Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 33 fHtrgminM&iMí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Stórfelld kauphækkun? Að óbreyttu stefnir í það, að laun í landinu hækki um 7-8% um næstu mánaða- mót. Mestur hluti þeirrar kauphækkunar yrði vegna þess, að framfærslukostnað- ur hefur hækkað meira en gert var ráð fyrir í síðustu kjarasamningum og vísitalan er þess vegna komin yfir „rauða strikið", sem svo hef- ur verið nefnt. í opinberum umræðum hafa vinnuveit- endur haldið því fram, að kaupmáttur hafi aukizt mun meir en gert var ráð fyrir við gerð kjarasamninga og þess vegna beri ekki að hækka kaupið, sem þessu nemur. Talsmenn verkalýðs- félaganna hafa sagt á móti, að sú aukning kaupmáttar hafi ekki komið öllum til góða og þá alveg sérstaklega ekki þeim lægstlaunuðu. Þess vegna beri að hækka laun, sem þessu nemur. Engum dylst, að við búum nú við mikið góðæri. Það fer alltaf svo, að ávöxtur góðær- is dreifíst misjafnlega, sumir fá meira en aðrir. Itrekaðar tilraunir aðila vinnumarkað- ar á undanförnum árum til þess að bæta kjör hinna lægstlaunuðu hafa borið misjafnan árangur, en þó einhvem. Afkoma atvinnu- veganna er einnig á ýmsan veg. Sumar atvinnugreinar standa nú í blóma og á það ekki sízt við um sjávarútveg- inn. Þó mega menn ekki gleyma því, að sjávarútveg- urinn hafði búið við erfiðan hag í allmörg ár og veitti því ekki af góðæri til þess að greiða upp taprekstur fyrri ára. A hinn bóginn er ljóst, að aðrar útflutningsgreinar eiga í erfiðleikum t.d. ulla- riðnaðurinn. En kjami málsins nú eins og svo oft áður er sá, að sumar atvinnu- greinar geta ef til vill borgað hærra kaup og staðið undir því án verðhækkana en aðrar ekki. Sveiflumar í atvinnulífi okkar em jafn miklar og áður. Fram á síðustu mánuði hefur verið mikill uppgangur í rækjuveiðum og vinnslu. Nú hefur orðið verðfall á rækjumörkuðum og sölu- tregða. Margir höfðu lagt í mikla fjárfestingu til þess að hagnast á góðæri í rækjunni. Hvemig sem á málið er litið er alveg ljóst, að 7-8% kauphækkun, sem nær til velflestra launþega um næstu mánaðamót, hlýtur að leiða til nýrrar kollsteypu í efnahagsmálum. Verðbólgan eykst á ný, krafan um lækk- un á gengi krónunnar verður æ háværari og mun koma frá mörgum atvinnugrein- um. Þetta er saga, sem þjóðin þekkir af langri og dýrkeyptri reynslu. Sumir segja, að ríkis- stjómin eigi að grípa inn í þessa þróun og koma í veg fyrir þessa miklu og almennu launahækkun með lögum. Til hvers leiðir það? Þjóðin þekkir líka af fyrri reynslu afleiðingar slíkra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Þessi bolti er hjá vinnuveitendum og verkalýðshreyfingu. Þessir aðilar bera sameiginlega ábyrgð á þróun launamála. Þeim er auðvitað ljóst hverj- ar afleiðingamar verða ef þessi mikla kauphækkun gengur yfir. Þeim ber skylda til að komast að niðurstöðu, sem er í samræmi við hags- muni launþega og þjóðar- hagsmuni. Þeir sem fara verst út úr nýrri verðbólgu- öldu em þeir lægstlaunuðu. Þeir sem fara verst út úr nýrri gengislækkun em þeir lægstlaunuðu. Ef vinnuveitendur og verkalýðshreyfíng víkjast undan því að taka ábyrga afstöðu til þessa máls nú fyrir lok þessa mánaðar er það til marks um að þeir hafa gefist upp við það verk- efni, sem þessi