Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987
Húnaflói:
Dröfn tók niðri
við Grímsey
Hólmavik.
Könnun VSÍ á launum fiskvinnslufólks:
45 þúsund á mánuði í
dagvinnulaun með bónus
DRÖFN RE, skip Hafrannsókna-
stofnunar, tók níðri við Grímsey
í Steingrímsfirði í gærmorgun.
Skipið losnaði þó fljótlega aftur
og hélt til Hólmavíkur. Skip-
verjar eru allir heilir á húfi og
engar skemmdir eru sjáanlegar
á skipinu.
Skipstjórinn, Ragnar G.D. Her-
mannsson, sagði að Dröfn hefði
verið við rannsóknir á skelveiðimið-
um í Húnaflóa þegar óhappið varð,
um kl. 11 í gærmorgun. Vegna
rannsóknanna varð að sigla mjög
nærri landi. Skipið var statt norð-
vestur af Grímsey og fylgdu skip-
veijar sjókortum. Þegar verið var
að taka inn fór skipið lítillega af
leið og lenti upp á boða sem var
Vélbátur
í vanda
LÍTILL vélbátur lenti i erfiðleik-
um norðvestur af Akranesi í gær
og var dreginn til hafnar af báti
björgunarsveitar Slysavarna-
deildanna á Akranesi.
Um kl. 14.45 var Tilkynningar-
skyldan látin vita að vélbáturinn
Viggó KÁ 30, sem er iítill, opinn
bátur, ætti í erfiðleikum um 25
mflur norðvestur af Akranesi. Bát-
urinn hafði misst drifíð og óskaði
eftir aðstoð. Gott var í sjóinn og
engin hætta á ferðum. Björgunar-
sveitin á Akranesi fór á vettvang
og dró Viggó til hafnar.
Hannes Hafstein, forstjóri Slysa-
vamafélags íslands, sagði að þessi
atburður sannaði gildi þess að hafa
minni björgunarbáta sem víðast til
að koma litlum bátum á grunnsævi
til hjálpar. Undanfarin ár hefði
smábátum Qölgað gífurlega og þess
vegna legði Slysavamafélagið
mikla áherslu á að eignast góða
björgunarbáta um allt land.
ATHYGLI blaðsins hefur verið
vakin á frétt sem birtist í
bandariska timaritinu Weekly
World News í júlí. Þar er greint
frá slysi i háloftunum yfir
Akranesi í júlimánuði þar sem
fallhlífarstökkvari, Matthías
Grimsson að nafni, á að hafa
„gufað upp“ fyrir augum fé-
laga sinna. Þessi ótrúlega
frásögn er studd tilvitnun í
dagblaðið „Reykjavík News“
sem á að byggja á samtali við
bróður horfna fallhlífarstökkv-
arans, Gunnar Grimsson. í
bréfi sem Morgunblaðinu barst
frá bandariskum áhugamanni
um yfimáttúruleg fyrirbæri er
óskað eftir staðfestingu á sann-
leiksgildi fréttarinnar, en
jafnframt bent á að téð tímarit
sérhæfi sig í furðufregnum og
þyki ekki trúverðugt.
Að sögn Sigurðar Bjarklind
varaformanns Fallhlífarsambands
íslands hefur eftirgrennslan leitt
í Ijós að enginn fslendingur ber
nafnið Matthías Grímsson svo vit-
að sé. Enn síður hefur maður með
þessu nafni stundað fallhlífar-
stökk um árabil eins og sagt er
í fréttinni. Bandaríska tímaritið
staðhæflr að slysið hafl gerst yflr
Akranesi, en á suðvestur-homi
ekki merktur inn á kort.
Skipveijar fóru strax í björgunar-
vesti og settu tvo björgunarbáta á
flot. A næstu tuttugu mínútum
lagðist skipið tvisvar á hliðina og
sagði Ragnar skipstjóri að svo hefði
virst sem skipið væri að skemmast
verulega, því ískrið og lætin hefðu
verið mjög mikil. Skipveijar höfðu
samband við Slysavamafélagið og
þyrla Landhelgisgæslunnar var
lögð af stað úr Reykjavík þegar
skipið losnaði skyndilega.
