Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 Aðfylgja eigin sanntæríngu, en heim ekld eítir öðnim,.. Rætt við finnska hljómsveitarstjórann Petri Sakari, tilvonandi aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar íslands Um hríð hefur Sinfóníuhljómsveit íslands ekki haft fastan stjórnanda en í sumar var gengið frá ráðningu nýs aðalstjómanda. Sá heitir Petri Sakarí og er finnskur, eins og hefur komið fram hér í þættinum áður. Sakari kemur ekki til starfs fyrr en næsta haust, er ráðinn til tveggja ára, en var hér á hraðferð um dag- inn og var þá spurður undan og ofan um samstarfið við hljómsveit- ina og skyld mál. Þeir, sem ganga með þá goðsögn greipta í kollinum að hljómsveitar- stjóri þurfí helzt að munda sprotann eins og svipu yfír hljómsveitinni, ygldur og harðbrýnn, undrast líklea að það skuli hægt að fá hljómsveit- ina til að spila jafnvel og Sinfónían hefur spilað undir stjóm Sakaris með jafn mildilegum aðferðum og hann beitir. En Sakari og fleiri tala reyndar um að tími harðstjóranna með sprotann sé liðinn. Það sé nefnilega hægt að fá hljómsveitina til að spila ljúflega án þess að hinn hreini tónn sé kreistur út með ógn- unum. Og ógnandi, harðneskjulegt fas er fjarri Sakari. Finnsk alvörugefni er a vísu ofan á við fyrstu sýn, kunnugleg hér um slóðir, ekkert flím hvað varðar tónlistina, en það liggur kímni og léttleiki undir al- vömgefnu yfírborðinu — reyndar ekki einu sinni undir, skín bara beint út úr augunum... Og ekki aldurinn Sakari að meini, hann er komungur. Hver segir að hljóm- sveitarstjórar þurfí endilega að vera grásprengdir á sál og líkama? Sakari hitti hljómsveitina fyrir í fyrsta sinn eftir útnefninguna, þeg- ar hún kom saman til að æfa fyrir UNM tónleikana í september, vatt sér þá upp á pallinn í byrjun æfíng- ar, bauð þau hlýlega velkomin til starfa, vonandi eftir gott sumar og sagðist hlakka til samstarfsins við þau, þegar þar að kæmi. Bauð landa sinn Vánská velkominn sem gestar- stjómanda. Og eftir vingjamleg orð var-hann tilbúinn til að segja undan og ofan af því, hvað aðalstjórnandi gerir og annað varðandi starf hans. „Sem aðalstjómandi er ég ábyrg- ur fyrir listrænni stjórnun hljóm- sveitarinnar. Ég hef hönd í bagga með verkefna- og mannavali og starfsfyrirkomulagi. Sjálfur stjóma ég helmingnum af áskriftartónleik- um, auk þess sem ég tek þátt í ferðalögum hljómsveitarinnar, út- varpsupptökum og aukatónleikum. Hljómsveitin er góð, en það er alltaf hægt að gera betur og það skiptir máli að efla hljómsveitina, stefna hærra. Það er margt, sem getur styrkt hana, svosem mark- visst verkefnaval, ferðalög innan- lands en eki sízt utanlands. Ferðalög erlendis gefa hljómsveit- inni góða viðmiðun og hrista hana saman. Það er tæplega tímabært að ræða um verkefnaskrána í smáatriðum, þó hún liggi nokkum veginn fyrir, en hún er sett saman með það fyr- ir augum að efnið sé þroskandi fyrir hljómsveitina. Með þetta í huga álít ég heppilegt að spila svokallaðan Vínarskóla, ekki sízt sinfóníur Haydns, sem em einn bezti hugsan- legi skólinn í samspili, tónmyndun, innkomu og samstiliingu. Það er oft einblínt á verk Mozarts og Beet- hovens í þessu sambandi, en það er jafnvel enn erfiðara að fást við þessa þætti í verkum Haydns. Beet- hoven er á pappímum hjá okkur, allir fímm píanókonsertar hans, fíðlukonsertinn, þríkonsertinn fyrir fíðlu, selló, píanó og hljómsveit. Af klassískum verkum má nefna efnis- skrá með verkum Ijækofskís. Ef við fæmm okkur nær nútímanum þá em verk tónskáljda seinni Vínar- skólans forvitnileg verkefni, verk manna eins og Albans Bergs, Arn- olds Shönbergs og Antons Webems. Og ekki má gleyma samtímatón- list, sem speglar okkar tíma. En framboðið er mikið, svo það gildir að velja vel. Mér fínnst fara vel á að blanda samtíma og klassískri tónlist. Vissulega er vitað að marg- ir tónleikagestir, einkum þeir eldri, hrífast ekki að marki af samtíma- tónlist. En auk listræns gildis samtímatónlistar, þá reynir slík tón- list á tæknilega mikilvæga þætti í spilamennsku hljómsveitarinnar, sem þjálfast ekki eins í klassískri tónlist. Haydn og Mozart em góður gmnnur en samtímatónlist er líka nauðsynleg. Svo liggur í augum uppi að eitt af hlutverkum íslenzkr- ar sinfóníuhljómsveitar er að flytja íslenzka