hagsmuna- samtök hafa tekið að sér. Hlutur þeirra hefur verið mikill í þeirri jákvæðu þróun, sem einkennt hefur efna- hags- og atvinnulíf okkar á undanfömum ámm. Þessir aðilar hafa áunnið sér traust. Þeir mega ekki bregðast því nú. GEIR H ALLGRÍMSSON: OPIÐ BREF til Þórarins Þórarinssonarfyrrv. ritstjóra Fimmtudaginn 10. september 1987 birt- ist grein í Tímanum eftir þig, þar sem svo er komizt að orði: „Ég hefi það álit á Bandaríkjamönnum, að ekki sé erfitt að hafa samskipti við þá, ef þeim er sýnd festa og einbeitni. Þeir eru hins vegar ekki ólíkir öðrum, þegar þeim er sýndur undirlægjuháttur, þá er gengið á lagið. Skipti okkar við Bandaríkin síðustu árin hafa markast af undirgefni. Þau hafa feng- ið nær öllum óskum sínum framgengt varðandi aukningu hernaðarframkvæmda hér á landi.“ Og grein þinni lýkur þú með þessum orðum: „Haldi áfram sama undirgefnin í skiptum við Bandaríkin og ríkt hefur allra síðustu árin, finnst mér ekki fjarri lagi að spyija: Fá Bandaríkin hér varaherflugvöll í þakk- lætisskyni fyrir hvalamálið?" í þessum tilvitnuðu orðum er horfíð til málflutnings fýrri tíma, sem ég hélt ekki að handhafí íslenzks blaðamannaskírteinis nr. 1 teldi sér nú sæmandi. Það eru alvarleg- ar ásakanir, þegar mönnum í trúnaðarstöð- um er brigzlað um „undirlægjuhátt“ og „undirgefni" í samskiptum við erlent ríki. Full ástæða er því til þess að krefja þig um frekari skýringar á ásökunum þínum. Hvað eru t.d. „síðustu árin“ mörg? Telur þú árin 1980—83, þegar Ólafur Jóhannesson gegndi með prýði störfum ut- anríkisráðherra, til þeirra, en Ólafur Jóhannesson heimilaði nieð réttu fyrstu framkvæmdir við olíubirgðastöð vamarliðs- ins í Helguvík og byggingar styrktra flugvélaskýla á Keflavíkurflugvelli? Eða telur þú „síðustu árin“ aðeins frá vordögum 1983 þegar Geir Hallgrímsson tók við starfí utanríkisráðherra og gegndi því til seinni hluta janúarmánaðar 1986? Er það leyfíð til byggingar ratsjárstöðv- anna á Vestfjörðum og Norðausturlandi, sem þú hefur í huga, þegar þú talar um „undirgefni"? Það leyfi var fyrst veitt eftir að íslenzk stjómvöld höfðu kvatt sérfróða íslenzka menn til ráðuneytis og sannfært sig um að bygging ratsjárstöðvanna var í senn nauð- synleg til að tryggja öryggi íslands og efla vamarsamstarf Atlantshafsbandalagsins, en til þess er stofnað til að koma í veg fyrir að ófriður bijótist út í okkar heims- hluta. Öll leyfí til vamarframkvæmda í minni ráðherratíð voru veitt fyrir opnum tjöldum og frá þeim skýrt í utanríkismálanefnd og á Alþingi. Enginn ágreiningur var í ríkis- stjóm undir forsæti Steingríms Hermanns- sonar um þessi leyfi. Ertu, Þórarinn Þórarinsson, að saka Steingrím Hermannsson um undirlægjuhátt og undirgefni gagnvart Bandaríkjamönn- um? Ástæða væri ef til vill til að fjalla frekar um skýringar þínar á framkomu Banda- ríkjamanna í hvalamálinu og hvemig þú afsakar framkomu þeirra með því að koma sökinni yfir á þína eigin landa og fyrrver- Geir Hallgrímsson andi pólitíska andstæðinga. Ég hélt reyndar að við væmm báðir hættir flokkspólitískum afskiptum. En framkoma Bandaríkjanna gagnvart okkur í hvalamálinu á sér lengri sögu en nær til „allra síðustu ára“ og þeg- ar af þeirri ástæðu fær skýring þín ekki staðizt. Ég skal heldur ekki fjalla