Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 B 15 Þögnin og lygarnar eru hornsteinn einræðis- ins. Að segja sannleikann er forsenda eðlilegr- ar utanríkisstefnu. 9 4* SJÁ PÓLLAND OLANSHATTUR Utlagar íeigin landi Japanir, sem dvalizt hafa lang- dvölum erlendis, eru oft eins og útlendingar í sínu eigin landi og víða litnir hornauga. Af þeim þykja stafa slík vandræði að forystugrein- ar dagblaðanna hafa jafnvel fjallað sérstaklega um þá. Þeir hlæja þeg- ar þeir eiga það ekki, tala þegar þeir eiga að þegja, og andmæla í stað þess að samsinna auðmjúk- lega. Þótt þeir þyki kannski ekki beinlínis niðurrifsmenn, þá er litið á þ'á sem fulltrúa annars konar menningar en í landinu ríkir og sú skoðun ríkjandi að þar með stafi samfélaginu ógn af þeim. Um þessar mundir dvelja um 100.000 japönsk börn og unglingar erlendis ásamt foreldrum sfnum, og á hverju ári koma um 10.000—20. 000 til heimkynna sinna eftir að hafa dvalizt langdvölum á erlendri grund. Þeim finnst vera farið með sig eins og stríðsfanga því að stöð- ugt er verið áð spyrja þau spjörun- um úr og taka af þeim skýrslur. „Þegar ég kom heim í fyrsta sinn eftir að hafa dvalizt í fjögur ár á Filippseyjum var ég 13 ára gam- all," segir Akira sem nú er 33 ára. „Ég komst síðar að raun um að kennarinn hafði varað bekkjarfé- laga mína við mér áður en ég kom og hafði sagt þeim: „Hingað er von á strák sem er ekki lengur Jap- ani."" Akira starfar hjá stóru viðskiptafyrirtæki og segir: „Menn kunna vel að meta enskukunnáttu mína, en síður það framandlega yfirbragð sem ég hef." Hann varð fyrir stöðugum barsmíðum á skólaárum sínum. „Þegar móðir mín kvartaði út af meðferðinni á mér, var sagt við hana að hún yrði að gera mig að almennilegum Japana og þá myndu krakkarnir hætta að ofsækja mig. En þau hættu því samt ekki," upp- lýsir hann núna. Kaori er tvítug að aldri og stund- ar háskólanám í Tókyó. Hún hafði um átta ára skeið verið á heimavist- arskóla í Englandi að ráði föður síns en hann vildi ekki að hún lenti í sömu erfiðleikum og hann f sam- skiptum sfnum við útlendinga. En nú á hún i erf iðleikum í sam- skiptum við eigin landa. „Ég reyni að hegða mér eins og Japani og mig langar ekki að skera mig úr, en allt sem ég segi og geri virðist vera vitlaust," segir hún. „Ég segi það sem mér býr í brjósti, hef mínar eigin skoðanir, en það tíðkast ekki hérna. Ég man ekki alltaf eftir að nota keigo (kurteisislegasta ávarps- form japönskunnar), þegar við á, og þess vegna heldur fólk að ég sé annað hvort dónaleg eða frek nema hvorttveggja sé." Flestir þeir Japanir, sem koma aftur frá útlöndum, starfa fyrir er- lend fyrirtæki til þess a nota enskukunnáttu sína, og einnig til þess að vera í þægilegra umhverfi en ríkir í rígskorðuðum japönskum fyrirtækjum. Og konur hafa ein- ungis tækifæri til að öðlast starfs- frama í erlendum fyrirtækjum því að í þeim japönsku eru þær nánast alltaf óbreyttar skrifstofustúlkur, þar sem þær eru látnar bera sér- stakan einkennisbúning, vinna fábreyttustu störfin og hita te. Toshiko, sem er 31 árs gömul, segir að þetta séu ærnar ástæður til þess að sér hefði ekki komið í hug að starfa hjá japönsku fyrir- tæki. Hún dvaldist að mestu erlend- is á æskuárum sfnum, og að háskólanámi loknu starfaði hún í Sidney um fimm ára skeið. „Þegar ég er með Japönum, til dæmis á fundi í bankanum, reyni ég að vera mjög japönsk," segir Toshiko. „Ég geri mér far um að vera hæg og hljóðlát. Ég hegða mér öðru vísi í annars konar félags- skáp. í raun og veru hef ég tvenns konar framkomu. Mér finnst það óþægilegt en hjá því verður ekki komizt." Enda þótt Japani dveljist ekki nema skamman tíma erlendis getur það haft þau áhrif að honum finn- ist hann vera framandi þegar heim