Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987
Böndin berast að
varaf or setanum
Belgrad, Reuter.
DAGBLOÐ í Júgóslavíu skýrðu frá þvi í gær, að upp hefði komist
um yfirhylmingu í mesta fjármálahneyksli í landinu frá þvi kommún-
istar komust þar til valda fyrir 42 árum. Snýst málið um stórfyrirtæki
í landbúnaðarframleiðslu, Agrokomerc, en það má heita gjaldþrota.
Vegna þess getur svo farið, að 3,5 milljónir kjúklinga verði hungur-
morða ef stjórnvöld hlaupa ekki undir bagga með fóðurkaupum.
Dagblaðið Vecemje Novosti í Sem eru valdamiklir í Bosníu. Síðar
Belgrad sagði, að öryggislögreglu- dró hann það til baka og kvaðst hafa
menn hefðu lagt hald á upptökur í
húsakynnum svæðisútvarps í Bosníu
og kæmi þar fram ýmislegt, sem
tengdi Hamdija Pozderac, varafor-
seta Júgóslavíu, við hneykslið. Hefur
nafn hans raunar áður verið nefnt í
þessu sambandi og einnig bróður
hans, sem er háttsettur í flokknum.
Fikret Abdic, forstjóri Agroko-
merc, sem er með umfangsmikinn
rekstur í sjálfstjómarlýðveldinu
Bosníu-Herzegovínu, gaf út mark-
lausar skuldaviðurkenningar fyrir
860 milljónum dollara og hélt því
fram í fyrstu, að hann hefði gert það
í samráði við þá Pozderac-bræður,
verið einn í ráðum. Abdic er nú í
fangelsi ásamt átta öðrum starfs-
mönnum fyrirtækisins.
Belgrad-blaðið Politika Ekspres
sagði í gær, að varaforsetinn hefði
viðurkennt, að hann hefði vitað um
fölsku skuldaviðurkenningamar frá
því í apríl sl. en þagað um þar til
hneykslið varð opinbert í ágúst.
Agrokomerc er nú svo gott sem
gjaldþrota og á ekki lengur fyrir fóðr-
inu ofan í kjúklinga og annan fénað
og því horfír nú svo, að 3,5 milljónir
kjúklinga svelti í hel komi ríkið ekki
til hjálpar.
Jóhannes Páll páfi í Bandaríkjunum:
Páfi berorður um
homma o g alnæmi
Miami, Reuter.
JÓHANNES Páll páfi II. ræddi í
gær í leiðtoga bandarfskra gyð-
inga og voru hvorirtveggju
ánægðir með viðræðumar. Páfi
reyndi ekki að leita málamiðlana
i útimessu, sem haldin var í Miami
í Bandaríkjunum, og sagði að kaþ-
ólikkar þyrftu að fara að kenning-
um kirkjunnar i einu og öllu.
Hellirigning var þegar útimessan,
sem 250 þúsund menn sóttu, og varð
að stytta hana um hálftíma.
Páfi kom til Bandaríkjanna á
fimmtudag og tóku Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti og Nancy kona
hans á móti honum.
Jóhannes Páll sagði við blaðamenn
í flugvél sinni á leið frá Páfagarði
að hommar ættu samúð skilda. Páfi
var óvenju berorður: „Þeir eru hvorki
utangarðsmenn, né úrhrök ... eins
og allir, sem þjást, eiga þeir heima
innan kirkjunnar ... réttara sagt þeir
eru kirkjunni hjartfólgnir." Hann
kvaðst hafa miklar áhyggjur vegna
sjúkdómsins alnæmis og sagði
„skelfilegt“ að í borginni San Franc-
isco skyldu þrír til fjórir menn láta
lífið daglega asf völdum sjúkdómsins.
Páfi hyggst messa í borginni San
Antonio í Texas. Þar voru reistir
feiknlegir tumar, sem hrundu á
fímmtudag. Tumamir voru rúmlega
50 metra háir og er tjónið talið nema
^óram milljónum króna. Unnið verð-
ur dag og nótt við að laga tumana
þannig að messan geti farið fram á
sunnudag. Gert er ráð fyrir að 500
þúsund manns verði við messuna.
Reuter
Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ræðir hér við (frá
vinstri) Vitas Gerulaitis tennisleikara, George Bush, varaforseta
Bandarikjanna, Wilhelm Wachmeister, sendiherra Svía, og tennis-
stjörnuna fyrrverandi, Björn Borg. Borg og Bush kepptu við
Gerulaitis og Wachmeister í tennis og fóru þeir fyrrnefndu með
sigur af hólmi i viðureigninni.
