Morgunblaðið - 12.09.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1987
49
Kristniboðar hafa leitast við að
ná til unga fólksins, bæði í skól-
um og í kristilegu æskulýðs-
starfi.
Kristniboðssam-
bandið:
KaffisaJa
Kristniboðsfélag karla í
Reykjavík efnir til hinnar árlegu
kaffisölu sinnar í kristniboðs-
húsinu Betaniu, Laufásvegi 13,
sunnudaginn 13. september.
Kaffisalan hefst um nónbil og
stendur yfir til kl. tíu um kvöld-
ið. Allur ágóði rennur til starfs
Kristniboðssambandsins.
Nú í sumar komu tvenn kristni-
boðahjón heim frá Eþíópíu en þar
hafa íslendingar starfað meðal
Konsó-þjóðflokksins og víðar í rúm
30 ár. I Eþíópíu er nú sjálfstæð,
lúthersk kirkja sem vex örar en
nokkur önnur lúthersk kirkja í
heiminum, þrátt fyrir ýmsa erfið-
leika vegna stjómarfarsins í
landinu.
Önnur tvenn íslensk hjón starfa
á vegum Kristniboðssambandsins í
Kenýu, í Cheparería og í Kongolai.
Þetta er á slóðum Pókot-þjóðflokks-
ins í vesturhluta landsins. Hann er
álíka fjölmennur og allir íslendingar
og hefur löngum orðið útundan að
því er varðar fræðslu og kristilega
boðun. En þar hefur nú margt
breyst til hins betra á liðnum árum.
íslendingar og fleiri hafa bæði unn-'
ið að því að breiða út fagnaðarerind-
ið meðal fólksins og komið á fót
skólum, m.a. með liðsinni Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar.
Kristniboðamir hafa fijálsar
hendur til starfa í Kenýu og væri
hægt að gera miklu meira ef fé
væri fyrir hendi. Hér heima vinnur
Kristniboðssambandið kynningar-
starf.
Alls er gert ráð fyrir að samband-
ið þurfi nokkuð á áttundu milljón
króna til að sinna verkefnum sínum
á þessu ári og vantar enn töluvert
á að nóg hafi safnast.
Eins og fyrr segir opna karlamir
Betaníu um kaffileytið á sunnudag.
Þeir bjóða alla vini kristniboðsins
velkomna.
(Fréttatilkynning)
Madrigalar-
arí Ný
listasafninu
MADRIGALARAR halda söng-
tónleika i Nýlistasafninu sunnu-
dagskvöldið 13. september kl.
20.30. Madrigalarar eru Hildig-
unnur Halldórsdóttir, Marta
Guðrún Halldórsdóttir, Martial
Nardeau, Sigurður Halldórsson
og Sverrir Guðmundsson.
Á efnisskránni verða m.a. verk
eftir Thomas Morley, Josquin dés
Prés, Juan Ponce, Orlandus Lassus,
John Farmer og Hans Leo Hassler.
Þ Ú ÞARFT EKKI LENGUR A Ð LEITA
LANGT YFIR SKAMMT!
í SKEIFUNNI 17 ER
SÉRVERSLUN MEÐ
TÖLVUVÖRUR,
HUGBÚNAÐ OG
SKRIFSTOFUVÉLAR.
Allar helstu tegundir PC tölva. Margs konar hugbúnaður. Tölvuprentarar af mörgum gerðum,
tölvuteiknarar, skjásíur, disklingar, tölvuborð, hljóðdeyfar ffyrir prentara, prentborðar,
disklingageymslur. Ritvélar, reiknivélar, vasatölur. Ljósritunarvélar.
Allt á einum stað.
linDIID HUGBÚNAÐUR
VKIKVD SKRIFSTOFUTÆKI
SKEIFAN 17 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-687175
Þekking
. . u-.-------
—a>-jcr»-----
—
: c
mldas