kemur. Yoshiko, sem er kona á fer- tugsaldri, var 16 ára gömul þegar hún fór með fjöldskyldu sinni til tveggja ára dvalar f Sfam. Þótt sú dvöl hefði verið henni ómetanleg lífsreynsla, fannst henni að hún hefði glatað einhverju þegar heim kom. Yoshiko starfar nú sem bóka- vörður-hjá alþjóðasamtökum og hún hefur alltaf unnið fyrir erlenda að- ila. Hún hefur í hyggju að „flýja" Japan og búa með japönskum vini sinum sem nú á heima f Frakklandi. „Hann hefur verið búsettur er- lendis í nokkur ár, og við viljum bæði búa í Evrópu það sem eftir er ævinnar," segir hún. Akira, sem fyrr er nefndur, hefur einnig í hyggju að setjast að erlend- is. „Börnin mín eru bæði í skóla," segir hann. „Ég vil ekki að þau þurfi að þola það sama og ég í æsku. Það hefur ekkert breytzt í Japan. Og þegar fyrirtækið mitt sendir mig til starfa í Bandaríkjun- um ætla ég að __ setjast þar að, einhvern veginn. Ég sný ekki aftur heim." - LISA MARTINEAU V-ÞYSKALAND Enn eru þeir að ýfaupp sárín 'm IFrankfurt í Vestur-Þýskalandi stendur til að koma upp nýjum byggingum fyrir skrifstofur borgarinnar og þegar verið var að grafa fyrir grunninum komu í ljós leifar gyðingahverfisins, sem þar stóð á miðöldum. Við byggingarframkvæmdir í Bonn, höfuðborg ríkisins, hafa menn einnig fundið undirstöður bæna- hússins, sem nasistar brenndu til grunna fyrir 50 árum. Það hefur hins vegar valdið reiði og hneykslun margra, að í báðum borgunum ætla yfirvöld að halda framkyæmdunum áfram eins og ekkert hafi í skorist. Vegna þessa hafa vestur- þýskir fjölmiðlar deilt harðlega á Wolfram Briick, borgarstjóra kristilegra demókrata f Frank- furt. Við uppgröftinn hafa fornleifafræðingar komið niður á kjallara og undirstöður 19 húsa, þar á meðal sjúkrahúss og trúar- legra baða ásamt hluta af „Judengasse", Gyðingagötunni, sem á sfnum tíma var um 300 metra löng. Briick borgarstjóri segist ætla að flytja sumar leifarnar á safh, en gagnrýnendur hans benda á, að borgin hafi nýlega varið miklu fé til að gera upp gðmul hverfi og ætti því eins að gera varð- veitt í heild þessar merkustu minjar um búsetu gyðinga f Þýskalandi. Gyðingahverfið í Frankfurt var einu sinni það næststærsta f öllu landinu og meðal nafnkunnra fjölskyldna þaðan má til dæmis nefna þá frægu bankamenn, Rothschild- ana. Tilfinningahitinn, sem ein- kennir umræðuna um þessi mál, stafar þó ekki einungis af áhuga manna á sögulegum minjum. Þeir, sem vilja varðveita fornleif- arnar, segjast vissir um að hægristjórnin í Frankfurt vilji sem minnst af þeim vita vegna þess, að þær séu óskemmtilegur vitnisburður um hve erfitt gyð- ingar áttu uppdráttar, jafnvel löngu áður en Hitler kom til skjalanna. Vestur-þýsku blöðin hafa grafið upp lýsingu á gyðinga- hverfinu í Frankfurt, sem danskur ferðamaður skrifaði árið 1789: „Reynið að sjá fyrir hug- skotssjónum ykkar nokkur þúsund manns í tötrum einum klæða, nokkur þúsund hálfnak- inna kvenna og nokkur þúsund kviknakinna barna, sem verða að hírast öllsömul f örmjóu öng- stræti. Þvílík eymdarsjón." Var þetta ekki sambærilegt, spurði eitt dagblaðið, við „ástandið I útrýmingarbúðunum"? Til að hnykkja betur á samlíkingunni birti blaðið útskurðarmynd frá 17. öld af gyðingaofsóknum í hverfinu. Minna hefur verið rætt um bænahússleifarnar í Bonn. Þær fundust þegar verið var að taka grunn að nýju hóteli á bakka Rínar, í útjaðri borgarinnar eins og hún var á miðöldum. Bæna- hús gyðinga f borginni, fimm að tölu, voru brennd til grunna 10. nóvember árið 1938, á hinni svo- kölluðu „Kristalsnót", þegar nasistar brenndu 280 bænahús f öllu landinu. Fornleifafræðing- ar fengu þó tækifæri til að mæla leifarnar í Bonn áður en þær voru grafnar í steinsteypu. Áður en Hitler komst til valda voru gyðingar