Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 Sveppa-„souffle“, salat og melónusneið Matreitt úr sveppum AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÁL ÞÓRHALLSSON Ungverjar búa sig undir sjö mögur ár Efnahagsiegar umbætur í Ungverjalandi, sem Mikhail Gorbachev hefur talið öðrum austantjaldsríkjum tU fyrir- myndar, virðast lítið hafa haft að segja. Gúllas-kommúnisminn rambar á barmi gjaldþrots. Rikiskassinn er tómur, skuldirnar svimandi háar og fyrirtækin gamaldags. Óttinn við atvinnu- leysi og fátækt vex, lífslíkur manna minnka. HeimilisKorn Bergljót Ingólfsdóttir Nú eru fáanlegir óvenju falleg- ir sveppir og því freistandi að nota þá í annað en salat eða sem meðlæti með kjöti. Sveppir eru ekki ódýrasti matur sem til er en þeir standa vel fyrir sínu. Hér er stungið upp á sveppa-„souffle“ og sveppa-eggjaköku (omeletta). Hvort fyrir sig getur verið aðal- máltíð að viðbættu grænmetis- salati og þá ávextir eða annað í eftirrétt. Sveppa-„souffle“ 750 gr sveppir, 8 egg, aðskilin, 8 sléttfullar msk. hveiti, 1 tsk. salt. Sveppimir eru hreinsaðir á venjulegan hátt og mýktir í smjöri á pönnu, salti og pipar stráð yfir. Sveppimir em síðan brytjaðir smátt. Eggjarauður og hveiti hrært saman, eggjahvítumar stífþeytt- ar og blandað varlega saman við. Helmingur hræmnnar er settur út í smurða „souffle“-skál, brytj- aðir sveppimir settir þar yfir, síðan það sem eftir er af eggja- hræmnni þar yfír. Bakað í 200°C heitum ofni í 45 mín.—1 klst. Ath. „souffle“-skálar em með hærri börmum en venjuleg ofn- föst föt, en hægt er að hækka barmana með álpappír. S veppaeggj akaka 5 egg, 15 vænir sveppir, 1 meðalstór laukur, 1 msk. ijómi, salt og pipar. Sveppimir hreinsaðir og skomir í sneiðar, laukurinn skor- inn í þunnar sneiðar og látinn mýkjast í smjörlíki við vægan straum og sveppimir settir út í rétt til að þeir hitni. Eggin em þeytt og ijóma blandað saman við. Pannan hituð og strokin með smjöri, eggjahræmnni hellt á og þegar eggjakakan er að verða gegnsteikt em sveppir og laukur sett á helming kökunnar og hinn helmingurinn lagður yfir. Melónusneið með beijamauki í miðju sómir sér vel sem eftir- réttur. Imiðjum júlímánuði kom hinn aldraði ungverski kommún- istaleiðtogi János Kádár fram eftir langt hlé og ávarpaði starfs- fólk í glerverksmiðju í Búdapest. Hafí hann viljað nota sitt síðasta tækifæri til að endurheimta eitt- hvað af fyrri hylli meðal almenn- ings þá mistókst honum. Verkamaður í verksmiðjunni segist hafa vonast eftir ræðu um blóð, svita og tár. Að Kádár gengi hreint til verks og segði: „Kæm félagar, við emm á hausnum. Þetta er okkur öllum að kenna, mér líka. Við höfum etið yfir okkur og ekki framleitt nóg. Hjálpið mér að koma skútunni aftur á flot. Herðum sultarólina, brettum upp ermam- ar.“ Þess í stað talaði leiðtoginn í gamla stflnum með gömlu klisj- unum, lágum rómi vegna hitans og lungnaveiki sinnar: „Nú stendur tímabil aðhaldssemi og uppstokkunar vinnuaflsins fyrir dymm, og aðdráttarafl sósíal- ismans mun vaxa.“ Allt hljómaði þetta óljóst og ósannfærandi. Ungverska þjóðin var vonsvikin og bitur og kjarkleysið óx. Hörð lífsbarátta Dmngi hvflir yfír þjóðinni sem eitt sinn kallaði sjálfa sig glað- legustu sveitina í héraði kommúnismans. Við ferðamann- inum i neðanjarðarlest í Búda- pest blasa lífsþreyttar ásjónur. Hver og einn berst fyrir sinni agnarögn velmegunar; litla sum- arhúsinu við Balatonvatn og bílnum sem beðið var eftir í sex til átta ár ef það er Trabant, fímm ár ef það er Lada. Meira en 600 þúsund af 4,8 milljónum vinnufærra manna vinna opin- berlega tvöfalda eða þrefalda vinnu. Hinir grípa hvert tæki- færi sem gefst til að þéna aukapening: Guðfræðiprófessor- inn ekur leigubfl, bókhaldarinn hjá hinu opinbera vélritar bréf fyrir veitingastað. „Hvergi er unnið jafn mikið og hjá okkur,“ segir László Szamuely hjá Al- þjóðaviðskiptastofnuninni í Ungveijalandi. Dugnaðurinn kostar sitt eins og gögn frá heil- brigðismálaráðuneytinu sýna: Annar hver ungverskur verka- maður þjáist af