frekar um „varaherflugvöll", sem þú ert svo hug- kvæmur að setja í samband við hvalamálið. En þó skal á það minnt, að varaflugvöllur er áhugamál íslenzkra flugyfirvalda og flug- félaga og nauðsynlegur flugsamgöngum á friðartímum og verður byggður, þótt á því kunni að verða bið, þar til unnt er að fjár- magna slíka framkvæmd. Hvort sú bið yrði eitthvað styttri ef slíkur flugvöllur yrði byggður í samstarfi við Atlantshafsbanda- lagið, verður að ráðast af öryggishagsmun- um íslands. í báðum tilvikum myndi slíkur varaflugvöllur því miður verða nýtur ef til styijaldar kæmi, en því fremur er ástæða til að efla þátttöku okkar í því bandaiagi, sem komið hefur í veg fyrir stríð í okkar heimshluta í meira en 40 ár. Að lokum, Þórarinn Þórarinsson, vona ég að við getum verið sammála um það, að við íslendingar megum ekki vera haldn- ir þeirri minnimáttarkennd að við getum ekki leyst ágreiningsmál við aðrar þjóðir nema með hótunum og þá gjarnan með hótunum um að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Sannur þjóðarmetnaður er fólginn í því að flytja mál sín með sanngimi, festu og efnisrökum. Með þeim hætti öðlumst við virðingu annarra þjóða og náum þeim mark- miðum, sem að er stefnt á hveijum tíma. Með vinsamlegri kveðju og beztu óskum. Hlutverk Alþjóða- hvalveiðiráðsins og vísindanefndar þess ENN hefur ekki fengist lausn í deilu Bandaríkjamanna og ís- lendinga um hvalveiðar í vísinda- skyni. Um tíma leit svo út að yfirvofandi væru viðskiptaþving- anir af hálfu bandariskra stjórn- valda ef ísiendingar héldu fast við vísindaveiðaáætlun sína, en þá lögðu Bandarikjamenn fram tiliögu sem í fólst að ekki yrði amast við veiðum íslendinga á 20 sandreyðum í haust ef íslend- ingar féllust á að leggja hvala- rannsóknaáætlun sína fyrir visindanefnd Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Um leið hétu Banda- rikjamenn íslendingum stuðningi á þeim vettvangi og einnig við að ávinna vísinda- nefndinni traust. Til að varpa örlitlu Ijósi á um hvað þessi deila snýst fer hér á eftir samantekt um Alþjóðahval- veiðiráðið og uppbyggingu þess. Alþjóðahvalveiðiráðið var stofnað árið 1946, samkvæmt alþjóðlegum sáttmála stjómun hvalveiða. Sátt- málinn miðaði að því að haft yrði eftirlit með hvalastofnunum svo eðlileg framþróun yrði í hvalveiðum og iðnaði þeim tengdum. Samkvæmt skilgreiningu hval- veiðiráðsins sjálfs er aðalhlutverk þess að fylgjast með og endurskoða reglulega þær aðferðir sem fram- kvæmdaáætlun ráðsins gerir ráð fyrir að séu viðhafðar við stjómun hvalveiða. Þessar aðferðir eru: að friða algerlega nokkrar hvalateg- undir; að lýsa ákveðin hafsvæði friðhelg; setja veiðikvóta á hvali; ákveða veiðitíma og stærðarmörk hvalategunda; banna veiðar á kálf- um og mjólkandi kúm og krefjast þess að aðildarríki leggi fram upp- lýsingar um veiðar og aðrar töl- fræðilegar og líffræðilegar upplýsingar. •• Ollum heimilt að ganga í ráðið Öllum löndum heims er heimilt að ganga í Alþjóðahvalveiðiráðið. 41 þjóð er nú í ráðinu. 