Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 i 62 tuém FOLX IÞROTTIR HELGARINNAR Baráttan um Evrópu- sætið í algleymingi Úrslitaleikur bikarkeppni kvenna í dag kl. 17 HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Lelkir U j T Mörk u j T Mörk Mörfc Stig VALUR 17 4 4 0 16 : 6 6 2 1 14: 4 30: 10 36 FRAM 17 4 2 2 18 : 11 5 2 2 15: 10 33: 21 31 ÍA 17 5 0 4 19 : 17 4 2 2 17: 13 36: 30 29 ÞÓR 17 5 2 2 21 : 12 4 0 4 11 : 17 32: 29 29 KR 17 5 1 3 18: 9 2 3 3 10: 11 28 : 20 25 KA 17 2 2 4 10 : 9 3 3 3 8: 8 18: 17 20 ÍBK 17 2 3 4 8 : 12 3 2 3 14: 18 22 : 30 20 VÖLSUNGUR 17 1 2 6 10: 16 3 2 3 10: 16 20: 32 16 VÍÐIR 17 1 3 4 11 : 14 1 5 3 7: 19 18: 33 14 FH 17 2 3 3 8: 10 1 1 7 10: 23 18: 33 13 UFRANK McLintock, verður heið- ursgestur á lokahófí félags 1. deildarleikmanna í knattspymu í Broadway annað kvöld. Mclintock var fyrirliði Arsenal-liðsins þegar það var upp á sitt besta, og varð bæði deildar- og bikarmeistari vet- urinn 1970-71. McLintock er nú aðstoðarframkvæmdarstjóri hjá v Millwall. MFRWRIK Friðriksson, mark- vörður Fram og varamarkvörður landsliðsins í knattspymu, heldur utan til náms um áramót og leikur því ekki með Frömurum næsta sum- ar. Þeir leita nú að eftirmanni Friðriks. Heyrst hefur að áhugi sé meðal Framara á að fá Guðmund Baldursson til baka en hann stend- ur nú í marki nýkrýndra íslands- meistara Vals. Annar er einnig nefndur til sögunnar, enginn annar en Bjarni Sigurðsson landsliðs- markvörður sem nú leikur með Brann í Noregi. Bjarni lýkur námi sínu þar í vor, en hefur enn ekki -f ákveðið hvort hann kemur heim þá eða leikur áfram ytra. UFORRÁÐAMENN handknatt- leiksdeildar Breiðabliks eru ekki sérlega hrifnir af þeim samningi sem Iþróttasamband íslands gerði á sínum tíma við Flugleiði. Blikar taka þátt í Evrópukeppni í vetur og leika á næstunni heima og heim- an gegn danska liðinu HIK. Nú hefur komið í ljós að farmiði með ÍSÍ-afslætti til Kaupmannahafnar og til baka kostar 20.650 krónur (en þess má geta að PEX-miði kost- ar 19.030!). Blikum fannst þetta heldur hátt og komust að því hjá danska liðinu að þeir borga Flug- leiðum 12.880 krónur fyrir miðann frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur og til baka! MVÍKINGAR mæta ensku liði í 1. umferð Evrópukeppninnar í hand- bolta. Þegar seinni leikurinn fer fram hér heima, 4. október, verða báðir markverðir Víkinga illa ijarri góðu gamni. Krislján Sigmunds- son verður starfs síns vegna á vörusýningu í London og Finnur Thorlacius verður í fríi í Brasilíu. Það þarf því að kalla á Sigurð Jensson, markvörð 2. flokks í leik- inn. Þess má þó geta að Kristján íhugar nú að koma heim á leikdag, degi fyrr en hann áætlaði, og koma því beint af flugvellinum í leikinn! MRJARNI Felixson, íþróttafrétta- maður sjónvarps, mun sýna leik Noregs og íslands í Evrópukeppni landsliða í knattspymu beint frá Noregi 23. þessa mánaðar, eins og við sögðum frá í gær. Bjarni lætur ekki þar við sitja fyrst hann verður kominn yfír hafíð, því nú heyrum við að hann ætli að sýna leik Breiða- bliks og HIK í Evrópukeppninni í handbolta beint. Hann fer fram laugardaginn 26. september. BARÁTTAN um sœti í UEFA- keppninni á nœsta ári er nú í algleymingi. Það eru Skaga- menn og Þór frá Akureyri sem eiga möguleika á að tryggja sér þetta sæti. Liðin eru jöfn að stigum en Skagamenn hafa hagstæðara