svefnleysi, þriðji hver kvartar undan mígreni. í Ungveijalandi em hlutfallslega flest sjálfsmorð í allri Evrópu , 43,5 á hveija 100 þúsund íbúa á ári. Lífslíkur karla hafa minnk- að um þijú ár á undanfömum 20 ámm. Horft til vesturs Efnahagsumbætur og tilslak- anir á flestum sviðum eins og nú eiga sér stað í Sovétríkjunum byijuðu í Ungveijalandi fyrir um það bil 20 ámm. Landið varð að fyrirmynd framfarasinnaðs, manneskjulegs Miðevrópu- sósíalisma. Nokkur velmegun þróaðist í landinu svo nágrönn- unum fannst það jaðra við ríkidæmi. Ferðamenn frá öðmm austantjaldslöndum streyma til Ungverskur kreppubrandari: Heimsókn á heimaslóðir - „Ekki æsa þig brói minn, ég er líka atvinnulaus - fyrir vestan." landsins til að njóta gestrisni heimamanna, fjörugs skemmt- analífs og einstaks vömúrvals sem að vísu gagnast fæstum vegna svimandi verðlags. Reyndar er mörgum heima- manninum illa við þessar bræðraþjóðir sínar. Ungveijar em minnugir þeirra tfma er Búdapest var heimsborg og landið hluti af stórveldinu Aust- urríki-Ungveijaland. íbúamir vilja fremur líta til vesturs um fyrirmyndir og samanburð. Rússneska og marx-lenínismi em vissulega skyldufóg í skólum landsins en nemendur skjóta skollaeymm við þeim fræðum, og leggja sig frekar eftir kunn- áttu í ensku og þýsku. Reyndar keyrir virðingin fyrir vestrænum löndum stundum úr hófí því Ungverjar mega vera stoltir af menningarlegu ástandi þjóðar- innar. Fólkið er vel upplýst, skólakerfíð á háu stigi og sjón- varpið býður til dæmis upp á mjög góða dagskrá. í sumar var hálfgert stríðsástand milli Rúmena og Ungveija. Erdely-hérað sem áð- ur tilheyrði Ungveijalandi er nú innan rúmensku landamæranna og saka Ungveijar Rúmena um að kúga ungverska þjóðarbrotið á svæðinu. Ungverski menning- armálaráðherrann gaf svo í sumar út bók um hið umdeilda hérað og svöruðu Rúmenar með því að banna honum að stíga framar fæti á rúmenska grund. Ekki er sambandið heldur gott við Tékka af svipuðum ástæðum. Ungveijar á skíðaferðalagi í Tatra-flöllum í Tékkóslóvakíu mega búast við slagsmálum við innfædda ef þeir láta borgin- mannlega vegna þess að fjöllin tilheyrðu áður Ungveijalandi. Lifað um efni fram í þeirri andrá sem leiðtogi Sovétríkjanna Mikhail Gorbach- ev býst til að beita ungversku uppskriftinni á ríki sitt, birtist nakinn sannleikurinn um efna- hagsástand Ungveijalands. Áhyggjufullir heimamenn hafa óttast þetta svo árum skiptir: „Hóglífíð" var kostað af lánsfé. Vonir eru bundnar við hinn metnaðarf ulla nýja forsætis- ráðherra, Károly Grósz. Ríkið sem virtist ná svo góðum árangri með því að blanda saman áætlunarbúskap og einkafram- taki er hartnær gjaldþrota. Methalli á ríkiskassanum nam á árinu 1986 47 milljörðum fór- inta, sem samsvarar 40 milljörð- um íslenskra króna. Framleiðsl- an á árinu dróst saman, innflutningur óx þrátt fyrir vemdaraðgerðir stjómvalda, út- flutningur til vestrænna ríkja dróst saman um 3 prósent. Landið er skuldugast allra aust- antjaldsríkja miðað við höfða- tölu. Skuldimar við útlönd nema nú 14 milljörðum Bandaríkja- dala. Svo virðist sem slæm afkoma sé afleiðing efnahagslegs stefnu- leysis. Láðst hefur að byggja iðnaðinn upp frá grunni. Ennþá er lögð megin áhersla á þunga- iðnað að sovéskri fyrirmynd, þrátt fyrir að landið sé hráefna- snautt. Einnig hefur óarðbæmm fyrirtækjum ekki verið lokað . Kádár var aldrei vel að sér í efna- hagsmálum, hann vildi ekki hætta fridnum sem skapast hafði í samskiptum við þegnana með óvinsælum spamaðaraðgerðum. En þögnin um sannleikann í málinu var orðin þrúgandi. í byijun júlí samþykkti miðstjóm kommúnistaflokksins stefnu- markandi 13 síðna plagg um mjög umfangsmikinn spamað til að bjarga því sem bjargað verð- ur. Einnig er nokkur von bundin við nýja, óþreytta menn eins og forsætisráðherrann Károly Grósz, og að þeim takist að rétta við þjóðarhag. En Qölmiðlar eru kinnroðalaust famir að boða sjö mögur ár. (Heimild: Der Spiegel) Sveppa-eggjakaka p lnrgMíi' m s <n e,— Metsölublaó á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.