Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 12
12________________ Húsnæðislánakerfið MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 Morgunblaðið/Einar Falur Sinfóníhljómsveit íslands lék við opnun Norrænnar stfnunar í Nuuk í Grænlandi á fimintudag. Mikilvægt að efla tengsl Grænlendinga og Islendinga - segir Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra Nuuk, Grænlandi. Frá Áma Johnsen, blaðamanni Morgunblaðsins. Hrafn Bragason er 49 ára gam- all, fæddur á Akureyri 17.júní 1938. Hann lauk prófi frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1958 og prófi frá Lagadeild Háskóla íslands árið 1965, en að því loknu hóf hann störf hjá Borgardómi. Hann stundaði framhaldsnám við Oslóarháskóla og háskólann í Bristol og lagði stund á réttarfar, félags- og bankarétt. Hrafn var skipaður borgardómari árið 1972 og hefur jafnframt því starfi verið stundakennari við laga- deild H.í. Þá hefur hann ritað ýmsar fræðigreinar um lögfræði. Hrafn kvaðst hugsa vel til þess að heQa nú störf í Hæstarétti ís- lands. „Þar starfa ágætir menn sem ég þekki vel og ég hlakka til að eiga samstarf við. Starfið í Borgardómi var þó skemmtilegt og ágætt fólk þar líka, enda undi ég mér vel þar í 22 ár,“ sagði Hrafn. Hann kvað áhugamál sín flest tengjast lög- fræði. „Þar ber einna hæst mann- réttindamál, en ég var formaður Amnesty Intemational um tíma. Þegar ég er ekki að velta lögfræð- KEILULAND heitir nýr keilusal- ur sem opnaður verður að Smiðsbúð 4 í Garðabæ í dag. í Keilulandi eru 11 brautir og er þetta annar keilusalurinn sem opnar á íslandi. Eigendur Keilu- lands eru þeir Þórður Kjartans- son og Jón Magnússon. Það var engin keiluhöll komin þegar okkur datt þetta fyrst í hug, sögðu þeir Þórður og Jón í samtali við Morgunblaðið. Töldu þeir keilu vera vaxandi íþróttagrein og mætti sem dæmi nefna að búið væri að stofna félag um greinina, KeiluSfé- lag Reykjavíkur, sem hefði fengið inngöngu í íþróttabandalag Reykjavíkur. Keila væri því orðin viðurkennd hérlendis sem íþrótta- grein. Mikið væri líka um það að vinnufélagar tækju sig saman og spiluðu reglulega og það sama mætti segja um skólafólk. Þeir Jón og Þórður töldu því góðan grundvöll vera til staðar fyr- ir Keiluland og að auki væri það vel staðsett þar sem það lægi vel fyrir fólk í Garðabæ, Hafnarfirði og ekki síst Breiðholti. Sögðu þeir að það sem helst hefði hamlað framgangi keiluíþróttarinn- ar á íslandi væri kostnaður við uppsetningu á brautum en hann væri mjög mikill auk þess sem við- Hrafn Bragason hæstaréttar- dómari. inni fyrir mér hef ég gaman _af að ferðast með konu minni um ísland og önnur lönd. Svo reyni ég að fara í gönguferðir eða synda daglega og mín uppáhaldslaug þessa dagana er laugin á Seltjamarnesi. En það hæf- ir víst ekki hæstaréttardómara að auglýsa eina sundlaug annarri frem- ur,“ sagði Hrafn og hló við. Hrafn er kvæntur Ingibjörgu Ámadóttur, bókasafnsfræðingi, sem starfar á Háskólabókasafni. Þau eiga tvö böm, Steinunni, sem leggur stund á nám í félagsráðgjöf, og Börk, sem er við nám í Menntaskól- anum í Reykjavík. hald á brautunum væri kostnaðar- samt. Keiluland verður opið mánudaga til föstudaga klukkan 12-23.30 og laugardaga og sunnudaga klukkan 9-23.30. Boðið verður upp á alla nauðsynlega þjónustu vegna keilu- leiks og geta aðstandendur