Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 45

Morgunblaðið - 01.11.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 B 45 ÞINGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Kvennalistinn stærstur stj ómarandstöðuflokka Framsókn sigrar í skoðanakönnun Skjótt skipast veður í lofti hér á landi. Það er jafnvel talað um „mörg veður“ á einum og sama sólarhringnum. Ofsagt væri að fullyrða það, að í þessu efni hallaðist ekki á milli islenzks veðurfars og íslenzks almenningsálits. Afstaða fólks til stjórnmálaflokka breytist engu að síður tíðar og hraðar nú en fyrrum. Jafnvel dægur- mál, sem fjölmiðlar blása út af litlu tilefni, geta flutt stuðning fjölda fólks frá einum stjóm- málaflokki til annars, tíma- bundið að sjálfsögðu. Það er af sem áður var þeg- ar menn fylgdu „flokknum sínum“ gegnum þykkt og þunnt ævina á enda og stjórnmála- skoðanir gengu eins og erfða- góss frá einum ættlið til annars. I Skoðanakönnun Hagvangs, sem kunngerð var í vikunni, sýnir umtalsverðar breytingar á fylgi stjómmálaflokka frá kosningum næstliðið vor. Það er einkum einn af stjómar- flokkunum þremur, F'ramsóknar- fiokkurinn, sem sækir í sig veðrið. Staðan er svipuð á stjómarand- stöðuvængnum. Þar rísa Samtök um kvennalista upp úr láglendinu. Sjálfstæðisflokkurinn fer fetið til réttrar áttar í könnuninni, en það fet er tæplega fet. Það hallar hinsvegar undan fæti fyrir Al- þýðubandalagi, Alþýðuflokki og Borgaraflokki. II FYamsóknarflokkurinn, sem margir sjá fyrir sér með lambhús- hettu og á sauðskinnskóm, er ótvíræður sigurvegari í skoðana- könnun Hagvangs, þegar ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar hefur setið að völdum í tæpa fjóra mán- uði og nýkjörið Alþingi hefur starfað í tæpar þtjár vikur. Framsóknarflokkurinn, sem fékk 24 þúsund atkvæði í kosning- um 1983 og 29 þúsund 1987, er enn á uppleið, samkvæmt skoðan- könnun Hagvangs. Hann hefur að baki sér fjórðung þeirra, sem afstöðu tóku. Það er svipað fylgi og flokkurinn fékk í kosningum 1979, 24.9%. Maddama Framsókn má þó muna betri daga, eða 28,2% kjöifylgi 1963. Tíminn er að vonum kampakát- ur með niðurstöður Hagvangs- könnunar. Hann segir orðrétt sl. fimmtudag: „Það er Framsóknarflokkurinn sem stendur með pálmann í hönd- unum í þessum niðurstöðum eins og öðrum þáttum könnunarinnar. 92,4% þeirra, sem kusu flokkinn síðast, segjast ætla að kjósa hann- aftur. Fylgni kjósenda við Framsóknarflokkinn er mest allra flokka í þessum niðurstöðum. Fast á hæla honum koma Sjálf- stæðisflokkurinn, með 91% og Kvennalistinn með 90,9% fylgni . . .“. III Annar stjómarflokkur, Sjálf- stæðisflokkurinn, réttir lítið eitt úr kútnum frá kosningum í apríl, fær 28,7% fylgi í könnuninni, hafði 27,2%. Það er hinsvegar ekki hægt að tala um hraðferð upp vinsældalistann. Flokkurinn á greinilega brekku eftir og hana er háa. Þriðji stjómarflokkurinn, Al- þýðuflokkurinn, missir hinsvegar „spón úr aski“. Skoðanakönnunin skenkir honum 13,2% fylgi í stað 15,5%, sem hann hafði í vor. Það er greinilega hægar sagt en gjört að ,,moka framsóknarfjósið". A heildina litið geta stjómar- flokkamir vel við unað. 60% þeirra, sem afstöðu tóku, reynd- ust stjómarsinnar. Ríkisstjómin hefur traustan meirihluta lands- manna á bak við sig. Þrátt fyrir styrka stöðu ríkis- stjómarinnar er full ástæða fyrir forystumenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks að staldra við niður- stöður þessarar skoðanakönnun- ar. Hvorugur flokkurinn hefur ástæðu til að halda þær hátíðleg- ar. Báðir flokkamir þurfa að brýna vopn sín. Sjálfstæðisflokk- urinn þarf ekki sízt að huga að sóknarleiðum í stijálbýli. Viðreisnarflokkamir, Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa staðið af sér erfiðari þrautir en umrædda Hagsvangskönnun. Aðrir lúta lægra en þeir þegar grannt er gáð. Það er fyrst og fremst stjómarandstaðan sem á um sárt að binda á „hagvangi“ almenningsálitsins, það er Al- þýðubandalagið og Borgaraflokk- urinn. IV Einn stjómarandstöðuflokkur hrósar happi í skoðanakönnun Hagvangs, flokkur hinna mjúku mála. Samtök um kvennalista standa uppi með 14,5% fylgi, sam- kvæmt könnuninni. Hafa styrkt stöðu sína