11 þessara landa hafa stundað veiðar í atvinnu- skyni en í tveimur til viðbótar eru hvalveiðar stundaðar af fmmbyggj- um sér til lifibrauðs. Alþjóðahvalveiðiráðið fundar að minnsta kosti einu sinni á ári og til að auðvelda ráðinu að leysa verk- efni sín hafa verið stofnaðar þijár nefndir innan ráðsins: tækninefnd, vísindanefnd og fjárhagsnefnd. Vísindanefnd ráðsins fundar tveimur vikum fyrir ársfund ráðsins og hægt er að kalla hana saman til fundar hvenær sem er ef nauð- syn er talin krefja. Nefndin á að meta ástand hvalastofnanna á grundvelli upplýsinga sem aðildar- löndin gefa og á grundvelli þess mats útdeilir tækninefndin veiði- kvótum og þróar samþykktir eða reglur sem ráðið setur síðan til að stjórna hvalveiðum. Þessar sam- þykktir bætast við framkvæmdaá- ætlun ráðsins og til að þær öðlist gildi þarf samþykki 3A aðildarþjóð- anna. Samþykktimar öðlast gildi innan 90 daga en hvaða aðildarþjóð sem er getur áður mótmælt sam- þykktunum og er þá ekki bundin af þeim. Samkvæmt 6. grein stofnsátt- málans getur ráðið einnig samþykkt ályktunartillögur til einnar eða allra aðildarþjóðana varðandi hvaða mál sem í sambandi við hvali eða hval- veiðar og markmið og tilgang sáttmálans. Áttunda grein stofnsáttmálans segir ennfremur að burtséð frá öllu öðru sem stendur í sáttmálanum hafi aðildarþjóðimar rétt til að vita sérstök leyfi til að drepa, taka eða meðhöndla hvali í vísindalegum til- gangi. 90 daga mót- mælaréttur Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti árið 1982 að banna allar hvalveiðar í atvinnuskyni frá 1986-1990 en þá skyldi metið á ný hvort stofnam- ir þyldu slíkar veiðar. Aðildarþjóð- imar höfðu rétt til að mótmæla hvalveiðibanninu og gerðu þijár þjóðir það: Norðmenn, Japanir og Sovétmenn. íslendingar ákváðu að gera það ekki en skipulögðu jafnframt áætl- un um hvalveiðar í vísindaskyni, samkvæmt 8. grein stofnsáttmál- ans. Miðað er við að afurðir veið- anna séu seldar erlendis, aðallega til Japan og ágóði þeirrar sölu lát- inn fjármagna hvalarannsóknir af öðru tagi, þar á meðal víðtæka taln- ingu úr lofti og af legi sem gerð var á Atlantshafinu í sumar. Þessi áætlun var lögð fyrir vísindanefnd hvalveiðiráðsins. Aðildarlönd ráðsins eiga ekki öll * Arangur Norðurlandanna í efnahagsmálum: Island í fyrsta sæti úr því fjórða mjög góðri stöðu til þess að ráða við vandamálin, miklu betri en fyrir tveimur árum síðan. Einkum verðum við að ná utan um verð- bólguna. Við verðum að gæta okkar vel hvað hana varðar og allir að leggjast á eitt til þess að tökum verði náð á henni, svo að víxlverkanir kauplags og verðlags verði ekki aftur staðreynd," sagði hann ennfremur. Viihjálmur sagði að þá þyrfti stjóm að nást á ríkisfjármálunum og ríkisstjómin mætti ekki ijúfa þjóðarsáttina með skattahækkun- um og skerða þannig möguleika atvinnuveganna til þess að standa undir auknum kaupmætti. Hann varaði sérstaklega við áformum um að auka skattheimtu á sjávar- útveginn, sem þyrfti að standa undir kröfum af hálfu fiskvinnslu- fólks og stöðugu gengi. Þess utan þyrftu að nást tök á peningamála- stjóminni og beina ætti stofnun- um sem nytu ríkisábyrgðar í auknum mæli á innlendan markað og auka ætti frelsi annarra aðila til þess að leita á erlendan lána- markað á eigin ábyrgð. Síðast en ekki síst þyrfti ríkið að fara inn á innlenda peningamarkaðinn með miklu ákveðnari hætti en til þessa. ÍSLAND stóð sig best af Norð- urlöndunum fimm í efnahags- málum á síðasta ári og útlit er fyrir að svo verði einnig i