í Þýskalandi rúm- lega hálf milljón talsins. Nú eru peir 30.000. Þjóðverjar og gyð- ingar eru hins vegar fastir saman f neti sögunnar og munu ekki losna þaðan um ófyrirsjáanlega framtíð. - MARK FRANKLAND VONARNEISTI Ættingjar hinna týndu eru enn þá að leita þeirra Ættingjar bandarískra her- manna, sem týndust í átökum Bandaríkjamanna í Suð- austur-Asíu á sínum tíma, ætluðu nýlega að senda svífandi blöðrur yfir Laos. Á blöðrurnar var letrað, að hver sá sem seldi fram banda- rfskan fanga, hlyti sem svaraði 100 milljónum króna í verðlaun. Fyrrum bandarfskur þingmaður, Billy Hendon að nafni, stóð að þessum aðgerðum ásamt fyrr- nefndum ættingjum hinna týndu. Þegar til átti að taka, kom lögregl- an í Thailandi samt í veg fyrir að blöðrunum yrði sleppt, en leyfði þess f stað að hundruð plastpoka með samskonar áheitum yrðu látn- ir í ána f von um að þeir bærust með henni til Laos. „Það væri ekki ónýtt, ef þetta bæri árangur," sagði Billy Hen- don, sem starfar við varnarmála- stofnun þá sem skipulagði þessa för. Frá því að stríðinu í Suð-austur Asíu lauk árið 1975 með þeim afleiðingum að Laos, Víetnam og Kambódía komust í hendur komm- únista, hefur aðeins einn banda- rískur hermaður komizt Iifandi af þessu svæði og reyndist hann raunar hafa verið liðhlaupi. Hægri sinnaðir stjórnmálamenn, nefnd úr varnarmálaráðuneytinu og ætt- ingjar týndra hermanna eru þess samt fullviss að margir séu enn á Hfi og hefur ýmislegt kynt undir þessa skoðun. Meðal annars full- yrða flóttamenn að þeir hafi séð Bandaríkjamenn í þessum heims- hluta. Elfsabet Stewart, 33ja ára gam- all lögfræðingur frá Washington DC, er ein þeirra sem tóku þátt í ferðinni til Thailands, en faðir hennar var ofursti í bandaríska flughernum og var skotinn niður skammt frá landamærum Laos og Víetnams árið 1966. Hún segir: „Ég get ekki fullyrt að faðir minn sé á Iífi. En ein- hverjir aðrir gætu verið á lífi. Ég er sannfærð um að í Suð-austur- Asíu eru ennþá menn úr banda- ríska hernum. Ég er dóttir föður míns. Það er þess virði að gera þetta þó maður gæti ekki bjargað nema einum manni." Mekong-fljótið rennur um Laos, Kambódíu og Víetnam frá Nakong Phanom, sem er 400 mílur norð- austur af Bangkok, og aðeins í 60 mílna fjarlægð frá fangabúðum í Laos þar sem bandarfskir stríðsfangar gætu verið í haldi. Hendon segir að reynt sé að koma í veg fyrir að óprúttnir ævin- týramenn komist höndum yfir verðlaunaféð og þess vegna standi það aðeins til boða innfæddum mönnum f Laos, Kambódíu og Víetnam, sem auðnist að frelsa einn þeirra 2.413 Bandaríkja- manna, sem saknað er úr stríðinu. „Við munum ekki fara yfir landamæri eða gera neitt, sem ólöglegt má teljast," segir Hendon. Það var innanríkisráðherra Thailands, sem bannaði blöðruæv- intýrið. Og Charles Redman, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir um þennan leiðangur: „Við erum á móti öllum tilraunum einstaklinga, sem gætu „spillt" viðræðum opinberra aðila um hermennina sem saknað er." Hendon og 21 þingmaður Repú- blikanaflokksins lögðu fram um 4 milljónir krðna hver í sjóðinn til greiðslu verðlaunafjárins. Og Hen- don er ekki í vafa um að tilboðið beri árangur. „Menn fljúga MiG- orrustuþotum frá Rauða-Kína til Formósu fyri tæpar 40 milljónir dollara," minnir hann á. Elísabet Stewart segir að það hafi verið ótrúleg lífsreynsla að standa á bökkum Mekong-árinnar skammt frá Laos þar sem hún telur að faðir hennar sé í fangelsi. „Við fórum þangað til þess að koma skilaboðum áleiðis og okkur tókst það," segir hún. „Fljótið er öflugt samgöngutæki," bætir hún við. - BEN BARBER NJÓSNASVEIT — Hermenn snúa aftur tíl þyrlunnar sem fluttí þá innfyrir víglínu fjandmannanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.