Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987
35
Nýjung í skólastarfi:
Skólagæsla fyrir
yngstu nemenduma
Tveir kennarar í stærstu bekkjunum
KENNSLA er nú hafin í öllum
grunnskólum á Akureyri. Ekki
hefur enn tekist að fá kennara
í allar stöður við suma skólana.
Helsta nýjung' í skólastarfinu er
skólagæsla fyrir yngstu börnin,
en hún er nú við alla skólana á
Akureyri.
Fjöldi nemenda við grunnskól-
ana á Akureyri er svipaður nú
og á síðasta vetri. Þá voru þeir
um 2.550 en samkvæmt bráða-
birgðatölum teljast þeir um 2.570
nú við upphaf skólaárs. Þrátt
fyrir þetta eru dálitlar breyting-
ar á stærð skóla, en þar er hvort
tveggja um að ræða að fólk hef-
ur flust milli hverfa í bænum og
skipulagsbreytingar hafa orðið á
skólum og skólasvæðum. Þannig
fækkar nemendum við Oddeyr-
arskólann nokkuð en fjölgar að
sama skapi við Gagnfræðaskól-
ann og Glerárskóla. Þetta stafar
af því að nú hefur verið hætt að
kenna 7.-9. bekk við Oddeyrar-
skóla, en nemendur skiptast á
hina skólana eftir búsetu. Nem-
endum fækkar nokkuð við
Lundarskóla en fjölgar allmikið
við Síðuskóla, enda hefur mest
byggst í grennd við hann á und-
anförnum árum.
Síðuskóli er nýjasti grunnskól-
inn á Akureyri. Þar eru um
þessar mundir teknar í notkun
fjórar nýjar kennslustofur og í
desember er áætlað að tilbúið
verði húsnæði, meðal annars með
aðstöðu fyrir stjórn skólans.
Enn vantar kennara
Jón Baldvin Hannesson skóla-
stjóri sagði að ekki væri allt fengið
Aðalfundur MENOR
um helgina:
Rættum
fyrirhugaða
listahátíð á
Norðurlandi
MENNINGARSAMTÖK Norð-
lendinga, MENOR, halda aðal-
fund sinn að Laugalandi í
Eyjafirði dagana 12. og 13. sept-
ember. Meðal annars verður þar
fjallað um væntanlega listahátið
á Norðurlandi.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa
mun MENOR gangast fyrir ráð-
stefnu þar sem rædd verða tvö
mál. í fyrra lagi verður fjallað um
kjör og aðstöðu listamanna á Norð-
urlandi og stöðu þeirra varðandi
úthlutun úr opinberum sjóðum.
Framsögu um það mál hefur Guð-
mundur L. Friðfinnsson rithöfund-
ur. í öðru lagi verður rætt um
fyrirhugaða listahátíð á Norður-
landi, sem haldin verður vorið 1988,
en þar hafa framsögu alls sex full-
trúar mismunandi listgreina.
Þessari sýningu er meðal annars
ætlað að sameina krafta listamanna
og áhugamanna um listir á Norður-
landi og efla norðlenska menningu.
Aðalfundurinn hefst að Lauga-
landi klukkan 10 að morgni laugar-
dags. Formaður MENOR er Haukur
Ágústsson.
með þessu, enn vantaði kennara að
skólanum svo hann gæti starfað af
fullum krafti. Hann sagðist þurfa
að fá kennara í hálfa aðra til tvær
stöður, í smíðum og heimilis-
fræðslu. Engin viðbrögð hefðu orðið
við auglýsingum um þessi störf.
Víðar skortir kennara. í Glerár-
skóla hefur orðið að fella niður
tónmenntakennslu og aðrar greinar
að hluta, meðal annars eðlis- og
samfélagsfræði í 8. bekk. Páll
Bergsson yfirkennari sagði að þetta
kæmi sér afar illa og því verr sem
til þess væri hugsað að unglinga-
deildir skólans væru nú fjölmennari
en áður. Auk þessa má nefna að
ekki er enn ljóst hvort takast mun
að fá dönskukennara að Gagn-
fræðaskólanum, en Sverrir Pálsson
skólastjóri kvaðst ekki vera búinn
að gefa upp alla von.
Skólagæsla, nýjung
i skólastarf inu
Helsta nýjung í skólastarfinu í
vetur er skólagæslan, en hún er við
alla skólana á Akureyri þar sem
yngstu bömunum er kennt. Nú
gefst þeim kostur á að dveljast í
skólunum annaðhvort frá klukkan
8-12 að morgni eða 13-17 síðdegis.
Með þessu móti geta foreldrar þess-
ara bama náð a.m.k. hálfum
vinnudegi og vandi margra þeirra
með gæslu leysist að hluta. Reynt
var að fá fóstrur til að annast gæslu
þessa, en það mun þó ekki hafa
tekist nema að litlu leyti. Skóla-
gæsla var reynd í tveimur skólum
í fyrra og þótti takast vel, eða eins
og Benedikt Sigurðsson skólastjóri
Bamaskóla Akureyrar sagði: „Við
kjósum að gera þetta með formleg-
um hætti nú svo það verði regla í
stað tilraunar." í skóla hans er einn-
ig sú nýbreytni að allir nemendur
hafa samfelldan skóladag. Nemend-
ur í 4., 5. og 6. bekk fá þá
hádegishlé og neyta nestis í skólan-
um. Nestið hafa þeir með sér að
heiman en geta fengið mjólk eða
jógúrt í skólanum.