Reuter
Erich Honecker, leiðtogi Austur-Þýskalands, leggur blómsveig að
múrnum umhverfis fangabúðir nasista i Dachau i minninga þeirra,
sem þar létu lífið. Nasistar hnepptu Honecker í fangelsi í heimsstyij-
öldinni síðari.
Líbanon:
Palestínu-
menn o g
shítar semja
um frið
Sídon, Reuter.
Fylkingar palestinumanna og
shíta múslimir náðu i gær sam-
komulagi um að binda enda á
átök fylkinganna tveggja við
flóttamannabúðir í Beirút og í
Suður-Líbanon.
Með þessu samkomulagi er lokið
þrigja ára átökum fylkinganna.
Fulltrúar Palestínumanna og shíta,
drúsa og sunni-múslima náðu sam-
komulaginu á fundi í gær. „Við
gjörum lýðum ljóst að hér með er
bundinn endi á átök í Beirút og
Suður-Líbanon um aldur og ævi,“
sagði í tilkynningu sem birt var að
afloknum fundinum.
Samkvæmt samkomulaginu
munu Palestínumenn fara frá
flóttamannabúðum nærri Sidón og
Ain Al-Hilweh-búðunum, þar sem
mikill fjöldi fólks hefur haldið til.
Þá var einnig ákveðið að hefja end-
urbyggingu á búðum, sem skemmst
hafa í bardögum hinna stríðandi
fylkinga. Hefur sérstakur sjóður
verið stofanaður til að standa
straum af þessu. Mun Arababanda-
lagið hafa stjóm sjóðsins með
höndum.
Honecker farinn frá Vestur-Þýskalandi:
Vonir um betri sam-
skipti þýsku ríkjanna
Austur-Berlín, MUnchen, Reuter.
ERICH Honecker, leiðtogi Aust-
ur-Þýskalands, kom í gær til
Austur-Berlínar eftir fimm daga
heimsókn til Vestur-Þýskalands,
að þvi er austur-þýska fréttastof-
an ADN greindi frá.
Honecker flaug frá Riem-flug-
velli í Miinchen til Schönefeld-flug-
vallar. Honecker ræddi við Helmut
Kohl kanslara f Bonn og fór til
nokkurra borga í Vestur-Þýska-
landi, þar á meðal fæðingarbæjar
síns, Neunkirchen.
Austur-þýska dagblöð birtu í gær
ummæli Honeckers í Neunkirchen
um að þar að kæmi að minni gæsla
yrði við landamærin milli_ Austur-
og Vestur-Þýskalands. í Neues
Deutschland, málgagni austur-
þýska kommúnistaflokksins vom
orð Honeckers birt undir fyrirsögn-
inni „Raunveruleiki og landamæri".
Honecker sagði orðrétt á fímmtu-
dag: „Ef við verðum samstiga í
anda yfírlýsingarinnar frá Bonn
mun sá dagur rísa að landamærin
sundra okkur ekki heldur sameina,
eins og landamæri Austur-Þýska-
Ingvar Carlsson í Washington:
Sáttir við ósætti um
málefni Nicaraeiia
Wauhinrrfnn Rantor
Washington, Reuter.
SVÍAR og Bandaríkjamenn hafa
komist að samkomulagi um „að
vera ósammála" um ástand mála
í Nicaragua, að því er Ingvar
Carlsson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, sagði í Wshington á
fimmtudag.
Carlsson ræddi við Ronald Reag-
an Bandaríkjaforseta á miðvikudag
og sagði hann á hádegisverðarfundi
að Svíar væm enn andvígir því að
Bandaríkjamenn legðu skæmliðum,
sem hafa barist gegn sandinista-
stjóminni í Nicaragua frá árinu
1981, lið.
„Okkur kom saman um að vera
ósammála um Nicaragua," sagði
Carlsson. Hann kvaðst aftur á móti
hafa orðið var við ánægjulega þróun
í friðarátt í Mið-Ameríku í viðræð-
um sínum vestan hafs. Átti hann
þar við loforð Reagans um að fara
ekki fram á fjárstuðning við skæm-
liða á þingi fyrr en úrslitafrestur,
sem kveðið er á um í friðaráætlun
forseta fimm Mið-Ameríkuríkja,
rennur út 30. september.
Hann minntist þó hvergi á það
að George Shultz hefði á fímmtudag
lýst yfír því að stjómin ætlaði að
fara fram á það á Bandaríkjaþingi
að skæmliðum í Nicaragua yrði
veittur 270 milljóna dollara Qár-
stuðningur einhvem tímann eftir
30. september.
Svíar hafa veitt stjóm Nicaragua
fé og styðja þeir friðaráætlunina
heilshugar, að sögn Carlssons.
