart hinni íslenzku kenningu að geta farið að verða á annan veg en til þessa. Og hvort skyldi þá ekki einhveijum geta far- ið að þykja dálítið gaman að því að geta sagt frá því með sanni, að vegna skilnings síns á réttmæti hinnar íslenzku kenningar, hafí honum alltaf verið það ljóst, að tak- mörkun tilvemskilnings við fágæti sólhverfa og hraða ljósgeislans, hafi einungis verið vísindaleg stór- heimska, og eitthvað á borð við það, að alheimurinn eigi rót sína að rekja til sprengingar eins mikils efniskakkar, sem átt hafi að eiga sér stað fyrir svo sem 10 milljörðum ára. Sú takmörkunarhugsun, sem í slíku kemur fram, hlýtur einnig að dæmast stórheimskuleg, þegar horft er út frá því skilingssjónar- miði, að hveiju einu beri að rekja uppmna sinn til sambanda við ann- að, og að fmmorsök alls hljóti því að vera sú að altilveran sé óendan- leg í tíma og rúmi. Því verður naumast mótmælt, að á þessari öld hafi jafnvel fremur en á nokkurri öld áður ýmislegt stórheimskulegt átt sér stað, og ber þar fyrst að nefna hinar tvær stór- styijaldir. Það er ekki hægt að hugsa sér heimskulegri fram- kvæmdir en styijaldarathafnir, en því heimskulegri em þær að sjálf- sögðu sem þær em stærri. En hversvegna var það, að svo regin- heimskulegar athafnir skyldu eiga sér stað? Skyldi það ekki ein- hvemtíma geta komið í ljós, svo að öllum megi ljóst vera, að það sem stendur í vegi fyrir því að réttur skilningur sigri, standi einnig í vegi fyrir því, að framkvæmdir verði í rétta átt? Og hvað var það þá sérs- taklega í hinni íslenzku kenningu, sem leitt hefði mannkyni framhjá hinum stærstu slysum aldarinnar, ef það aðeins hefði þegið þær, um leið og þær fyrst vom bomar fram? Svar við þvf geta menn fengið á þann hátt að kynna sér þá kenn- ingu. Til þess að öðlast ljósan og meiri skilning á heimi og lífi og til þess að greiða fyrir vorkomu í eig- in huga, ættu menn að lesa og hugleiða Nýal dr. Helga Fjeturss. Ritað 1985, endurritað 1987. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum HEILRÆÐI Okumenn A tímum hálku og erfiðra akstursskilyrða verður að gæta ýtrustu varkárni við aksturinn. Lélegir og slitnir hjólbarðar auka stórlega líkur á óhöpp- um þar sem ökumaður getur misst stjóm á ökutækinu eða nær ekki að stöðva þegar skyndilegar hindranir verða á veginum. Hafíð ökutækin sem best búin til vetraraksturs. HVERVILL taka að sér að hjálpa til á heimili og vera með 8 ára gömlum dreng utan skólatíma. Upplýsingar veittar í síma 76233 eftir kl. 5 á daginn. B.B. BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. ywivnuur ■■ d ■ ■ ■ til 18. sept. DOCUMENT « ■ I REM D0CUMENTS Hljómplata. Fullt verðkr. 749. Tilboðsverð kr. 599. Kassetta. Fulltverðkr. 749. Tilboðsverð kr. 599. REM er ein virtasta og besta rokksveit Bandaríkjanna um þessar mundir. Documents er nýjasta framlag REM til rokksins og hreint útsagt stórkostleg plata. Meðal laga er t.d. hið ágæta „The One I Love“sem err komið út á lítilli plötu. Við bjóðum þér að eignast þessa frábæru plötu á til-- boði vikunnar í verslunum okkar. Póstkröfuþjónusta Póstkröfudeild Rauðarárstíg 16, simi 91 -11620. Póstkröfusímsvari allan sólarhringinn simi 91 -28316. steinorlif Austurstræti 22 Rauðarárstíg 16 Glæsibæ Strandgötu 37, Hf ATH: verslunin i Austurstræti er opin á laugardag kl. 10.00-16.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.