Þegar skipið var aftur komið á
flot kom á vettvang bátur frá
Drangsnesi. Hann fylgdi Dröfn
áleiðis til hafnar þar til ljóst varð
að enginn leki var kominn að skip-
inu. Þegar skipið kom til Hólmavík-
ur voru kafarar fengnir til að kanna
skemmdir, sem reyndust engar
vera. Sagði Ragnar skipstjóri að
nýbúið væri að klæða utan kjölinn
með miklum jámmassa og hefði það
sjálfsagt komið í veg fyrir að gat
kæmi á skipið.
Dröfn mun halda áfram rann-
sóknum á skelveiðimiðum um leið
og nýir björgunarbátar eru komnir
um borð.
Baldur Rafn
Austurstræti:
Arásarmaður-
inn ófundinn
ENN hefur ekki tekist að finna
þann sem réðst að manni í Aust-
urstræti fyrir skömmu og særði
hann illa á hálsi.
Það var að kvöldi föstudagsins
28. ágúst sem ráðist var aftan að
manni sem var á gangi í Austur-
stræti. Hann var skorinn á hálsi
með beittum hníf eða rakvélarblaði
og mátti litlu muna að slagæðar
fæm í sundur. Enn er ekki vitað
hver beitti vopninu eða hvers vegna.
landsins em aðeins tvö svæði not-
uð til fallhlífarstökks, annað á
Kjóavöllum við Vatnsendahæð og
hitt á Sandskeiði.
Tímaritið lýsir atvikinu þannig'
að Matthías Grímsson, 42 ára
faðir tveggja stúlkna, hafí verið
að stökkva úr flugvél með fjórum
öðmm.
„Hann Ieystist upp, varð að
gufli,“ á felmtri sleginn félagi
hans að hafa sagt við blaðamann
„Reykjavík News“. „Hann stökk
og féll um 300 fet [100 metra,
innskot Morgunblaðsins] en virtist
þá einfaldlega leysast upp í lausu
lofti. Það var léttskýjað og sólin
skein ekki í augu mín. Eg veit
hvað ég sá. Þeir mega leita eins
og þá lystir að Matthíasi en af
honum mun hvorki flnnast tangur
né tetur," er haft eftir kunningj-
anum.
Tímaritið segir að flugmálayfír-
völd hafi verið kvödd til að
rannsaka slysið og björgunar-
sveitir leiti á svæðinu árangurs-
Iaust. Yflrvöld hafí ekki tekið
frásögn sjónarvotta trúanlega þar
sem engin eðlileg skýring sé gefín
á hvarfínu.
Fjölskylda horfna fallhlífar-
stökkvarans er sögð þeirrar
skoðunar að félagar hans hafí
LAUN fiskvinnslufólks eru 45
þúsund krónur á mánuði fyrir
átta stunda vinnudag að með-
töldum bónus og hafa hækkað
um 20-25% frá því í nóvember
í fyrra, samkvæmt bráða-
birgðaniðurstöðum úr launa-
könnun, sem Vinnuveitenda-
samband íslands hefur látið
framkvæma.
„Þegar þetta er borið saman við
aðrar atvinnugreinar er ljóst að
fískvinnslufólk hefur haldið sínu,“
sagði Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali
rétt fyrir sér og þrýsta á ríkis-
stjórnina að láta í té upplýsingar
um nýlegar tilraunir bandarískra
og breskra flugvéla á svæðinu.
„Þeir hafa verið að gera til-
raunir, svo mikið vitum við,“ er
haft eftir Gunnari Grímssyni,
við Morgunblaðið og bætti því við
að aðilar innan Verkamannasam-
bandsins virtust horfa framhjá því
hvaða laun væru raunverulega
greidd innan atvinnugreinarinnar.