ár, samkvæmt samanburði sem Verzlunarráð íslands hefur gert byggðan á hagtölum sem lagðar voru fram á fundi vinnu- veitenda í verslun og viðskipt- um í Stykkishólmi dagna 23. og 24. ágúst síðastliðinn. ísland var hins vegar í 4. sæti af Norð- urlöndunum fimm árið 1985. Þessi niðurstaða fæst þegar lagður er saman árangur land- anna hvað varðar hagvöxt, fjármál ríkissjóðs, atvinnuleysi, verðbólgu og viðskiptajöfnuð. Hins vegar er enginn óhlutlægur mælikvarði til hvað varðar vægi þessara stærða og ber að taka niðurstöðunum með þeim fyrir- vara. Árið 1986 og samkvæmt spá fyrir árið í ár, er ísland með mest- an hagvöxt og minnst atvinnu- leysi landanna. Verðbólga er aftur á móti, nú sem fyrr, mest hér á landi og hvað hana snertir stönd- um við okkur verst. Aðeins Svíar standa sig betur en við hvað við- skiptajöfnuð varðar í ár og á síðasta ári. Islendingar voru í íjórða sæti á síðasta ári hvað varð- ar ríkisfjármál, en við verðum í þriðja sæti á þessu ári, samkvæmt spá, og Danir í fyrsta sæti og Norðmenn í öðru sæti. „Auðvitað er þessi samanburð- ur fyrst og fremst gerður til þess að við sjáum vandamál okkar í réttu ljósi og okkar vandamál miðað við aðra eru ekki svo mik- il,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum náð geysilegum árangri í efnahagsmálum á síðast- liðnum tveimur árum og erum í fulltrúa í vísindanefndinni. Ráðið hefur á síðustu þingum samþykkt auknar viðmiðanir sem nefndin fer eftir við mat á vísindaáætlunum sem aðildarþjóðir leggja fram. Nefndin miðar við hvort rannsókn- imar gefi nægar upplýsingar varðandi stjómun og nýtingu stofn- anna. Síðan hvort áætlaðar veiðar geti haft áhrif á stofnana, hvort markmiðum rannsóknanna megi ná fram með öðmm aðferðum en veið- um og hvort þær séu raunhæfar og geti hjálpað við heildarmat á stofnunum. Nefndarmenn ýmist með eða á móti Út frá þessum viðmiðunum fjall- aði nefndin ma. um vísindaáætlun íslendinga á þinginu í ár. Nefndin komst ekki að heildamiðurstöðu en færð vom rök ýmist fyrir því að áætlunin uppfyllti flest áðumefndra skilyrða eða hún gerði það ekki. Aðaldeilumálið í því sambandi var hvort veiðamar og rannsóknir á dauðum hvölum væm nauðsynlegar við heildarmat á stofnunum en nefndin viðurkenndi að hún hefði enga möguleika á að meta hvort veiðar á 80 langreyðum og 40 sand- reyðum í ár hefði áhrif á viðkomu þessara hvalastofna. Á síðasta ársþingi lögðu Banda- ríkjamenn fram ályktunartillögu sem gerði ráð fyrir því að vísinda- nefndin fjallaði um rannsóknaáætl- anir þjóðanna og á gmndvelli niðurstaðna nefndarinnar myndi hvalveiðiráðið meta áætlanimar og ef þær væm ekki taldar uppfylla áðurgreind skilyrði myndi ráðið ráð- leggja viðkomandi þjóðum, sam- kvæmt 6. grein stofnsáttmálans, að afturkalla leyfi til vísindaveiða. Ólögleg- tillaga? íslendingar mótmæltu þessari til- lögu á þeirri forsendu að með samþykki hennar væri ráðið að ganga gegn sjálfsákvörðunarrétti aðildarþjóðanna sem þeim er tryggður í 8. grein stofnsáttmálans. Því bryti tillagan í bága við sáttmál- ann. Auk þess væri óheiðarlegt gagnvart vísindanefndinni að ráðið færi að greiða atkvæði um niður- stöður hennar án þess að nefndin vissi um það fyrirfram; nefndin hefði þá væntanlega sett niðurstöð- ur sínar fram á annan hátt. Tvær