Samkennsla — tveir
kennarar í sama bekk
Nokkuð er og um það í grunn-
skólum á Akureyri að tveir eða
fleiri kennarar kenni stórum bekkj-
um, með meira en 30 nemendum.
Þessi samkennsla hefur nokkuð
verið reynd áður og þykir gefa góða
raun, eínkum er með þessu móti
unnt að sinna betur en ella sér-
þörfum nemenda. Þetta er einnig
háð því að húsnæði henti til þess,
en kennslustofur í hinum nýrri skól-
um eru að jafnaði stærri og
rúmbetri en í hinum eldri.
Morgunblaðið/HBj
Stjórnendur Súlnabergs, f.v.: Gunnar Karlsson hótelstjóri, Haukur
Tryggvason veitingastjóri og Kristján Jónasson yfirkokkur.
Kaffitería KEA 25 ára:
Súlnaberg opnað eftir
gagngerar breytingar
Gestir fá kaffi úr frægnstu kaffivél landsins, kaffívél nýja útvarpshússins
SÚLNABERG, kaffitería KEA,
var opnuð á fimmtudag eftir
miklar breytingar. Breytingarn-
ar voru gerðar í tilefni af 25 ára
afmæli staðarins.
Kaffítería KEA var sett á stofn
28. júlí 1962, og starfaði fyrst á
vegum Kjötbúðar KEA. Kaffiterían
var einn af fyrstu veitingastöðum
landsins með þessu afgreiðsluformi.
Gunnar Karlsson hótelstjóri KEA
segir að „Terían“ hafi fljótt orðið
vinsæl og telur að þar hafi fyrst
og fremst ráðið sú nýlunda að gest-
ir gátu fengið heimilismat beint úr
pottunum, án biðar.
Kaffiterían var stækkuð árið
1965 og rekstur hennar falinn Hót-
Úr Súlnabergi eftir breytingarnar.
Stærri-Árskógskirkja:
Hátíðarguðsþjón-
usta á sunnudag
Hátíðarguðsþjónusta verður i
Stærri-Árskógskirkju næstkom-
andi sunnudag í tilefni þess að á
þessu ári eru liðin 60 ár frá
vígslu kirkjunnar.
Guðsþjónustan hefst klukkan 14.
Sóknarpresturinn, séra Hulda
Hrönn M. Helgadóttir, sér um
messugjörð ásamt nokkrum af fyrr-
verandi prestum safnaðarins.
Kirkjan var vígð 5. júní 1927.
Að undanfömu hefur verið unnið
að endurbótum á kirkjunni, meðal
annars skipt um þak og hún máluð
að innan.
el KEA. Hún var aftur stækkuð og
endurbætt árið 1976 og nafni henn-
ar breytt í Súlnaberg. Eftir þær
breytingar voru sæti fyrir 120
manns á staðnum og hefur því fyrir-
komulagi verið haldið þar til nú.
Eftir endurbætumar nú er Súlna-
berg aftur orðið einn af nýtískuleg-
ustu veitingastöðunum af því tagi.
Sætafjöldi er sá sami og áður, en
salurinn allur opnaður og lýstur
upp. Hin hefðbundna kaffíteríulína
hefur verið brotin upp í einingar til
að flýta afgreiðslu.
Ný húsgögn eru á staðnum, svo
og allar innréttingar og tæki.
Tækjakostur er með því nýjasta og
besta sem þekkist, að sögn Gunn-
ars hótelstjóra og er vonast til að
matreiðsla og geymsla matarins
verði sem best. Hann segir að áfram
verði lagt kapp á að bjóða gestum
góðan heimilismat, auk úrvals sér-
rétta frá grillinu, samkvæmt nýjum
sérréttamatseðli. Einnig sagði hann
að á boðstólum væri úrval annarra
veitinga.
Akureyri
óskar eftir fólki á öllum aldri til að
bera út Morgunblaðið strax og það
kemur íbæinn.
„Hressandi morgunganga"
Hafið samband!
Hafnarstræti 85, Akureyri,
sími 23905.
VIÐSKIPTAVINIR
ATHUGIÐ!
Við erum fluttir í nýtt húsnæði
v/Laufásgötu
VIÐ EIGUM Á LAGER:
Handfærabúnað • línubúnað •
togveiðibúnað • rækjuveiðibúnað •
og margt fleira
HÖFUM UMBOÐ FYRIR:
Hampiðjuna, Vélsmiðjuna Odda, Plastein-
angrun, J. Hinriksson, Fram (keðjur),
Moririn (net), Engel (flotvörpurog net).
HF 3r
v/Laufásgötu, Akureyri, sími 96-26120.
Strandvegi 77, Vestmannaeyjum, sfmi 99-2975.
SuAurtanga, ísafiröi, sfmi 94-3500