Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987 Göngnr hafnar í Mývatnssveit Útskálakirkja. NVSV: Útskálakirkja kynnt Á VEGUM Náttúruverndarfé- lags Suðvesturlands verður Útskálakirkja „lesin“, þ.e. Sigur- bergur H. Þorleifsson mun sunnudaginn 13. september kl. 15.30 kynna sögu kirkjunnar og nánasta umhverfi hennar. Útskálakirkja er talin annað elsta hús á Suðumesjum. Sigurbergur mun einnig geta atburða er kirkj- unni tengjast og kynna þá kirkju- muni er hún hefur að geyma og svara spumingum. Þátttökugjald er ekkert og eru allir velkomnir. íbúar höfuðborgarsvæðisins geta nýtt sér ferðir Sérleyfisbifreiða Keflavíkur til að komast til og frá staðnum. Mývatnssveit. FARIÐ var í fjársmölun í Graf- arlönd og Herðubreiðarlindir síðastliðinn þriðjudag. Þar fund- ust 47 kindur. Voru þær fluttar til byggða á bíl. Fyrstu göngur í önnur leitarsvæði Mývetninga hófust á föstudag, og laugardag og réttað verður á sunnudag. Þess má geta að einn gangna- maður, sem nú fer í göngur, verður áttræður í næsta mánuði. Það er Jón Pétur Þorsteinsson, bóndi í Reykjahlíð. Jón fór í sínar fyrstu göngur 11 ára og síðan á hveiju ári. Það fer því að nálg- ast 70 ár sem hann er búinn að fara í göngur. Kartföluuppskera virðist ætla að verða með allra besta móti hér í Mývatnssveit í haust og eru margir þegar búnir að taka upp. Einn kart- öfluræktandi byrjaði að taka upp kartöflur um miðjan júní og var spretta þá orðin mjög þokkaleg. Fððu f rost hjá ESSO! Mætum frosti með ESSO þjónustu og ESSO frostlegil Jafnvel þótt þú gerir ekkert annað fyrir bílfnn þinn skaltu ganga úr skugga um frostþol vélarinnar. Það er öryggisatriði sem gæti reynst dýrt að gleyma. Renndu við á næstu bensfn- eða smurstöð ESSO og fáðu málið á hreint. Okkar menn mæla frostþolið fyrir þig og bæta ESSO frostlegi á kælikerfið ef með þarf. Rétt biandaöur ESSO frostlögur veitir fullkomna vernd gegn frosti. Einnig ryöi og tæringu allra málma sem notaðir eru í kælikerfum bensín- og dfsilvéla. ESSO FROSTLÖGUR - MARGFÖLD VERND! Olíufélagið hf Betjaspretta er víða með eindæm- um góð og hafa margir tínt ber að undanförnu. Silungsveiði hefur verið frekar rýr í Mývatni í sumar. Vegna þessa ástand ákvað stjórn Veiðifélags Mývatns um síðustu mánaðamót að alfriða vatnið fyrir allri veiði. Það er um einum mánuði fyrr en undanfarin ár. Talið er að mikið hafi komist upp af andarungum á Mývatni í sumar, enda tíðarfar og önnur skilyrði með hagstæðasta móti. Heyskapur gekk yfirleitt með afbrigum vel hér í sumar. Gras- spretta var mjög góð þótt þurrkar væru til baga, einkum framan af. Verkun heyja var með besta móti. Dæmi eru til að sumir luku heyskap á hálfum mánuði og hirtu síðustu baggana seinni partinn í júlí. Mega menn muna tímana tvenna í þeim efnum. Ekki eru mörg ár síðan heyskap lauk hér í Mývatnssveit í október. Krislján. Pétur Friðrik sýnir málverk í Holyday Inn PÉTUR Friðrik listmálari hefur opnað sýningu á 30 vatnslita- og olíumálverkum í sýningarsal i kjallara Holyday Inn, hins nýja hótels, að Sigtúni 38 í Reykjavík. Myndimar hefur hann málað á undanförnum fjórum árum og hafa fæstar þeirra komið fyrir almenn- ingsjónir fyrr. Pétur Friðrik hefur haldið fjölda einkasýninga frá því hann hélt sína fyrstu málverkasýningu í Lista- mannaskálanum árið 1946, þá 17 ára gamall. Pétur Friðrik stundaði komungur nám við Myndlista- og handíðaskólann í tvo vetur og var þijá vetur við nám í myndlist í Kaupmannahöfn. Pétur Friðrik listmálari. Morgunblaðið/Bjami Á myndinni eru talið frá vinstri: Einar Sigurðsson, háskólabókavörð- ur, dr. Sigmundur Guðbjamason háskólarektor, John M. Harrington, sendiherra Kanada á íslandi og Jón H. Bergs aðalræðismaður Kanada á íslandi. Háskólinn fær veglega bókagjöf HÁSKÓLA íslands hafa verið gefnar um eitt hundrað bækur um kanadísk málefni og voru bókakaupin fjármögnuð af kanadíska utanríkisráðuneyt- inu. Kanadíski sendiherrann á ís- landi, John M. Harrington, sem hefur aðsetur í Osló, afhenti há- skólabókaverði, Einari Sigurðs- syni, bækumar formlega í aðalbyggingu Háskóla íslands við Suðurgötu. Við afhendinguna vom viðstaddir háskólarektor, dr. Sig- mundur Guðbjamason og aðalræð- ismaður Kanada á íslandi, Jón H. Bergs. Kanadíski sendiherrann sagði við þetta tækifæri að bókagjafír sem þessi væru ætlaðar til að auka þekkingu annarra þjóða á Kanada. Bækumar Ijalli meðal annars um kanadískar bókmenntir, sögu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.