Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 48
&
ir^mrrrro o *• rTTTo * <t<t *
TrTT/TTOfTr
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987
H
Stjömu-
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
NámskeiÖ
í dag ætla ég að fjal.i áfram
um merka stjörnuspekinga
20. aldar. í síðasta laugar-
dagsþætti fjallaði ég lítlkíga
um Liz Greene, í dag er Rcb-
ert Hand á dagskrá.
Robert Hand
Robert Hand er fæddur 5.
desember 1942 í New Jersey
í Bandaríkjunum. Faðir hans
var stjömuspekingur og því
kynntist hann faginu
snemma. í dag á hann að
baki yfir 25 ára reynslu sem
atvinnumaður í stjömuspeki.
Samskipti
Fyrir utan bækur sínar er
Hand frægastur fyrir það að
kynna nýjar aðferðir í
stjömuspeki, svo sem „Com-
posite“-kort, sem byggja á
því að lögð em saman kort
tveggja einstaklinga. Aðferð-
in er frekar einföld og byggir
á svipuðum hugmyndum og
liggur að baki miðpunktum.
Búið er til nýtt stjömukort
fyrir tvo einstaklinga. Að-
ferðin er þannig að Sólir
beggja eru teknar og fundin
gráða sem er á milli þeirra.
Það sama er gert við Tungl
og aðrar plánetur. Síðan er
athugað hvaða afstöður eru
í þessu nýja korti. Hand hef-
ur síðan skrifað „kokkabók"
sem hægt er að nota til að
túlka þessi kort. Hún heitir
Planets in Composite: Ana-
lyzing Human Relationships
(Para Research).
Unglingar
Hand hefur skrifað tvær aðr-
ar „kokkabækur", þ.e. upp-
fléttibækur sem túlka allar
afstöður. Onnur þeirra heitir
Planets in Youth (Para Rese-
arch 1977). Hún er skrifuð
fyrir unglinga en á eigi að
síður erindi til allra. Ohætt
er að mæla með henni sem
einni bestu bók sinnar teg-
undar. í henni túlkar Robert
Hand plánetur í öllum merkj-
um og afstöður milli pláneta.
„Kokkabækur" gegna því
hlutverki að gefa hugmyndir
um hvað einstaka stöður geti
þýtt og hjálpa áhugamönnum
um stjömuspeki þannig að
læra fagið.
FramtíÖarbók
Þriðja bók Roberts Hand í
þessum flokki er Planets in
Transit (Para 1976). Hún
fjallar um hvað það táknar
þegar einstakar plánetur
mynda afstöður við fæðing-
arkortið. Er þá átt við að
Plútó kemur kannski til með
að mynda afstöðu við Mars
þinn á næsta ári. Þú getur
þá gripið í þessa bók til að
fá nokkra hugmynd um hvað
þetta táknar. Þessi bók er
að mínu viti bæði góð og
slæm. Það slæma er að Hand
er einhliða of neikvæður þeg-
ar sumar afstæður eru
annars vegar. Hann getur því
átt til að hræða fólk. Margir
textar eru hins vegar ágætir
og ekki er hægt að neita að
þetta er besta bókin sinnar
tegundar, þó ófullkomin sé.
AlhliÖa bók
Fjórða bók Roberts Hand
sem ég nefni hér er Ho-
roscope Symbols (Para
1981). Hún er það sem kalla
má alhliða kennslubók í
stjömuspeki. Hand fer þar
yfir alla helstu þætti stjömu-
speki. Hann flallar um
stjömukortið almennt og um
táknkerfi stjömuspekinnar.
Síðun Qallar hann um plánet-
ur, afstöður, miðpunkta,
plánetupör, merkin, frum-
þættina, húsin og margt
fleira. Þessi bók er mjög yfir-
gripsmikil og hentar vel þeim
sem vilja læra stjömuspeki
af alvöru. ~
GARPUR
ÞÓ SKAL.T EtCKI HflLÞA AÐ ÉG sé AE>
VFIR&EFA þla eiRÍKUR TEKUR I//O UARDSTÖPU
/HINNI l' Nórr J
þAP EK /H7ÖG HUGUL -
SA*ir AFpéR-
s-F^HVAÐ
<áer ÉGNÚGERrf
GRETTIR
(PS$ ^Avvyvti)
TÆ
TOMMI OG JENNI
DRÁTTHAGI BLÝANTURINN
FERDINAND
SMAFOLK
LI5TEM T0 TM05E VlOLINS!
BOV, 1‘P LOVE TO PLAY'
IN AN 0RCHE5TRA...
Hlustaðu bara á fiðlurnar! Þú gætir það, herra .
En hvað mér þætti gaman
að spila í hljómsveit...
Auðvitað yrðir þú að æfa. Yrði ég að gera HVAÐ.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
ísland sigraði Búlgaríu 21—9
í 6. umferð Evrópumeistara-
mótsins í þéttum, en tiltölulega
rólegum leik. Ásgeir Ásbjöms-
son og Aðalsteinn Jörgensen
uppskám 12 IMPa þegar þeir
komust í fallega fimm tígla í
þessu spili hér:
Norður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ D8742
♦ ÁK
♦ Á432
♦ 108
Vestur
♦ 10953
♦ 1084
♦ 96
♦ G642
Austur
♦ KG
♦ DG752
♦ D85
♦ K97
Suður
♦ Á6
♦ 963
♦ KG107
♦ ÁD53
Vestur Norður Austur Suður
— 1 spaði Pass 2 lauf
Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu
Pass 2grönd Pass 3 lauf
Pass 3 spaðar Pass 4 lauf
Pass 4 spaðar Pass 5 tíglar
Pass Pass Pass
Samkvæmt Biðsagna-Precisi-
on þeirra félaga merkja sagnir
eftirfarandi:
1 spaði: 11—15 og fimmlitur
a.m.k.
2 lauf: Geimkrafa og spyr um
lengd spaðans.
2 tíglar Bara fimmlitur.
2 hjörtu: Hvað áttu mörg hjörtu?
2 grönd: Tvö.
3 lauf: Hvemig er láglitaskipt-
ingin?
3 spaðar: Fjórir tíglar og tvö
lauf.
4 lauf: Spuming um kontról.
4 spaðar: Fimm.
5 tíglar: Besta geimið!
Ásgeir fékk út hjarta, svínaði
strax laufdrottningu og spilaði
smáum spaða frá báðum hönd-
um. Eftir það var spilið handa-
vinna, hann tók tvo efstu í
trompi og fríaði spaðann.
Á hinu borðinu fóm Búlgar-
arnir í þrjú grönd. Út kom hjarta
og sagnhafi tók strax spaðaás.
og spilaði spaða á drottningu.
Hjartað var brotið og þegar
Búlgarinn við stýrið fann ekki
tíguldrottninguna tapaðist spil-
ið.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu móti í Amsterdam
í Hollandi í ágúst kom þessi staða
upp í skák stórmeistaranna Jan
Timman, Hollandi, sem hafði
hvítt og átti leik, og Boris Gulj-
ko, sem nú teflir fyrir Bandaríkin.
22. Be3! - Dxal, 23. Bxc5 -
He2+, 24. Kh3 - Del, 25. Bxb4
- Df2, 26. Re7+ - Kh8,.27.
Rg6+! og SváHur gafst úpp.
I