umtalsvert. „Herfang" Kvennalistans er einkum sótt til Alþýðubandalags- ins. 17,1% þeirra, sem lýsa stuðningi við Kvennalistann í könnuninni, upplýsa jafnframt, að þeir hafí kosið Alþýðubandalagið áður. Samtals hafa Alþýðubanda- lag (8,9%) og Kvennalisti (14,5%) 23,4% fylgi. Fylgi Alþýðubanda- lagsins er eins og 1978, var 22,9%. Alþýðubandalag og Borgara- flokkur, sem ætluðu sér stóra hluti í stjómarandstöðu, róa á lé- leg mið í könnuninni. Rangt væri að segja að þessir flokkar dragi ekki bein úr sjó, en aflinn er rýr. Alþýðubandalagið fer niður í 8,9% fylgi og Borgaraflokkur niður í 7,9%. Samtök um Kvennalista skjóta bæði Alþýðubandalagi og Borgaraflokki langt aftur fyrir sig. Skortir aðeins 2,3% á að ná sameiginlegu fylgi hinna tveggja. Em greinilega bakfiskurinn í stjómarandstöðunni, ef marka má Hagvangskönnun. Skýringin á ófömm Alþýðu- bandalagsins liggur að hluta til í innanflokksátökum, einhvers kon- ar „villum á Möðmvallaöræfum". Þetta er raunar viðurkennt undir rós í forystugrein Þjóðviljans sl. fimmtudag. Þar segir m.a.: „Þrátt fyrir þessar tölur [könn- unarinnar] er ekki ástæða til þess fyrir stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins að setja upp hunds- haus. í sumar hefiir flokkurinn gengið í gegn um erfiða tíma miskunnarlausrar sjálfskoðunar, sársaukafulls uppgjörs við fortí- ðina, nauðsynlegra innri átaka um stefhumál, vinnubrögð, persón- ur . . .“ En hvem veg sem menn skýra „tap“ Alþýðubandalags og Borg- arafiokks er ljóst, að Samtök um kvennalista og Framsóknarflokk- ur hafa „fitnað" sem því tapi nemur. 68 MORGUNBLADID. FIMMTUDAGUR 29. OKTÖBER 1987 Skoðanakönnun Hagvangs: Fylgi AlþýðubandaJags og Borgara- flokks mest meðal eldri kjósenda i Hér á eftir fer greinargrrð mæli en kariar. Kjó«endur Sjálf- lUgvangs um beUtu niðurstM- sUeðwflokluins em hlutfallslega ur úr skoðanakönnun, sem fiestir af höfuðborgarsvæðinu, — framkvæmd var á fylgi stjórn Franwóknarflokkurinn sækir hi málaflokhanna til Alþingis og vegar mest af slnu fylgi tf viðhorfum lalendinga til hval- höfuðborgarsvæðið. j veiða. Samkvæmt niðurstöðun Eins og fram kemur i töflu unarinnar var fylgi flokkan l. þá var könnunin gerð á tíma- tllliti til aldura nokkuð brs bilinu 16.—26. október og var að undanskildum FVamaók úrtaldð 1.000 manns er náði til Sjálfstæðwflokki. Fylgt [ alU landsins. Svör fengust frá flokksina var minnst r 782 einstaklingum á aldrinum þeirra aem vom á . 18—67 ára, eða 78,2% af brúttó- 30-49 ira, enfylgi Alþý, ú bátttak- lagsins var meat á mrf’ til ríkisstjómannnsr. Spumingin TafU 111 v„ .Kir&rmdi, StyJur þil eð. Hlutf Jbtep fylji ,f .injSuyu þa, «„ „rtððu tíku ,ni Ugðir styður þu ekki núverandi rikis- til grundvallar atjómT* I töflu V ero sýndar NU ^--...1-.^ AlþýðubaiuUIa, "J? nms syomi i ujiiu v ero _ Skoðainaif ,p“n'in|!" AWðub^., í, ---—-^KOnnun 68 13-2 */-2.7%«ug ^ ~--- -Svang‘S: 124 24,0 ♦/- 8,4% atig Kvennalisti fær 17 i«, f', T* síns frá Aií.7aY’1/ofy1gis ér^yðubandaiaei no avör þei, e'nt konnunmni atyðja />ut' i-8otkk,"r: en n°kk- 'íf. "Wðufloki I JH*8* «ni i mðti J Sjá nánrn- á bUi > til hafá verið*it^I"Un' 9** *‘yð.. rtS’ ENGIN SNÚRA ! Snúrulaust gufustraujárn frá Morphy Richards. Allar stillingar og enn fleiri möguleikar. Já, snúrulaust - óneitanlega þægilegra, ekki satt? Fæst í næstu raftækjaverslun. morphq richards RKÍ: Námskeið í almennri skyndihjálp Reykjavikurdeild RKÍ verður með námskeið í almennri skyndi- hjálp sem hefst þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20.00. Námskeiðið stendur yfir fimm kvöld. A námskeiðinu verður kennd endurlífgun, fyrsta hjálp við bruna, kali og eitrunum af völdum eitur- efna og eitraðra plantna. Einnig verður kennd meðferð helstu bein- brota og stöðvun blæðinga og íjallað um ýmsar ráðstafanir til vamar slysum í heimahúsum. Auk þess verður fjallað um fleira sem kemur að notum þegar menn og dýr lenda í slysum. Sýndar verða myndir um hjálp við helstu slysum. Leiðbeinandi á námskeiðinu verð- ur Guðlaugur Leósson. Námskeiðið verður haldið í Armúla 34. Námskeiðinu lýkur með prófí sem hægt er að fá metið I fjöl- brautaskólum og iðnskólum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.