markahlutfall, eins og sjá má á stöðutöflunni hór til hliðar, og Þór verður því að fá fleiri stig úr ieikjum dags- ins. Fallbaráttan ereinnig mikil og á þeim vígstöðvum eru það FH, Víðir og Völsungur sem eigast við. Síðasta umferð 1. deildar verður leikinn í dag og hefjast allir leikimir klukkan 14. Valsmenn eru orðnir íslandsmeistarar og þeir taka á móti Völsungum að Hlíðarenda og er það mjög mikilvægur leikur fyrir Húsvíkinga. Þeir verða helst að fá stig en geta þó sloppið þó þeir tapi. Þeir hafa 16 stig og eru með 12 mörk í mínus. Víðir tekur á móti KR og ef heima- menn vinna þann leik verða þeir komnir með 17 stig og dugar það þeim ef Völsungur tapar en ekki ef jafnt verður að Hlíðarenda, nema Víðir vinni með þriggja marka mun. Skagamenn leika við KA á Akur- ejrri og það verður örugglega vel fylgst með leik FH og Þórs í Kapla- krika því úrslit leilq'anna skera úr um hvort ÍA eða Þór leika í UEFA- keppninni á næsta ári. Fram og Keflavík leika á Laugar- dalsvelli og er það eini leikurinn sem skiptir engu máli hvað varðar stig því bæði liðin hafa að engu að keppa nema fá fleiri stig. BikarúrslK kvenna Valur og Akranes leika til úrslita í bikarkeppni kvenna á Valbjamar- velli í dag klukkan 17. Skagastúlkur unnu Val í sfðasta leik liðanna og tryggðu sér þar með íslandsmeist- aratitilinn og munu bæði lið hafa fullan hug á að vinna þennan leik. Það vita allir hversu spennandi 2. deildin hefur verið í sumar og á morgun lýkur henni. Þá leika Víkingur og Selfoss á Laugardals- velli, Einheiji og UBK á Vopnafírði, KS og ÍR á Siglufírði og ÍBÍ fær ÍBV í heimsókn. Leikur umferðarinnar er viðureign Víkings og Selfoss en það lið sem vinnur kemst upp í 1. deild að ári. Sund Um helgina fer fram keppni í 3. deildinni í sundi og verður keppt á Siglufírði. HANDKNATTLEIKUR / VESTUR—ÞÝSKALAND Groswallstadt spáð meistaratitli VESTUR—ÞÝSKA1. deildin í handbolta, „bundesligan" svo- kallaða, er hafin. Á fimmtu- dagskvöld fór fram fyrsti leikur deildarinnar í ár, Dortmund mætti THW Kiel, og sigraði Dortmund óvænt 22:20. í dag og á morgun fara síðan fram aðrir leikir fyrstu umferðar. Þá leikur meðal annars Gummers- bach úti gegn Schwabing, Grosswaldstadt gegn Lemgo, > Dússeldorf mætir Milberts- hofen og Essen fær Nurnberg í heimsókn. Tíunda keppnistímabil deildar- innar með núverandi sniði er nú að hefjast. Aldrei hafa liðin þurft að greiða jafn mikla peninga í laun og í vetur og einnig Frá keyptu sum þeirra Jóhannilnga leikmenn fyrir mikl- Gunnarssyni ar fúlmjr. Talið er ÍÞýskaiandi að lejkmenn Qg þjálfarar deildarinnar kosti félögin fjórtán litlar 10 milljónir marka, sem samsvarar rúmum 215 milljón- um íslenskra króna. Til dæmis eyddu nýliðar deildarinnar, Wallau Massenheim, 250 þúsund mörkum í kaup á nýjum leikmönnum — sem eru tæpar 5,8 milljónir íslenskar. Að minnsta kosti íjórir leikmenn verða settir í bann vegna þess að þeir fengust ekki lausir frá þeim félögum sem þeir voru. Scwhabing og Essen misstu bæði tvo landsliðs- menn til annarra félaga; bæði félögin standa hins vegar fast á sínu og sleppa mönnunum ekki og verða af 100.000 þúsund mörkum hvort fyrir vikið. Það má með sanni segja að stjómun á 1. deildarliðun- um sé í erlendum höndum, því 10 af 14 þjálfurum deildarinnar eru útlendingar. Þar af eru 3 Júgósla- var, 2 Rúmenar, 1 Ungveiji, 1 Pólveiji, 1 Tékki, 1 íslendingur og