Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 Ný frímerki 16. sept. FRÍMERKI Jón Aðalsteinn Jónsson Eftir nokkurt hlé eða síðan í júní, þegar 20 króna málvemdarfrímerk- ið með mynd af danska málfræð- ingnum og Islandsvininum Rasmusi Kristjáni Rask kom út, hefst Póst- og símamálastofnunin handa á ný með haustinu. Næstkomandi mið- vikudag gefur hún út fjögur fugla- frímerki samtals að verðgildi 213 krónur. Er einungis eitt þeirra fyrir almennt burðargjald innan lands og til Norðurlanda, 13 kr. Munu öll þau 13 krónu frímerki, sem áður höfðu verið gefin út, vera gengin til þurrðar svo að hætt er við , að þetta nýja 13 kr. merki hverfi fljótt af almennum markaði, nema þess hafi verið gætt að hafa upplag þess nægjanlega stórt. Því miður er hætt við, að sú verðbólga, sem nú virðist í uppsiglingu, fari að setja mark sitt á íslenzka frímerkjaút- gáfu, svo sem var raunin fyrir örfáum árum. Af þeim sökum er tæplega við því að búast, að íslenzka póststjómin geti hagað verðlagningu frímerkja sinna til al- mennra nota langt fram í tímann, en vitaskuld tekur marga mánuði að útbúa og koma á markað nýjum frímerkjum. Getur því það burðar- gjald, sem talið er nægjanlegt í dag, verið orðið of lágt eftir stuttan tíma. Þetta verður vissulega að hafa í huga, þegar deilt er á póst- stjóm okkar fyrir verðgildi merkja, sem e.t.v. er orðið úrelt, þegar þau koma út. Nú er orðið eitt og hálft ár síðan fuglamerki komu síðast út hjá íslenzku póststjóminni, en þá komu einnig út fjögur merki, sem vöktu verðskuldaða athygli. Verðgildi þeirra merkja hentaði þá því al- menna burðargjaldi, sem í gildi var. En því miður er raunin ekki að öllu leyti svo nú, enda þótt ég il : : búist við, að póststjóm okkar þurfi á þessum verðgildum að halda til nota á póstsendingar sínar. En það er á fleira að líta í þessu sambandi. Það er löngu vitað, að bæði fugla- myndir og raunar alls kyns dýramyndir og eins blómamyndir eru vinsælar meðal svonefndra mótífsafnara um allan heim. Með tilliti til þessa er hæpið fyrir póst- stjómir að hafa þess konar myndefni á mjög háum verðgildum. Það gerir þetta efni óþarflega dýrt fýrir hinn almenna safnara, sem er með þessu myndefni að koma sér upp safni, sem er bæði til fróðleiks og yndis. Má jafnvel búast við, að ýmsir kippi þá að sér hendinni og hætti söfnun þess konar mótífs. En við það tapast a.m.k. tvennt. Fyrst er þá sú kynning, sem felst í út- gáfii fallegra frímerkja og á einkum að höfða til þess lands, sem merkin eru frá. Hitt 'er svo sá hagnaður, sem fæst við aukna frímerkjasölu, þótt ég vilji sem safnari sízt setja hann á oddinn. Hef ég í huga að ræða það mál nokkuð innan ekki langs tíma að gefnu tilefni. Ekki efa ég, að hin nýju fugla- merki munu vekja ekki síðri athygli en þau frá í fyrra. Hér hefur vel til tekizt. Þröstur Magnússon hefur teiknað þau eða hannað, eins og nú er farið að segja, svo sem hin fyrri. Þá er prentunaraðferðin sól- prentun og rastadjúpþrykk, sem svo er nefnd í tilkynningu frá Póst- og símamálastofnuninni. Á sú aðferð einkar vel við blóm og fugla, svo sem ég hef áður rætt um. Lægsta verðgildi er 13 kr. Á því er mynd af branduglu. Hún er önn- ur af tveimur uglutegundum, sem sjást reglulega á íslandi. Ekki hóf hún að verpa hér á landi fyrr en á þessari öld, en áður var hún löngu kunn sem flækingsfugl. Hún er enn þá afar stijáll varpfugl og einna