Þórarinn sagði að skýringamar
á þessum launabreytingum, sem
væru meiri en búist hefði verið
við, mætti rekja til þess að samið
hefði verið um starfsaldurshækk-
anir við fískvinnslufólk í apríl
síðastliðnum og að bónusgreiðslur
væru hærri. Það kæmi til af þrem-
ur ástæðum. í fyrsta lagi hefðu
bróður fallhlífarstökkvarans um-
rædda. „Við viljum vita hvers
eðlis sá vopnabúnaður er sem
þeir hafa verið að gera tilraunir
með. Kannski geta þeir útskýrt
hvemig maður getur verið lifandi
og dregið andann en leyst upp í
gufu á næsta andartaki."
breytingar á bónusnum haustið
1985 aukið áhersluna á afköst. í
öðru lagi hefði árangur af starfs-
þjálfunarnámskeiðum fískvinnslu-
fólks síðla árs í fyrra og á þessu
ári, skilað sér í betri vinnubrögðum
og bættum starfsanda og í þriðja
lagi hefði fiskur í sumar verið sett-
ur í auðunnari pakkningar en áður.
Hvalveiðideilan:
Samkomu-
lag um eða
eftir helgi
EKKI er búist við að gengið
verði frá samkomulagi við
Bandaríkin um hvalveiðar ís-
lendinga fyrr en um eða eftir
helgina. Jafnvel hafði verið
vonast til að samkomulag
næðist á fimmtudagskvöld eða
á föstudag en ákveðið var að
skoða málin betur og höfðu
stjórnvöld í Washington í gær
til skoðunar tillögur íslendinga
til breytingar á upphaflegri til-
lögu Bandaríkjamanna.
Ekki verður farið að veiða þær
20 sandreyðar sem leyfí hefur
verið gefíð til fyrr en endanlegt
samkomulag næst. Tveir hvalbát-
ar komu á fimmtudag úr talning-
arleiðangri og sagði Jóhann
Siguijónsson sjávarlíffræðingur
að ekki hefði sést mikið af san-
dreyði á miðunum í þeirri ferð og
raunar minna en í júlí í sumar
þegar yfírgripsmikil talning fór
fram á N-Atlantshafi.
Jóhann sagði að miklar sveiflur
hefðu verið í veiðum á sandreyði
undanfarin ár og hefði getum ver-
ið leitt að því að hún gengi
misjafnlega inn á miðin. í þessum
síðasta talningarleiðangri hefði
verið farið djúpt suður og suð-
vestur af landinu til að athuga
hvort sandreyðin væri þar en svo
reyndist ekki vera í miklum mæli
og því virtist ekki vera um neinar
stórar göngur á svæðinu að ræða.
Sjá grein um Alþjóðahval-
veiðiráðið í miðopnu.
Furðufregn um mannshvarf yfir
Akranesi í bandarísku tímariti
Fallhlífarstökkvari á að hafa „guf-
að upp“ fyrir augnm félaga sinna
Aviation officiais have been called in to investigate a skydivTn
cident in which sky diver Matthlas Grimsson leaped out of a pian
jth four other divers — and mysteriously vanished into thin aii
Authorities have organized search _ • #
Four other jumpers
d rescue teams to scour the area near
kranes, Iceland, where Grimsson, 42,
'isappeared. But friends who were with
lim during his last jump swear he was
ost to sight before he hit the ground!
*‘He faded, he vaporized,’’ a badly shaken
ompanion told the Heykjavik News after the
ízarre mishap in late July. “He jumped and
‘11 about 300 feet, then he just seemed to dis-
>lve in midair.
“There wasn’t much cloud cover and the
m wasn’t in my eyes. I know
'hat I saw. They can search
ll they want for Matthias but
hey aren’t going to find a
race.”
Auihorities are reluctant to
ept eyewitness’ accounts of
e tragedy because there is
logical explanation for the
■ange disappearance. But
family
watched as he fell
about 300 feet —
and then vaporized!
lieve Grimsson’s fríends, and
are pressuríng the govern-
ment to release more informa-
tion about recent experiments
involving U.S. and Ðrítish air-
craft in the area
“They’ve been conducting
tests, that much we know,"
said Grimsson’s brother, Gim-
nar. “We want to know what
sorts of new weaponry they’vi
been testing. Maybe they car
explain how a man can be
living, breatliuig bcíu^ u
second and nothing bu‘
cloud of vapor the next."
Grimsson, a father of w<
daughters, had been an »n
thusiastic sky diver för se\ ei
years before he disappear e
flnH f ripnrlc f iiara ic i
Fréttin eins og hún birtist lesendum Weekly World News. Fyrir-
sögnin hljóðar: „Fjórir stökkvarar fylgdust með honum falla
300 fet — og gufa síðan upp!“