í fyrsta sinn sovéskur þjálfari — enginn ófrægari en Klimov, sem verið hefur aðstoðarþjálfari sovéska landsliðsins sem tók við liði Mil- r bertshofen. Með honum kprn leikmaðurinn kunni Gagín; örvliént skytta. Það má segja að með komu þeirra sé nýr kafli í vestur þýskum íþróttum hafínn, en Gagin er fyrsti sovéski handboltamaðurinn sem fær að leika í vestur-Evrópu. Undanfarið hafa margir sérfræð- ingar velt fyrir sér möguleikum liðanna í vetur. Flestir þeirrar skoð- unnar að meistarar að þessu sinni verði Grosswallstadt. Tíu af íjórtan þjálfurum í deildinni eru sömu skoð- unar. Sterk staða Grosswallstadt hjá sérfræðingum byggist öðru fremur á því að liðið hélt öllum sínum sterkustu leikmönnum frá því í fyrra, og bætti að auki við sig þremur landsliðsmönnum, tveimur vestur-þýskum og einum tékknesk- um, hinum heimsfræga Barda, sem staðið hefur í marki Dukla Prag og landsliðsins. Fyrir í markinu var Roch, fyrrum landsliðsmarkvörður Þjóðveija. Sem sé valinn maður í hveiju rúmi hjá liðinu, samtals 14 landsliðs- eða unglingalandsliðs- menn hjá þessu eina frægasta félagsliði Evrópu. Markmið félags- ins eru skýr í vetur: við ætlum að vinna deild, bikar og Evrópukeppni bikarhafa, segja forráðamenn þess. Lítum nú nánar á liðin þar sem íslensku leikmennimir eru fremstir í flokki. Dusseldorf Hjá Dusseldorf leikur sem kunnugt er Páll Ólafsson og hefur hann ver- ið ein aðal drifijöður Iiðsins á undirbúningstímabilinu í haust. Páll leikur greinilega mun stærra hlut- verk en á síðasta keppnistímabili þar sem hann lék nær eingöngu í vöm. Landsliðsmaðurinn Schöne yfirgaf félagið, og gekk til liðs við nýliðana Wallau Massenheim. Að öðru leyti er liðið nær óbreytt, en reyndur leikmaður úr 2. deild kom í stað Schöne. Ég er þeirrar skoðun- ar að liðið sé síst slakara en í fyrra, og liðsheildin sennilega sterkari. I fyrra hafnaði liðið í 6. sæti, og ætti nú að geta barist um sæti 4 til 6. Helsta vandamálið er að fáir áhorfendur koma á heimaleiki liðs- ins, þannig að þeir leika á „hlutlaus- 'uih" •vélíi'hfeim,a^fy•fir., En á útivelli er liðið sterkara þó ótrúlegt sé. Dusseldorf var þriðja sterkasta útiliðið í fyrra. Lemgo Liðið Lemgo, sem Sigurður Sveins- son leikur með, er spáð svipuðu gengi og á síðasta keppnistímabili, en þá lenti liðið í 9. sæti. Skipt hefur verið um þjálfara hjá féiag- inu, en árangurinn á undirbúnings- tímabilinu hefur ekki verið sem bestur. Margir æfíngaleikir tapast, en hafa ber í huga að nýr þjálfari þarf ákveðinn tíma til að koma sínum hugmyndum á framfæri þannig að kannski smellur þetta allt saman á réttum tíma. Reyndur markvörður gekk til liðs við Lemgo, sá heitir Niemeyer, og lék á sínum tíma með Ólafí H. og Axel Axels- syni hjá Dankersen! Auk þess fékk liðið ti! sín atar sterkan homamann frá Hameln. Lemgo er afar erfitt heim að sækja og nær ósigrandi á heimavelli sínum. En árangur liðs- ins undanfarin ár á útivelli er ekki til að hrópa húrra fyrir. Haldi Lemgo sínu striki á heimavelli og styrkst á útivelli ætti liðið að geta lent í 6.