breytingartillögur vom fluttar við þessa tillögu af Norð- mönnum og Japönum, sem gerðu báðar ráð fyrir að viðmiðanir vísindanefndarinnar til að fjalla um einstakar vísindaáætlanir yrðu auknar og viðkomandi þjóðir ættu að taka tillit til athugasemda og ráðlegginga nefndarinnar. Hins- vegar myndi ráðið sem slíkt ekki fjalla um vísindaáætlanirnar. ís- lendingar studdu báðar þessar tillögur og sögðu þær í samræmi við þeirra hugmyndir. Báðar breytingartillögumar vom felldar en tillaga Bandaríkjamanna samþykkt. Í framhaldi af því var samþykkt tillaga frá Ástralíu þess efnis, að þar sem íslenska rann- sóknaráætlunin uppfyllti ekki fullkomlega þau skilyrði sem sett voru í viðmiðunum nefndarinnar var íslandi ráðlagt að afturkalla vísindaveiðileyfi sín. Nær samhljóða tillögur vom samþykktar um vísindaáætlanir Kóreumanna og Japana, þótt viðurkennt væri að þær ættu lítið sameiginlegt, ma. vom flestir sammála því að áætlun Kóreumanna væri þess eðlis að hún ætti lítið skilt við vísindi. Bandarísk friðunarlög Samkvæmt bandarískum lögum, Pelly ákvæðinu svokallaða, getur viðskiptaráðherra Bandaríkjanna kært til forsetans þjóðir sem talið er að séu að draga út áhrifum al- þjóðlegra friðunarsamþykkta. Forsetinn getur í framhaldi af því fyrirskipað viðskiptaþvinganir gegn viðkomandi ríkjum. Einnig gildir í Bandaríkjunum svokallað Pack- wood-Magnusson ákvæði en samkvæmt því er hægt að aftur- kalla fiskveiðiréttindi innan banda- rísku fiskveiðilögsögunnar til þeirra ríkja sem talin em bijóta gegn veiðikvótum Alþjóðahvalveiðiráðs- ins. í bandaríska viðskiptaráðuneyt- inu hefur verið litið svo á að þær þjóðir sem mótmæltu hvalveiði- banninu og héldu áfram veiðum væm að draga úr friðunaraðgerðum ráðsins og bijóta gegn veiðikvótun- um, sem í raun em engir þessa stundina. Einnig var litið svo á að þegar íslendingar fóm ekki eftir ályktunartillögu Ástrala í sumar, og afturkölluðu ekki vísindaveiði- leyfin, væm þeir að draga úr friðunarmarkmiðum ráðsins. Því vofði kæran yfír nú í sumar. Hvalveiðiþj óðir í minnihluta Eins og komið hefur fram hér áður er mikill minnihluti aðildar- þjóða hvalveiðiráðsins þjóðir sem stundað hafa eða stunda hvalveið- ar. Það er einnig vel þekkt að umhverfisvemdarsinnar, til dæmis frá Bandaríkjunum, sitja í sendi- nefndum og jafnvel vísindanefndum annara þjóða sem láta sig hvalveið- ar í raun litlu skipta. Því hafa íslendingar meðal annars bent á að ályktanir ráðsins varðandi vísindaleg atriði væm lítils virði og lituð af pólítík. Tortryggni hefur einnig ríkt í garð vísindanefndar- innar og sagt að þar ráði hvalavina- sjónarmið meim en vísindaleg rök en þó er fallist á að þeirra gæti þar minna en í ráðinu sjálfu. Tillaga Bandaríkjamanna til lausnar hvalveiðideilunni nú miðast við að vísindanefndin fái aukin völd og virðingu og það er í raun í sam- ræmi við hugmyndir sem íslending- ar hafa sett fram. Það er þó óljóst enn með hvaða hætti nefndin á að fjalla um vísindaáætlun íslendinga þannig að ákveðin niðurstaða fáist en ekki verði uppi tvennskonar álit. Ólíklegt er að vísindamennimir, sem sitja í nefndinni, fallist á að greiða atkvæði um áætlunina enda væri slíkt ekki vísindaleg vinnu- brögð. GSH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.