Keilu- lands séð um keppni og útvegað VIÐ formlega opnun Norrænu stofnunarinnar í Grænlandi, sem hæfa leiðbeinendur og kennara. Einnig verður sala á kúlum, skóm og öðm því sem tilheyrir keiluleik. Veitingaaðstaða er í húsinu, þar sem leikmenn geta fengið keypt léttar veitingar og þeim leikmönn- um sem vilja fasta tima og panta nokkra mánði fram í tímann verður boði upp á sérstök lqör og aflslátt. fram fór við hátíðlega athöfn i Nuuk á fimmtudag, flutti Birgir Isleifur Gunnarsson, mennta- málaráðherra, ávarp þar sem hann sagði að mikilvægt væri að efla verulega tengsl Grænlend- inga og íslendinga, ekki hvað síst á svið menningarmála. Að lokinni ræðu Birgis ísleifs lék Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjóm Páls P. Pálssonar grænlenska þjóðsönginn og kór úr þremur grænlenskum byggðum söng með. Grænlenski kórinn söng einnig grænlensk lög og Finlandiu með Sinfóníuhljómsveitinni. Opnun stofnunarinnar hefur vak- ið mikla athygli í Grænlandi og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar í Nuuk á fimmtudag, sem tókust einstaklega vel, voru nær eitt þús- und gestir. Fjölbreytt dagskrá er á þessari norrænu viku í Grænlandi, en lang hæst ber þátttöku Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Grænlenskur kór, skipaður fólki úr þremur byggðum, söng með Sinfóníuhljóms veitinni. Keilusalur opnaður í Garðabæ Morgunblaðið/Þorkell Jón Magnússon og Þórður Kjartansson eigendur Keilulands í Garðabæ. Ríkisstjórnin ræðir breytingar Félagsmálaráðherra kynnti á á ríkisstjórnarfundi í vikunni tillög- ur frá húsnæðismálastjórn um breytingar á húsnæðislánakerf- inu. Ákveðið var að skipa þriggja manna ráðherranefnd til að skoða málið fram að næsta ríkisstjóm- arfundi, sem haldinn verður á þriðjudag. í nefndinni eiga sæti þau Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, Guð- mundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra. „Þessar tillögur húsnæðismála- stjómar voru gerðar að minni beiðni og eiga að tryggja forgang þeirra sem mest þurfa á lánum að halda. 3500 umsóknir bíða nú afgreiðslu og nauðsynlegt er að þær verði af- greiddar eftir nýju kerfi þegar aftur verður farið að veita lánsloforð," sagði Jóhanna. „Til þess að svo verði þarf lagabreytingu og telur ríkis- stjómin nauðsynlegt að skoða þetta mjög vel ef setja þarf bráðabirgða- lög.“ Lögregla og rannsóknarmenn að störfum á slysstað. Vinnupallurinn var við 7. hæð Maður slasaðist þegar vinnupallur féll niður VINNUSLYS varð við Sólheima 23 síðdegis á fimmtudag. Mað- ur slasaðist alvarlega þegar vinnupallur við fjölbýlishús féll niður. Slysið varð um kl. 16.30. Tveir menn voru á pallinum og unnu þeir að lagfæringum á sprungum á fjölbýlishúsinu. Vinnupallurinn var við 7. hæð hússins þegar hanr. féll niður. Annar maðurinn náði að grípa í kaðal og rann eftir honum niður á jörð. Hann brennd- ist á höndum. Félagi hans féll hins vegar niður með kláfinum og slasaðist alvarlega. Hann fót- brotnaði og skaddaðist í baki. Morgunblaðið/Sverrir. Hrafn Bragason skipaður hæsta- réttardómari FORSETI íslands hefur skipað Hrafn Bragason hæstaréttardóm- ara frá og með 10. september. Hrafn hefur starfað sem borgar- dómari síðastliðin 15 ár. Auk hans sótti Haraldur Henrysson saka- dómari um stöðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.