-9. sæti deildarinnar. Sérs- taklega ef Siggi Sveins verður jafn góður og hann hefur verið undan- farin ár. Gummarsbach Kristján Arason og félagar í Gum- mersbach hafa verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu. Liðið lék langt undir getu á síðasta keppn- istímabili en lenti þrátt fyrir það í 3. sæti deildarinnar og leikur í IH- F-keppninni á þessu ári. Sannleik- urinn er nefnilega sá að Gummersbach hefur á að skipa sjö jafnsterkum leikmönnum og sleppi þeir við meiðsli er liðið helst talið geta ógnað veldi Groosswallstadt í vetur. Það mun að miklu leyti velta á því hvort Kristján Arason leikur jafn vel og gegn íslenska landsliðinu á dögunum (átta mörk), og með íslenska liðinu gegn Essen (níu mörk), hvort frægasta félagi Evr- ópu, Gummersbach, tekst að verða þýskalandsmeistari í ár. Lla Kristján Arason hefur leikið mjög vel í haust í æfíngaleikjum. Jóhann Ingi spáir að það velti mikið á Kristj- áni hvort liði Gummersbach takist að velgja Grosswallstadt undir uggum. Essan Hvað með Vestur-Þýskalandsmeist- arana undanfarin tvö ár? í liði meistaranna leikur sem kunnugt er Alfreð Gíslason. Framkvæmda- stjóra liðsins tókst ekki að halda liðinu saman eins og hann hafði lofað þjálfaranum því tveir af bestu mönnum liðsins í fyrra, landsliðs- mennimir Springel (skoraði 80 mörk í fyrra og var jafnframt einn besti vamarmaður deildarinnar) Rauin (40 mörk í fyrra) yfirgáfu félagið. Þar með er sagan aðeins hálfsögð því í haust meiddust síðan þrír af sjö fastamönnum í liðinu það illa að þeir missa 10 fyrstu leikina í deildarkeppninni. Frægastur þess- ara er Jochen Fraatz, sem af mörgum er talinn einn besti hand- knattleiksmaður heims (140 mörk á síðasta keppnistímabili) en hann sleit liðbönd í hné. Essen verður ' því að fetiila upp hálfgerðu varaíiði í upphafí móts, og það veltur mikið á því hvemig Alfreð Gíslason leik- ur, hvort Essen nær að halda í við betri lið deildarinnar, þar til hinir slösuðu leikmenn koma inn í liðið að nýju. Búast má við því að Alfreð verði tekinn úr umferð úr hveijum leik og verður þá fátt um fína drætti í sóknarleik Essen-manna. Þrátt fyrir að útlitið sé dökkt hjá liðinu vonast leikmenn þess til að beijat um 3.-5. sæti í deildinni. Bjami og Sigurjón í 2. deildinni í norður-hluta 2. deildar leikur sem kunnugt er Bjami Guðmundsson með Wanne Eickel, en einmitt þang- að skiptu tveir Essen-leikmenn, Rauin og Springel. Bjami hefur verið máttarstólpi Wanne undanfar- in ár og undirstrikar val hans sem eins besta homamanns Þýskalands í Handball-Magazine á dögunum getu Bjama. Takist liðinu að hala inn nokkur stig áður en fyrrum Essen-leikmennimir tveir geta farið að spila á liðið góða möguleika á að vinna sig upp í 1. deild. í suður-hluta 2. deildar leikur Sig- uijón Sigurðsson, fyrrum leikmaður Hauka, og markakóngur íslands- mótsins í fyrra, með Schutterwald. í spjalli við þjálfara hans á dögunum kom fram að Siguijón hefði tekið miklum framfömm, en samt sem áður vænti félagið ekki of mikils af honum á fyrsta keppnistímabil- inu. Hann leikur mikið í hægra hominu, og hefur auk þess sýnt mikið öryggi í v'taköstum í æfinga- leikjum liðsins. Schutterwald er talið vera með sterkasta liðið í suð- ur-hluta 2. deildar, þannig að ekki er ólíklegt að Siguijón leiki í 1. deild að ári, ásamt Bjama. Eins og undanfarin ár ætla ég að reyna að spá um röð liðanna í 1. deild, og spá mín er eftirfarandi: 1. Grosswallstadt, 2. Gummers- bach, 3. Milbertshofen, 4. Kiel, 5. Essen, 6. Dússeldorf, 7. Dormagen, 8. Lemgo, 9. Wallau, 10. Dort- mund, 11. Göppingen, 12. Hof- weier, 13. Numberg, 14. -iSchWábirig. vdteiTÁ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.