Morgunblaðið - 11.09.1987, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987
47
KÖRFUKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA
„Eigum Dönum grátt að gjalda frá.
því í fyrra og erum til í slaginn“
- sagði Einar Bollason landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Frökkum í gær
„VIÐ áttum aldrei möguleika
gegn Frökkum í leiknum í
kvöld, enda bjuggust viö aldrei
við því,“ sagöi Einar Bollason
landsliöþjálfari íkörfuknattleik
eftir aö fyrsta leik íslands í
C-riðli Evrópukeppninnar lauk
i gœrkvöldi. Fyrsti leikur móts-
ins var leikur íslands og
Frakklands og það er skemmst
frá því aö segja að Frakkar
burstuðu okkar stráka, skor-
uðu 104 stig gegn 63 stigum.
að er þó engin ástæða til að
örvænta því fyrirfram var ekki
búist við miklu af landsliði okkar
gegn Frökkum. Til þess eru Frakk-
ar allt of góðir. Ætlunin var að
vinna Dani og Svisslendinga og
komast þar með áfram í Evrópu-
keppninni. Það væri mikill og góður
árangur ef það tækist.
Leikurinn í gær byijaði ekki vel.
Frakkar komust í 29:2 og „þá var
nú farið að fara aðeins um mig,“
sagði Einar. Staðan í leikhléi 58:31
og lokatölur síðan 104:63.
Stigahæstur í liði okkar var Jón
Kr. Gíslason sem skoraði 13 stig
en þeir Birgir Mikaelsson og Guðni
Guðnason, sem nú er allur að ná
sér af meiðslunum, skoruðu báðir
10 stig.
Pálmar Sigurðsson, Torfi Magnús-
son og ívar Webster léku lítið sem
ekkert með í þessum leik og var
það með vilja gert hjá þeim Einari
og Gunnari Þorvarðarsyni lands-
liðsþjálfurum. Við leikum í dag
gegn Dönum og átti að hvíla okkar
sterkustu menn fyrir þá viðureign.
Einar sagði að liðið hefði leikið
svæðisvöm allan leikinn, eins og
þáð gerði á Norðurlandamótinu í
fyrra, en „við höfum ekkert æft
hana að undanfömu, bara maður á
mann vömina og við ætlum að
koma Dönum í opna skjöldu með
því að leika maður á mann gegn
þeim á morgum. Vonandi takst
það, en það getur allt gerst hér.
Danir og Svisslendingar era með
sterk lið og það verður ekkert auð-
velt að vinna þá en með góðum
leik eigum við að geta það,“ sagði
Einar að lokum.
Danir og Svisslendingar léku í gær1*
og lauk þeim leik með 93:86 sigri
Svisslendinga sem vora dálítið
óskrifað blað fyrir mótið. Nú er ljóst
að þeir era sterkir og munar þar
mest um tvo bandaríska bræður,
með svissneskan ríkisborgararétt,
sem skoraðu saman rúmlega 50
stig í leiknum gegn Dönum í gær.
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
Trausti í klandri
Víkingurinn Trausti Ómarsson virðist í einhveiju klandri á þessari mynd. Hvort
Víkingar og Trausti verða í klandri á sunnudaginn er þeir mæta Selfyssingum
skýrist þá en nú eiga fjögur lið möguleika á að komast í 1. deildina.
FRJALSAR IÞROTTIR
Fraeknir fijálsíþróttagarpar
í byrjun ágúst fóru sex f rœkn-
ir öldungartil Finnlands þar
sem þeir tóku þátt ' Norður-
landamótinu ífrjálsum íþrótt-
um í sfnum aldursflokki.
Tvenn verðlaun unnust en
keppendurnir urðu f 2-6 sœti
f sínum greinum.
Bestum árangri náði hlaupa-
gikkurinn Guðmundur Hall-
grímsson frá Fáskrúðsfírði. Hann
varð annar í 200 metra hlaupi og
þriðrji í 100 metranum.
Á meðfylgjandi mynd era Elías
Sveinsson, Ólafur Unnsteinsson,
Óláfur J. Þórðarson, Þorsteinn
Löve, sem nú keppir fyrir Svía
og varð þriðji í sleggjukasti, Jón
H. Magnússon og Guðmundur
Hallgrímsson. Á myndina vantar
Trausta Sveinbjömsson, en hann
tók myndina.
Nú hefur verið ákveðið að Jón
H. Magnússon, Ólafur J. Þórðar-
son og Bjöm Jóhannsson fari á
Kaupmannahafnarleikana 19.
september en þar vann Ólafur
Unnsteinsson það afrek í fyrra
að sigra í kúlu og kringlu í fyrra.
Þráttur og Leiftur leika
í kvöld á Þróttarvelli
FYRSTI leikur 18. og síðustu
umferðar 2. deildar í knatt-
spyrnu fer fram á Þróttarvelli
í kvöld. Heimamenn fá Leiftur
frá Ólafsfirði f heimsókn og
hefst viðureignin klukkan 18.
Bæði liðin eiga möguleika á
sæti í 1. deild næsta ár, en
Víkingur og Selfoss era einnig í
baráttunni. Leiftur er í 2. sæti og
tryggir sér sætið eftirsótta með
sigri og jafntefli gæti einnig nægt
Ólafsfirðingunum. Þróttarar verða
hins vegar að sigra til að eiga mögu-
leika á að leika í 1. deild næsta
keppnistímabil.