samtímatónlist. Háskólabíó er nú ekki bezta tón- listarhús, sem hægt er að hugsa sér en meðan við vinnum þar, þá þýðir eki að fást um það. En hijóm- sveitin er það góð, að hún á skilið betra húsnæði. Vonandi að gott tónlistarhús eigi eftir að rísa hér. Annað, sem varðar hljómsveitina sjálfa er að hún þarf að verða fjöl- mennari, það þyrfti ekki sízt að fjölga í stengjunum. Allir þurfa á sjálfsáliti að halda og það á við um hljómsveit jafnt og einstaklinga. Góður stjómandi glædir skilning hljómsveitarmeð- lima á mikilvægi þess að spila í þessum hópi, hljómsveitinni. Þeir þurfa að vera meðvitaðir um að þeir tilheyri þessum hópi, að þeim komi frammistaða hópsins við og skilji hvað frammistaða hvers og eins skiptir miklu máli. Stjórnand- inn þarf sumsé að glæða listrænan metnað sérhvers spilara og gera hann stoltan yfír að vera með.“ Sakari á ekki erfítt með að ímynda sér hvernig er að vera í hljómsveit. Hans hljóðfæri er fiðlan, sem hann fór að læra á átta ára gamall, fór seinna með hana í Síbelí- usar akademíuna, tok próf þaðan, auk þess sem það kviknaði áhugi á að stjóma. Man ekki einhver eftir víðfrægum sjónvarpsþáttum, þar sem Leonard Bemstein kynnti og stjómaði tónleikum fyrir ungt fólk? Sakari upptendraðist nokkuð, þegar hann sá þessa þætti og útskrifaðist sumsé úr akademíunni í stjómun. Auk þess var hann .á sumarnám- skeiðum í Aspen, Colorado, í Siena hjá Franco Ferrana og í Luzeme hjá Rafael Kubelik. Auk þess að ætla að stjórna hér, stjórnar hann hljómsveitum í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Og hann hefur ekki sleppt höndum af fiðlunni, leikur meðal annars reglulega í tríói í Helsinki. Eftir að hafa reifað hug- myndir sínar um starf hans með sinfóníunni, hvað hefur hann þá að segja um stjómun almennt? „Það er vísast margt, sem stjóm- andinn þarf að hafa á valdi sínu, en í grófum dráttum er hægt að tala um persónuleika hans, skilning á mannlegum samskiptum, sálfræði skulum við segja og svo kunnáttu. Mín niðurstaða er sú, að sálfræðileg innsýn skipti í raun mestu. Auðvitað verður stjómandi að vera vel að sér í tónlistinni, gæddur ríkum tónlist- argáfum og -næmni, en þetta dettur dautt niður án hins. Fyrir framan stjórnandann situr fjöldi manns. Hann verður að ná til hvers og eins, finna á sér hvað fer bezt á að segja við hvern og einn, svo orð hans skili sér í Ieikn- um. Vissulega skiptir máli að hafa lag á að stjóma fólki, segja fyrir verk- um. Tími harðstjóranna virðist liðinn. Ég hef sjálfur verið fiðluleik- ari í hljómsveit, svo ég veit hvemig það er. Ég vil fyrst og fremst vera samstarfsmaður spilaranna, en — í lokin er það þó stjórnandinn einn og aðeins hann, sem ber ábyrgðina. Þá gildir ekkert lýðræði. Það er oft mikill munur á æfíng- um og svo á tónleikum. Á æfíngum er unnið með smáatriði, tæknilega hluti. Á tónleikum verður verkið að mynda heild, það þarf að gefa því eitthvað nýtt, svo það hljómi af ferskleika en ekki eins og uppsuða. Þá er það innblásturinn sem gildir og hann þarf að streyma frá stjóm- andanum. Það hefur oft verið talað um mismunandi skóla í stjórnun. Það á tæplega við lengur. Við, sem kom- um úr Síbelíusar akademíunni þessi árin, emm allir nemendur Jurma Panula. Það er jafnvel stundum talað um fínnska skólann og þá átt við nemendur hans, en ég held að það eigi tæplega við. Við erum ólík- ir. En kannski má segja að við séum allir frekar kröftugir, þá í ætt við rússneska skólann, en það er tæp- lega nóg til að hægt sé að tala um eina finnska línu. Ætli ég hafi ekki eitthvað úr evró-ameríska skólan- um, lærði sprotatækni í Aspen. Sumrin þar vom mér mjög lær- dómsrík. Sjálfur notar Panula ekki sprota. Hann hefur stórfenglegan skilning á hendingamótun, frösun í tónlistinni, mér fínnst ég aldrei heyra hana jafn góða hjá öðmm og hann leggur mikla áherzlu á þetta í kennslunni. Hann er ótrúlega fljótur að átta sig á hlutunum og ekki sérlega þolinmóður við þá sem em svifaseinir í hugsun. En þegar allt kemur til alls, gagnast vangaveltur um skóla og aðferðir ekki hið minnsta. Þá er það bara spumingin um góða stjórnend- ur og slæma, spuming um að fylgja eigin sannfæringu, en herma ekki eftir öðmm ... TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Petri Sakari Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.