Hann sagði að hlutleysisstefna
Svía hefði oft og tíðum leitt til
ágreinings við stórveldin: „En við
leggjum áherslu á að Svíar fylgja
sjálfstæðri stefnu og gildir þá einu
um það hvert málefnið er.“
Iands og Póllands sameina."
Honecker sagði í gær að heim-
sókn sín hefði borið árangur og
hefði brjóstvit og raunsæi fengið
að ráða. Honecker fór til fangabúða
nasista í Dachau á síðasta degi
þessarar fyrstu heimsóknar aust-
ur-þýsks leiðtoga til Vestur-Þýska-
lands. Sagði hann í yfirlýsingu að
enn mætti bæta samskiptin milli
ríkjanna.
Orð Honecekers um landamæri
þýsku ríkjanna hafa vakið vonir um
að gaddavírsgirðingamar, sem
liggja eftir þeim, verði teknar niður
Fréttaskýrendur segja að Honecker
hafí unnið pólitískan sigur er hann
fékk vestur-þýsk yfirvöld til að við-
urkenna austur-þýska alþýðulýð-
veldið. Við brottför sína sagði
Honecker: „Landamærin em ekki
eins og þau eiga að vera vegna
þess að þýsku ríkin em í Atlants-
hafsbandalaginu annars vegar og
Varsjárbandalaginu hins vegar."
Friedhelm Ost, talsmaður vest-
ur-þýsku stjómarinnar, fagnaði
yfírlýsingu Honeckers og sagði að
hún væri í samræmi við viðræður
hans við Kohl kanslara. Haft var
eftir heimildarmönnum í því ráðu-
neyti, sem fer með málefni þýsku
ríkjanna, að hyggja þyrft gaum-
gæfílega að ummælum austur-
þýska leiðtogans.
Vopnaðir verðir gæta landamæ-
Júgoslavía:
Salmonella
í samlokum
Novi Sad, Júgoslavíu.
TÆPLEGA eitt þúsund Júgosla-
var fengu salmonella-eitrun eftir
að hafa borðað samlokur, sem
fyrirtæki í borginni Novi Sad
framreiddi, að því er júgoslav-
nesk heilbrigðisyfirvöld greindu
frá á fimmtudag.
Sagði að 625 þeirra, sem fengu
eitrunina, hefðu þurft að leita læknis-
aðstoðar. Þetta er versta tilfelli af
matareitrun í Júgoslaviu í tuttugu
ár, sögðu heilbrigðisyfírvöld.
ranna og hafa þeir fyrirmæli um
að skjóta á hvern þann, sem reynir
að komast yfír þau. Að auki er
gaddavírsgirðing á landamærunum.
Markmið Kohls er að koma því til
leiðar að dregið verði úr viðbúnaði
við landamærin.
Ost vildi ekkert um það segja
hvort ummæli Honeckers um landa-
mærin væru vísbending um að
landamæravörðum yrði bannað að
beita skotvopnum eins og stjómin
í Bonn krafðist. Á undanfömum
25 ámm hafa 188 manns látið lífíð
á landamæmnum.
Franz Josef Strauss, forsætisráð-
herra Bæjaralands, tók á móti
Honecker í Munchen. Sagði hann
að eygja mætti von í orðum Honec-
kers. Aftur á móti væri bjöminn
ekki unninn fyrr en á hefði reynt.
Beirút:
Var Schmidt
keyptur laus?
Beirút, Reuter.
TÍMARITIÐ Ash-Shiraa, sem
gefið er út í Beirút, sagði í gær
að Vestur-Þjóðveijinn Alfred
Schmidt, sem látinn var laus úr
gislingu í vikunni, hefði verið
keyptur laus fyrir lausnargjald
samsvarandi áttatíu milljónum
íslenskra króna. Blaðið segir að
landi Schmidts, Rudolf Cordes,
kunni að verða látinn laus fyrir
svipað gjald.
„Lausn Schmidts var árang^ur
samnings um greiðslu tveggja millj-
óna dala lausnargjalds til ræningj-
anna. Annar vestur-þýskur gísl,
Rudolf Cordes, verður látinn laus á
næstu dögum fyrir svipaða upp-
hæð,“ sagði blaðið, sem er í
tengslum við ýmsar róttækar hreyf-
ingar í Líbanon.
Þýskalandsstjóm og vinnuveit-
endur Schmidts hjá Siemens-fyrir-
tækinu hafa þvertekið fyrir að hafa
greitt lausnargjald fyrir hann.
Stjómin stendur fast á því að hann
hafi verið leystur úr haldi án skil-
yrða.