Síðustu fyórir leikimir fara fram á
sunnudaginn og hefjast allir klukk-
an 14. í Laugardalnum leika
Víkingur og Selfoss. Víkingum
nægir jafntefli, en sigri Selfyssing-
ar era þeir uppi. Víkingur getur því
farið upp með Leiftri eða Þrótti,
en Selfoss og Leiftur geta einnig
staðið uppi sem sigurvegarar.
Það gæti farið svo að fyrstu deildar
sætin tvö ráðist á markatölu og eru
ár og dagar síðan keppnin í 2. deild
hefur verið eins spennandi og jöfn.
Ef Þróttarar vinna í kvöld era þeir
með 31 stig, einu færra en Víking-
ur. Þróttur verður þá að treysta á
að Víkingar vinni Selfoss á sunnu-
daginn, eða geri jafntefli. Vinni
GOLF
Sváfnir setti
vallarmet
Stvkldshólmi.
GOLFKLÚBBUR Stykkishólms
hélt golfmót í Stykkishólmi
laugardaginn 29. ágúst sl.
Komu gestir frá Ólafsvík, Bor-
garnesi, Reykjavík og Hafnar-
firði.
Golfklúbbur Stykkishólms star-
far af miklum áhuga og krafti
og hafa félagar lagt mikið að sér
í vallargerð og bæta við völlinn á
hveiju ári. Völlurinn se, stendur
skamt frá Hóteiinu er orðin hinn
skemmtilegasti.
36 kylfingar tóku þátt í mótinu sem
lauk með sigri Sváfnis Hreiðarsson-
ar úr Keili og setti hann vallarmet.
Hótelið hér gaf öll verðlaun.
Úrslit urðu annars þessi:
Án forgjafar:
Sváfnir Hreiðareaon GK 67 högg
Sigurður Már Gestsson GB 68 högg
Atli Alexandersson GJÓ 73 högg
Með forgjöf:
Sváfnir Hreiðarsson GK 55 nettó
Atli Alexandereson GJÓ 56 nettó
Gunnar Gunnarsson GJÓ 66 nettó.
— Árnl
Selfyssingar hins vegar hafa þeir
32 stig eins og Víkingur og þá verða
það Víkingur og Selfoss sem leika
í 1. deild að ári.
Fari Ólfasfirðingar með sigur af
hólmi í kvöld era þeir komnir í 1.
deild. Þeir verða þá komnir með
32 stig eins og Víkingur en eru
með hagstæðara markahlutfall. Ef
Víkingur vinnur á sunnudaginn þá
leika Leiftur og Víkingur í 1. deild
að ári og sama gildir verði jafn-
tefli. Vinni Selfoss hins vegar þá
leika þeir ásamt Leiftri í 1. deild.
Þá verða Víkingur, Selfoss og Leift-
ur öll með 32 stig en Leiftur og
Selfoss era bæði með hagstæðari
markatölu en Víkingur. Skemmti-
lega spennandi - ekki satt?!
Verði jafntefli í kvöld verða Selfyss-
ingar að vinna Víking ætli þeir sér
upp. Þá verða' það Víkingur og
Selfoss sem færast upp í 1. deild.
Endi leikur þeirra einnig með jafn-
tefli kemst Leiftur í 1. deild á
hagstæðara markahlutfalli, ásamt
Víkingum.
ÍBÍ og ÍBV leika á ísafirði og era
heimamenn þegar fallnir í 3. deild,
KS og ÍR leika á Siglufírði og Ein-
heiji og UBK á Vopnafírði. Níu
marka munur er á Einheija og KS,
þannig Vopnfirðingar era nánast
fallnir þó þeir geti náð 22 stigum
og það er allt annað en skemmti-
legt að falla í 3. deild með svo
mörg stig.
HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS
Lelklr u J T Mörk u J T Mörk Mörk Stig
VÍKINGUR 17 6 1 1 17: 10 4 1 4 15: 14 32 : 24 32
LEIFTUR 17 7 2 0 20: 5 1 3 4 10: 16 30: 21 29
SELFOSS 17 7 0 2 19: 10 1 5 2 14: 15 33: 25 29
ÞRÓTTUR 17 5 0 3 17: 14 4 1 4 17: 15 34: 29 28
UBK 17 4 2 3 21 : 11 4 0 4 8: 10 29: 21 26
ÍR 17 4 3 2 16 : 10 3 1 4 14: 18 30: 28 25
ÍBV 17 6 3 1 22: 13 1 2 5 8: 15 30: 28 23
KS 17 4 3 1 16: 12 2 1 6 11 : 17 27: 29 22
EINHERJI 17 5 2 1 10: 9 0 2 7 9 : 21 19: 30 19
ÍBÍ 17 2 0 6 11 : 21 0 0 9 9 : 28 20: 49 6
^ síma
1 BÓNUSIA
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
ÍSLENSKRA GETRAUNA
Hér eru leikirnir!
heikir 12. septcnber 1987 1 1 X 2 1 2 X| 2
1 Valur - Völsungur 2 Viðir • KR -3. KA-.ÍA
4 FH - Þór A. 5 Fram - IBK 6 liveroool -OxfordUtd —
7 Luton - Everton 8 Norwich - Derby 9 Nottingham For. - Arsenal
10 Portsmouth - Charlton 11 Sheffield Wed. - Watford 12 Wimbledon - West Ham
Hringdu strax!
688-322
föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardaga kl. 9.00-13.30