algengust á norðaustanverðu landinu. Stofninn getur ekki verið nema nokkur hundruð fuglar, segir enn fremur í tilkynningu póststjóm- arinnar. Á næsta verðgildi, 40 kr., er skógarþröstur, en hann þarf varla að kynna fyrir íslendingum, svo algengur sem hann er á vorin í görðum okkar. Hann er farfugl, og fyrir 1930 var hending að sjá skóg- arþröst hér að vetrarlagi. Heldur hann allt suður til Spánar og Portú- gals yfir vetrartímann. Er veturseta þrastarins hér á land nýlegt fyrir- bæri. Þriðja verðgildið er 70 kr. Á því er sá þekkti vaðfugl, tjaldur. Hann er algengur um land allt, einnig uppi til sveita, þótt hann sé fyrst og fremst ijörufugl. Hann er bæði farfugl og staðfugl. Heldur hann sig allt árið frá Breiðafirði og suður um til Suðausturlands. Annars stað- ar á landinu er hann farfugl, og heldur þá suður á Bretlandseyjar og allt suður á Frakkland. Hæsta verðgildi í þessum flokki er 90 kr., og það prýðir stokköndin, sem hvert mannsbam á íslandi þekkir. Er hún algengur fugl á lág- lendi um land allt og dvelst hér allt árið. Þó segir í kynningu póst- stjómarinnar, að vitað sé um fugla, sem hafi verið merktir á íslandi, en náðst í Færeyjum og Skotlandi. Þá segir þar, að ein stokkönd hafi fundizt hérlendis, sem var merkt í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Enn fremur segir í tilkynningunni, að stokkönd sé einnig nefnd grænhöfði og þeir séu e.t.v. fleiri, sem kannist við hana undir því nafni. Þótt það skipti ekki máli í þessu sambandi, hygg ég þetta tæplega rétt. Hér í Reykjavík hef ég a.m.k. einungis vanizt því að kalla hana stokkönd og það allt frá blautu bamsbeini. Skemmtilegur sérstimpill verður notaður á útgáfudegi, en hann sýn- ir fjögur egg í hreiðri. Þá gefur póststjómin að vanda út sérstök póstkort með mynd af þessum fugl- um. Hafa margir nú í seinni tíð fengið áhuga á slíkum „maxí“- kortum, en það eru kort, þar sem á er sama myndefni og á frímerk- inu. Líma menn frímerkið á kortið og láta stimpla. Um þessa söfnun hefur nokkuð verið deilt meðan safnara, en því verður ekki neitað, að hún er staðreynd og hefur vakið áhuga margra, einkum þó að ég hygg mótífsafnara. Að lokum vil ég taka það fram, að ekki er öruggt, að þessir frí- merkjaþættir verði reglulega hér í blaðinu fram eftir haustinu, en þeir birtast þá á laugardögum, svo sem oftast hefur verið. \n;nKEiK\A MEÐ BÖRNliMJM ÞÍMIM? ubótö>«i> Lengi hefur veriö þörf á hentugum æfingabókum í reikningi fyrir börn áforskólaaldri og í fyrstu bekkjum grunnskóla. Vaka-Helgafell hefur nú gefið út nýstárlegar æfingabækur í reikningi sem nefnast Reiknaöu meö mér. Bækurnar eru einfaldar, skemmtilegar og til þess fallnar að stuöla aö áhuga og efla vinnugleöi ungra barna. Ekki síst henta bækurnar til nota á þeim heimilum þar sem foreldrar vilja aðstoða börnin á meöan þau stíga fyrstu spor sín á námsbrautinni. (æfingabók 1 vinna börnin meö tölurnar 1-10, læra aö telja og leysa einföld samlagningardæmi. (æfingabók 2 kynnast börnin tölunum 1 -100 og leysa einföld samlagningar- og frádráttardæmi. Efni bókanna er einkar aögengilegt og geta því börnin unnið sjálfstætt að verkefnunum eftir fyrstu tilsögn. n VAKA fjelgafcU Síðumúla 29. Sími 32800 3.aæ a * m.*** .arwmmmmm.. & •* mm * H * awTWKM>»*«■>« KKsutK m ns ttssmmuMe mwrm tcsvc*ss mmtztxwmx cncxsetx jfz&tti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.